Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÚ BREYTING hefur orðið á ís- lensku samfélagi að erlent vinnuafl er meira áberandi en oft áður. Þetta er fólk hvaðanæva. Mest þó frá Aust- ur-Evrópu- og Asíulöndunum. Allt gott og gilt. Hefur enda verið mikil þörf fyrir starfsfúsar hendur miðað við allar framkvæmdirnar sem í gangi eru í voru sam- félagi. En spurningin er hvort við séum að búa til vandamál með þessu innflutta vinnuafli. Margir velta alltént þessum hlutum fyrir sér um þessar mundir ef marka má fréttir af málinu. Áður en menn kveða upp einhverja stóra dóma hér er rétt að hafa í huga að íslenskir atvinnurekendur hafa sjálfir sóst eftir þessu vinnuafli og auglýst eftir því á þeim svæð- um sem fólkið síðan kemur frá. Íslenskir aðilar eru þeir sem þarfnast þessara starfsfúsu handa til að fylla upp í það skarð sem íslenskur vinnu- markaður fær ekki annað, vegna þess að framboðið eftir vinnuafli er meira en í boði er og séð með þessum augum er það skiljanlegt að menn leiti út fyrir landsteinana. Flest þessara manna og kvenna eru ráðin tímabundið og því allar lík- ur á að fólkið hverfi aftur til síns heima eftir að ráðningartímanum lýkur. Menn vita hins vegar að alltaf má búast við að einhverjir sækist eft- ir að verða eftir og kemur margt til greina í þeim efnum. Fólk verður ást- fangið og fýsir að deila heimili. Sumu fólki sem kemur líkar vistin hrein- lega vel og vill setjast að. Aðstæður geta vitaskuld verið margvíslegar. Menn skyldu fara varlega í að tala of mikið um vandamál þegar þennan efnivið ber á góma. Obbinn af þessu fólki er vænt fólk og hingað komið einvörðungu til að skila af sér þeirri vinnu sem það var ráðið til að inna af hendi og þiggja í staðinn umsamin laun. Að bjóða útlendu fólki upp á ís- lenskunám er ágætt. En áhöld eru samt um hvort ríkið eigi alfarið að veita fjármagn inn í verkið. Allavega í þeim tilvikum þar sem um skamm- tímaráðningar er að ræða. Vel mætti hugsa sér að atvinnurekendurnir sjálfir byðu sínu fólki upp á grunn- fræðslu í íslensku til að fólkið gæti nokkurn veginn tjáð sig við annað fólk og væri það svona hluti af ráðn- ingarsamningum sem gerðir væru og sem hugsanlega lífeyrissjóðirnir kæmu að með einhverjum hætti. Sér- staklega þar sem um verslunar- og þjónustustörf er að ræða. Annað gildir um flóttafólk og þá sem hingað koma af pólitískum eða trúarlegum ástæðum og lífi fólksins er beinlínis ógnað vegna afstöðu sinnar pólitískrar og/eða trúarlegrar. Sjálfsagt er að gera vel við slíkt fólk og bjóða því íslenskukennslu á kostn- að hins opinbera auk þess að veita því aðstoð við að koma sér fyrir í hinu nýja samfélagi. Að hið opinbera komi að slíkum málum er ekki óeðlilegt í sjálfu sér. Enda áður samþykkt af réttkjörnum yfirvöldum og jafnvel á hinu háa Alþingi að veita fólkinu hæli í landinu. Menn verða að gæta sín að tala ekki um fólk sem vandamál held- ur að líta á fólkið eins og jafningja sína og vænstu menn. Sem fólk vissu- lega er þótt það tali erlent tungumál og gangi illa að gera sig skiljanlegt í nýju landi. En vitaskuld getur ým- islegt gerst í samskiptum manna. Slík mál má vel leysa komi þau upp. Íslendingar eru vanir að greiða úr sínum ágreiningsefnum og þeir munu líka útkljá þessi mál með frið- samlegum hætti og afgreiða eins og hver önnur sem þeim berast í hendur og æsingalaust. Hins vegar er sanngjörn krafa af okkar hálfu að fólk sem hingað kemur af fúsum og frjálsum vilja virði lög