Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 23
fjármál heimilanna MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 23 Kokkabókastatíf einlit og munstruð Klapparstig 44 • sími 562 3614 Allt fyrir píanóið Píanóbón fyrir glansandi og matta áferð Hreinsiefni fyrir nótur Massi fyrir yfirborðsrispur Píanóbekkir í miklu úrvali Parkethlífar undir píanó og flygla Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Stillanlegir fótskemlar með pedölum ALLAR GERÐIR HREINSIEFNA FYRIR PÍANÓ                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Reikna má með að jóla-verslunin ein og sér kostilandsmenn samanlagt10–11 milljarða króna aukalega borið saman við venju- bundna neyslu þeirra aðra mánuði ársins. Áætlanir í þessum efnum styðjast meðal annars við tölur um heild- arveltu í smásöluverslun. Hún er langmest á þessum árstíma í nóv- ember og desember eða um 20–25% meiri en á öðrum tímabilum ársins. Þannig fara um 28% af snyrti- vörusölu ársins fram í nóvember og desember og um fjórðungur af sölu á fatnaði, skóm og raftækjum á sér stað á þessum tveimur mánuðum. Svipað er því einnig farið um bæk- ur og ritföng og blóm og gjafavörur og um fimmtungur áfengissölu og sölu á tölvum og reiðhjólum og slíku fer fram í þessum mánuðum. 9% aukningu spáð Jólaverslunin hefur einnig farið jafnt og þétt vaxandi síðustu árin, enda hefur verið hér samfellt góð- æri síðasta áratuginn. Rann- sóknasetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist enn veru- lega í ár frá síðasta ári og sam- kvæmt því verða öll fyrri met slegin nú. Rannsóknasetrið áætlar að aukningin í jólaversluninni í ár verði 9% frá því sem var í fyrra og að hver og einn landsmaður eyði að meðaltali 26.600 kr. sérstaklega vegna jólanna fyrir utan virð- isaukaskatt. Það þýðir að hvert og eitt fjögurra manna heimili í land- inu kosti að meðaltali 130–140 þús- und krónum til jólaundirbúningsins. Auðvitað er það mismunandi frá einu heimili til annars hversu miklu er kostað til jólanna. Sumir kosta miklu meira til og aðrir minna. Það fer meðal annars eftir efnahag og fjölskylduaðstæðum, aldri fjöl- skyldumeðlima, stærð fjölskyldna og fleiru. Mestu í þessum efnum ræður hins vegar almennur efnahagur fólks og hvernig viðrar í efnahags- lífinu. Í þeim efnum hafa lands- menn upplifað einstakt góð- æristímabil síðasta áratuginn og sér ekki fyrir endann á því ennþá, þótt blikur kunni að vera á lofti. Þá virð- ist aukin verðbólga í ár ekki ætla að slá á jólaverslunina, eins og raunin varð á árinu 2002 í kjölfar verð- bólguskots sem hófst árið á undan. Þá óx jólaverslunin einungis um 1% milli ára, en nú er spáð 9% vexti eins og fyrr sagði, sem er sambæri- legur vöxtur jólaverslunarinnar og verið hefur tvö síðustu árin. Í fyrra óx jólaverslunin um 10% og árið 2004 enn meira eða um 11% milli ára. Gangi þessi spá eftir verður jólaverslunin í ár nær þriðjungi meiri en hún var árið 2003. Kaupmáttur aukist ár frá ári Raunar hefur jólaverslunin vaxið árlega það sem af er þesssari öld og við aldrei upplifað samdrátt. Minnst var aukningin 2002 eða 1% eins og fyrr sagði og mest 2004 eða 11%. Þetta er að líkum þar sem al- mennt ástand í efnahagsmálum ræður mestu um þau útgjöld sem fólk leyfir sér vegna jólanna. Það hefur verið gott og kaupmáttur ráð- stöfunartekna aukist ár frá ári frá miðjum síðasta áratug, sem er lengsta samfellda góðæristímabilið í sögu lýðveldisins og jafnvel þótt lengra sé farið aftur í tímann. Það kemur til af því að laun hafa jafnt og þétt hækkað meira en verðlag almennt talað með litlum frávikum og kaupmáttur að meðaltali því aldrei verið meiri en nú, þótt þró- unin geti vissulega verið mismun- andi hjá einstaka þjóðfélagshópum. Aukin bjartsýni Þá hafa skattar einnig lækkað nokkuð og fyrir liggur að framhald verður á í þeim efnum á næsta ári, bæði hvað varðar virðisaukaskatt á matvælum og tekjuskatt ein- staklinga. Ekki er ósennilegt að það eigi þátt í því að auka á bjartsýni fólks og vilja þess til að stofna til útgjalda að einhverju leyti, auk þess sem breytingar á lánamarkaði á síðustu misserum hafa einnig haft áhrif í þessum efnum. Þannig sýna nýjar tölur um bílainnflutning það sem af er árinu lítinn samdrátt í það heila tekið frá þeim mikla inn- flutningi sem var á bílum árið 2005, sem bendir ekki til þess að aukin verðbólga í ár og háir vextir hafi slegið á eyðsluvilja almennings að ráði. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir að jólaverslunin í verslanamiðstöðinni hafi farið mjög vel af stað og þeir geti ekki annað en verið mjög ánægðir með það. Þetta hafi verið fyrsta stóra jólaverslunarhelgin og það hafi verið gríðarleg umferð og meiri en áður hafi verið á sama tíma í fyrra og árið þar áður. Pálmi sagði að hefðbundið væri að þeir merktu upphaf jólaversl- unarinnar á aukinni sölu á barna- fötum strax í byrjun nóvember. Síð- an ykist skóverslun um miðjan nóvember og síðan koll af kolli í samræmi við forgangsröðunina hjá heimilunum. Barnafataverslunin í nóvember í Smáralind hefði verið 30% meiri en í fyrra og skóversl- unin seinnihluta nóvember og í fyrstu viku desember hefði verið 20–30% meiri. Einar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar, segist telja að jóla- verslunin í miðborginni hafi verið svipuð það sem af er. Jólaverslunin hafi farið af stað með krafti í byrj- un mánaðarins. Langur laug- ardagur hafi verið í byrjun mán- aðarins, opið hafi verið nú um helgina og frá og með fimmtudeg- inum næsta verði opið öll kvöld til 10 og á Þorláksmessu til klukkan 11. Hann segir að almennt sé verslun í miðborginni háðari veðri en versl- un í verslanamiðstöðvum. Hins veg- ar finnist honum það vera að breyt- ast. Fólk sæki miðborgina ótrúlega vel þrátt fyrir að veðrið sé ekkert sérstakt. Þannig hafi verið mjög mikið af fólki á Laugaveginum á laugardaginn þrátt fyrir að veðrið væri ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. 10–11 milljarðar vegna jólaverslunarinnar Jólaverslunin fer vel af stað og spáð er 9% aukningu í ár frá fyrra ári Morgunblaðið/Júlíus Eyðsla Hvert og eitt fjögurra manna heimili í landinu kostar að meðaltali 130-140 þúsund krónum til jólaundirbúningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.