Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 29 LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Glæsileg kvenúr Í grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru var minnst á þá miklu áherslu sem er lögð á bóknám á grunnskólastigi. Af hverju hafa grunnskólanem- endur ekki val á fjölbreyttu námi sem býr þá undir að takast á við nám á öðrum brautum en bóknáms- brautum? Af hverju eru ekki til lista- og handverksgrunnskólar þar sem þær greinar eru kjarnagreinar? Svör við spurningum af þessu tagi hafa ekki fengist nema í því formi að slíkar náms- brauir séu of dýrar fyrir menntakerfi okkar. Í lok nóvembermánaðar mun menntamálaráðuneytið standa fyrir málþingi um „framtíðarsýn grunnskólans“ og ný grunnskólalög. Þetta er gert til að ná sem bestri framtíðarsýn í mál- efnum grunnskólans. Geta grunnskólakenn- arar vænst þess að í framtíðinni verði breyt- ing á áherslum í námi grunnskólanemenda með fjölbreyttu vali námsbrauta? Faglegur metnaður Íslenskir skólamenn á öllum skóla- stigum eiga þess kost að skoða skóla vítt og breitt um heiminn og geta þannig fylgst með skólaþróun í víðara samhengi. Í boði er að skoða rík- isskóla, sérskóla og einkaskóla, allt eftir því hverju menn sækjast eftir. Pistlahöfundur kynnti sér ýmsa skóla á Englandi í námsleyfi sínu. Sá skóli sem nefndur er hér er einkaskólinn Frensham Heights í Farnham í Sur- rey-héraði. Umfjöllun um hann er sett hér fram vegna þeirra breiðu menntunarmöguleika sem hann veit- ir. Markmið skólans er að efla hæfi- leikasvið hvers og eins. Þetta módel kann að þykja óraunhæft hér á landi en við getum lært af uppbyggingu og áherslum þess og metið þann hug- myndalega farveg sem liggur til grundvallar skólastarfinu. Skólinn er heimavistarskóli og sækja hann nem- endur úr héraðinu, öðrum héruðum og jafnvel öðrum löndum. Aðalbygg- ing skólans er gamalt herrasetur um- kringt skógi og opnum svæðum. Ýmsar aðrar byggingar eru á svæð- inu sem mynda einskonar þorp á staðnum eins og leikskólabygging, myndlistardeild og leikhús. Samfellt nám Skólinn er sam- felldur, námið er heild- stætt, nemendur geta hafið nám þriggja ára í forskóla og lokið þaðan stúdentsprófi. Útivist- arsvæðið er oft notað til kennslu í ýmsum greinum. Þar fara líka fram annálaðar vorhá- tíðir þar sem nem- endur sýna hæfni sína á ýmsum sviðum fyrir foreldra og aðra gesti. Aðalsmerki skólans er að veita nemendum sínum breiða og faglega menntun. Allir nemendur læra grunnfögin og íþróttir, vísindi og listir. Á efri stigum velja þeir síðan þær námsgreinar sem hugur þeirra stendur til og halda áfram að sérhæfa sig í þeim og taka síðan samræmd próf og lokapróf í þeim greinum. Í þessari grein er að- allega vikið að myndlist, hönnun, ljós- myndun, tónlist og sviðslistum. Myndlista- og hönnunardeildin Deildin er til húsa í listamiðstöð- inni á svæðinu. Heimsóknir lista- manna í deildina og ferðir á sýningar og söfn gefa nemendum aukinn skiln- ing og sterkari stöðu til eigin sköp- unar. Í listamiðstöðinni fer fram kennsla í margskonar myndgerð, hönnun, textíl, mótun og leirmótun, einnig er bókasafn og sérrými til listasögukennslu. Ásamt því að kenna tæknileg vinnubrögð er mikil áhersla lögð á eigin hugmyndavinnu og rannsókn- arvinnu á tengdum fyrirbærum tákna og heimspekilegra og listsögulegra atburða. Hugmyndamappan er stór hluti af ferlinu því í hana skrá nem- endur