Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● SAMKVÆMT
niðurstöðum Ís-
lensku ánægju-
vogarinnar, sem
Capacent Gallup
hefur sent frá sér
í áttunda sinn,
eru viðskiptavinir
SPRON ánægð-
astir allra í ís-
lenska bankakerfinu.
Ánægjuvogin er unnin samkvæmt
alþjóðlegri mælistiku sem gerir nið-
urstöðurnar samanburðarhæfar milli
ólíkra atvinnugreina og landa.
SPRON hækkar um eitt stig milli ára
og fær einkunnina 75,1 af 100
mögulegum. Meðaltalseinkunn ís-
lenskra banka og sparisjóða er 70,5
stig. Ánægjuvogin leiðir í ljós að við-
skiptavinir SPRON eru ánægðastir
með sinn viðskiptabanka og þá
þjónustu sem þeim er veitt, segir í til-
kynningu.
Eðlilega er Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri ánægður með
þessa niðurstöðu, enda sé það
keppikefli fyrirtækisins að veita sem
besta þjónustu. Könnunin staðfesti
að viðskiptavinir SPRON kunni að
meta þá viðleitni.
Viðskiptavinir ánægð-
astir með SPRON
● FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Grettir
keypti um 57,5 milljón hluti í Ice-
landic Group, að því er kemur fram í
tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Kaupverðið er um 484 milljónir
króna en gengi hlutanna var 8,4.
Grettir keypti annars vegar af Ellert
Vigfússyni, framkvæmdastjóra Ice-
landic USA & Asia, sem seldi um
46,6 milljón hluti á 392 milljónir
króna. Hins vegar af S.A. Park, fram-
kvæmdastjóra Icelandic Asia Inc.,
10,4 milljón hluti á 87,6 milljónir
króna. Er Grettir eftir kaupin sjöundi
stærsti hluthafinn í Icelandic með
3,76%.
Sund ehf, sem er í eigu Gunnþór-
unnar Jónsdóttur, Jóns Kristjáns-
sonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, er
stærsti eigandi Grettis (49%). Félög
tengd Björgólfsfeðgum fara með um
48% hlut í Gretti og aðrir hluthafar
1,84%.
Grettir kaupir í
Icelandic Group
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
BANDARÍSKI heildsöluíbúðalána-
sjóðurinn Fannie Mae hefur tilkynnt
að hagnaður sjóðsins verði minnk-
aður um 6,3 milljarða dollara til að
leiðrétta „vandamál í bókhaldinu“
nokkur ár aftur í tímann. Þetta svar-
ar til um 435 milljarða íslenskra
króna. Frá þessu er greint í frétt á
fréttavef New York Times (NYT).
Fram kemur í fréttinni að þeir
sem fara með rannsókn þessa máls
af hálfu hins opinbera í Bandaríkj-
unum stefni að því að leggja fram
ákærur á hendur fyrrverandi for-
stjóra Fannie Mae, Franklin D. Rai-
nes, og fyrrverandi fjármálastjóra,
J. Timothy Howard, til að freista
þess að endurheimta bónusgreiðslur
upp á milljónir dollara, sem þeir
fengu greiddar á meðan þeir störf-
uðu hjá sjóðnum, en þær tóku beint
mið af hagnaði sjóðsins. Þeir voru
báðir reknir í desember 2004 þegar
rannsókn leiddi í ljós að eitthvað var
athugavert við bókhald Fannie Mae.
Segir í frétt NYT að þeir sem standa
að rannsókn málsins telji að þeir
Raines og Howard beri ábyrgð á
„bókhaldsvandamálunum“.
Um 3,6 milljarðar í bónusa
Í frétt NYT er haft eftir talsmanni
þeirrar stofnunar í Bandaríkjunum
sem hefur meðal annars eftirlit með
húsnæðismálum þar í landi af hálfu
hins opinbera, Office of Housing and
Enterprise Oversight, að ákærur á
hendur þeim Raines og Howard
verði lagðar fram fyrir áramót. Þá
segir í fréttinni að þetta fjármála-
hneyksli hafi sett mark sitt á Fannie
Mae síðastliðin tvö ár. Og þingmenn
telji þörf á öflugri löggjöf sem setji
hemil á hve stórt eignasafn heild-
söluíbúðalánasjóða megi vera. Lík-
legt sé þó að slík löggjöf muni ekki
verða samþykkt í þinginu fyrr en í
fyrsta lagi á fyrri hluta næsta árs.
