Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öðruvísi gjafakörfur n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Heilnæmt, hollt og framandi... JAFNRÉTTI er ekki aðeins siðferð- islega rétt markmið heldur stuðlar það að áþreifanlegum framförum í mannlífi. Aukinn réttur kvenna mun koma sér vel í baráttunni við ýmist óréttlæti eins og menntunarskort, hungur og ólæknandi sjúkdóma. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þar sem athyglinni er beint að tengslum kvenfrelsis og bætts hags barna í heiminum. Að mati skýrsluhöfunda er rétt- indum kvenna stórkostlega ábóta- vant á flestum svæðum heimsins. Telja þeir ekki aðeins traðkað á rétt- indum kvenna þegar kemur að þátt- töku þeirra í stjórnmálum og á at- vinnumarkaði heldur einnig innan heimilis. „Við höfum sífellt rekist á það í 60 ára sögu UNICEF að rétt- indi kvenna og velferð barna haldast í hendur. Ef börn eiga að þroskast og dafna eðlilega er nauðsynlegt að mæður þeirra séu heilbrigðar og hafi aðgang að menntun,“ segir Michael Bociurkiw, talsmaður UNICEF í Genf, um skýrsluna. Karlar ráða á heimilunum Í skýrslunni segir að líklega hafi ekkert meiri áhrif á framtíð barna í heiminum en þær ákvarðanir sem teknar eru inni á heimilum þeirra og að þar heyrist rödd kvenna ekki nægilega hátt. Í tíu af 30 þróun- arlöndum sem skoðuð voru höfðu að- eins 50% kvenna eitthvað að segja um ákvarðanir heimilisins, þ.e. um fjárútlát, eigin heilsuvernd eða heim- sóknir til vina og ættingja. Þá er vitn- að í rannsóknir sem sýna að konur leggja frekar áherslu en karlar á næringu barna sinna auk þess sem líklegra er að börn, sérstaklega stúlkur, fái notið skólagöngu hafi móðirin jafnt vald innan heimilisins. „Við sjáum mikinn mun á konum og körlum í þróunarlöndunum hvað þetta varðar. Karlar virðast t.d. oftar hafa ákvörðunarvaldið þegar kemur að hlutum eins og hvaða vini og ætt- ingja fjölskyldan umgengst,“ segir Bociurkiw. Miklar framfarir hafa orðið í at- vinnuþátttöku kvenna á und- anförnum áratugum. Hins vegar skortir enn mikið á að konur fái sann- gjörn laun fyrir vinnu sína og að vinnan fari fram við viðunandi að- stæður. Í mörgum þróunarríkjum vinna konur lengri vinnudag en karl- ar og það takmarkar samverustundir með börnunum. Í skýrslunni kemur t.a.m. fram að í Benín er vinnudagur kvenna að jafnaði tveimur klst. og 25 mínútum lengri en karla. Sökum þess hversu lítið konum er greitt fyrir vinnu sína er ólíklegra að þær hafi umráð yfir eignum eða stjórni út- gjöldum heimilisins, sem er skylt því sjónarmiði sem rakið er að ofan. Í sumum löndum eru jafnframt enn í gildi lög, t.d. á sviði erfða, sem tak- marka eignarrétt kvenna. Menntun stúlkna ekki talin ábatasöm Í skýrslunni kemur einnig fram að í mörgum löndum er gert ráð fyrir að stúlkur sinni fleiri heimilisverkum en strákar og að það bitni á menntun þeirra. Tekið er dæmi af Egyptalandi og sagt að foreldrar líti á það sem góðan valkost að láta stúlkubörn sinna heimilisverkum þar sem þær muni í framtíðinni giftast burt úr fjöl- skyldunni og fjárfesting í menntun þeirra muni því ekki skila nokkrum arði. Í skýrslu UNICEF er svo fullyrt að börn njóti góðs af aukinni stjórn- málaþátttöku kvenna. Telja höfundar sannanir liggja að baki því að stjórn- málakonur láti sig velferð barna meira varða en karlar, auk þess sem framlag kvenna í friðarumleitunum sé ómetanlegt þegar réttindi barna og annarra viðkvæmra þjóðfélags- hópa eru annars vegar. Stjórn- málaþátttaka kvenna hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Þannig hefur hlutfall kvenna á þjóð- þingum aukist í öllum heimshlutum á síðustu níu árum og er nú um 17%. Telur UNICEF að aukin notkun kynjakvóta skili árangri enda sam- þykkja þrettán af fimmtán efstu ríkj- unum á lista yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum einhvers konar kynja- kvóta. Hugarfar kjósenda virðist einnig skipta máli því að í skýrslunni eru birtar niðurstöður kannana sem sýna að meirihluti almennings í þeim löndum sem rannsókn fór fram í telja að karlar séu betri stjórnmálaleið- togar en konur. „Þrátt fyrir mikla aukningu eru konur í miklum minnihluta í stjórn- málum. Hlutfall þeirra á þjóðþingum er aðeins 17% og aðeins fjórtán þjóð- höfðingjar eru konur. Við teljum að kynjakvótar virki, það sést t.d. á Rú- anda þar sem konur eru nánast helm- ingur þingmanna, en þar er kynja- kvóti bundinn í lög,“ segir Bociurkiw. Áhrif karla einnig góð Að mati Bociurkiws er augljóst að kynjajafnrétti haldist í hendur