Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar BaldurGuðnason fædd- ist í Reykjavík 1. desember 1917. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðni Eyjólfs- son, verkstjóri í Gas- stöðinni í Reykjavík, og Sigrún Sigurð- ardóttir húsmóðir. Systkini Gunnars Baldurs eru Njáll, d. 2002, Kjart- an, d. 1991, Herdís, d. 2005, Hrefna, Sigríður, Guðjón, d. 1998, Jóhann, d. 2000, og Agnar. Hinn 21. maí 1960 kvæntist Gunnar Baldur Magnesi Signýju Hjartardóttur, f. 28.6. 1922, d. 24.10. 1970. Þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu, f. 3.11. 1957, og Hjört Líndal, f. 10.10. 1959, d. 13.8. 1985. Fyrir átti Magnes soninn Hrafn M. Norðdahl, f. 17.11. 1947. Sig- rún á tvö börn, Magnesi Signýju og Baldur Má. Sigrún er gift Reinhold Richter. Hjörtur heitinn eignaðist Hjört Elvar með Hreindísi Elvu Sig- urðardóttur. Hrafn á sex börn, Gunnar Baldur, Nönnu Maju, Jóhönnu, Halldóru Björk, Eirík Örn og Val. Hrafn er kvæntur Herdísi Magneu Hübner. Gunnar Baldur fékkst við ýmis störf framan af ævi en lengst af starfaði hann sem ökukennari og bifreiðastjóri. Útför Gunnars Baldurs verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vertu sæll, elsku pabbi minn, það er svo erfitt að kveðja núna og þetta eru búnir að vera erfiðir dagar í vik- unni (sérðu, byrja strax að kvarta við þig). Pabbi varð 89 ára hinn 1. desember síðastliðinn þannig að hann var nú ekkert unglamb lengur. Hann var búinn að vera svo hress alla tíð að ég hef verið farin að telja mér trú um að hann væri eilífur en þannig er það bara ekki og ég verð að sætta mig við það eins og aðrir. Þegar ég er að skrifa þetta rifjast upp fyrir mér svo margar minningar um þennan rólega og æðrulausa mann sem samt var búinn að reyna svo margt. Pabbi og mamma fluttu hamingju- söm inn í Ásgarðinn með mig, Hjört og Krumma en eftir u.þ.b sex ár kom óvelkominn gestur inn í fjölskylduna er mamma greindist með krabba- mein og lést árið 1970. Alltaf varst þú eins og klettur með okkur ung- lingana (ekki alltaf þeir skemmtileg- ustu). Núna eru mér samt efst í huga all- ar stundirnar sem við áttum saman við eldhúsborðið, annað hvort hjá mér eða þér, og var skeggrætt um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf mikill krati en varst samt aldrei að troða því inn hjá mér. Ég fann nú samt að þér fannst ég nú heldur mikið til vinstri og veistu það að með aldrinum og kannski tíðar- andanum er ég bara orðin krati eins og þú, verð bara að játa það. Aldrei fór maður bónleiður frá þér og það var bara í síðustu viku sem strákurinn minn hann Baldur hringdi og bað um far í skólann og þú auðvit- að kominn á stundinni. Ekki má líka gleyma þessum inni- lega skemmilega húmor sem þú varst með, þú gast nánast alltaf séð glettnu hliðarnar á málunum. Þú varst einnig alltaf svo ungur í anda að mér fannst bara alltaf eins og ég væri að spjalla við vin á mínum aldri þegar við sátum yfir kaffibollunum þó að 40 ár væru á milli okkar. Ég kveð þig með miklum trega, elsku pabbi minn, og bið guð að taka vel á móti þér. Þú átt það svo skilið. Þín dóttir, Sigrún. Ég heyrði um daginn einhvern segja: „Núið er snúið, það er svo fljótt búið.“ Það eru orð að sönnu og ekki er öllum gefið að lifa í núinu. Gunnar Baldur lifði fyrir líðandi stund, hann kunni að njóta augna- bliksins, hann bar hvorki kvíðboga fyrir framtíðinni né kala til hins liðna. Gunnar Baldur var skipulagður mað- ur, allt átti sér stund og stað eftir fyr- irfram ákveðnu plani. Planið hélt allt- af nema ef utanaðkomandi atburðir röskuðu því, þá var minnsta málið að breyta til um stund, og eins og af sjálfu sér skapaðist fljótlega nýtt jafnvægi í daglegum venjum. Gunnar Baldur missti konu sína Magnesi Signýju rúmlega fimmtug- ur, börn hans, Hjörtur og Sigrún voru þá ellefu og þrettán ára gömul. Gunnar Baldur kvæntist ekki aftur. Fjölskyldan bjó í Ásgarði 16, þar til börnin fluttu að heiman, þá festi Gunnar Baldur kaup á íbúð sinni í Hraunbæ 116 þar sem hann bjó einn til æviloka. Gunnar Baldur var áræðinn maður án þess að trana sér fram og þó aðlík- amlegri heilsu hafi hrakað eilítið síð- ari árin var andleg heilsa og kjarkur óbiluð með öllu. Gunnar Baldur var hugsandi maður, hann lagði sig eftir að kynna sér málefni líðandi stundar og myndaði sér rökfastar skoðanir á ýmsum málum veraldlegum og and- legum. Þegar Gunnar Baldur hætti akstri hjá Strætó eftir 30 ára starf vegna aldurs, þá 70 ára, var hann enn í fullu fjöri og hefði örugglega viljað sinna því starfi lengur hefði það verið í boði. Gunnar Baldur lét ekki hjarta- sjúkdóm á sig fá þegar kom að