Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan 8– 13 m/s en 13–18 m/s norðvestantil. Él norðanlands en rigning eða slydda sunn- anlands. Léttir til.» 8 Heitast Kaldast 4°C -2°C POPPLAG Mána Svavarssonar úr þátt- unum Latabæ, Bing Bang, er í 4. sæti á breska smáskífulistanum á fyrstu viku lagsins á lista, sem mun vera besti ár- angur íslensks tónlistarmanns á topp 40 breska smáskífulistanum á fyrstu viku. Lagið syngur Julianna Rose Mauriello sem fer með hlutverk Sollu stirðu í þátt- unum en Mauriello hefur farið með hlut- verk Sollu stirðu frá því þættirnir hófu göngu sína. Nefnist persóna Sollu Steph- anie á ensku. Lagið var gefið út á þriðjudag og fór beint í 6. sætið á listanum en hífði sig síðan upp í það fjórða áður en vikan var liðin. Solla stirða Komin ásamt Bing Bang í 4. sætið á breska vinsældalistanum. Solla stirða í 4. sætið BIRTINGARMYND kjara þeirra barna sem koma frá efnalitlum heimilum kemur fram í því að börnin eru mjög lítillát og nægjusöm að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Skýrsla forsætisráðherra um fátækt barna sem lögð var fram á Alþingi á föstudag sýnir að 6,6% íslenskra barna teljast búa við fátækt. Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir niðurstöðu skýrslunn- ar ekki koma á óvart því svipað hlutfall barna býr í fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykja- víkurborg en alls eru um 800 milljónir króna áætlaðar til fjárhagsaðstoðar á þessu ári. Hafa útgjöld til fjárhagsaðstoðar dregist heldur saman á þessu ári að sögn hennar. „Atvinnuástand er nú betra en áður og reynsla okkar sýnir að útgjöld til fjárhagsaðstoðar sveiflast yfirleitt með atvinnu- ástandinu,“ segir Stella. Í reglum um fjárhagsaðstoð er sérstakur kafli um heimildargreiðslur þ.e. styrki vegna sér- stakra erfiðleika hjá fólki. „Meðal annars er veitt námsaðstoð sérstaklega til ungs fólks sem er illa sett félagslega. Einkum er um að ræða ungar, einstæðar og ófaglærðar mæður sem er stærsta hlutfall þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Einnig er sérstök aðstoð til fjölskyldna þar sem fólk getur fengið 10 þúsund krónur á mánuði fyrir börn til tómstunda, skólamáltíða eða annars sem börnin þurfa. Síðan eru mörg átaksverkefni í gangi í tengslum við fjárhagsaðstoðina þar sem fólk er aðstoðað við að komast aftur út á atvinnumark- aðinn,“ segir hún. „Auðvitað eigum við að útrýma fátækt og það á að vera markmiðið að öll börn geti búið við mann- sæmandi aðstæður. En það er margt sem spilar inn í og sem betur fer er oft um tímabundna erf- iðleika að ræða hjá fólki.“ Ásgerður Jóna Flosadóttir segir börn frá efna- litlum heimilum ekki alltaf eiga nesti í skólann eða góðan kuldafatnað fyrir veturinn en reynt sé að hjálpa til við að útvega þeim þann fatnað. „Börn sem koma með foreldrum sínum til Fjöl- skylduhjálparinnar í fyrsta sinn, allt frá 4 ára aldri, skynja strax að þau eru komin til að biðja um hjálp,“ segir hún. „Eftir því sem þau koma oftar eru þau sáttari við það enda er komið mjög vel fram við þau og þau upplifa sig ekki sem ann- ars flokks borgara þótt þau séu að biðja um hjálp. En það má gera ráð fyrir því að þegar fram líða stundir verði þessi börn með skerta sjálfsmynd og mikla minnimáttarkennd.