Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 2
mánudagur 11. 12. 2006 fasteignir mbl.is Stjórnstöðvar DMK 90% íbúðalán – fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð!A R G U S / 06 -0 55 2 Kynntu þér DMK 90% íbúðalán og aðra þjónustuþætti DMK á spron.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt að reikna greiðslubyrði. 3 4% Lánstímialltað40ár Bók vikunnar fyrir ræktunarfólk: Skógarbók grænni skóga » 4 fasteignir AÐGÁT GEGN VANHÆFI FASTEIGNASALAR VERÐA ÁVALLT AÐ GÆTA AÐ ÓHÁÐRI STÖÐU SINNI, SKRIFAR GRÉTAR JÓNASSON HDL. LG.FS. >> 20 Nú er tíminn til að draga fram ætt- arsilfrið og fægja það svo það sé til prýði. Árný Þóra Hallvarðsdóttir gefur góð ráð til þess að ná frábær- um árangri í fægingunum. Hægt er að ná svarta litnum af áður en fægt er og þá minnkar vinnan verulega. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silfur á jólaborðið Á Ólafsvík er nú hafin vinna við grunn tíu íbúða fjölbýlishúss sem hef- ur fengið nafnið Fossabrekka. Húsið verður tveggja hæða. Ýmsar fleiri framkvæmdir eru á döfinni í Ólafsvík, og má þar nefna sem dæmi stækkun Hótels Ólafsvíkur. Fjölbýlið Fossabrekka 2 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Veður 8 Minningar 30/33 Staksteinar 8 Myndasögur 40 Viðskipti 13 Dagbók 41/45 Erlent 14/15 Leikhús 38 Menning 16, 36/39 Víkverji 44 Daglegt líf 20/23 Staður og stund 44/45 Umræðan 26/30 Bíó 42/45 Bréf 29 Ljósvakar 46 * * * Innlent  Maður á þrítugsaldri lést í hörð- um árekstri sem varð á Vest- urlandsvegi, skammt norðan Þing- vallaafleggjara, á sjötta tímanum í gær. Var maðurinn ökumaður bíls sem skall á öðrum sem kom á móti. Var ökumaður hins bílsins fluttur á sjúkrahús en var ekki talinn í lífs- hættu, auk hans voru þrír farþegar í bílnum og er enginn þeirra í lífs- hættu. Loka þurfti Vesturlandsvegi í um tvo tíma vegna slyssins. Þetta var 29. banaslysið í umferðinni á árinu. » Forsíða  Reykjavíkurborg veitir árlega um 800 milljónir króna til fjárhags- aðstoðar til efnalítilla heimila. Ung- ar, einstæðar, ófaglærðar mæður eru stærsti hópur þeirra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni. Dæmi eru um það að börn frá efnaminni heimilum komi ekki með nesti í skólann og séu ekki nægilega vel klædd yfir vetrartímann sökum fá- tæktar, segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. » Baksíða  Þátttaka kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og ákvarðanatöku inni á heimilum helst í hendur við velferð barna í heiminum, skv. nýrri skýrslu UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að meðalhlutfall kvenna á þjóðþingum í heiminum sé 17% og því sé Ísland í 13. efsta sætinu með um þriðjungs hlutfall. Í efsta sæti er Rúanda sem hefur lögbundinn kynjakvóta en í öðru sæti er Sví- þjóð. Meðalhlutfall Norðurlandanna er 40%. » 6  Mikið óveður gerði á laugardags- kvöld og voru 70 björgunarsveit- armenn af höfuðborgarsvæðinu sendir í óveðursútkall. Flugvélar voru farnar að láta undan álagi vindsins og bátar sukku en sjáv- arstaða var há þegar óveðrið skall á. Þá brotnuðu rafmagnsstaurar og stórir gámar á sorpsvæðum við Kjalarnes, þar sem vindur var hvað mestur, færðust til. » 4 Erlent  Viðbrögðin við tíðindum af and- láti Augustos Pinochets, fyrrver- andi einræðisherra í Chile, voru ærið misjöfn í gær. Andstæðingar hans dönsuðu úti á götum höf- uðborgarinnar Santíagó, víða gall í bílflautum og heyra mátti orðið „frelsun“ hrópað á Italia-torginu undir blaktandi fánum. Á sama tíma syrgðu hundruð fylgjenda Pi- nochets, sem var á 92. aldursári, fráfall hans fyrir utan hersjúkra- húsið þar sem hann lést. » Forsíða og 14  Minnst 110 manns týndu lífi í hörðum átökum