Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 13 Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins seinna. Sá hinn sami var ákaflega nískur á fé. Hann tímdi t.d. ekki að kaupa sér mat í mötuneytinu, fannst það allt of dýrt. Þess í stað fór hann út í sjoppu í hádeginu og eyddi þar þrefalt meiru í gos og sælgæti. Þá eyddi hann heldur ekki fé í að kaupa sér vinnugalla ef hægt var að komast hjá því. Einu sinni stal hann stíg- vélum frá vinnufélaga sínum og ætl- aði þar með að spara sér þau útgjöld. Upp komst um athæfið og vinnu- félaginn var ekki beint gustgóður, skipaði honum að skila stígvélunum. Hinn var ófáanlegur til þess en féllst á að kaupa ný stígvél handa vinnu- félaganum. Það var sem sagt í lagi að kaupa ný stígvél handa öðrum þótt hann tímdi ekki að kaupa þau handa sjálfum sér. Maður er búinn að kynn- ast mörgum kúnstugum persónum gegnum tíðina í þessu starfi.“ Mesta byltingin í síldarvinnslunni „Á þeim 40 árum, sem Ingi hefur starfað sem verkstjóri í Vinnslustöð- inni, hafa orðið gífurlegar breytingar á vinnslunni. Hver skyldi mesta breytingin vera? „Þetta er allt annað í dag, á nær öllum sviðum. Hér áður fyrr var t.d. algengt að þegar karl- arnir voru að koma af sjónum komu þeir við uppi í stöð á leiðinni heim til að heilsa upp á kerlingarnar. Það þekkist ekki í dag enda fær enginn að koma inn í vinnslusal nema í sér- stökum galla. Svo er nær allt vélunnið í dag. Eitt af því fáa sem er unnið með höndum er snyrting á flökum. Það hefur orðið mikil þróun í þessu. Þegar mest var hér áður voru um 70 konur að vinna á borðum. Svo komu flæðilínurnar og þá fækkaði þeim um helming. Þeim flæðilínum var svo hent út og bak- kaflæðilínur komu í staðinn. En mesta þróunin held ég að hafi orðið þegar tókst á sínum tíma að vekja áhuga fólksins á starfinu. Bón- usinn varð til þess að konurnar fóru að hugsa meira um vinnuna, bæði aukin afköst og betri nýtingu sem kom þeim til góða í kaupi. Það voru þær sem þróuðu fiskvinnsluna í þá átt sem við þekkjum í dag. Þrátt fyr- ir alla tæknina og allt stálið hefur fólkið sjálft átt mestan þátt í þessari þróun. En ég held að mesta byltingin hafi orðið í síldarvinnslunni. Áður fyrr vorum við kannski að vinna 100 tonn yfir allt haustið. Nú komumst við upp í 400 tonn á sólarhring. Og ég hef ákveðnar skoðanir á því sem kall- að er fullvinnsla á síldarafurðum. Ég skoðaði í fyrra verksmiðju í Þýska- landi sem vinnur að slíkri fullvinnslu. Þar var verið að vinna 15 til 20 teg- undir af síldarréttum og þessu þurfti svo að koma á markað strax. Eitt bretti var þarna og mér var sagt að þetta væri sérunnið fyrir eitt hérað í Þýskalandi, hvergi borðað annars staðar. Ég held að við eigum ekki séns í framleiðslu á borð við þetta, við erum einfaldlega of langt frá markaðnum. Við gerum best, eins og við erum að gera í dag, að flaka og vinna með fáum höndum fyrir þenn- an iðnað sem við getum ekki keppt við. Það hefur líka orðið mikil breyting í loðnunni og hrognavinnslunni. Ég er búinn að vinna við þessa vinnslu alveg frá upphafi. Fyrst í stað vorum við bara með skóflur í hrognunum en nú er komin meiri tækni í það. Hið sama á við í loðnufrystingunni og af- köstin hafa margfaldast. Ég man eftir alveg