“ Markmiðið á að vera útrýming fátæktar barna Í HNOTSKURN » Ungar, einstæðar og ófaglærðarmæður eru stærsti hópur þeirra sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. » Til eru svo fátækar fjölskyldur aðekki eru til peningar fyrir nauðþurft- um á borð við salernispappír þegar líða tekur á mánuðinn. ÍSLAND skipar 14. sæti á lista yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum skv. nýlegri skýrslu barnahjálpar sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF, en í henni er athyglinni beint að sam- spili kvenfrelsis og bætts hags barna. Á Ís- landi er hlutfall kvenna á þingi um þriðjungur en hæst er hlutfallið í Rúanda þar sem rétt tæpur helmingur þingmanna er konur. Þrettán af fimmtán efstu ríkjun- um á listanum samþykkja einhvers konar kynjakvóta til að tryggja stjórnmálaþátt- töku kvenna. Sumstaðar, eins og á Íslandi, beitir hluti stjórnmálaflokka kynjasjónar- miðum við uppröðun á lista en annars stað- ar er kynjakvótinn stjórnarskrárbundinn. Er það mat UNICEF að kynjakvótar séu virkt tæki til að tryggja stjórnmálaþátttöku kvenna og að slíkt fyrirkomulag leiði til aukinnar velferðar kvenna og barna. Í skýrslu UNICEF er að finna ýmiskon- ar upplýsingar um verkskiptingu kynjanna í þróunarlöndunum og hvernig veik staða kvenna hindrar eðlilegan uppvöxt bæði stúlkna og drengja. Er mikil áhersla lögð á það í skýrslunni að jafnrétti kynjanna sé öllum til góða, konum, körlum og börnum, og endurspeglist það í velmegun þeirra landa sem gera veg jafnréttis hvað mestan. Þá eru tíundaðar í skýrslunni ýmsar leiðir til að rétta hlut kvenna og karla. | 6 Rétta þarf hlut kvenna ♦♦♦ Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REIKNA má með að jólaverslunin í ár ein og sér kosti landsmenn samanlagt 10–11 milljarða króna aukalega borið saman við venjubundna neyslu þeirra aðra mánuði ársins. Spáð er að jóla- verslunin verði 9% meiri í ár en í fyrra, sem er svipað og árleg aukning jólaverslunarinnar síð- ustu tvö árin. Jólaverslunin hefur þannig aukist um nærfellt þriðjung frá árinu 2003 og gera má ráð fyrir að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu verji 130–140 þúsund kr. að meðaltali vegna jólanna. Áætlanir í þessum efnum styðjast meðal ann- ars við tölur um heildarveltu í smásöluverslun. Hún er langmest á þessum árstíma í nóvember og desember eða um 20–25% meiri en á öðrum tímabilum ársins. Þannig fara um 28% af snyrti- vörusölu ársins fram í nóvember og desember og um fjórðungur af sölu á fatnaði, skóm og raftækj- um á sér stað á þessum tveimur mánuðum. Svip- að er því einnig farið um bækur og ritföng og blóm og gjafavörur og um fimmtungur áfeng- issölu og sölu á tölvum og reiðhjólum og slíku fer fram í þessum mánuðum. Auðvitað er það mismunandi frá einu heimili til annars hversu miklu er kostað til jólanna. Sumir kosta miklu til en aðrir minna. Það fer m.a. eftir efnahag og fjölskylduaðstæðum, aldri fjölskyldu- meðlima og stærð fjölskyldna. Mestu ræður hins vegar almennur efnahagur fólks og hvernig viðr- ar í efnahagslífinu. Landsmenn hafa upplifað ein- stakt góðæristímabil síðasta áratuginn og sér ekki fyrir endann á því enn, þó að blikur kunni að vera á lofti. Þá virðist aukin verðbólga í ár ekki ætla að slá á jólaverslunina, eins og gerðist árið 2002 í kjölfar verðbólguskots sem hófst 2001. Þá óx jólaverslunin einungis um 1% milli ára, en nú er spáð 9% vexti eins og áður sagði. Jólaverslunin fer vel af stað í ár og er fyrr á ferðinni en áður, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. 130–140 þús. vegna jólanna  10–11 milljarðar | 23 GRÝLA og Leppalúði heimsóttu Þjóðminjasafn- ið í fylgd jólakattarins í gær. Börnin hafa aug- ljóslega hagað sér vel á árinu því þau tóku vel á móti fjölskyldunni ógur- legu. Stekkjarstaur legg- ur af stað af fjöllum í dag en hann mun fylgja í fót- spor foreldra sinna og heimsækja Þjóðminjasafn- ið á morgun. Síðan koma jólasveinarnir hver af öðrum alla daga fram að jólum og verður því nóg um að vera fyrir börnin í Þjóðminjasafninu í des- ember. Morgunblaðið/Golli Grýla komin í bæinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.