á Srí Lanka um helgina. » Forsíða og 15 KAUP einstaklinga á vörum og þjónustu um Netið fara jafnt og þétt vaxandi. Þannig hefur 31% Íslend- inga keypt vörur eða þjónustu á Net- inu á yfirstandandi ári en 28% í fyrra, 20% á árinu 2003 og 17% á árinu 2002. Þetta kemur fram í töl- fræðiárbók Hagstofu Íslands, Landshögum, sem er nýkomin út. Karlar nýta sér Netið í meira mæli en konur til kaupa á vöru eða þjón- ustu (34% karla en 29% kvenna). Einstaklingar í yngri aldurshópum nýta Netið einnig meira í þessu skyni en þeir sem eldri eru. Í ljós kemur að verulegur munur er á vöru- og þjónustukaupum einstak- linga um Netið eftir því hvaða menntun þeir hafa. Skv. riti Hagstof- unnar hafa 46% allra einstaklinga sem lokið hafa námi á háskólastigi keypt eitthvað á Netinu á þessu ári samanborið við 21% þeirra sem hafa eingöngu lokið skyldunámi. Kaup á farmiðum, gistingu og annarri ferðatengdri þjónustu eru langalgengustu viðskiptin á Netinu, eða 78% þeirra sem hafa keypt eitt- hvað á Netinu á þessu ári. Næstal- gengasti flokkurinn er kaup á bók- um, tímaritum og fjarkennsluefni eða 37%, sem er svipað hlutfall og á seinasta ári. Kaup aðgöngumiða á viðburði á Netinu hafa hins vegar stóraukist á seinustu árum. Þannig sögðust 11% hafa keypt aðgöngu- miða á Netinu á árinu 2004. Hlut- fallið var komið í 25% í fyrra og 37% á þessu ári. Einnig kemur fram að 15% þeirra sem keyptu eitthvað á Netinu á þessu ári sögðust hafa keypt hlutabréf eða tryggingar. DVD-spilari á 81% heimila Í Landshögum eru einnig birtar nýjustu upplýsingar sem tiltækar eru um tæknibúnað á heimilum. Fram kemur að á árinu 2006 er tölvu að finna á 84% allra heimila í landinu. DVD-spilarar eru á 81% heimila, far- sími á 98% heimila og tónhlaða (iPod/MP3-spilarar) á 43% heimila. Töluverður munur er á tækjabún- aði heimilanna þegar upplýsingar um tækjaeign eru greindar eftir heimilistekjum. Í ljós kemur að tölva er á rúmlega 90% allra heimila með yfir 300 þúsund kr. tekjur á mánuði. Hins vegar er tölva á 55% heimila sem eru með undir 150 þúsund kr. tekjur á mánuði og 78% heimila þar sem heimilistekjur eru á bilinu 150– 299 þúsund. Leikjatölvur eru á 55% heimila þar sem heimilistekjurnar eru yfir 750 þúsund kr. á mánuði en á 30% heimila þar sem tekjurnar eru á bilinu 150 til 299 þúsund og á 12% heimila með undir 150 þúsund kr. heildartekjur á mánuði. 31% Íslendinga kaupir vöru og þjónustu á Netinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti SEXTÁN strákar frá V-dagssamtökunum gengu um helgina niður Laugaveginn og tóku aðra karlmenn tali og minntu þá á ábyrgð þeirra í kynbundnu ofbeldi. Var gjörningurinn liður í 16 daga átaki samtakanna sem ætlað er að minna á ofbeldi gagnvart konum. Benda samtökin m.a. á að fleiri konur í heiminum láti lífið eða missi heilsuna af völdum ofbeldis sem einhver sem þær þekkja hefur framið, heldur en af völdum krabba- meins, hernaðarátaka, malaríu og umferðarslysa sam- anlagt. V-dagssamtökin voru stofnuð á Íslandi árið 2002. Þau vinna að sama markmiði og erlendu V-dags- samtökin, að binda enda á ofbeldi gegn konum í heim- inum. Morgunblaðið/Golli Vekja karlmenn til umhugsunar ALLS 5.318 einstaklingum hefur ver- ið veittur íslenskur ríkisborgararétt- ur frá árinu 1996. Þetta kemur m.a. fram í frumvarpi dómsmálaráðherra, um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Af fyrrgreindri tölu var þrettán veittur íslenskur ríkis- borgararéttur með lögum á Alþingi nú um helgina. Frumvarp dómsmála- ráðherra hefur verið lagt fram á Al- þingi. Með því er m.a. lagt til að kunn- átta í íslensku verði skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun. Í frumvarpinu kemur m.a. fram að flestir þeirra sem fengið hafa íslenskan ríkisborgara- rétt á síðustu tíu árum séu frá Pól- landi, því næst frá Filippseyjum, og þar á eftir frá Bandaríkjunum, Taí- landi og Serbíu og Svartfjallalandi, svo dæmi séu nefnd. 