Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Fegurð ÚT ER komin bókin Landið okkar með ljósmyndum Sig- urgeirs Sigurjónssonar. Bókin kemur einnig út á ensku, Fo- und in Iceland. Sigurgeir hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka sem selst hafa um allan heim. Í bókinni lýkur Sigurgeir upp fjársjóðum íslenskrar náttúru og sýnir náttúru Ís- lands í sinni fjölbreytilegustu mynd. Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur ritar ít- arlegan skýringartexta en inngangur er eftir Andra Snæ Magnason rithöfund. Bókin er 223 blaðsíður. Bókaútgáfa Landið okkar með augum Sigurgeirs Sigurgeir Sig- urjónsson LIST- og sagnfræðingurinn Þóra Kristjánsdóttir verður með sérfræðileiðsögn í Þjóð- minjasafninu á morgun, þriðju- dag. Táknmálstúlkur verður með í leiðsögninni sem hefst klukkan 12.10. Erindið og leiðsögnin nefn- ast Hin mörgu andlit Maríu í Þjóðminjasafninu. Þóra byrjar í fyrirlestrasal safnsins en gengur svo með gestum um safnið og bæði sýnir og segir frá Maríu mey í tengslum við safnkostinn. Þóra starfar sem sérfræðingur í kirkjulist og listgripum fyrri alda í Þjóðminjasafninu. Leiðsögn Hin mörgu andlit Maríu meyjar Þóra Kristjáns- dóttir. SÖNGKONAN Hafdís Huld kemur fram ásamt hljómsveit sinni í tónlistarþættinum C’est Lenoir á frönsku útvarpsstöð- inni France Inter í dag. Þátt- urinn er vel þekktur í Frakk- landi en þar kemur vikulega fram ein hljómsveit. Margar af frægustu hljómsveitum heims hafa spilað í þættinum, til dæmis Radiohead, Franz Ferdinand, Kieser Chiefs, Nick Cave, og PJ Harvey. Þetta mun vera í annað sinn sem Hafdís kemur fram í þættinum því að árið 1997 kom hún þar fram ásamt hljómsveitinni Gus gus. Útvarpsþáttur Hafdís Huld í frönsku útvarpi Hafdísi Huld. WINSTON Churchill er þekktastur fyrir margt annað en afrek sín á sviði myndlistar. Það er þó stað- reynd að Churchill málaði sér til skemmtunar og verður eitt verka hans boðið upp af uppboðshald- aranum Sot- herby’s í London í dag. Verkið er olíu- málverk og nefn- ist View of Tin- herir. Myndina málaði Churchill í Marokkó þar sem hann dvaldist gjarnan við skriftir auk listsköpunarinnar. Áætlað er að tæpar 40 milljónir ís- lenskra króna fáist fyrir verkið en málverk eftir Churchill hafa áður selst á yfir 40 milljónir. Uppgötvað nýlega Það er Kitty nokkur Winn sem er eigandi verksins en hún er barna- barn bandaríska hershöfðingjans George Marshall. Verkið hefur hald- ist í fjölskyldu hershöfðingjans síðan Churchill gaf honum það persónu- lega árið 1953. Eignin á verkinu hefur þó farið leynt því að sögn Sarah Thomas hjá Sotherby’s var ekki vitað um tilurð verksins fyrr en nýlega. Það er viðeigandi að þeir Chuchill og Marshall hershöfðingi hittust ein- mitt fyrst í Marokkó, árið 1943. Churchill minntist hershöfðingjans með hlýhug í endurminningum sín- um og sagði hann „síðasta merka Bandaríkjamanninn“. Churchill hóf að mála seint á lífs- leiðinni og leit einungis á það sem áhugamál. Að sögn Thomas varð hann betri með árunum auk þess sem má greina í verkum hans áhrif frá vinum hans í málarastéttinni. Málverk Churcills verður boðið upp í London í dag. Gjöf til Marshalls hershöfð- ingja Málverk eftir Winst- on Churchill boðið upp í London Málverk Eitt af síðari verkum úr smiðju Winston Churchills. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HINN 14. desember verður opnuð ljósmyndasýning í Brussel í Belgíu þar sem sýndar verðar myndir sem argentínski ljósmyndarinn Martin Santander tók á Íslandi á tímabilinu frá júlí til október á þessu ári. Sýn- ingin verður haldin í hinu virta IS- ELP-safni í Brussel, en þar mun Santander sýna 55 til 60 ljósmyndir. „Ég kom fyrst til Íslands árið 1986 þegar ég millilenti þar í tvo klukku- tíma. Þá lofaði ég sjálfum mér að koma aftur, sem og ég gerði, en ekki fyrr en 20 árum síðar,“ segir Sant- ander, sem er fæddur í Argentínu árið 1964 en hefur búið í Belgíu und- anfarin ár. „Ég kynntist nokkrum Íslendingum í Brussel og það hvatti mig enn frekar til dáða. Ljósmynda- fyrirtækið Leica gaf mér svo tæki- færi til þess að gera það sem ég vildi gera, og ég vildi fara til Íslands. Þeir voru mjög hrifnir af því og fannst þetta mjög áhugavert verkefni.“ Vildi ekkert vita Santander kom þrisvar til lands- ins á árinu, en fyrst þegar hann kom hafði hann aldrei séð landið almenni- lega með eigin augum. „Ég vildi ekkert vita um landið, ég vildi ekki vera með fyrirfram ákveðnar hug- myndir um hvað ég ætlaði að gera. Ég vildi bara leyfa þessu að koma af sjálfu sér,“ segir Santander sem tók myndir út um allt land, meðal ann- ars á Vestfjörðum, Reykjanesi og í Skagafirði. „Ég fór líka í Land- mannalaugar þar sem ég svaf bara í bílnum mínum. Ég vildi fá það á til- finninguna að ég væri uppi fyrir þús- und árum,“ segir hann hlæjandi. Íslendingar frábærir Á sýningunni verða fjölmargar myndir af íslenskri náttúru, en Sant- ander tók sér einnig góðan tíma í að mynda íslensku þjóðina. „Ég mynda mikið af fólki, en umhverfið skiptir miklu máli því það hefur svo mikil áhrif á fólk. Ég efast um að Íslend- ingar væru eins og þeir eru ef þeir hefðu til dæmis verið í Portúgal all- an þennan tíma. Þetta harð- neskjulega loftslag og erfiða líf sem Íslendingar hafa lifað í gegnum ald- irnar hefur haft sín áhrif. Ég dáist að því hvað þið eruð gott fólk eftir að hafa gengið í gegnum svo erfiða tíma,“ segir Santander sem var djúpt snortinn af þeim móttökum sem hann fékk á Íslandi. „Íslend- ingar eru alveg frábærir, þeir eru opnir, hlýir, örlátir og vingjarnlegir. Ísland verður hluti af mér það sem eftir er, það er öruggt.“ Bók um Ísland Santander tekur einungis svart- hvítar myndir og prentar þær með gamla laginu. Verkin á sýningunni eru öll í stærri kantinum, þau stærstu 180 x 120 sentimetrar. Þá er Santander einnig að leggja drög að ljósmyndabók um Ísland sem hann vonar að geti komið út á næsta ári. Hann segir því vel koma til greina að koma aftur til Íslands til að vinna að fleiri verkefnum í framtíðinni. „Ekki alveg í bráð kannski, en mig langar að koma aftur eftir nokkur ár. Mig langar hins vegar að koma með sýn- inguna til Íslands. Ég hef ekki enn komið mér í samband við söfn en það stendur til. Það er það minnsta sem ég get gert fyrir Íslendinga,“ segir ljósmyndarinn að lokum. Það verður Stefán Haukur Jó- hannesson, sendiherra Íslands í Belgíu, sem opnar sýninguna, en hún stendur yfir til 13. janúar. Ljósmyndarinn sem féll fyr- ir íslenskri þjóð og náttúru Sumar Börn fá sér sundsprett í Sundlauginni á Suðureyri í júlí. Hinn argentíski Martin Santander sýnir ljósmyndir frá Íslandi í Brussel Friður Að veiðum við Borgarnes. Íslandsvinur „Ísland verður hluti af mér það sem eftir er, það er öruggt.“ www.martinsantander.com www.iselp.be

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.