Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 33 Elsku Ása Stína ástkæra vinkona mín. Þig kveð ég nú með söknuði og tárum. Um leið þakka ég fyr- ir kynni okkar í Gullsmáranum fyr- ir tíu árum. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér yndislegri, ljúfri og skoðanasterkri konu með stórt hjarta. Það kom til mín engill og sendi mig til þín sunnudaginn 13. nóvember, þar sem ég fékk að kveðja þig viku fyrir kveðjustund þína með hlýju faðmlagi og breiðu brosi þínu og þú blikkaðir mig og Carmen undir fallegri Jesúmynd. Það var alltaf svo stutt í gleði og húmor hjá þér. Við gátum hlegið saman undir húmorsvængjum þín- um. Þú varst svo ung í anda, alltaf hress og tilbúin að taka á móti mér og börnunum hlýjum opnum örm- um. Þú varst svo heppin að vera gift unglambi eins og þú kallaðir eiginmann þinn, eldhressum golf- meistara og sundkappa með meiru. Heimili ykkar var, er og verður ávallt fimm stjörnu hótel fyrir gest- risni og gleði. Það rifjast nú upp fyrir mér stundirnar sem ég litaði augabrún- irnar þínar, þegar þú talaðir um brúskinn þinn sem ég plokkaði. Þú fannst bara til öðrum megin, vegna Ása Kristín (Stína) Ingólfsdóttir ✝ Ása Kristín(Stína) Ingólfs- dóttir fæddist á Ísa- firði 8. janúar 1927. Hún lést 19. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 27. nóvem- ber. lömunar, við gátum nú hlegið mikið yfir því hvað þú varst nú heppin. Þú sást alltaf spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Þú varst einstök og tókst alltaf lífsins skref með húmorinn í fyrirrúmi. Áttir að vera „löngu dauð“, eins og þú orðaðir það stundum. Já, þú áttir sannarlega mörg líf ef það má orða það svo. Það er jú mjög erfitt fyrir heiminn að sleppa jafn góðri og yndislegri sál og þér. Skemmtilegri sögustundir en á þínum bæ, þar sem gamni og alvöru var blandað saman, eru vandfundn- ar. Þú varst svo mikil sögukona, frásagnarlist þín einkenndist af dásamlegum húmor og skemmti- legu orðavali með alls kyns lýsing- arkryddi. Óliver Adam sonur minn kallaði þig alltaf „ömmu Ásu í Gullsmára“, og hann er nú að kveðja ömmu sína. Honum leist ekkert á að þú værir að kveðja okkur, en svona er nú líf- ið, einir fara og aðrir koma í dag eins og segir í kvæðinu sem við sungum saman fyrir stuttu. Mér þykir svo vænt um að við áttum tvennt mjög sérstakt sam- eiginlegt. Annars vegar meðgöngu- sjúkdóminn, sem er sjaldgæfur og við deildum honum fyrir stuttu með húmorinn á lofti auðvitað. Hins veg- ar eigum við sameiginlegt uppá- haldskvæði, Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson. Ég hlakka til að hitta þig að nýju. Þú ert komin í ljósið inn í Guðsríki þar sem gleði og friður ríkir. Sofðu vært og sofðu rótt, elsku Ása mín. Ég leyfi góðum minning- um um þig, fagra sála, að búa í mínu hjarta og blása kröftum inn í líf mitt. Elsku Kristinn minn, þér sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og yndislegum börnum ykkar og fjölskyldu allri. Guð gefi ykkur styrk og blessun í sorginni. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Hinsta kveðja frá Kristjáni, Óli- ver Adam og Carmen Evu. Valgerður. Mig langar til að minnast Ásu Stínu, eins og við krakkarnir þekkt- um hana, en hún var nágranni okk- ar í Akurgerðinu svo lengi sem ég man eftir mér. Hún var móðir æskuvinkonu minnar Önnu Boggu. Hún var yndisleg manneskja sem öllum vildi vel og var þó nokkuð ráðagóð þegar við vorum með ung- lingavandamálin okkar að svo miklu leyti sem við þorðum að láta hana vita um þau. Hún var góður nágranni móður minnar og eftir að mamma veiktist var gaman að fylgjast með „tákn- máli“ þeirra: Ef rúllugardína var ekki komin upp á ákveðnum tíma kom Ása Stína að athuga ástandið, þótt hún væri ekki sjálf alltaf góð til heilsunnar. Ekki má gleyma Kristni, þeim öðlingsmanni, en góð vinátta var með honum og föður mínum og tefldu þeir oft skák. Þessar minningar eru brot af mörgu og ég kveð góða konu með söknuði. Ég votta Kristni, Önnu Boggu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur og varðveiti um alla tíð. Sigrún Steingrímsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR DIÐRIKSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést föstudaginn 8. desember. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Diðrik Ólafsson, Björk Kristjánsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jón Fr. Jónsson, Rúnar Steinn Ólafsson, Steinunn Ásta Helgadóttir, Sigurður Ólafsson, Ragnheiður K. Nielsen, Ólafur Ólafsson, Kristín Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SÉRA MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrverandi sóknarprestur, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 9. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. desember nk. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Grundar- fjarðarkirkju, s. 438-6725. Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Anna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST STEINDÓRSSON, Hraunbraut 26, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 13. desember, kl. 13.00. Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, SVEINN KRISTINSSON blaðamaður, Þórufelli 16, Reykjavík, sem lést á heimili okkar 2. desember verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. desember klukkan 13.00. Jóhanna Jónsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Huldu. Hún var ein- staklega lífsglöð og félagslynd og naut sín vel á mannamótum. Það var oft glatt á hjalla kringum Huldu, margt rætt og mikið hlegið. Henni var annt um fólkið sitt, var mjög dug- leg að hafa samband og vildi vita að allt væri í lagi hjá öllum. Við fjölskyldan áttum Huldu að og var hún sem amma fyrir börnin okk- ar. Þau minnast margra gleðistunda í Veghúsum hjá Huldu og Kidda þar sem spilað var á spil, besti hafra- grauturinn búinn til, bakaðar pönnu- kökur og farið í freyðibað. Svona var Hulda, full af lífi og fjöri, alltaf eitt- Hulda Sveinsdóttir ✝ Hulda Sveins-dóttir fæddist í Gerði á Barða- strönd 11. mars 1929. Hún lést á Hrafnistu Reykja- vík þriðjudaginn 7. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð í kyrr- þey frá Fossvogs- kapellu 14. nóvem- ber. hvað skemmtilegt að gerast í kringum hana. Hulda hafði yndi af því að klæða sig upp og fara í bæinn, skoða í búðarglugga, fara á kaffihús og njóta dags- ins. Það kunni hún svo sannarlega, að njóta augnabliksins. Hulda sagði okkur margar sögur af heimahögum sínum á Barðaströndinni. Allt- af kom sami glampinn í augun þegar hún tal- aði um sveitina sína, Breiðafjörðinn, og samferðafólk sitt af ströndinni. Hulda var sérstaklega gjafmild. Alltaf kom hún færandi hendi, með eitthvað handa öllum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Hulda takk fyrir allt og góða ferð. Anna Þórðardóttir. „Enginn á sér tryggðan morgundag, hvorki ungur né gam- all. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elsk- ar.“ Þessar setningar eru úr grein sem þú klipptir út í vor og sýndir mér. Ekki datt mér í hug, elsku amma, að ég myndi kveðja þig nokkrum mánuðum síðar. Það er alltaf erfitt að kveðja, en ég veit að þér líður vel núna og ert á góðum stað. Þótt þú sért farin af jörðinni þýðir það ekki að þú sért farin frá okkur. Svo lengi sem ég hef minningarnar um þig og hugsa til þín ertu hjá mér. Mín fyrsta minning um þig er frá því ég var fimm ára og var í pössun hjá þér. Það var þegar þið afi bjugguð á Ránargötunni. Við fór- um í göngutúr í bænum, komum við í búðinni Fríðu frænku (sem var algjört draumaland í mínum augum) og þaðan löbbuðum við nið- ur að Tjörn og gáfum öndunum brauð. Þegar ég rétti fram brauðið til fuglanna gleymdi ég að sleppa með þeim afleiðingum að svanur beit mig. Í minningunni er eins og svanurinn hafi bitið af mér puttann en það hefur örugglega ekki sést sár á fingri. Þrátt fyrir það varstu ekki lengi að koma mér heim til þín og gefa mér plástur. Ég er svo ótrúlega stolt af því að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst hörkukona. Ég mun muna allt sem þú hefur kennt mér í gegnum æv- ina. Það var þitt hjartans mál að ég yrði góð í eldhúsinu. Frá því að ég Kristín Gestsdóttir ✝ Kristín Gests-dóttir fæddist á Seyðisfirði 3. apríl 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 6. desember. var lítil stelpa safn- aðirðu uppskriftum í möppur handa mér sem þú hafðir kennt í skólanum. Og alltaf þegar ég var í heim- sókn eða í pössun hjá þér vorum við að brasa eitthvað saman í eldhúsinu. Alveg frá pylsuréttinum góða og kakósúpunni upp í lummur og brúnkur. Núna seinustu ár varstu alltaf að lauma einhverjum upp- skriftabókum að mér og sagðir að nú þyrfti ég að fara að elda eitt- hvað gott handa honum Kidda, það gengi nú ekki að karlmaðurinn á heimilinu eldaði alltaf. Ég lofa þér því núna að ég skal reyna að standa mig eins vel í eldamennskunni og þú gerðir, amma mín, allavega reyna það. Ég man mjög vel eftir því þegar ég kom til ykkar afa stuttu eftir að þú fréttir að ég væri ólétt. Þú varst stolt af mér og sagðir að þetta væri blessun og allt myndi fara vel, sem svo stóðst. Alla meðgönguna varstu spennt eftir að fá fyrsta lang- ömmubarnið og ekki minnkaði spenningurinn þegar ég var búin að eignast Ísak Þór. Frá því að hann fæddist hélstu mikið upp á hann. Þú talaðir alltaf svo fallega til hans og varst alltaf svo góð við hann, eins og þú varst nú reyndar við alla. Ísak Þór spurði mig um daginn hvar amma Stína væri. Ég sagði honum að þú værir orðin eng- ill sem byggi hjá tunglinu og stjörnunum. Núna gerir hann ekki annað en að teikna tunglið og stjörnurnar og segist svo ætla að gefa þér myndirnar. Ég mun seint gleyma deginum sem þú fórst, 26. nóvember. Við vorum næstum því öll hjá þér úr fjölskyldunni og gátum verið með þér. Það var svo gott að geta haldið í höndina á þér og verið með þér þar til yfir lauk. Það var svo mikill friður yfir þér. Þér leið loksins vel. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga svona stóra og góða fjölskyldu og þótt þú getir ekki verið lengur hjá okkur í persónu verðurðu alltaf meðal okkar. Ég kveð þig með söknuði, en þó brosi yfir því að hafa verið þess að- njótandi að eiga þig sem ömmu. Ég elska þig og mun alltaf gera. Þín nafna Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.