Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 31 MINNINGAR ✝ Gísli Jón Gísla-son fæddist á Ísafirði 26. mars 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness mánudaginn 4. desember síðastlið- inn. Hann var sonur Gísla Jóns Gísla- sonar og Guðmund- ínu Kr. Ingimund- ardóttur frá Snæfjallaströnd. Gísli giftist Þor- gerði Halldórs- dóttur frá Hellis- sandi og áttu þau saman þrjú börn, Halldór, f. 10.3. 1965, Krist- ínu Geirþrúði, f. 14.8. 1970, og Elínu Jónu, f. 3.10. 1974. Gísli var sjómað- ur framan af en frá 1965 var hann vél- stjóri og síðar yf- irvélstjóri á Lór- anstöðinni á Gufuskálum þar til starfsemi var hætt þar 1994. Frá þeim tíma og til starfs- loka stundaði Gísli útgerð. Útför Gísla verð- ur gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kveðjustundir eru erfiðar og erfitt að koma í orð þeim tilfinningum og sára söknuði sem hvolfist yfir þegar þín nýtur ekki við. Það að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur er skyndilega orðið að sárum veruleika sem erfitt er að skilja. Við höfum svo margs að minnast og þakka fyrir. Þú varst stoð og stytta sem ávallt reyndist best þegar mest á reyndi, engin ferð of löng, ekkert viðvik of stórt og enginn tími óhentugur þeg- ar að því kom að veita hjálparhönd. Við þökkum óendanlega margar ferðir og aðstoð í erfiðleikum, bæði stórum og smáum. Þú varst sú stoð sem hélt tilverunni saman, varðir okkur áföllum og byggðir upp að nýju. Engin orð geta að fullu þakkað þá hjálp sem þú veittir. Við þökkum sérstaklega óteljandi samverustundir, hvort sem var á Gufuskálum, í Viðvík eða hjá okkur systkinunum. Það er sárt til þess að hugsa að þær verða nú ekki fleiri en þær munu lifa í minningunni og ylja um ókomna tíma. Við þökkum það æðruleysi, dugn- að og nákvæmni ásamt mátulegri sérvisku sem þú sýndir í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú hafðir ekki hátt um eigin afrek en við erum full aðdáunar og þakklætis fyrir allt sem þú gerðir. Veikindunum var mætt með sama æðruleysi og hug- rekki, það sem gera þurfti var gert og ekki haft hátt um það. Hafðu þökk fyrir allt. Við viljum koma á framfæri sér- stökum þökkum til starfsfólks lyf- lækningadeilar sjúkrahússins á Akranesi. Kristín og Halldór. Allar stundirnar í eldhúsinu á Gufuskálum og Viðvík, ævintýrið í Danmörku, sumarið á sjónum og óteljandi símtöl fylla hjartað af minningum sem lifa áfram. Allt sem þú hefur kennt mér hefur gefið mér styrk til að takast á við lífsins ólgusjó og sjá alltaf björtu hliðina. Elsku pabbi minn, þú gafst mér líf, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Ég er að eilífu þakklát fyrir að hafa átt þig að í blíðu og stríðu. Þín er sárt saknað. Ánægjuna þakka þér þú kannt glæða brosin, græðir margt sem miður fer og mýkir hugann frosinn. (Jóna Gísladóttir) Farðu í friði. Elín Jóna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir þær ótal stundir sem við áttum með þér, í Viðvík, heima og á ferða- lögum, sérstaklega ferðina til Elínar í Sheffield sem var dásamleg. Við vitum að lífið er hringrás þar sem fólk deyr og fæðist, þannig er lífið og við verðum að taka því þó svo að nú virðist það óréttlátt og erfitt að sætta sig við að þú sért farinn að ei- lífu. Ó, hve dýrleg er að sjá alstirnd himinfesting blá, þar sem ljósin gullnu glitra, glöðu leika brosi’ og titra og oss benda upp til sín. (Stefán Thorarensen) Þín elskandi barnabörn Guðjón Arnar, Kristjana Dögg og Mandy Pálína. Gísli Jón Gíslason Elskuleg amma mín og vinkona er lát- in, háöldruð sóma- kona. Amma var búin að lifa flesta sína jafnaldra og var farin að tala um að það yrði nú gott að fá hvíld- ina. Hún trúði því að þá myndi hún hitta Helga sinn og hverfa aftur á æskuslóðirnar í Tóarselið sitt í Breiðdalnum. Amma var ættfróð og sérlega minnug, það var gaman að ræða við hana um sveitina henn- ar sem hún þekkti svo vel og gat hún þulið upp bæjarnöfn og örnefni eins og hún hefði verið þar síðast í gær. Það var sérstaklega fróðlegt að ræða við hana um ættir Íslend- inga og