Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 38

Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 38
38 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning FRAMUNDAN ÓFAGRA VERÖLD E. ANTHONY NEILSON FRUMSÝNING 29.DESEMBER MIÐASALA HAFIN! Herra Kolbert „Frábær skemmtun“ – „drepfyndið“ – „gríðarlega áhrifamikil sýning“ Fös. 15.des. kl.19 Nokkur sæti laus Lau. 16.des. kl.19 Örfá sæti laus Síðustu sýningar! Ekki við hæfi barna. Tryggðu þér miða núna Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 16. des kl. 14 Nokkur sæti laus Lau 30. des kl. 14 Í sölu núna Síðustu sýningar! Styttri sýningartími – lækkað miðaverð! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf                                      ! "          #  $   "%   !  " # $  % # &'   #   ( ! " ) *  +! ,  !  +  '   - . / %     0 1 !2 & ! "! &&&     '    320 455 6788 9/  !*  ' / 5:/88 2 1 3 ; .* 2  2' :/  !*  ' / 78/88 2  !' (!! -  '/ 7/888 <!! / =/ ,/ ' / 78 ; !"'' >    (   )  ( ?@ -3  ; .  'A "  ; 3B@3 *   + )  ( ,    )  (  ) 3D@ ; CE FG -@E 3 Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Gjafakort í miðasölu og á www. leikhusid.is Leikarinn víðfrægi George Cloo-ney varð fyrir því áfalli nýlega að missa gæludýrið sitt, svínið Max sem vó 150 kg. Clooney og Max fóru saman í gegn- um súrt og sætt í 18 ár og Clooney hef- ur upplýst að Max hafi fengið frið- sælan dauð- daga. Árið 2006 hefur ekki reynst happa- ár gæludýra leikarans. Fyrr á árinu drapst einnig bolabíturinn hans, Bob. Bresk götublöð leiddu að því getum fyrr á árinu að Max hefði geispað gol- unni en því vísaði Clooney á bug. Til að renna sterkari stoðum undir það fékk hann vin sinn John Travolta til að bjóða sér og Max í ferðalag á einkaþotunni hans Travolta. Við það tækifæri lét Clooney hafa það eftir sér að Max hefði verið alveg í skýj- unum með flugferðina. Fólk folk@mbl.is HELGA Óskarsdóttir sýndi verk sitt Myndlistardreifing í Kling og Bang galleríi við Laugaveg. Hún fetaði þar í fótspor listamanna sem sóst hafa eftir því að vinna verk sín í almenn- ingsrými. Í blöðungi með sýningunni segir Jón Proppé frá þeim hætti sem Daniel Spoerri hafði á að gefa vinum og vandamönnum fundna hluti, Helga vinnur hér í sama anda nema hún býr sjálf til listmuninn, fræið eða baunina sem sýningargestir fá að gjöf til að taka með sér og koma fyrir þar sem þeir vilja. Á sýningunni gaf að líta nokkrar ljósmyndir þar sem Helga sýndi hvar hún hafði komið gulu bauninni fyrir, á bekk í strætó- skýli, við götu, í heimahúsi. Upp í hugann koma listamenn á borð við hollenska listamanninn Harmen de Hoop sem vinnur ekki í galleríum heldur á götunni. Dæmi um verk eftir hann eru fatasnagar festir á skilti á strætóstoppistöð og skrúfjárn sem komið er fyrir við almenningssíma, kaldhæðin athugasemd við algenga skemmdarverkastarfsemi. Hann hef- ur raðað upp fjórum borgarruslaföt- um á sama götuhorninu og sett upp merkinguna Hótel við tröppur niður í neðanjarðarlestina. Hann hefur kom- ið fyrir kössum með eplum við hlið ókeypis dagblaða á lestarstöðvum. Harmen de Hoop vekur vegfarand- ann til umhugsunar á svipaðan máta og Helga. Hún kýs að stíga út fyrir viðtekið mynstur sem einkennist af kaupum og sölu dýrra listaverka, virkjar áhorfandann og fær hann til að velta fyrir sér eðli listarinnar, staðsetningu hennar og sjá daglegt umhverfi í nýju ljósi. Guli liturinn virkar ennfremur vel nú í skammdeg- inu og gula baunin er í miklu uppá- haldi á mínu heimili, það er rifist um hana. Helga Óskarsdóttir var með áhugavert verk á samsýningu í Kling og Bang fyrir skömmu og sýndi nú aftur að hún er lunkin listakona. Í kjallara Kling og Bang sýndi Kristinn Már Pálmason innsetn- inguna Félagslega málverkið. Hug- takið félagslegt málverk hefur í lista- sögunni verið notað um málverk sem sýna félagslegar aðstæður en hér notaði Kristinn það um málverk sem unnið er af almenningi. Innsetningin í kjallara Kling og Bang byggðist á hljóði, ástarljóði sem er sköp- unarverk listamannsins og vegg- verki, álplötum sem Kristinn lét áhorfandanum eftir að úða á með þar til ætluðum úðabrúsum á staðnum. Málverkið huldi álplöturnar þegar ég kom að skoða og er í anda veggja- krots, gestir breyta síðan og bæta eftir því sem á líður sýninguna. Há- vaðinn í ástarljóðinu og innilokað rými gallerírisins skapa saman stemningu sem einkennist af innilok- unarkennd og miklum tilfinningum. Hugmynd Kristins er góðra gjalda verð og það er spurning hvort hún gæti ekki notið sín vel í einhverri mynd í hverfum þar sem ungt fólk