dásamlega skemmtilegu atviki úr loðnuvinnsl- unni. Það var þegar Spasskí, heims- meistari í skák, kom í heimsókn til okkar. Það var á loðnuvertíð og þá var allt handflokkað, fólkið stóð í röð við færibandið og tíndi úr. Þarna var fólk alveg búið að fókusera sig á bandið. Svo þegar heimsókninni var lokið og heimsmeistarinn farinn út ákvað ég að gefa pásu og slökkti á bandinu. Og þá hallaðist öll röðin til hliðar í sömu átt og endaði með því að allir duttu. Þessi snöggu viðbrigði ollu því.“ Fiskvinnslan hefði átt að fá hlutdeild í kvótanum „Ég byrjaði í tækjunum í Vinnslu- stöðinni en fór svo upp í sal, fyrir gos, og hef verið þar síðan. Ég lenti svo í því að starta þessu aftur eftir gos. Það var erfitt til að byrja með, mikið af óvönu fólki og langur vinnu- tími. Og vertíðirnar hér áður fyrr voru erfiðar. Yfirleitt var unnið frá kl. átta til tíu alla daga en reynt að hafa frí á sunnudögum. Þetta var fyrir tíð kvótans og kallað að bjarga verðmætum. Svo var kvótinn settur á. Og hvað kom þá í hlut þeirra sem höfðu unnið við það að bjarga þess- um verðmætum? Ekkert. Það hefði ekki verið óeðlilegt að báðir aðilar hefðu fengið hlutdeild í kvótanum, útgerðin og vinnslan og þá ekki síst fólkið sem hafði unnið að verðmæta- sköpuninni. En allir vita hvernig kaupin gerðust, útgerðin fékk allan pakkann. Mér fannst þetta alltaf ósanngjarnt og finnst það enn. En við áttum okkur ekki málsvara og þetta var þagað í hel. Mér finnst ekki eftirsjá að þessum gamla vertíðarbrag þegar unnið var út í eitt. Reyndar er hálfgildings ver- tíðarbragur á þessu hjá okkur í hum- arvinnslunni. Þá er unnið frá kl. sjö á morgnana fram að kvöldmat alla daga nema hvað við höldum okkur við þá reglu að vinna ekki á sunnu- dögum og reynum að hafa laug- ardagana styttri. Hjá okkur, sem stjórnum þessu, er vinnudagurinn lengri. Ég er yfirleitt að frá sex á morgnana fram til átta eða níu á kvöldin. Við höfum verið með ein- staklingsbónuskerfi í humrinum og það kemur vel út. Kvenfólkið þróaði það kerfi í bolfiskinum áður fyrr og það er svipað núna. Humarvinnslan hefur frá upphafi byggst mikið á skólafólkinu en nú er að verða breyt- ing á. Bæði byrjar humarvertíðin fyrr og svo eru skólarnir alltaf að lengjast þannig að þetta er mest full- orðið fólk sem vinnur í humrinum núna.“ Ferðalög í sumarfríinu Ingi er kvæntur Ragnheiði Guð- laugu Björgólfs Hjelm sem er ættuð frá Eskifirði. Reyndar tengist henn- ar ættbogi til Eyja, því að fóst- urmóðir hennar, Helga Stef- ánsdóttir, átti tvo bræður hér í Eyjum, þá Hafstein Stefánsson og Pétur pól. „Við Gulla byrjuðum okkar bú- skap í austurendanum í Skógum, þar sem Jói danski býr núna. Svo byggð- um við í Hrauntúninu, fluttum inn á lokadaginn 1972 og þar hefur okkar heimili verið síðan ef nokkrir mán- uðir í gosinu eru undanskildir. Og börnin eru fjögur, barnabörnin sex og fyrir átti ég eina dóttur sem á tví- bura. Við eigum okkur sameiginlegt áhugamál sem er ferðalög. Auk þess að hafa farið um nær allt Ísland höf- um við farið víða erlendis, heimsótt fjölmörg lönd í fjórum heimsálfum. Við byrjuðum með tjald, síðan tjaldvagn og höfum síðan átt tvö fellihýsi. Fyrstu ferðina fórum við 1974, með tjald og Skódabíl og þrjú börn. Fórum