var hún ótrúlega minnug á allt sem hún hafði lesið og heyrt um það efni. Við kveðjum þessa öð- ✝ Katrín MargrétGuðjónsdóttir fæddist í Tóarseli í Breiðdal 10. ágúst 1912. Hún lést á líkn- ardeild LSH á Landakoti að kvöldi þriðjudagsins 21. nóvember síðastlið- ins og var jarð- sungin frá Neskirkju 30. nóvember. lingskonu og þökkum henni samfylgdina. Helgi og Stefanía. Elsku amma. Nú þegar þú ert loks frjáls úr líkama þínum sem var svo kvalinn hugsar mað- ur til baka og rifjar upp allar góðu stund- irnar. Ég man þegar þið afi bjugguð enn á Kleppsveginum og ég fór með Helgu ömmu og Hrafni afa í heimsókn til ykkar. Einna helst man ég eftir því að hafa setið á gólfinu með útjaskað dót, sem öll barnabörn og barnabarnabörn höfðu leikið sér með með mikilli ánægju. Það voru góðir tímar. Í seinni tíð man ég eftir að hafa komið með börnin mín til þín, sem einnig léku sér með þetta sama dót og vakti jafn mikla lukku. Enda skildir þú aldrei neitt í því hvað svona gamalt dót gat verið eftir- sóknarvert hjá börnum nútímans, sem eiga alltof mikið af fínu dóti. En þannig var það nú samt. Það sem ber hæst eru heimsókn- ir okkar mömmu þegar við komum alltaf til þín rétt fyrir jólin með jólagjöfina þína. Þá sagðirðu alltaf með glettni; þetta verða síðustu jólin hennar ömmu. Við mamma tókum nú lítið mark á þér, enda varstu alltaf svo hress og kát. En upp úr síðustu jólum þegar þú varst send inn á spítala sáum við að eitthvað var að. Þú vildir nú ekki mikið tala um þín veikindi og lýsir það þér mjög vel, þú vildir ekki að við hefðum áhyggjur af þér, amma mín. En samt höfðum við þær. Þeg- ar líða tók á árið sáum við að veik- indi þín ætluðu ekki að sleppa tak- inu á þér og að þetta færi bara á einn veg. Enda fór það svo að eftir afmæl- ið þitt nú í ágúst var eins og gríma þín félli og við sáum öll hversu veik þú varst. Enda gastu ekki falið það miklu lengur. Þú varst svo falleg á afmælisdaginn þinn, vel til höfð og hress. Eins og alltaf. Þú bauðst upp á kaffi og kökur og gafst þig að öllum gestum þínum, sem voru nokkuð margir. Fljótlega eftir afmælið varstu lögð inn á líknardeildina á Landa- koti, þar sem þú varst ánægð að vera enda gott starfsfólk þar og þú svo sátt við það sem var að gerast. Þú vildir komast til afa. Afa sem þú saknaðir svo mjög. Eftir erfiða legu fannstu friðinn. Afi kom og tók á móti þér og þú gast brosað á ný. Þegar ég kom upp á spítala til þín eftir að þú varst dáin var sálmabók opin á borðinu hjá þér með sálmi númer 271. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Elsku amma. Hvíl í friði. Við elskum þig. Kristjana Helga. Elsku amma. Ég sakna þín voða mikið og vildi óska að þú værir ekki dáin. Ég hugsa svo mikið um þig og er svo leið. Ég elska þig og ég vona að þér líði vel núna uppi hjá Guði og afa. Ég er alltaf að kveikja á kerti fyrir þig og svo gáfu Hrafn afi og Helga amma mér Móeyju og Dalíu Mán- eyju engil sem lýsir og þegar við horfum í gegnum ljósið í englinum og horfum út í nóttina þá getum við séð þig og afa. Ef við horfum svo upp til stjarnanna þá sjáum við þig kannski einhvern tímann kíkja á okkur þar sem þú ert að sýna afa hvað við erum góðar og duglegar systur. Mamma og pabbi sögðu að sálm- ar númer 510 og 511 hefðu verið sungnir þegar þau voru að kveðja þig í síðasta sinn og ég vil láta þá fylgja með núna því mér finnst þeir svo fallegir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma mín vonandi sef- urðu vel. Dagmar Silja. Katrín Margrét Guðjónsdóttir Vigdís Ferdinands- dóttir, Vigga frænka mín. Farin af vígvell- inum. Ég áleit hana eilífa, sem hún er og verður áfram í hjarta okkar. Fal- leg kona, sterk og frekar sérstök. Dökk yfirlitum, með seiðandi og svo aðlaðandi rödd að ég gat dá- leiðst. Hún gat sagt margt sem aðrir gátu ekki sagt. Vigga frænka var elst sinna systkina, sex bræður og hún eina stúlkan. Ekki kannski sérstaklega létt þá. Og ekki létt í millistétt- arskósmiðsfjölskyldu í Reykjavík. Á þeim tímum var oft ætlast til að ungar konur gengju að heim- ilisverkum, hannyrðum