13 fengu ríkisborg- ararétt ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem lög- brot eiga sér stað beint fyrir framan nefið á lögreglunni. Það gerðist hins- vegar um helgina þegar drukkinn ökumaður ók á grjótgarð sem er nánast beint fyrir framan lögreglu- stöðina í Borgarnesi. Lögreglumennirnir þurftu ein- ungis að ganga nokkur skref að bif- reiðinni til þess að athuga hvað væri á seyði. Til allrar hamingju sakaði ökumanninn ekki en áfengismagnið í blóði hans mældist hinsvegar vera talsvert yfir leyfilegum mörkum. Hvort ökumaðurinn var hjá lög- reglustöðinni til þess að gefa sig fram sökum ölvunar eða vegna hreinnar tilviljunar skal hinsvegar ósagt látið. Að sögn lögreglu hafa 56 ökumenn verið teknir ölvaðir undir stýri í um- dæminu það sem af er þessu ári. Til samanburðar má nefna að 46 voru teknir árið 2005. Létti störf lögreglunnar ♦♦♦ RAFMAGNSLAUST varð um nær hálft landið, frá Vopnafirði suður á Hvolsvöll, í u.þ.b. hálfa klst. á fimmta tímanum í gær. Talið er að eldingu hafi slegið niður með þeim afleiðing- um að rofi fyrir byggðarlínu í Kröflu og rofi fyrir byggðarlínu í Sigöldu slógu út. Að sögn Ástvalds Antons Erlingssonar, verkfræðings hjá RA- RIK á Austurlandi, var ekki búist við að miklar skemmdir hefðu orðið. „Þetta er mesta rafmagnsleysi sem ég man eftir síðustu 12 árin,“ sagði Ástvaldur og bætti við að eldingar gætu auðveldlega valdið miklum skemmdum en að varnarbúnaður hefði komið í veg fyrir að verr færi. Elding olli víðtæku raf- magnsleysi mánudagur 11. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Stjarna Tite Kalandadze skein skært gegn Valsmönnum >> 3 FIMM ÍSLANDSMET ÖRN ARNARSSON TRYGGÐI SÉR BRONSVERÐLAUN Í 50 METRA FLUGSUNDI Á EVRÓPUMÓTINU Í FINNLANDI >> 7 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Róbert Gunnarsson og Daniel Narc- isse skoruðu 7 mörk hver fyrir Gum- mersbach í sigri liðsins á Medvedi Chehovski, 32:29, og þar með vann Gummersbach samanlangt 69:60. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Guðlaugur Arnarsson skor- aði eitt en hann leikur eingöngu varnarleikinn en á það til að komast í eitt og eitt hraðaupphlaup. ,,Við lentum þremur mörkum und- ir í fyrri hálfleik en við náðum að jafna fyrir hálfleik og gera út um leikinn á síðustu 10 mínútunum. Markverðirnir okkar voru mjög góð- ir í leiknum og en það má segja að sigurinn í Rússlandi hafi verið lykill- inn að því að við fórum áfram,“ sagði Guðjón Valur við Morgunblaðið í gær. Um óskamótherja í 8 liða úrslit- unum sagði Guðjón; ,,Ég á mér enga sérstaka óskamótherja. Það eru allt topplið sem eftir eru í keppninni en ég væri alveg til í mæta Barcelona. Ég var í tapliði með Essen á móti Barcelona fyrir nokkrum árum og það væri gaman að bæta fyrir það,“ sagði Guðjón, sem verður í eldlínunni með Gummersbach annað kvöld þeg- ar liðið mætir Magdeburg á útivelli í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Ciudad Real en Evrópumeist- ararnir mörðu danska liðið GOG á heimavelli, 31:30. Ciudad Real hafði áður unnið viðureign liðanna í Dan- mörku með fimm marka mun, 33:28, og vann því einvígið samanlagt, 64:58. Barcelona tókst vinna upp þriggja marka mun og leggja franska liðið Montpellier að velli, 29:23, á heima- velli sínum en Frakkarnir höfðu bet- ur í fyrri leiknum, 28:25. Spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero var í miklu stuði fyrir Börsunga og skor- aði 11 mörk. Viggó Sigurðsson og