Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Meðal þeirra sem sættu pynting- um var sósíalistinn Michelle Bache- let, forseti Chile, og móðir hennar árið 1975. Faðir Michelle, sem var harður stuðningsmaður marxistans Salvadors Allendes, sem Pinochet steypti af stóli í blóðugu valdaráni árið 1973, dó hins vegar í fangelsi eftir að hafa sætt pyntingum. Andstæðingar Pinochets reyndu árum saman að fá hann dæmdan fyr- ir glæpi gegn mannkyni í réttarsal án árangurs. Einræðisherrann fyrr- verandi hafði á sínum snærum öflugt Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIÐBRÖGÐIN við tíðindum af and- láti Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, voru ærið mis- jöfn í gær. Andstæðingar hans döns- uðu úti á götum höfuðborgarinnar Santíagó, víða gall í bílflautum og heyra mátti orðið „frelsun“ hrópað á Plaza Italia-torginu undir blaktandi fánum. Á sama tíma syrgðu hundruð fylgjenda Pinochets, sem var á 92. aldursári, fráfall hans fyrir utan her- sjúkrahúsið þar sem hann lést, eftir að hafa beðið fyrir bata hans á síð- ustu dögum. Syrgjendur Pinochets í öðrum löndum minntust látins vinar, þeirra á meðal Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, sem sagðist „mjög hrygg“ vegna frá- falls hans. Talsmaður „járnfrúarinn- ar“ sagði hana ekki mundu gefa út formlega yfirlýsingu, en hún studdi Pinochet í embætti, m.a. með þeim rökum að hann hefði veitt Bretum mikilvæga aðstoð í Falklands- eyjastríðinu við Argentínu árið 1982. Faðir forsetans lést í fangelsi Líkt og Thatcher lét Pinochet af völdum árið 1990, þótt kringumstæð- urnar hafi verið harla ólíkar. Þannig telur ríkisstjórn landsins að stjórn Pinochets hafi borið ábyrgð á dauða minnst 3.197 manna, auk þúsunda annarra sem „hurfu“, á meðan hann stýrði landi sínu með harðri hendi á tímabilinu 1973 til 1990. lið lögfræðinga sem fullyrtu að hann sætti „pólitískum ofsóknum“. Mannréttindasamtökin Amnesty International brugðust hins vegar við dauða Pinochets með því að gefa út yfirlýsingu þar sem stjórnin var hvött til að hraða málsmeðferð vegna ákæra um mannréttindabrot, auk þess sem skorað var á hana að hætta ekki við rannsókn á „myrkasta kaflanum“ í sögu landsins. „Það sem hryggir mig er að þessi glæpamaður skuli hafa dáið án þess að hljóta dóm og ég trúi að meta þurfi ábyrgðina sem ríkið ber í þess- um efnum,“ sagði lögfræðingurinn Hugo Gutierrez í samtali við vefsíðu dagblaðsins La Tercera. Pinochet var yfirmaður hersins þegar Allende forseti var hrakinn frá völdum, nítján dögum eftir að hann hafði skipað þann fyrrnefnda í emb- ætti. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafði lengi reynt að koma Al- lenda frá völdum en stjórn hans var yfirvöldum í Washington þyrnir í augum á dögum kalda stríðsins. Margir vinstrimenn á Vesturlönd- um fordæmdu valdaránið en þúsund- um skoðanabræðra þeirra í Chile var varpað í fangelsi. Pinochet, sem taldi sig vera að „bjarga“ Chile frá komm- únistum, ætlaði ekki að vera lengi við völd en skipti um skoðun, leysti upp þingið og bannaði kosningar. Eftir því sem á leið slakaði Pinochet á klónni og leyfði atkvæðagreiðslu árið 1988 um framlengingu setu sinnar um átta ár. Hann viðurkenndi ósigur en vék ekki úr stóli fyrr en árið 1990. Augusto Pinochet fall- inn frá á tíræðisaldri Í búningnum Pinochet heilsar að hermannasið á 74. afmæli sínu 1989. AP GEIMFERJAN Discovery hóf sig á loft frá skotpalli Geimvísindastofn- unar Bandaríkjanna, NASA, frá Ca- naveral-höfða aðfaranótt sunnu- dags. Með um borð var fyrsti sænski geimfarinn, Christer Fug- lesang, sem að sjálfsögðu hafði ABBA-plötu með í farteskinu. Svíar hafa verið haldnir sann- kölluðu „geimæði“ síðustu vikur og var sýnt beint frá skotinu í sænsku sjónvarpi. Fredrik Reinfeldt for- sætisráðherra sló á þráðinn til Fug- lesang fyrir brottför og Karl Gústaf konungur kvaðst vona að hann hefði sænska fánann með í för. Reuters Með ABBA út í geiminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.