Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 21
gerðinni heldur hafa stundum heilu bekkirnir úr Flataskóla feng- ið að koma og búa til sín eigin jólakerti. Það þykir spennandi að fá að koma í bílskúrinn til okkar á þess- um tíma. Fjölskyldan hefur líka ýmsa aðra skemmtilega siði í kringum hátíðarnar. Við skerum laufabrauð og bökum gjarnan svo- lítið mikið í einu. Það má ef til vill segja að ég fari í bökunarham. Við förum líka út í skóg og höggvum okkar eigið jólatré þar sem það má. Skemmtilegir jólasveinar koma venjulega í heimsókn til okk- ar á aðfangadagskvöld og þá er gjarnan dansað í kringum ný- skreytt jólatréð. Okkur finnst þetta stúss í kringum jólin vera mjög skemmtilegt og gefandi,“ segir Sigríður, sem líka spilar á ýmis hljóðfæri og skrifar kennslu- bækur á meðan Björn leggur stund á skógrækt í frístundum. „Kertagerðin veitir okkur fyrst og fremst ánægju. Við erum bæði mikið jólastemmningsfólk og þykir okkur alltaf gaman að skapa eitt- hvað skemmtilegt í kringum okk- ur.“ Fjölskylduföndur Hjónin Björn Már Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir ásamt ungu kerta- framleiðendunum Mörtu, Þóri, Sóleyju, Tinnu, Tómasi og Siggu. Listaverk Margar skemmtilegar kertaútfærslur er nú að finna í bílskúrnum hjá Birni og Sigríði. TENGLAR ..................................................... www.joelvax.se MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 21 Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com � �� �  ��  � � ��  � � �� � � � �  Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoSound 3: Í ferðahljómtækinu frá Bang og Olufsen sameinast nýjasta tækni og hönnun á heimsmælikvarða. Tækið er ekki einungis fullkomið FM útvarp heldur er hægt að spila í því tónlist af stafrænu SD korti í frábærum hljómgæðum. Frábært tæki í eldhúsið, sumarbústaðinn eða bara hvar sem er. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Góð úr fyrir sjóndapra Fjaðrafagur Þessi er einfaldur en með hátíðablæ. Kransinn mætti líka skreyta með kúlum eða fallegum fuglum til þess að gefa honum meira líf. 3.990 kr. Debenhams. Hefðbundinn Grænar greinar með könglum standa alltaf fyrir sínu. Nokkrar fallegar slaufur eða kúlur myndu strax gera hann persónu- legri. 2.500 kr. Duka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.