lærisveinum hans hjá Flensburg tókst það ómögu- lega á föstudag er þeir komust í 8 liða úrslit meistaradeildar Evrópu í handknattleik með því að vinna Celje með tíu mörkum fyrir framan 6.300 áhorfendur í Flensburg, 36:26. Celje vann fyrri leikinn með tíu mörkum, 41:31. Flensburg komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Liðin átta sem eru komin áfram í meistaradeildinni eru; Gummers- bach, Flensburg og Kiel frá Þýska- landi. Barcelona, Ciudad Real, Port- land San Antonio og Valladolid frá Spáni og ungverska liðið Veszprém. FC Köbenhavn og Skjern áfram Í EHF-keppninni komust Íslend- ingaliðin FC Köbenhavn og Skjern í 8 liða úrslitin. FC Köbenhavn sigraði rússneska liðið Dynamo Astrakhan, 33:28. Arnór Atlason og Gísli Krist- jánsson gerðu 4 mörk hver fyrir FC Köbenhavn sem vann einvígið sam- anlagt, 60:54. Skjern tapaði fyrir Sävehof í Sví- þjóð. 30:25, en það kom ekki að sök því lærisveinar Arons Kristjánsson höfðu betur í fyrri leiknum á heima- velli, 39:28. Vignir Svavarsson, Vil- hjálmur Halldórsson og Jón Þor- björn Jóhannsson skoruðu 2 mörk hver fyrir Skjern. Þá eru Sigfús Sigurðsson og fé- lagar hans í spænska liðinu Ademar Leon komnir í 8 liða úrslit í Evrópu- keppni bikarhafa en liðið vann norska liðið Sandefjörd tvívegis á Spáni um helgina, 31:26, og 41:27. Ljósmynd/Guenter Schroeder Góðir Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í þýska liðinu tryggðu sér um helgina sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik með því að leggja rússneska liðið Chehovski Medvedi. Guðjón Valur skoraði sex mörk í leiknum. Væri alveg til í að mæta Barcelona, segir Guðjón ÞRJÚ Íslendingalið er komin í 8 liða úrslit í meistaradeild Evrópu í handknattleik og verða í pottinum þegar dregið verður á morgun. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg komust áfram eft- ir ótrúlegan sigur á Celje, Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real slógu úr GOG og Gummers- bach, sem fimm Íslendingar eru á mála hjá hafði betur gegn Medvedi frá Rússlandi. ÍSLANDSMEISTARALIÐ Hauka í körfuknattleik kvenna var með gríðarlega yfirburði í leik liðsins í gærkvöld gegn nýliðum Hamars úr Hveragerði en Haukar sigruðu með 83 stiga mun, 105:22. Staðan í hálfleik var 57:11 en Hamar náði aðeins að skora 3 stig í loka- leikhlutanum. Þess ber að geta að í lið Hamars vantar erlendann leikmann en Atari Parker er far- inn frá liðinu og er verið að leita að nýjum leikmanni í hennar stað. Hafrún Hálfdánardóttir skoraði meira en helming stiga Hamars, alls 12. Í liði Hauka var Helena Sverrisdóttir stigahæst með 27 stig en Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 24 stig. Haukar eru í efsta sæti Iceland Express deildar kvenna með 16 stig að loknum 8 umferðum - liðið hefur ekki tapað leik en Hamar er í næst neðsta sæti með 2 stig en Blikar eru á botninum með ekkert stig. Haukar sigruðu með 83 stiga mun ÍSLANDSMEISTARINN í borð- tennis Guðmundur E. Stephensen lék vel með sænska meistaraliðinu Eslövs AI í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu gegn franska liðinu Angers. Þetta var síðari við- ureign liðanna og áttust liðin við á fimmtudag en Angers er franskur meist- ari með aðsetur í París. Guðmundur lék gegn þýska landsliðsmanninum Torben Wosik sem er í 38. sæti á heimslistanum og hafði Guðmundur betur, 3:2. (11:5, 8:11,12:10, 6 .11 og 13: 11). Robert Svensson, samherji Guð- mundar, sigraði gegn Cabes Tang 3;2 og Zhao Peng úr liði Eslövs sigraði Yang 3:2. Eslövs er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar af alls níu lið- um. Guðmund- ur góður í París Guðmundur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.