með mikla sköpunarþörf fær gjarnan útrás á veggjum sem ekki eru til þess ætlaðir. Báðar sýningarnar voru unnar í þeim anda sem hefur verið ríkjandi i samtímalistum um nokkurt skeið og einkennist af þeirri löngun að tengj- ast lífinu utan gallería og safna á áþreifanlegan máta. Í upphafi þessa árs leitaði Menningar- og ferða- málaráð Reykjavíkurborgar til Haf- þórs Yngvarssonar, safnstjóra Lista- safns Reykjavíkur, um stefnumótun hvað varðar list í almenningsrými. Settur var á stofn þverfaglegur starfshópur og í upphafi starfsem- innar var haldið áhugavert málþing í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um málefnið. Ekki hefur heyrst meira af starfinu og spennandi væri að vita hvað er að gerast í þessum málum hjá Reykjavíkurborg. Gular baunir og veggjakrot Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Kling og Bang gallerí Sýningu lokið. Myndlistardreifing, Helga Óskarsdóttir Félagslega málverkið, Kristinn Már Pálmason Morgunblaðið/G.Rúnar Gula baunin „Helga Óskarsdóttir var með áhugavert verk á samsýningu í Kling og Bang fyrir skömmu og sýnir nú aftur að hún er lunkin listakona.“ ÞEGAR tónelskir sjá nöfn þeirra söngskálda sem þær Sigríður Að- alsteinsdóttir með sinni heillandi rödd og Helga Bryndís með sína miklu færni á píanóið bjóða til sam- funda við þá fæðist tilhlökkun. Ekki vegna þess að þetta sé eitthvert ný- meti, reyndar er tónlistin í vissum skilningi alltaf ný í hverri túlkun. Tilfinningin er líkari því að hitta ævivini og fá svar við þeirri spurn- ingu hvort þeir nái að bergmála þann sanna tón sem svo oft hefur náð samhljómi við manns eigin sál- arhörpu. Ekki síður er eftirvænt- ingin bundin þeim lífsmætti og nær- færni sem felst í túlkun verka þessara höfunda. Það er vandasamt að velja saman söngva ólíkra höfunda svo vel fari og oft er þá gripið til tenginga sem brúa sameiginlega stemningu, eins og ljóð um árstíðir o.s.frv. Þarna var slíku ekki til að dreifa fyrstu tvö lögin, Widmung og Du bist wie eine Blume, úr 25 laga söngvasveig eftir Schumann og í lokin funheit Sí- gaunaljóð Brahms op. 103. En dagskráin varð samt í raun heilsteypt og mér fannst val söngv- anna í senn skemmtilegt og sýna svo ekki verður um villst hve sterkum böndum þeir yngri af þessum ljóða- lagajöfrum tengdust þeim eldri og hve mögnuð áhrif nást enn með slík- um samsöng raddar og píanós. Það er einmitt þessi jafnvægislist raddarinnar og píanósins, þar sem á hvorugt má halla í gæðakröfum, sem er lykillinn að því að vel takist til. Mér fannst í Widmung að skorti ögn á sannfæringarkraft flytjenda. En strax í öðru laginu, „Þú ert sem blóm“, var maður fluttur í garð feg- urstu blóma og fékk að njóta þeirrar návistar mestalla tónleikana. Þetta lag var flutt af miklum innileik og þar nutu ríkar tilfinningar sín til fullnustu. Í Brahmslögunum þar á eftir voru miklar og heillandi andstæður milli kröftugs og veiks flutnings, leikandi og þykkhljómandi. Næmust fannst mér túlkun Sigríðar og Helgu Bryn- dísar vera á ljóðinu Heimweh. Ef til vill stakk valið á gömlum kunningjum Schuberts með lögum eins og Heidenröslein og Silungnum ögn í stúf, en þar sannaðist sem stundum áður að fullgildar ástæður eru fyrir því að sumir söngvar fljúga vítt og ekki var að heyra annað en enn mætti kveikja í áheyrendum með vönduðum flutningi eins og þarna var vissulega gert. Eftir hléið birtist svo Mahler með þrjú af lögum úr Des Knaben Wun- derhorn undir hendinni. Lögin stöðvuðust ekki lengi þar og flæddu um salinn í litríkum og áhrifamiklum flutningi. Tengingar Sigríðar á dýpra og hærra raddsviði eru mjög fínar og litur raddarinnar sam- felldur í veikum og sterkum söng. Mér varð hugsað til þess í síðasta ljóðinu, Lob des hohen Verstands, hvort margir gaukar nútímans not- ist ekki við eyru asnans, eins og í þessu ljóði, til að sigra næturgalana? Að lokum var svo sannarlega gefið í og öllum brögðum raddar og handa beitt til að lyfta okkur áheyrendum upp á svið hræringanna í átta söng- laga flokki Brahms, Sígaunaljóðum op. 103. Þarna héldust fín tækni, ná- in samhæfing og gullfalleg túlkun í hendur og þannig lauk tónleikunum í hápunkti. Vetrarblóm í Laugarborg Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Tónlistarhúsinu Laugarborg Á efnisskrá: Ljóðalög eftir Schumann, Schubert, Brahms og Mahler. Sunnudag- inn 26. nóvember kl. 15. Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzosópran Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Barnasængur - barnasett

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.