og reglur og hefðir sem Íslendingar sjálfir vilja hafa í sínu landi og fólk almennt er sam- mála um að séu í góðum og farsælum farvegi. Eins og til að mynda kristin gildi sem ís- lenska stjórnarskráin byggist á og mörg af mikilvægustu lögum landsmanna miðast við. Allt svona er sjálfsagt mál að þeir sem hér vilja setjast að virði og nýbúar munu líka gera það sé þeim yfirleitt kynnt málið sem fyrst. Ekki er hægt að ætl- ast til þess að fólk sem hingað kemur í fyrsta skipti viti allt um okkar hagi og hvað okkur yf- irleitt er kært. En öll fræðsla lyftir grettistaki og flýtir fyrir því að þessir nýju vinir okkar komist fljótt og vel inn í íslenskt samfélag. Brýnt er að hvetja menn til að þiggja fræðslu um sam- félagsgerðina, almennan rétt manna og aðra þætti sem sjálfsagt er að fólk viti einhver deili á. Að hið opinbera komi að slíku máli er vel hugsanlegt og bjóði fram húsakost undir starf- semina. Svo eitthvað sé nefnt. Að taka vel á móti fólki er lykill og grunnur að því að fólki líði vel og þeg- ar menn eru ánægðir eru þeir heldur ekki til neinna vandræða. Móttök- urnar skipta alla menn miklu máli. Hvernig fyrstu kynni nýbúans eru af landanum ræður úrslitum um hvort honum vegni vel í nýja samfélaginu og blandi eðlilega geði við íbúana. Kristið fólk um allt land vill biðja og biður fyrir nýbúanum og sam- félaginu í heild að Drottinn Jesús Kristur blessi þessi samskipti bæði nú og í náinni framtíð. Fólk almennt er blessun hvaðan sem það kemur. Þetta er gott að hafa í huga þegar málefni nýbúans ber á góma. Erlent vinnuafl er ekki vandamál frekar en nýbúar Konráð Rúnar Friðfinnsson fjallar um erlent vinnuafl og nýbúa Konráð Rúnar Friðfinnsson »Menn verðaað gæta sín að tala ekki um fólk sem vanda- mál heldur að líta á fólkið eins og jafningja sína og vænstu menn. Höfundur er fæddur í Hafnarfirði og er í dag kristniboði. HÚN ER heldur ankannaleg um- ræðan um svokallað Íraksmál sem stjórnarandstaðan hefur japlað á undanfarna mánuði. Eins og það breyti einhverju um orðinn hlut þótt menn gefi einhverjar yfirlýs- ingar um hvað hefði átt að gera eða gera ekki. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu Íslend- inga um stuðning við Bandaríkjanna gagn- vart Írak er ekki að sjá að við höfum beðið neinn álitshnekki eða orðið fyrir aðkasti að neinu leyti. Utanrík- isráðherra hefur farið víða og hvarvetna ver- ið tekið með fullri virð- ingu og vinsemd. Fleiri og fleiri þjóðir styðja framboð okkar til öryggisráðsins. Allt frá því að Íslendingar gerðust sjálfstæð þjóð hafa þeir haft þá afstöðu að styðja vestræn gildi, lýðræði og ein- staklingsfrelsi en verið andvígir hverskonar kúgun og einræði. Bandaríkin hafa jafnan verið í broddi fylkingar við að verja þessi viðhorf. Bandaríkin voru meðal þeirra fyrstu, ef ekki þeir allra fyrstu, sem viðurkenndu lýðveldið Ísland þegar það var stofnað og hafa alltaf staðið með okkur síðan. Þeir studdu aðild okkar að SÞ og síðan Nató, þeir tóku að sér varnir Íslands þegar mest á reyndi o.fl. Þeir hafa ekki gert athugasemdir við okkar ákvarðanir eins og t.d. inngöngu í Efta og Evrópska efnahagssvæðið þótt það hafi ekki verið þeim í hag. Íslendingar hafa aldrei hvikað frá þessari grundvallarafstöðu þó Bandaríkin og ýmsar vestrænar þjóðir hafi neyðst til að heyja stríð einmitt til þess að verja þau gildi sem áður sagði. Bandaríkin háðu þannig stríð í Kóreu, Víetnam, Afg- anistan og Kúveit án þess að það hvarflaði að neinum