Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VERÐI nýr Gjábakkavegur lagður gerir Vegagerðin ráð fyrir að um- ferð um hann verði að meðaltali 300– 500 bílar á sólarhring árið 2010 en það er 50–150% meiri umferð en um óbreyttan veg árið 2010. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerð- arinnar á Suðurlandi, segir að mest- öll þessi aukning muni einnig koma fram í aukinni umferð um þjóðgarð- inn á Þingvöllum. Umferð í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum, þ.e. frá þjónustumið- stöðinni á Þingvöllum að Gjábakka- vegi, var að meðaltali 379 bílar á sól- arhring árið 2005. Vegagerðin gerir ráð fyrir að árið 2010 verði með- alumferð um óbreyttan Gjábakka- veg um 200 bílar á sólarhring en við að leggja nýjan veg myndi hún aukast um 100–300 bíla á sólarhring. Ef miðað er við að öll umferð um nýjan Gjábakkaveg fari einnig um þjóðgarðinn gæti gegnumstreym- isumferð um hann því aukist um allt að 80% af þessum sökum. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræð- ingur og sérfræðingur í lífríki Þing- vallavatns, hefur varað mjög við áformum um uppbyggingu Gjá- bakkavegar og bendir á að aukin mengun af völdum niturs (köfnunar- efnis) í Þingvallavatni af völdum um- ferðar um Gjábakkaveg og einnig um þjóðgarðinn, geti gert vatnið grænt og gruggugt. Vegalagningin gæti einnig orðið til þess að Þing- vellir féllu út af heimsminjaskrá UNESCO. Pétur bendir á að sam- kvæmt áætlunum Vegagerðarinnar verði 90 km hámarkshraði á nýjum Gjábakkavegi og verði hann að veru- leika verði stutt í að kröfur komi fram um að leggja veg fyrir 90 km hraða í gegnum þjóðgarðinn. Í viðtali við Morgunblaðið í haust stakk Pétur upp á að lagður yrði nýr vegur frá Laugarvatni, sunnan við Lyngdalsheiði og niður að Írafossi og þaðan áfram til vesturs. Annað- hvort gæti vegurinn tengst Nesja- vallavegi eða nýjum vegum á Hellis- heiði sem hafa verið lagðir í tengsl- um við virkjanaframkvæmdir þar. Þar með væru tvær flugur slegnar í einu höggi, umferð yrði greiðari en um leið yrði vatninu forðað frá mengun með því að leggja veginn sunnan við vatnið enda rennur nán- ast allt vatn sem kemur í Þingvalla- vatn úr norðri. Erfið vegagerð úr Grafningi Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði, sagði að hugmynd Péturs væri í sjálfu sér ágæt. Á hinn bóginn yrði að líta til þess að það gæti orðið mjög erfitt að leggja veg til Reykja- víkur um Grafninginn þar sem það væri afar hæpið að reikna með að hlykkjóttur Nesjavallavegurinn gæti tekið við almennri umferð allt árið um kring og ef leggja ætti góð- an veg um það svæði yrði væntan- lega að grafa jarðgöng. Hvort það væri raunhæft, m.a. í ljósi skjálfta- virkni, væri svo annað mál. Svanur kvaðst ekki hafa kynnt sér mögu- leika á að leggja veg úr Grafningn- um og upp á Hellisheiði, t.d. við Öl- kelduháls, en benti á að miðað við umræðuna um hugsanlegar virkj- anir á þessu svæði gæti orðið erfitt að leggja veg þar um. Aðspurður sagði Svanur að hugmynd Péturs hefði ekki verið rædd formlega á fundum vegagerðarmanna. Menn biðu nú niðurstöðu umhverfisráð- herra varðandi kæru Péturs vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um Gjábakkaveg en í þeim úrskurði var fallist á hugmyndir Vegagerðar- innar um nýtt vegstæði. Pétur vill hins vegar að núverandi vegur verði lagfærður. Fordæmi í Bandaríkjunum Þingvallavatn er einstaklega tært og því kann sumum að þykja fráleitt að það geti orðið grænt og gruggugt af völdum niturmengunar. Í samtali við Morgunblaðið benti Pétur á að þetta hefði einmitt gerst í Tahoe- vatni í Bandaríkjunum. Þar hefði mengun af völdum umferðar, sum- arhúsa við vatnið og fleira orðið til þess að vatnið varð æ gruggugra. Svipað gæti gerst í Þingvallavatni og yrði einstætt lífríki þess þá í bráðri hættu. Minnti hann á að hvergi í heiminum nema í Þingvallavatni væri að finna fjórar tegundir af bleikju og þar væri auk þess að finna tvær tegundir af marflóm af 10 millj- óna ára gömlum amerískum stofni, elstu tegund sem fundist hefði á Ís- landi. Árið 1998 var gefin út skýrsla um ástand Tahoe-vatnsins og kom þar fram að á hverju ári versnaði skyggni í vatninu um 30 sentimetra, m.a. af völdum niturmengunar, mengunar frá húsum, slökkvistarfi o.fl. Ef ekkert yrði að gert myndi lit- ur vatnsins breytast úr dökkbláum í grænan vegna vaxandi þörunga- gróðurs af völdum mengunar. Þess má geta að Tahoe-vatn er um 5–6 sinnum stærra og dýpra en Þing- vallavatn. Vatnið kemur úr norðri Pétur hefur áhyggjur af aukinni niturmengun í Þingvallavatni, eink- um vegna umferðar en einnig vax- andi