hugsanir sínar og hugmyndir. Því lengur sem þeir vinna að þeim því áhugasamari verða þeir í öllu vinnu- ferlinu. Hver og einn þróar sína per- sónulegu sýn og verkin verða fjöl- breytt og eru unnin í alls konar efnivið. Nemendur halda sýningar og taka þátt í að hanna búninga og sviðs- myndir í samvinnu við leikhús og hönnunardeild skólans. Ljósmyndun hefur verið kennd allt frá stofnun skólans. Í skólanum er stórt stúdíó ásamt myrkraherbergi og vel útbúnu kennslu- og sýning- arrými. Á hverju ári lýkur hópur nemenda prófi í ljósmyndun og hafa sumir þeirra náð því að verða þekktir á því sviði. Sviðslistir Nýbyggt glæsilegt leikhús er á svæðinu og fékk arkitekt hússins við- urkennd verðlaun fyrir það. Sveitar- félagið fær einnig afnot af því fyrir leikstarfsemi síma. Leikhúsið er ekki stórt en mjög fullkomið og sambæri- legt við önnur atvinnuleikhús. Þar er leiklistin kennd sem og klassískur dans, sem hefur sitt eigið stúdíó. Nemendur fá tækifæri til að skapa sín verk, taka þátt í fjölbreyttum leik- og tónlistaruppfærslum, danssýn- ingum, búningagerð og sviðs- myndagerð ásamt því að fara í heim- sóknir og á sýningar í atvinnuleikhús. Tónlistarbrautin Á tónlistarbraut eru kórar, kamm- erkór, yngribarnakór, fullskipuð hljómsveit, strengjasveit og djass- band. Deildin hefur mjög gott orð- spor og hefur aðdráttarafl vegna gæða kóranna og hljómsveitarinnar. Einkatímar í söng og hljóðfæraleik eru á stundatöflu og allt að 20 gesta- kennarar koma og starfa þar, margir þeirra þekktir listamenn á sínu sviði. Ungu tónlistarnemarnir leika oft í nágreninu og fara í árlegar tónleika- ferðir. Mannauður Eftir að hafa gengið um skólann og talað við nemendur og kennara varð maður þess áskynja að breiðir menntunarmöguleikar og faglegur metnaður elur af sér ánægðari og sterkari einstaklinga. Listnámið kemur af stað hugmyndalegu og frjóu ferli sem opnar nýjar víddir. Sköp- unarkrafturinn leiðir nemendur inn í þeirra eigin töfraheim. Töfraheim sem veitti þeim skilning á eigin getu og frumleika. Ef börn og unglingar fá tækifæri til að stunda nám sem eflir skapandi hugsun og styrkir hæfileika þeirra þá er það ávinningur fyrir hvern einstakling – það er mann- auður framtíðarinnar. Breiðir menntun- armöguleikar Sólveig Helga Jónasdóttir skrifar um námsframboð » Af hverju eru ekki tillista- og handverks- grunnskólar þar sem þær greinar eru kjarna- greinar? Sólveig Helga Jónasdóttir Höfundur er myndlistarkennari og sérkennari. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIÐ hjónin ákváðum að fara á þriðju Frostrósatónleikana okkar til þess að upplifa góða jólastemningu frá frábæru tónlistarfólki. Við keyptum sæti á Netinu á svæði B og þar stóð að sætin væru í stúku og greiddum við litlar 18.000 krónur fyrir. Við urðum því miður fyrir miklum vonbrigðum og komum ekki heim í miklu jólaskapi vegna hræðilegrar skipulagningar tónleikahaldara. 1) Öll sætin voru á gólfi og því fengum við ekki stúkusætin sem við töldum okkur hafa greitt fyrir og átti það við um fleiri sem voru að vand- ræðast við komu sína hvar stúkusæt- in væru eiginlega. 2) Tónleikarnir byrjuðu með suði og ískri sem hélt áfram eftir að byrj- að var að spila og syngja enda voru þarna risastórir rokkhátalarar (þeir sömu og á Rock Star-tónleikunum) sem henta engan veginn fyrir þessa tegund tónlistar og höfðu sumir á orði að stemningin væri eins og á 17. júní … ískur og lélegur hljómburður. 