Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 15 LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Glæsileg kvenúr London. AP. | Ný greining á blóðsýni ökumannsins sem var við stýri þeg- ar Díana prinsessa af Wales lést í árekstri í undirgöngum í París árið 1997 hefur leitt í ljós að hann hafði þrefalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu skv. frönskum lögum. Miklar samsæriskenningar spruttu upp í kjölfar dauða Díönu og hermdi ein þeirra að sýni úr ökumanninum, Henri Paul, hefði verið skipt út fyrir sýni úr öðrum manni, sem hefði verið drukkinn. Þetta kemur fram í nýrri heim- ildarmynd breska útvarpsins, BBC. Ökumaður Díönu ölvaður London. AFP. | Marína Lítvínenko, ekkja Alexanders Lítvínenkos, njósnaforingjans fyrrverandi, sem lést af völdum eitrunar í London í nóvember, sakaði í gær stjórnvöld í Moskvu um að tengjast morðinu. Marína vildi þó ekki tengja Vla- dímír Pútín Rúss- landsforseta við málið í fyrsta við- talinu frá því að Alexander var jarðsunginn í London í síðustu viku. „Augljóslega var ekki Pútín sjálf- ur á ferð,“ sagði hin 44 ára gamla ekkja í viðtali við sunnudagsútgáfu breska blaðsins Daily Mail. „Ég trúi að rússnesk yfirvöld hafi verið á ferðinni.“ Böndin berast að leyniþjónustu Á sama tíma nefndi Míkhaíl Tre- pashkín, andstæðingur Rússlands- stjórnar sem nú afplánar fangelsis- dóm, í viðtali við blaðið Sunday Telegraph, nafn háttsetts starfs- manns rússnesku leyniþjónustunn- ar, FSB, sem lykilaðila að baki eitr- uninni, sem stjórnvöld í Moskvu hafi meinað að leyfa rannsóknarmönnum Scotland Yard að yfirheyra. Til frekari tíðinda dró í málinu í gær þegar þýska lögreglan staðfesti að geislavirka efnið pólon-210, sem dró Lítvínenko til dauða, hefði fund- ist í íbúðum sem félagi hans, Dmítrí Kovtún, hafði haft viðkomu í. Ekkjan ásakar stjórnina Marína Lítvínenko Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMENN stríðandi fylkinga á Srí Lanka fullyrða, að minnst 110 hafi látið lífið, þar af 41 óbreyttur borgari, í átökum í norðausturhluta landsins um helgina. Á fjórða þús- und óbreyttra borgara leitaði skjóls undan átökunum í búddahofum og skólum í þorpinu Kantale, skammt frá hafnarborginni Trincomalee, og bað Alþjóða Rauði krossinn, ICRC, fylkingarnar að virða alþjóðlegar reglur um mannréttindi í sérstakri yfirlýsingu sem birt var í gær. „Óbreyttum borgurum sem létu lífið í sprengjuárásunum í gær [á laugardag] fjölgaði um 22 og heild- arfjöldi óbreyttra borgara sem hafa fallið á síðustu tveimur dögum er því 41,“ sagði í yfirlýsingu Frelsishreyf- ingar Tamíla, LTTE, í gær. Að sögn varnarmálaráðuneytisins hófu Tamíl-tígrarnir átökin, sem áttu sér stað á svæðinu umhverfis Trincomalee og Batticaloa, sem her- inn hefði brugðist við með miklu mannfalli í röðum uppreisnarmanna. Kenna hvorir öðrum um neyðina Kenndu aðilar hvorir öðrum um neyð fólksins sem er ýmist innilokað á svæðum Tígranna eða á yfirráða- svæðum hersins. Hófust átökin eftir að Norðmönnum, sem leiða friðar- ferlið á eyjunni, mistókst á föstudag að ná samkomulagi stríðandi aðila um að binda enda á einangrun um hálfrar milljónar manna á Jaffna- skaganum, sem hvorki hefur komist lönd né strönd vegna harðra bar- daga að undanförnu. Deilt um aðgang að Jaffna Snýst deilan m.a. um þá kröfu Tígranna, að þjóðvegur sem liggur til Jaffna verði opnaður að nýju, og sögðu talsmenn þeirra, að þeir hefðu beðið Jon Hanssen-Bauer, erindreka Norðmanna, að telja stjórnina á að opna skilyrðislaust fyrir umferð þangað á ný. Stjórnvöld segjast hins vegar hafa beðið Hanssen-Bauer að leyfa 400 flutningabifreiðum að fara með vistir og gögn til Jaffna, þar sem Tígrarnir hafa tögl og hagldir. Á annað hundrað féll í átökum á Srí Lanka AP Eilífur harmur Skólakrakkar sem tilheyra þjóðflokki Sinhala, stærsta þjóðarbrots landsins, á sjúkrahúsi í Kantale eftir átökin fyrir helgi. Í HNOTSKURN »Yfir 3.500 manns hafa fall-ið í átökum á Srí Lanka í ár og hátt í 70.000 frá því Tamílar hófu að berjast fyrir sjálfstæðu ríki á áttunda ára- tugnum. »Íslendingar og Norðmenndeila með sér stöðum í nor- rænum eftirlitssveitunum, SLMM, sem hafa það hlutverk að hafa eftirlit með vopna- hléinu frá árinu 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.