Fram kemur í frétt NYT að talið
sé að af 90 milljóna dollara heildar-
launum fyrrverandi forstjóra, Rai-
nes, á tímabilinu frá 1998 til 2003,
hafi um 52 milljónir dollara verið
bónusgreiðslur, en það svarar til um
3,6 milljarða króna. Ekki er tekið
fram hve háar launagreiðslur eða
bónusgreiðslur fjármálastjórinn
Howards fékk. Í fréttinni segir að
talið sé líklegt að bæði Raines og
Howard muni berjast af hörku gegn
því að þurfa að endurgreiða eitthvað
af bónusgreiðslunum, sérstaklega
þar sem Fannie Mae stendur straum
af kostnaði þeirra vegna lögmanna.
Nýtur verndar ríkisins
Fannie Mae er stærsti heildsölu-
íbúðalánasjóður Bandaríkjanna.
Hann starfar á svipaðan hátt og gert
er ráð fyrir í hugmyndum stýrihóps
stjórnvalda hér á landi varðandi
Íbúðalánasjóð, en hópurinn lagði til í
septembermánuði síðastliðnum að
sjóðnum yrði breytt í heildsölu-
banka.
Fannie Mae var í eigu ríkisins en
var einkavæddur og starfar nú undir
verndarvæng ríksins. Hlutverk Fan-
nie Mae er að tryggja fjármagn til
íbúðakaupa fyrir viðskiptavini sína.
Viðskiptavinirnir eru hins vegar ekki
einstaklingar heldur bankar og sér-
hæfðir íbúðalánasjóðir.
Fyrrverandi stjórnendur
Fannie Mae ákærðir
Ekki benda á mig Fyrrum yfirmenn Fannie Mae, þeir Franklin D. Raines
og J. Timothy Howard við réttarhöld yfir þeim í Bandaríkjunum.
Glitnis spáir þannig að verðbólgan
verði um 6,6% yfir þetta ár en að-
eins 1,6% yfir næsta ár og því nokk-
uð undir verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans. Greining KB spáir einnig
að verðbólga verði komin á mark-
mið Seðlabankans um mitt næsta ár
og verði í kringum 2,5% undir lok
2007. Deildirnar gera ekki ráð fyrir
frekari veikingu krónunnar í þess-
um spám sínum.
Þrátt fyrir betri verðbólguhorfur
telja bæði Greining Glitnis og
Landsbankans líkur hafa aukist á
því að Seðlabankinn hækki stýri-
vexti sína 21. desember næstkom-
andi.
Vísitala neysluverðs
birt á morgun
Greiningardeildir bankanna spá hraðri hjöðnun verðbólgu
HAGSTOFA Íslands mun birta
vísitölu neysluverðs fyrir opnun
markaða á morgun. Greiningarað-
ilar spá lítilháttar hækkun vísitöl-
unnar en að tólf mánaða verðbólga
muni minnka. Þá gera greiningar-
deildir bankanna ráð fyrir að draga
muni enn frekar úr verðbólguhrað-
anum á næstu ársfjórðungum.
Greiningardeildir KB banka og
Landsbankans spá 0,2% hækkun
vísitölu neysluverðs í desember og
ef það gangi eftir muni tólf mánaða
verðbólga mælast 7,1%, sem sé
lækkun úr 7,3% í nóvember. Grein-
ing Landsbankans hefur lækkað
spá sína en í nóvember hljóðaði hún
upp á 0,3% hækkun vísitölunnar.
Hins vegar hafi lækkun bensín-
verðs verið meiri en deildin gerði
ráð fyrir. Greining KB gerir ráð
fyrir að hærra verð á þjónustu og
matvælum ásamt hækkun á hús-
næðislið vísitölunnar muni vega
mest til hækkunar í desember, en á
móti komi lækkun eldsneytisverðs.
Greining Glitnis spáir 0,1%
hækkun vísitölunnar frá síðasta
mánuði, en tekur þó fram að óviss-
an í spánni sé fremur til hækkunar.
Samkvæmt þessari spá mun tólf
mánaða verðbólga minnka úr 7,3% í
7,0%.
Að mati greiningardeilda KB og
Glitnis mun draga úr verðbólgu-
hraða á næstu mánuðum. Greining
Í HNOTSKURN
» Greiningardeildir KB ogLandsbankans spá 0,2%
hækkun vísitölu neysluverðs í
desember og að 12 mánaða
verðbólga lækki úr 7,3% í
7,1%.
» Greining Glitnis spáir0,1% hækkun á vísitölunni
og að tólf mánaða verðbólga
verði 7,0%.
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
1 ' ! 23 !'
-+++'-++$
3 !'