að snúa baki við þeim. Svo kom röðin að Írak og hvað var öðruvísi við það stríð en öll hin? Það var fyrirfram vitað að margt saklaust fólk yrði fórnarlömb stríðsátakanna. Það hefur alltaf verið svo og verður alltaf svo. Þessi afstaða Íslend- inga, sem hér um ræð- ir, er svo rótgróin og nýtur svo víðtæks stuðnings í þjóðfélag- inu að hún hefur í raun lagagildi. Það þýðir að einstakir ráðherrar hafa ekki leyfi til að víkja frá henni upp á sitt eindæmi. Breyt- ingar á þessari afstöðu mundi vera meirihátt- ar pólitískt mál, sem Alþingi yrði að, sjálfsögðu, að taka ákvörðun um. Enginn hafði lagt til neinar breytingar á þessari stefnu þegar Bandaríkin leituðu eftir afstöðu Ís- lendinga í málinu, svo ekkert var eðlilegra en ráðherrann svaraði eins og hann gerði. Enda er þetta fram- kvæmdaatriði, sem að sjálfsögðu heyrir undir framkvæmdavaldið eins og framkvæmd laga almennt. Það hefur aldrei tíðkast að þinginu eða þingnefndum hafi verið blandað í framkvæmd laga, enda á ekki að gera það samkvæmt þrískiptingu valdsins. Það má telja vist að þótt ráð- herrann hefði verið úr Samfylking- unni hefði svarið orðið það sama. Það má einnig telja víst að ef svo ólíklega hefði viljað til að ráð- herrann hefði tekið afstöðu gegn málinu hefði Samfylkingin sakað hann um stuðning við einræðisherr- ann Sadam Hussein! Spurningin var í hnotskurn: Styðjum við Bush eða Hussein? Hussein þessi var hættulegur heimsfriðnum sökum landvinningastefnu sinnar og illsku í garð annarra. Hann réðst á Íran, nágranna sinn, væntanlega af því að honum líkaði ekki klerkastjórnin þar. En hann beið ósigur þar og varð frá að hverfa. Þá réðst hann á Kúrda og brytjaði þá niður mis- kunnarlaust. Að því búnu réðst hann á Kúveit, varnarlaust smáríki, og lagði það undir sig rétt sisona. Ef hann hefði komist upp með þetta hefði hann örugglega haldið áfram. Það er fyrirsjáanlegt að næsta skot- mark hefði verið Líbanon, Jórdanía og loks Ísrael, væntalega með bak- stuðningi Sýrlands. Allir hljóta að sjá að það varð að stöðva þennan mann sem fyrst. Hvað hefði margt saklaust fólk mátt líða miklar hörm- ungar ef hann hefði fengið að halda uppteknum hætti? Að stöðva þenn- an einæðisherra voru ekki meiri mistök en að stöðva Adolf Hitler á sínum tíma! Eða voru það kannski líka mistök? Mistökin þá voru þau að gera það ekki fyrr. Bush eða Hussein Pétur Guðvaðsson fjallar um utanríkismál » Að stöðva þennaneinæðisherra voru ekki meiri mistök en að stöðva Adolf Hitler á sínum tíma! Eða voru það kannski líka mis- tök? Pétur Guðvarðsson Höfundur er lífeyrisþegi. SÍST vil ég gera lítið úr um- ferðarslysum og ég skil vel áhyggjur Sunnlendinga. Þar hafa farist á annan tug manna á fáum árum. Þeir hafa brugðist við af myndarskap og afhent ráðherrum eitthvað um 25.000 undirskriftir um nauðsyn þess að tvöfalda Suð- urlandsveg til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll. Sem betur fer sýnist sem ráðamenn séu tilbúnir að ráðstafa mörgum milljörðum til þessa þarfa verkefnis. En það verða því miður annars konar slys í umferð lífsins. Á hverju ári deyja um 50 manns undir 55 ára aldri vegna beinna áhrifa vímuefna, áfengis og eitur- lyfja. Fyrir utan að mörg slys á vegum eru tengd ölvun. Nú ný- verið hafa birst fréttir af tveimur ungum konum sem hafa látist úr ofneyslu eiturlyfja. Á sama tíma og Sunnlendingar benda á slysa- fjölda hjá sér hafa líklega um 300 manns látist í vímuefnaumferð- inni. Samt hafa engir