3) Tvö risatjöld voru sitthvor- umegin við sviðið og á öðru tjaldinu var allt í eðlilegum lit en á hinu tjald- inu voru allir rauðir. 4) Á milli tónleikasvæðisins og veitingasölunnar hékk aðeins tjald og eftir hlé bárust hljóð frá veitinga- sölunni inn í salinn þegar verið var að ganga frá eftir söluna. 5) Ekki virtist vera samræmi í auglýsingum þar sem tónleikarnir voru bæði kynntir sem fimmtu tón- leikar Frostrósa og einnig sem „Frostroses“ og ekki var hægt að sjá hvort um væri að ræða íslenska eða erlenda tónleika nema bara af land- fræðilegri staðsetningu þar sem öll lagaheiti og kynningar á milli laga voru á ensku (lög eins og „Sitji guðs englar“ misstu algjörlega marks sungin á útlensku). 6) Tónlistarfólkið stóð sig í alla staði mjög vel en öll umgjörð og skipulagning var til mikillar skamm- ar. Of stutt var á milli auka- tónleikanna og aðaltónleikanna svo mikið bílastæðavandamál skapaðist og hljómburðurinn var hræðilegur og ekkert heyrðist í tónlistarfólkinu sjálfu, aðeins uppmögnuð hljóð úr hátölurum. Þetta var því eins og að horfa á tónleika-dvd-disk í sal fullum af fólki, glasaglamri, lélegu útsýni og bíla- stæðavandamálum. Það er ekki ásættanlegt að hafa borgað þetta miðaverð miðað við hljómburð og aðra umgjörð. Hefðum við hjónin verið sátt við að borga 1.800 krónur fyrir svona tónleika en ekki 18 þúsund fyrir tvo miða. Við hjónin munum ekki fara aftur á Frostrósatónleika fyrr en þeir verða aftur smærri í sniðum og meiri áhersla lögð á gæði en ekki græðgi. SVEINN GARÐARSSON, Þrastarási 14, Hafnarfirði. Fyrir hvern voru þessir tónleikar? Frá Sveini Garðarssyni: VIÐ GREIN minni í Morgunblaðinu 19. nóv. sl. sem ég kallaði „Ofsókn- irnar halda áfram“ fékk ég margs- konar viðbrögð sem öll hnigu í sömu átt utan ein. Forstjóri Trygg- ingastofnunarinnar kallaði mig á beinið eins og sagt var norðanlands. Í viðtali við mig kvaðst hann í mörgu vera mér sammála, en það væri misskiln- ingur að halda að stofnunin réði því sem hún væri að framkvæma. Starfsfólk hennar væri einungis að framfylgja lögum og reglum, en fengi í staðinn látlaus- ar skammir og líflátshótanir. Ég hlaut vissulega að taka þessar athugasemdir til greina, en spurði sjálfa mig hver eða hverjir það væru þá sem ofsæktu gamla fólkið? Svörin fengust fljótlega þegar yfir fjölmiðla og Alþingi helltust fyrirspurnir vegna endurgreiðslukrafna Trygg- ingastofnunarinnar. Þá held ég að flestir hafi áttað sig á því, að það eru heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og þingmenn sem fyrst og fremst standa fyrir ofsóknunum. Það sem helst vakti athygli mína við þessar umræður um málefni eldra fólks var botnlaus fáfræði og einfeldni þeirra sem málum ráða. Það var engu líkara en enginn hefði athugað fyrirfram hvað reglugerðir og lagafyrirmæli hafa í för með sér. Auðvitað lofuðu flestir sem lögðu orð í belg að gera allt fyrir gamla fólkið. Kosningar fara hins vegar í hönd og allir vita hversu vel má treysta kosn- ingaloforðum. Í öllu þessu moldviðri held ég að enginn hafi andmælt þeirri úreltu ranglætisreglu að spyrða hjón sam- an við útreikninga Tryggingastofn- unar. Ég hélt að allar þingkonurnar myndu rísa upp og mótmæla þessu, því að þeir sem mest tapa á þessu óréttlæti eru giftar konur. Við ykk- ur, þingkonur, vil ég segja þetta: Það eru ömmur ykkar, mæður, tengdamæður og aðrar