#
,- '4
)
*)
,- # -+++ -++, -++- -++# -++* -++5 -++$
+
„ÞETTA er vissulega mikill heiður
og jafnframt staðfesting á því hversu
öflugt fyrirtæki Baugur Group og fé-
lög tengd Baugi eru orðin á alþjóða-
markaði,“ segir Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs Group, í
fréttatilkynningu frá fyrirtækinu um
kjör hans sem annars áhrifamesta
manns í tískuiðnaðinum breska.
Breska tískutímaritið Drapers
Fashion Magazine stendur fyrir út-
tektinni, en tímaritið birtir listann
árlega og hefur Jón hækkað um 12
sæti frá því í fyrra. Gunnar Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Baugs í
London, er nýr á listanum en hann
tekur við gamla sætinu hans Jóns og
er í fjórtánda sæti.
Tveir aðrir Íslendingar eru á list-
anum; Jón Scheving Thorsteinsson,
sem fer fyrir fjárfestingasjóðnum
BG Capital, er í 39. sæti og Áslaug
Magnúsdóttir, starfsmaður Baugs
þar til nýlega, er í 54. sæti listans. Í
fyrsta sæti er Stuart Rose, forstjóri
Marks & Spencer, og í þriðja sæti
Arthur Ryan, forstjóri Primark. Jón
og Gunnar skjóta mörgum þekktum
einstaklingum ref fyrir rass á listan-
um. Kevin Stanford, fyrrverandi eig-
andi Karen Millen, er í 17. sæti og
John Keane, forstjóri House of Fra-
ser, er í 42. sæti. Þá er Kate Moss í
29. sæti listans, Victoria Beckham í
65. sæti og Elle McPherson í 76. sæti.
Draper segir Jón Ásgeir hafa stað-
ið fyrir stærsta samningi ársins á
breska smásölumarkaðnum með
tískuvarning þegar Baugur yfirtók
House of Fraser fyrir 350 milljónir
punda. Einnig hafi félög tengd Baugi
aukið umsvif sín umtalsvert á mark-
aðnum í ár. Þá hafi Baugur hagnast
um 50 milljónir punda, jafngildi 6,7
milljarða króna, á hlutabréfum sín-
um í Marks & Spencer á fyrri hluta
ársins. Og segir blaðið árangurinn
ekki slæman fyrir félag sem fyrir tíu
árum hafi rekið fáeinar matvöru-
verslanir á Íslandi.
Segja Baug kaupa í Allsaints
Í frétt á bresku fréttaveitunni
Times Online er greint frá því að
Baugur hafi samþykkt að kaupa 40%
hlut í tískuvörukeðjunni Allsaints,
sem er í eigu Kevins Stanfords. Þetta
hefur fréttaveitan eftir nafnlausum
heimildamanni sem er sagður ná-
tengdur Baugi á Bretlandi.
Baugur áhrifamikill í Bretlandi
Jón Ásgeir í öðru sæti á lista yfir áhrifamesta fólkið í breskum tískuiðnaði
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Áhrifamikill Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs Group.
HAGKERFI Jap-
ans óx hægar en
spár reiknuðu
með á þriðja
fjórðungi ársins.
Samkvæmt töl-
um hins opin-
bera var hag-
vöxturinn á
tímabilinu að-
eins 0,8% en spár gerðu ráð fyrir
2,0% hagvexti, að því er kemur
fram á fréttavef BBC. Tölurnar
hafa vakið upp spurningar um áhrif
hærri stýrivaxa efnahagsbata
landsins.
Japan hefur í áratug glímt við
efnahagskreppu og verðhjöðnun,
en japanski seðlabankinn hækkaði
stýrivexti sína úr núlli í 0,25% í
sumar þar sem hagkerfið hefur
sýnt batamerki nú í ár. Margir sér-
fræðingar höfðu reiknað með frek-
ari hækkun stýrivaxta nú í desem-
ber en bankinn gæti frestað frekari
hækkunum um sinn í ljósi hinna
neikvæðu hagtalna. Sérfræðingar
segja tölurnar þó ekki útiloka frek-
ari hækkun vaxta.
Þverrandi eftirspurn
Ríkistjórn Japans segir aðalástæð-
una á bak við slakari hagvöxt vera
þverrandi innlenda eftirspurn sem
dróst saman um 0,2% á milli árs-
fjórðunga. Og Hiroko Ota, fjár-
málaráðherra Japans, segir minni
hagvöxt stafa af lítilli einkaneyslu.
Hún telur ekki að tölurnar bendi til
þess að hagkerfið sé á niðurleið á
ný.
Japanska
hagkerfið
hægir á sér