og pössun yngri systkina og fyndu sér að síð- ustu góðan maka, toppurinn var kannski að fara í húsmæðraskóla. Vigga hafði nóg af uppátekta- sömum stráklingum í kringum sig, sem hún þó alla tíð elskaði. Hún vildi bara læra. Vigga kunni nú samt hannyrðir og vann fallega vinnu. Hún var góður teiknari, enda úr listrænni fjölskyldu. Ég á eftir hana útsaum- aða ungbarnaskyrtu, sem á eftir að fara á bak við gler og í ramma. Framhaldsnám var á þessum tímum fyrir konur menntaskóli, Samvinnuskólinn eða Verzlunar- skólinn. Vigga komst í Versló, og ég veit frá henni sjálfri og föður mínum að það var ekki létt. Hún barðist, móðir hennar skildi ekki hennar val, en hún fór sínu fram. Námið átti eftir að gefa henni marga möguleika seinna meir í líf- inu, sem einstæðri og stoltri konu. Móðir mín hefur alltaf borið sér- staka ást til Viggu. Hún fæddi elsta bróður minn heima og Vigga var fengin til að vera viðstödd og rétta hjálparhönd meðan á fæð- ingu stóð. Þetta var á þeim tímum sem feður fengu ekki aðgang að slíku. Ármann bróðir minn varð ✝ Vigdís Ferdin-andsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1921. Hún lést í Víðinesi 15. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 24. nóvember. líka hjartabarn Viggu. Hún hafði hann gjarnan með og naut þess hversu miklum orðaforða hann réð yfir frekar lítill og lét orðin bara flakka. Vigga hafði mikla kímnigáfu og naut þess þegar brugðið var frá hversdagsleikanum. Ekki fela neitt, bara koma fram eins og maður er. Sem ung kona kynntist hún sinni fyrstu ást, föður fyrsta barns síns, Harveys. Hann var hermaður í ameríska hernum á Íslandi. Ungur efnilegur læknir og yndislegur maður. Bræður Viggu og allir í kringum hana óskuðu þess að hún fengi langt og gott líf með honum. Stríð og margar aðrar aðstæður urðu til þess að þetta unga par náði aldrei að verða hjón. Þau héldu ævilöngu vináttusam- bandi og tryggð hvort við annað. Jón, maðurinn minn, og ég vor- um svo lánsöm að hitta Harvey eitt skipti þegar hann heimsótti Ís- land. Hann yfirgaf ekki alls fyrir löngu okkar jarðneska líf, virtur maður hátt á níræðisaldri. Sonur þeirra hefur alla tíð haft gott samand við föður sinn en var umfram allt nátengdur móður sinni. Seinna á árum giftist Vigga Ragnari og eignuðust þau tvo syni, Róbert og Ragnar, kallaður Lúlli, meðal okkar í fjölskyldunni. Við Lúlli erum jafnaldrar og lékum okkur oft saman sem smákrakkar. Hjá Viggu máttum við allt og eng- ar skammir, svo áttu þau kött sem fann sig í öllu og var barnið í mömmuleik. Seinna meir skemmtum við Ingi- björg frænka okkur á unglings- árum við að heimsækja Viggu. Við nutum okkar þegar hún gat sagt okkur prakkarasögur úr sínum ungdómi. Svo sóluðum við okkur í að hún var hrifin af okkur, sér- staklega þegar hún gat séð að við líktumst Ferdinandsfólkinu og þar með henni sjálfri. Ég gæti skrifað heila bók um Viggu frænku mína. Og ég hef oft íhugað það, kannski verður það úr. Hennar saga er þó svo sérstaklega full af lífi, ást, sorg, fyndni, prakk- arastrikum og erfiði að það þarf kannski meiri snilling en mig til að færa sögu hennar á blað. Lengst af ævi minni hef ég búið erlendis en alltaf haft samband við Viggu. Jólabréfin hennar voru mér kær, hlý og góð. Lýstu fullum áhuga á mér og mínum. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur, Harvey, Róbert og Lúlli, og fjölskyldum ykkar innilegustu samúð okkar við andlát Viggu. Guð veri með ykkur öllum. Erla Eiríksdóttir, Herlev. Vigdís Ferdinandsdóttir ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og innilegan hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR (LÓU), Frá Seyðisfirði, Rauðalæk 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir ómetanlega aðstoð í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Rúnar Eiríksson, Sólveig Sigurðardóttir, Eiríkur Kristinsson, Auður Björnsdóttir, Elínrós Eiríksdóttir, Árni E. Albertsson, Eyrún Harpa Eiríksdóttir, Þröstur Eiríksson, Birna Hauksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.