mengun frá sumarhúsabyggð í nágrenni vatnsins. Samkvæmt rann- sóknum hans berast um 115 tonn af nitri út í vatnið árlega með rigningu sem fellur á vatnasviðið. Að auki komi um 25 tonn af nitri frá umferð, um 5 tonn stafa af ræktun og skepnuhaldi og um 10 tonn berast með skólpi. Vatnasvið Þingvallavatns er um 1.260 ferkílómetrar, um 15 sinnum stærra en vatnið og teygir sig norð- ur í miðjan Langjökul og um 80% af innstreymi í vatnið koma úr norðri. Í samtali við Morgunblaðið sagði Pét- ur að af þessum sökum væri einkar mikilvægt að sporna við mengun við norðurhluta Þingvallavatns. Yrði nýr Gjábakkavegur að veruleika væri fyrirsjáanlegt að umferð við norðanvert vatnið og um þjóðgarð- inn myndi aukast mjög með tilheyr- andi niturmengun. Einna alvarleg- ast væri að með nýjum vegi myndi umferð aukast mjög um þann hluta þjóðvegarins sem liggur niður að Ólafsdrætti í norðausturhorni vatns- ins en á þeim vegi væri hámarks- hraði 90 km/klst. Allt það nitur sem bærist frá þeirri umferð myndi skila sér beint út í vatnið enda væri veg- urinn aðeins í 100 metra fjarlægð frá vatninu. Þar að auki myndi vatnið mengast af svifryki og öðru sem um- ferðinni fylgdi. Þetta væri stóralvar- legt mál þar sem í Ólafsdrætti væru hrygningarstöðvar kuðungableikju og dvergableikju. Stofn kuðunga- bleikjunnar væri um 22 tonn en dvergableikjunnar 9 tonn og því væri ljóst að ekki mætti mikið út af bera til þess að tegundirnar lentu í útrýmingarhættu. „Um er að ræða svo dýrmætt svæði að það er friðað af Unesco fyrir allan heiminn og það eiga ekki aðrir vegir heima á þessu svæði en ferðamannavegir,“ sagði Pétur. Sanngjörn krafa? Bláskógabyggð hefur lagt mikla áherslu á að nýr Gjábakkavegur verði lagður en Pétur spyr hvort það sé réttmætt að eigendur um 2.000 sumarhúsa og 850 íbúar Bláskóga- byggðar fái hraðbraut sem mengi Þingvallavatn, eyðileggi óskert víð- erni og geri núverandi Gjábakkaveg (gamla Kóngsveginn) að reiðgötu fyrir fáa hestamenn. Með því að endurbæta núverandi Gjábakkaveg geti landsmenn allir og ferðamenn notið óviðjafnanlegs útsýnis yfir Þingvallavatn og nágrenni og þar með séð hvernig Ísland er skapað. Pétur segir lausnina einfalda: Leggja veg út fyrir vatnasviðið og upp á Hellisheiði þar sem vegurinn geti tengst hinni nýju tvöföldu hrað- braut sem almenn ósk sé til að verði lögð. Um leið myndi vegurinn beina allri ónauðsynlegri gegnumstreym- isumferð, þ.e. annarri en ferðamann- aumferð, framhjá Þingvalla- þjóðgarði í stað þess að eyðileggja dýrmætasta landslag á Íslandi. „Er- lendis leggja menn hraðbrautir utan um þjóðgarða, ekki inn í þá,“ sagði Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur. Nýr Gjábakkavegur mun valda aukinni umferð um þjóðgarðinn Morgunblaðið/Ásdís Aukin mengun Pétur M. Jónasson varar við áformum um uppbyggingu Gjábakkavegar vegna aukinnar mengunar sem henni fylgi.                             !""   " #  $        % &    &    '$"      & # (         ÚTVARPSSTÖÐINNI BBC World er nú að nýju varpað út á FM- tíðninni 94,3 en sú tíðni var til skamms tíma notuð undir útvarps- stöðina Kanann sem starfrækt er tímabundið fyrir jólin og leikur ein- göngu íslenska tónlist. Kaninn hef- ur í staðinn verið fluttur yfir á tíðn- ina 89,0. Að sögn Ágústs Héðins- sonar, forstöðumanns útvarpssviðs 365, var það alltaf ætlunin að halda áfram útsendingum á BBC World þó að Kananum hafi til skamms tíma verið úthlutað tíðninni. „Við fengum þessa nýju tíðni, 89,0, út- hlutaða fyrir skömmu og ákváðum að Kaninn yrði sendur út þaðan og þá gæti BBC aftur farið í loftið, fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir Ágúst og neitar því ekki að margir hafi lýst yfir óánægju sinni með tímabundið hlé á útsendingum BBC. Kaninn kominn á FM 89,0 JÓLASKEMMTUN fatlaðra verður haldin miðvikudaginn 13. desember í Gullhömrum í Grafarholti. Húsið verður opnað kl. 19.30. Skemmtun- in stendur frá kl. 20 til 23. André Bachmann tónlistarmaður hefur staðið fyrir þessari skemmtun um árabil og hefur hún alltaf verið fjöl- sótt af þakklátum gestum. Kynnar verða Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Sérstakur gestur skemmtunar- innar verður Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra. Fram koma: Nylon stúlkurnar, Magni og hljómsveitin Á móti sól, André Bachmann, Skítamórall, Regína Ósk, Baggalútur, Bríet Sunna, Rúni Júl. og Þórhallur Sig- urðsson (Laddi). Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? spilar fyrir dansi. Aðgangur er ókeypis og allir fá jólapoka. Jólaball hjá fötluðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.