undirskrift- arlistar borist ráðherrum vegna þessara hörmulegu slysa. Engir milljarðar eru fyrirhugaðir til að koma í veg fyrir þau. Hvernig skyldi standa á því? Njörður P. Njarðvík Annars konar umferðarslys Höfundur er prófessor emeritus og rithöfundur. SÍÐUSTU fréttir frá Íslandi af skelfi- legu banaslysi á veg- um úti, nú í byrjun að- ventu, urðu til þess að ég sé mig tilneyddan að skrá þennan pistil. Samkvæmt upplýs- ingum frá Umferð- arstofu eru Íslend- ingar í 8. sæti af 27 Evrópuþjóðum hvað varðar hversu fáir lát- ast af völdum slysa í umferð á vegum úti. En þrátt fyrir þetta erum við frekar aftarlega á merinni þegar miðað er við hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Árið 2005 var fjöldi látinna í umferðinni miðað við 100 þúsund íbúa 7,2 í Finnlandi, 6,5 á Íslandi, 6,1 í Danmörku, 4,9 í Noregi og 4,9 í Svíþjóð. Þó var árið 2005 gott ár, miðað við fyrri ár. „Aðeins“ 19 mans létust. Árið 2005 voru Svíar í öðru sæti af 27 Evrópuþjóðum á eft- ir Hollendingum hvað varðar hversu fáir látast í bílaumferð. Mörg dauðaslys verða þegar tveir bílar mætast á sama veg- arhelmingi og þá oftast utan þéttbýlis. Með ódýrum vegabótum er hægt að fækka þessari tegund dauðaslysa verulega. Mér hefur lengi þótt stjórnmálamenn á Íslandi ekki hafa sýnt þessu brýna málefni nægan áhuga. Hefðbundið kjördæmapot hefur haft forgang. Sturla Böðvarsson, núverandi sam- gönguráðherra, hefur þó verið verið ákafur fylgismaður þess að bæta vegamannvirki með umferðaröryggi í huga. Undirritaður hefur verið búsettur í Svíþjóð í rúmt ár og því getað fylgst vel með hvernig stuðlað er að auknu umferðaröryggi hér í landi með vegabótum. Svokallaðir 2+1- vegir með vegriði á miðjum vegi eru hér víða og samkvæmt heimildum frá Rannsóknarstofnun umferðar í Svíþjóð (Väg- och transport- forskningsinstitutet) hefur dauða- slysum fækkað um 80% þar sem slíkir vegir hafa verið lagðir. Þegar litið er á tölur um bæði dauðsföll og stórfellda áverka er fækkunin 50– 60%. Þetta eru engar smátölur. Ég hef nú orðið mikla reynslu af því að aka á svona vegum hér í landi. Þeir eru greiðfærir og mjög öruggir. Víða er leyfður 110 km hámarks- hraði. Í vegkanti á báða vegu eru rifflaðar ræmur sem valda óhljóðum ef ekið er yfir þær. Þegar bílstjóri er að sofna undir stýri er þetta nóg til að vekja hann af værum blundi. Síð- astliðinn vetur hér á Skáni var óvenju snjóþungur og stóðu 2+1- vegir sig vel við þær aðstæður. Ég hef hvergi heyrt á það minnst að um- ferðarslys á svona vegi hafi hindrað umferð sjúkrabíla eða lögreglu. Samkvæmt grein í blaðinu Da- gens Industri eru 2+1-vegir 10 sinn- um ódýrari í byggingu en tvöfaldar hraðbrautir. Ef þetta er rétt þá er hægt að leggja 2+1-veg um stóran hluta hringvegarins fyrir sama pen- ing og færi í að byggja 50 km hrað- braut með fjórum akreinum út frá Reykjavík. Hér er því um að ræða mjög ódýra lausn sem stuðlað getur að verulegri fækkun banaslysa á Ís- landi. Mér finnst að þingmenn verði að horfa til þessara staðreynda þeg- ar þeir ákveða vegaframkvæmdir næstu ára og fjármögnun þeirra. Þannig er hægt að bjarga margfalt fleiri mannslífum en með því að ein- blína á lagningu rándýrra hrað- brauta. Betri vegir, færri slys Ingimundur Gíslason fjallar um umferðaröryggi »Hér er því um aðræða mjög ódýra lausn sem stuðlað getur að verulegri fækkun banaslysa á Íslandi. Ingimundur Gíslason Höfundur er augnlæknir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.