hringinn kringum Ís- land á þremur vikum og enduðum á hátíðinni á Þingvöllum. Ferðalög eru löngu orðin fastur liður í sumarfríinu okkar. Mér finnst t.d. mjög gaman að ferðast um Vestfirði, þar eru áhuga- verðir staðir sem eru ekki mjög fjöl- sóttir af ferðamönnum. Þá höfum við líka ferðast um hálendið og við höf- um farið í allar ferðirnar með jeppa- klúbbnum Herði hingað til. Reyndar misstum við af ferðinni í sumar, þar sem við vorum erlendis. Í þeim ferð- um höfum við alltaf verið einstaklega heppin með veður og höfum farið á staði og kannað leiðir sem menn fara ekki einir, eins og Gæsavatnaleið.“ Fiskiðjuhúsið sem safn fyrir fiskvinnsluna „Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa átt nokkuð undir högg að sækja á síð- ustu árum, eru ekki lengur sú und- irstaða þjóðarbúsins sem áður var. Hvernig líst Inga á þá þróun? „Við megum passa okkur á þeirri þróun. Við megum ekki missa niður kunn- áttuna í vinnslu á fiski. Ef hún hverf- ur neyðumst við til að senda allan fisk á markað og þar með værum við ofurseld því verði sem markaðurinn ákvæði hverju sinni. Það gæti verið varhugavert. Svo hefur áhugi á þess- ari vinnu minnkað. Það gengur oft illa að fá fólk í vinnu. Það sjónarmið hefur líka verið ríkjandi að ráða frek- ar fáa og skaffa þeim mikla vinnu. En svo er það spurning hvort tíð- arandinn er sá í dag að fólk vilji lang- an vinnudag. Ég hef verið að hugleiða það, eftir þær gífurlegu breytingar sem fisk- iðnaðurinn hefur gengið í gegnum á þessum árum, að við þyrftum að koma okkur upp safni í líkingu við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Það er mikið af tólum og tækjum sem er að týnast eða er þegar týnt. Þetta þarf að varðveita. Ég hef séð fyrir mér Fiskiðjuhúsið í nýju hlutverki þar. En þetta kostar mikið og líka spurn- ing hvort túrisminn í Eyjum er nógu mikill til að verjandi væri að koma upp slíku safni. En svona söfn eru mikil lyftistöng fyrir byggðarlög, t.d. Síldarminjasafnið og Galdrasafnið á Hólmavík. Ef unnt væri að fá fjár- sterka aðila til að taka þátt í þessu gæti það verið mjög spennandi kost- ur. En allt er þetta spurning um pen- inga.“ Grasið er ekkert grænna hinum megin Ingi segir að á sínum tíma hafi hann verið að hugsa um að fara í iðn- nám. En hvað skyldi hafa breytt þeirri ákvörðun? „Ég var búinn að vera í fimm ár hjá Vinnslustöðinni þegar mér bauðst samningur um nám í rafvirkjun. Þegar ég færði það í tal við Sighvat Bjarnason, sagði hann: „Þeir sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera í fiski verða aldrei atvinnulausir í Vest- mannaeyjum.“ Kannski urðu þessi orð til þess að ég ákvað að vera áfram í fiskinum. En ég hef oft spurt mig hvort þessi orð eigi við í dag. Satt best að segja sé ég ekki fyrir mér annað sem getur komið í staðinn fyrir fiskvinnsluna hér, ekki enn að minnsta kosti. Og þegar upp er stað- ið er ég ágætlega sáttur við að hafa valið fiskinn. Grasið er oftast ekkert grænna hinum megin við girð- inguna.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Verkstjórinn Það hefur margt breytzt á þeim fjörutíu árum, sem Ingi hef- ur unnið í Vinnslustöðinni, en nú er Vinnslustöðin orðin sextíu ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.