við velferð ríkja og að ástandið sé allra verst í þróunarlöndunum. „Það versta er að stundum eru upplýs- ingar um stöðu kvenna í samfélagi þessara ríkja ekki einu sinni fyrir hendi. Í framtíðinni er nauðsynlegt að verja meiri fjármunum í rann- sóknir á stöðu kvenna í þróun- arlöndum,“ segir hann. Spurður að því hvort samspilið milli kvenfrelsis og velferðar barna sé jafn þýðingarmikið í vestrænum ríkjum eins og þróunarlöndum segir Bociurkiw að vissulega séu tengslin greinilegri þar sem jafnrétti sé ábótavant. Hann bendir hins vegar á að jafnréttið virki í báðar áttir og að rannsóknir sýni að aukin samvera feðra með börnum sínum á Norð- urlöndum hafi mjög jákvæð áhrif á framtíð þeirra. „Lagabreytingar sem tryggja að karlar geti tekið feðraor- lof til að sinna börnum sínum eru í anda þeirrar hugmyndafræði sem UNICEF byggir á í skýrslunni,“ segir Bociurkiw og bendir á að börn hagnist mest á því að eiga samskipti við báða foreldra sína og að karl- menn gegni þýðingarmiklu hlutverki í uppeldinu. „Auk þess viljum við hvetja karlmenn, sérstaklega unga stráka, til að vera talsmenn kynja- jafnréttis. Það græða allir á jafnrétti: konurnar, börnin og karlmennirnir,“ segir Bociurkiw að lokum. Allir græða á jafnrétti kynjanna Morgunblaðið/RAX Fórnarlömb Börn líða fyrir misrétti og átök meðal fullorðna fólksins. Velferð þeirra verður helst tryggð alist þau upp í öruggu og sanngjörnu samfélagi. Í HNOTSKURN »UNICEF nefnir sjö aðferð-ir til að koma á kynjajafn- rétti. Þær eru að auka mennt- un, auka fjárframlög, afnema lög sem stuðla að ójafnrétti, lögleiða kvóta, styðja grasrót- arsamtök kvenna, uppfræða drengi um jafnrétti og auka rannsóknir innan málaflokks- ins. »Nauðsynlegt er að útrýmakynjamisrétti á atvinnu- markaði, á vettvangi stjórn- málanna og ekki síður við ákvarðanatöku innan heimila, sem skýrsluhöfundar telja mjög mikilvægt. Samspil kynjajafnréttis og velferðar barna er útgangspunkturinn í nýlegri skýrslu UNI- CEF. Bergur Ebbi Benediktsson kynnti sér niðurstöðurnar.                 !     "   #$% &'    ()(        *+% ,#% -,% ,.% ,*% ,/% ,+% ,$% ,#% ,+% ,-% #% 0% Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að fátt stuðli betur að aukinni velferð barna en kynja- jafnrétti og að augljós tengsl séu milli þess og hvers konar menningarlegra framfara bergur@mbl.is NÖFNIN Mosi, Svea, Eybjört og Korka voru nýverið samþykkt sem eiginnöfn af mannanafnanefnd og færð í mannanafnaskrá. Karl- mannsnafnið Malm, sem annað- hvort millinafn eða eiginnafn og karlmannsnafnið Aðils voru hins- vegar ekki samþykkt þar sem þau voru ekki talin uppfylla lagaleg skilyrði fyrir skráningu nýrra nafna. Þá var nafnið Kjarrval sam- þykkt sem sérstakt millinafn, þar sem það hafði áður verið skráð í fjölskyldu úrskurðarbeiðanda, en nafnið verður ekki fært í manna- nafnaskrá. Skráning nafna í mannanafna- skrá er háð vissum skilyrðum sem ekki eru nákvæmlega eins eftir því hvort um eiginnafn eða millinafn er að ræða. Í úrskurði nefndarinn- ar um nafnið Malm þótti nafnið t.a.m. brjóta í bága við íslenskt mál enda ekki dregið af íslenskum orðstofnum og ekki ritað í sam- ræmi við almennar ritreglur ís- lensks máls. Þá sagði nefndin að ekki væri hefð fyrir nafninu og rit- hætti þess í málinu, en nöfn öðlast slíka hefð ef ákveðið margir Ís- lendingar hafa borið nafnið eða ef það hefur öðlast menningarhelgi, t.d. ef það hefur komið fram í al- kunnum ritum. Tók nefndin fram að enginn Íslendingur hefði borið nafnið Malm. Eiginnafninu Aðils var sömuleið- is hafnað og var tekið fram að það væri ættarnafn sem tekið hefði verið upp árið 1917 og að óheimilt væri að samþykkja skráð ættar- nöfn sem eiginnöfn í mannanafna- skrá. Þar að auki tæki það ekki ís- lenska eignarfallsendingu. Þá tók mannanafnanefnd fyrir beiðni um samþykki á kvenmanns- nafninu Gull en taldi nefndin rétt að fresta afgreiðslu málsins til frekari skoðunar og gagnaöflunar. Nöfnin Malm og Aðils fengu ekki samþykki Í HNOTSKURN » Skilyrði þess að mögulegtsé að samþykkja nýtt eig- innafn í mannanafnaskrá er að finna í 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Þarf sérhvert skilyrðið að vera uppfyllt. » Nafn þarf að geta tekið ís-lenska eignarfallsendingu og hafa hefð í málinu, vera í samræmi við íslenskt málkerfi og ritað í samræmi við almenn- ar íslenskar ritreglur nema hefð sé fyrir öðru. Þá skal nafn samræmast kyni nafnbera og má ekki vera þannig að það sé honum til ama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.