konur, ykkur nátengdar ættar- eða hug- sjónaböndum, sem þetta kemur verst við. Ég hvet ykkur til að at- huga seðlana sem þær fá frá Trygg- ingastofnun mánaðarlega til að ganga úr skugga um þetta. Þið þyk- ist alltaf vera að berjast fyrir launa- jafnrétti kynjanna. Þið athugið ekki að vegna þess að þessar konur voru allajafna á lægri launum en eig- inmenn þeirra er þeim mismunað fyrir það á efri árum. STEINUNN BJARMAN, eftirlaunaþegi. Hver ofsækir gamla fólkið? Frá Steinunni Bjarman: Steinunn Bjarman SPARISJÓÐURINN hefur sett af stað söfnunarátak til styrktar ákveðnum verkefnum átta frjálsra fé- lagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála. Markmið aðgerðanna er að styðja við bætta þjónustu við þá sem stríða við geðræn vandamál og vinna gegn fordómum í þeirra garð. Í íslensku samfélagi hefur færst í aukana að fyrirtæki styrki líknarfélög eða frjáls félagasamtök sem sinna brýnum samfélagsverkefnum. Svo sannarlega er það af hinu góða að fyrirtæki bæði veki athygli á mikilvægu starfi hinna ýmsu félagasamtaka og styðji auk þess starfsemina með söfnunum og fjárframlögum. Með styrkveitingum til félagasamtaka eru fyrirtækin að sjálfsögðu að bæta ímynd sína skv. faglegri ráðgjöf markaðsfræðinga. En stjórnendur fyrirtækja verða að gæta þess að ekki verði sífellt sömu félagasamtökin fyrir valinu þegar til styrkveitinga kemur. Hætt er við því að fyrir valinu verði sömu fé- lagasamtökin aftur og aftur ef mál- efnið er líklegt til að vekja samúð flestra. Þar af leiðandi verða ýmis fé- lagasamtök sem sinnt hafa brýnum málefnum, þótt hljótt fari til margra ára, síður fyrir valinu og sum geta lent alveg út af borðinu. Aukin umfjöllun á liðnu ári um geðheil- brigði hefur vakið at- hygli á því að einn af hverjum fjórum lands- mönnum glímir við geð- ræn vandamál einhvern tímann á lífsleiðinni. Sparisjóðurinn hefur ákveðið að láta geðheil- brigði landsmanna sig varða og valið að styrkja átta verðug verkefni á sviði geðheil- brigðismála. Sparisjóðurinn er með þessu söfnunar- og kynningarátaki að slást í lið með öllum sem glíma við vanda á geðheilbrigðissviði í barátt- unni fyrir bættri geðheilsu og ekki síst með kynningu og fræðslu um málefnin, að grafa undan fordómum sem oft á tíðum stafa fyrst og fremst af vanþekkingu. Mörg þessara fé- lagasamtaka á sviði geðheilbrigð- ismála hafa í gegnum tíðina synt á móti straumnum, því er fengur í því að fyrirtæki eins og Sparisjóðurinn skuli þora að gera slíkt hið sama, von- andi verður það til eftirbreytni hjá fleiri fyrirtækjum. Við hvetjum því alla landsmenn til að styðja gott framtak með því að taka þátt í verkefninu „Þú gefur styrk“. Vefsíðan er www.spar.is. Þar er að finna upplýsingar um félögin átta og verkefnin sem söfnunarátakið rennur til. Sparisjóðurinn og við- skiptavinir taka höndum saman. Við- skiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til félagsins. Auk þess geta allir tekið þátt með frjálsum framlögum. Þú velur – Sparisjóðurinn gefur Ingibjörg Karlsdóttir fjallar um söfnunarátak til geðheilbrigðismála » Viðskiptavinir Spari-sjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn legg- ur þá fram 1.000 kr. Ingibjörg Karlsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og for- maður ADHD-samtakanna. TENGLAR .............................................. www.spar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.