Morgunblaðið - 11.12.2006, Síða 36
staðurstund
Curtis Olafson á ættir að rekja
til Eyjafjarðar en er nú öld-
ungadeildarþingmaður í Norð-
ur-Dakóta. »37
vesturheimur
Í vikunni verður boðin upp upp-
taka þar sem heyra má Judy
Garland 12 ára syngja við undir-
leik móður sinnar. »47
fólk
Af hljóðlistum nefnist grein
Þormóðs Dagssonar en eins og
nafnið gefur til kynna er þar
fjallað um hljóðlistir. »39
tónlist
Arnar Eggert Thoroddsen gefur
annarri breiðskífu hljómsveit-
arinnar Noise þrjár stjörnur af
fimm mögulegum. »39
dómur
Wham! ætlarað endurútgefa
„Last Christmas“ fyrir jólin og
keppa við Crazy Frogs sem
hyggjast gera það sama. »45
fólk
… Svört fjaðrajólatré … svooo „last year“ …
Guðmundur Brandsson, Ragnheiður Matthíasdóttir,
Hinrik Pétursson og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Ingibjörg Guðmundsdótti og Eyþór
Guðmundsson.Ása Magnúsdóttir og Erna J. Gröndal.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Björnsson og Edda Snorradóttir.
Íris Guðmundsdóttir og Árni Johnsen. Natalie Antonsdóttir, Ásta Stefánsdóttir og Berglind Steingrímsdóttir.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
og Guðrún Kristjánsdóttir.
Katrín Grétarsdóttir og Kolbrún Bergmann.Páll Pálsson og Páll Magnússon.
Ólafur Ragnar Grímsson og
Hafliði Kristinsson.
Jóhann Ásmundsson, Óskar Einarsson, Björg-
vin Halldórsson og Ómar Guðjónsson.
» Jólatónleikar voru haldnir í Fíladelfíukirkjunni.
»Evrópskudívurnar
komu fram á
stórtónleikum
í Laugardals-
höllinni.
Elísabet Jónsdóttir, Sigríður Anna Elísabet
Nikulásdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir.Einar Steinarsson og María
Björk Steinarsdóttir.
Guðmundur Aðalsteinsson og
Fjóla Sigtryggsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Eggert
» Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónleiddi hóp listafólks á jólatónleikum fyrir
alla fjölskylduna í Salnum í gær.
L
ínurnar hafa verið lagðar í jólaskrautstískunni þessi jólin en nú telst hefðbundið rautt
og grænt jólaskraut bera vott um svakalegt smekkleysi. Svarti liturinn er ráðandi (hef
þó reyndar ekki enn séð svarta jólasveina) en gotneskt skal yfirbragðið vera. Kætast
því nornir nú á aðventunni sem aldrei fyrr og vottar fyrir sigurbrosi á vörum náhvítra
andlita umluktra kolsvörtu hári; þ.e. þeirra sem telja sig „gothara“. Þeirra tími er
loksins kominn … Annars finnst Flugu svört fjaðrajólatré eitthvað svooo „last year“ og talandi um
svarta litinn; hún rak vængi sína lauslega utan í söngkonuna og tónskáldið Ragnhildi Gísladóttur, á
eins ógotneskum stað og hugsast getur eða hverfisversluninni Pétursbúð við Ránargötu, hvar hún
var að kaupa „nýlenduvörur“, rétt eins og við hin. Eitthvað súrrealískt við það að mæta næt-
urdrottningunni þar. Í nöprum strekkingsvindinum á laugardaginn sátu þær Áslaug Snorradóttir
ljósmyndari og Sigrún Sigvaldadóttir hönnuður dúðaðar upp fyrir haus fyrir utan bókaverslunina
Iðu í Lækjargötu og buðu upp á hressingu. Þær eru örugglega einu höfundar landsins sem kynna
bók sína utandyra fyrir þessi jól. Hún ber heitið Icelandic Picnic og mun vera samspil útivistar og
veislu í náttúrunni. Ekki vakti jólalest Coca-Cola jafn hlýlegar jólatilfinningar í brjósti Flugu þegar
fyrirbærið lagði í árlega ökuferð um höfuðborgarsvæðið í lögreglufylgd. Þótt Fluga loki öllum aug-
um þá kemst hún ekki hjá því að blindast af „bling-bling-inu“ á lestarskömminni og kemst hvergi í
„eyrnaskjól“ sökum þess öfluga hljóðkerfis sem er um borð.
… „„Chillað“ á ísbarnum í óveðrinu …“
En það var ótrúleg jólastemning sem kviknaði við að sjá söngvarann og stuðpinnann Pál Óskar
Hjálmtýsson í jólaseríuinnkaupum í BYKO á Hringbrautinni og sömuleiðis að fara á opnun sam-
sýningar 20 félagsmanna í Íslenskri grafík sem haldin var í sal þeirra, sjávarmegin á Tryggvagötu,
en þeir héldu þar einnig árlegt jólakaffi sitt. Svellkaldir krakkar svifu um á nýuppsettu skautasvell-
inu á Ingólfstorgi en óneitanlega er eitthvað hjákátlegt við skautahring sem er umvafinn auglýs-
ingum fyrirtækis. Væri ekki nær að Reykjavíkurborg „sponsoreraði“ svona fínar hugmyndir? Eða,
correct me if I’m wrong; eru jólin í boði Coca-Cola og TM? Flugan sveimaði um á öllum hæðunum í
jólahlaðborði á Kaffi Reykjavík á laugardagskvöldið, „chillaði“ á ísbarnum og dáðist að sólbrúnum
konum í flegnum silkikjólum sem létu óveðrið ekki aftra jólagleðinni. Og á Tryggvagötunni var opn-
aður glænýr veitingastaður á föstudaginn; Icelandic Fish&Chips, þar sem Erna Kaaber og félagar
bjóða m.a. upp á lífrænt ræktaðar og bakaðar franskar. Ummm, loksins hægt að syndga með góðri
samvisku … flugan@mbl.is