Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Adrienne Heijnen, mannfræð-ingur við Háskólann í Árósum, fjallar í máli og myndum um grímu- hefðir Grænlendinga og hvernig þeir nota grímur í daglegu lífi. Fyrirlesturinn er í Norræna hús- inu þriðjudaginn 12. des. kl. 20 og er í boði Stofnunar Vilhjálms Stefáns- sonar og Kalak, vinafélags Græn- lands og Íslands. Allir velkomnir. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Á Veggnum í Þjóðminjasafninustendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingi- mundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafa- laust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Einn af öðrum tínast spennu-sagnahöfundarnir í Þjóð- menningarhúsið á aðventunni og skjóta áhlýðendum skelk í bringu með hrollvekjandi upp- lestri úr nýjum verkum sínum. Allir eru þeir þátttakendur í upplestrarseríunni Jólahrollur í hádeginu sem hefst þriðjudaginn 12. desember. Upplesturinn fer þannig fram að alla dagana til og með Þorláksmessu 23. desember kemur einn höfundur eða staðgengill hans og les kafla úr nýútkominni spennusögu sinni. Lesturinn hefst kl. 12.15 alla dagana. Að honum loknum býðst áhlýðendum súputilboð í veit- ingastofu Þjóðmenningarhússins. Sérstök athygli er vakin á því að Kon- ungsbók sú sem bók Arnaldar Indriðasonar er nefnd eftir er engin önnur en Konungsbók Eddukvæða, handrit frá um 1270 sem sýnt er á sýningunni Handritin í Þjóðmenningarhúsinu. Leiðsögumaður Þjóðmenningarhússins verður á staðnum, gestum til nánari upplýsingar. Tónlist Dómkirkjan | Jólatónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir í Dómkirkj- unni þriðjudag 12. des kl. 20. Hljómsveitir og kammerhópar skólans leika verk eftir Mozart, Paisiello, Corelli og fleiri. Grafarvogskirkja | Kammerkórinn Vox academica flytur þætti úr Messíasi e. Händel og Magnificat e. Bach í Grafar- vogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 20. Ásamt kórnum koma fram fimm ein- söngvarar og hljómsveitin Jón Leifs came- rata. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Miða- verð 3.000/2.500 í forsölu. Sími 899 7579/ 864 5658. Hafnarborg | Ég man þau jól – Jólatón- leikar 13. desember kl. 20. Flutt verða gömlu góðu amerísku jólalögin sem þekkt eru með Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahaliu Jackson o.fl. í djass- og swing-útsetningum. Lög eins og White Cristmas, Christmas Song, Have yourself a merry little Christmas og mörg fleiri. Langholtskirkja | Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika í Langholtskirkju þriðjudag kl. 20. Flutt verða verk tileinkuð Maríu mey auk jólalaga frá ýmsum lönd- um. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Einsöngvari er Hulda Björk Garðarsdóttir og organisti er Kári Þormar. Salurinn, Kópavogi | Mánudag 11. desem- ber kl. 20: Síðustu tónleikar Miklós Dalmay þar sem hann leikur píanósónötur Mozarts eins og hann hefur gert síðustu mánudagskvöld. Píanósónötur nr. 14–18 verða á dagskránni. Nánar á heimasíðu okkar. Miðaverð: 2.000/1.600 kr. í s: 570 0400 og á salurinn.is. Skálholtskirkja | Skálholtskórinn heldur aðventutónleika í Skálholtskirkju laugar- daginn 16. des. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson, ásamt Kammersveit. Tónleikarnir verða tvennir: Kl. 14 og kl. 17. Aukatónleikar kl. 20.30. Miðasala er hafin í síma 847 5057, verð 2.500 kr. Stjórn- andi er Hilmar Örn. Myndlist Anima gallerí | Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Kristinn Már. Til 23. des. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og myndband á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni Tryggvagötu 15. Til áramóta. Nánar á www.artotek.is. Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru tilraun höfundar til að vinna úr sjónrænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Soffía útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ vorið 2006 og vinnur nú jöfnum höndum að teikningum, gjörningum og dansi. Til 15. des. Café 17 (verlsunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er ævintýri út af fyrir sig. Álfar og litir eru einkenni mynda Mæju. Allir velkomnir. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjartansdóttir með sýningu á grafíkverk- um sínum til 17. desember. DaLí gallerí er opið föstudaga og laugardaga kl. 14–18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 8.30–16. Gallerí Úlfur | Sigurdís Harpa Arnars- dóttir opnar sýningu laugardaginn 9. des kl. 16 og stendur sýningin út desember. Opið virka daga frá 14–18. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „… eitthvað fallegt“ er sam- sýning með listamönnum gallerísins auk gesta. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson. Sýningin stendur til 18. des. Opið er sem hér segir: þri.–fös. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagni og gamni sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýn- ingin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti átta ára skólabörnum í samstarfi við Borgarbóka- safnið. Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“ og kem- ur út nú fyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg hefur fengið sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins. Hafnarborg | Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, með sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu og byrjaði að teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999 og ári síðar hóf hún að nota olíuliti. Til 5. janúar. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega myndlistarvett- vangs. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Norræna húsið | Sýningin Exercise in Touching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin í ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. des- ember. Ófeigur listhús | Skólavörðustig 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýn- ingin stendur til áramóta og er opin á verslunartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir í Skaft- felli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég missti næstum vitið“, á vesturveggn- um. Til 23. des. www.skaftfell.is. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóðminjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingi- mundar og Kristjáns Magnússona. Mynd- irnar fanga anda jólanna á sjöunda ára- tugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekk- ir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Myndirnar tók hann við störf og ferðalög á tímabilinu 1946–60. Þær eru eins og tíma- sneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóð- arinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíðarinnar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð sýningin „… hér er hlið himinsins“ sem Borgarskjalasafn Reykja- víkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Að- gangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Landsbókasafn Íslands, Háskóla- bókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasögum til Íslands í gegnum aldirnar. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöf- undur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir ber vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýningin stendur yfir til 31. desember. Sjá einnig heimasíðu safnsins www.landsboka- safn.is. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans á Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Að- gangur er ókeypis. Sýningin er opin mán.– fös. kl. 13.30–15.30. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenningar- hússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönn- uðum í samhengi við íslenska náttúru. Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín. Fyrirheitna landið og Handritin að auki. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ævin- týralegt ferðalag gegnum 1.200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihús. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Slysavarnadeildin Hraunprýdi | Jóla- og afmælisfundur hefst með borðhaldi í Skút- unni þriðjudaginn 12. des. kl. 19.30. Margt skemmtilegt verður á fundinum, m.a. Brynja Valdís með uppistand, Carlos Sanc- hes dansar salsa-sóló og að venju glæsi- legt happadrætti. Miðar verða seldir í versluninni Gjafahúsi, Strandgötu 11, 7.–10. des. Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Bráðum koma blessuð jólin. Fjölskylduhjálpin hvetur landsmenn til að gefa fatnað, leikföng og borðbúnað vegna opnunar flóamarkaðar í lok nóvember í Eskihlíð 2–4 Rvík í þágu efnalítilla fjölskyldna. Tökum á móti mið- vikudaga eða eftir samkomulagi kl. 13–17. Svarað í síma 892 9603. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 11. desember er: 527. Frístundir og námskeið Lesblindusetrið | Sérsniðið hraðlestrar- námskeið fyrir 9–13 ára krakka. Hvers virði er aukinn lestrarhraði? Gefðu barninu þínu tækifæri á að skara fram úr með því að tvöfalda, jafnvel margfalda, lestrarhraða sinn. Leiðbeinandi er Kol- beinn Sigurjónsson, Davis-ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu í Mosfellsbæ. Sími 566 6664. staðurstund Söfn Hátíð í bæ í Þjóðminjasafni Fyrirlestur Grímuhefðir Grænlendinga Söfn Jólahrollur í hádeginu – upplestr- arsería í Þjóðmenningarhúsinu Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Sími - 564 0000Sími - 462 3500 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. 80.000 gestir! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir The Holiday kl. 8 og 10:30 Saw 3 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6 Deck the Halls kl. 6 The Holiday kl. 5, 8 og 10:50 Casino Royale kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.50 Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 3.40 Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Borat kl. 10.20 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Skógarstríð m.ísl.tali kl. 3.40 JÓLAMYNDIN Í ÁR Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HAFIN Á MIDI.IS Showed with english subtitles at Regnboginn Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.