tóm- stundum. Hann hafði til siðs að fara langa göngutúra helst daglega ef veður og færð leyfðu, yfirleitt gekk hann heiman að frá sér upp í Heið- mörk eða tók lengri hringinn,kring- um Rauðavatnið. Gunnar Baldur unni íslenskri nátt- úru. Hann skrapp oft upp í sumarbú- stað og keyrði ófáa hringi um landið hin síðari ár. Meðan Guðjón bróðir hans lifði kom Gunnar ætíð við á Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Þar undu þeir bræður sér við silungsveið- ar, þar var og góðgæti eldað og rauð- vín drukkið. Gunnari fannst ekki tiltökumál að keyra langar vegalengdir í einum rykk, við höfðum ákveðið að hittast á Egilsstöðum fyrir þremur árum heima hjá Magnesi, en hún vann þar það sumar við að leysa apótekarann af. Við Sigrún höfðum keyrt frá Ak- ureyri daginn áður og þótti okkur nóg um, vorum ferðalúin. Gunnar hins vegar keyrði frá Reykjavík og fannst það ekki til frásagnar. Fræg er sagan af Gunnari þegar hann fyrir sex árum keyrði suðurleiðina til Vopnafjarðar á góðri dagstund, þeg- ar þangað kom varð hann þess áskynja að meðulin höfðu gleymst í bænum. Hann lagði sig í nokkra tíma hjá vini sínum og keyrði svo árla morguns sem leið liggur um Norður- land suður til Reykjavíkur. Gunnar ferðaðist einnig erlendis og seinast fór hann í siglingu um Kar- íbahaf með Hrefnu og fjölskyldu með viðkomu hjá ættingjum í Bandaríkj- unum. Gunnars Baldurs verður sárt sakn- að við jólahaldið okkar og stóllinn hans auður í fyrsta sinn í tuttugu ár. Í eigingjarni hugsun vorkenni ég sjálfum mér að hafa misst minn kæra vin. Hvíldu í friði, kæri tengdapabbi. Reinhold Richter. Komið er að kveðjustund. Afi Gunnar eins og hann er alltaf kall- aður á mínu heimili kvaddi þennan heim aðeins þremur dögum eftir áttatíu og níu ára afmælisdaginn sinn. Brosandi og hlýr eins og alltaf, með dúkað kaffiborð, silfurborðbún- að og kertaljós tók hann á móti mér og Hirti sonarsyni sínum á afmæl- isdaginn. Áttum við notalega stund og ræddum allt mögulegt, m.a. hvað tæki við að þessari jarðvist lokinni en Gunnar hafði sína trúarvissu um framhaldslíf. Ég kynntist Gunnari aðeins átján ára þegar ég og Hjörtur Líndal sonur hans byrjuðum saman. Þeir bjuggu þá tveir á Bústaðaveginum en Gunn- ar hafði orðið fyrir því mikla áfalli að missa eiginkonu sína þegar börnin þeirra voru enn þá ung. Hefur það verið heilmikið starf að halda heimili og annast uppeldi barnanna með fullri vinnu einsamall. Fljótlega eftir að við Hjörtur hóf- um búskap og eignuðumst soninn Hjört Elvar flutti Gunnar í Hraunbæinn þar sem hann hefur bú- ið síðan. Var hann mikill smekkmað- ur og bjó sér hlýlegt heimili, hafði röð og reglu á öllu en það var svo ein- kennandi fyrir hann ásamt hófsem- inni. Hann hafði líka góðan húmor og afskaplega notalega nærveru. Annað stóra áfallið í lífi Gunnars var þegar Hjörtur sonur hans lést. Þá kom best í ljós hversu mikinn sálarstyrk Gunnar hafði til að bera. Alla tíð hefur hann borið mikla um- hyggju fyrir Hirti Elvari sem nú hef- ur misst mikið. Strákarnir mínir þrír sem ég átti seinna með Tryggva manninum mínum áttu því láni að fagna að fá að deila afa Gunnari með Hirti bróður sínum. Sýndi hann þeim öllum mikla ræktarsemi og víst er að þeir eiga eftir að sakna afa. Heim- sótti hann okkur yfirleitt á hverju sumri þegar við bjuggum á Horna- firði. Þá var kannski skroppið á jökul- inn eða út á fjörur og eigum við margar góðar minningar frá þessum tíma. Oft fór Gunnar frá okkur beint norður á Melrakkasléttu þar sem þeir Guðjón bróðir hans eyddu sam- an nokkrum vikum á gömlu ættar- óðali við gönguferðir og veiðar. Seinna eftir að við fjölskyldan vor- um flutt í bæinn komumst við Gunnar að því að hvorugt okkar hafði komið í Þórsmörk. Við bættum úr því og fór- um saman í ógleymanlega dagsferð þangað í yndislegu veðri. Gunnar var mikill náttúruunnandi og eftir að hann hætti störfum gekk hann marga kílómetra nær daglega úti í nátt- úrunni. Nú er hans lífsgöngu lokið. Við fjölskyldan þökkum Gunnari samfylgdina og geymum minningu hans í hjarta okkar. Guð blessi Gunnar Baldur. Hreindís Elva Sigurðardóttir. Ég hitti Gunnar Baldur, tengda- föður minn, fyrst fyrir 34 árum, á heimili hans í Ásgarðinum. Ég var ung og feimin, en hann tók mér hlý- lega á sinn hægláta hátt og ég fann strax að ég var velkomin. Það voru engin fagnaðarlæti og lúðrablástur, það var ekki hans stíll. Bara glettn- islegt bros og hlýlegt handtak. Gunn- ar Baldur var þá orðinn ekkill og ann- aðist einn um heimilið og unglingana sína. Það var ekki hægt að sjá á neinu að hann væri í vandræðum með það, snyrtilegra og fallegra heimili er vandfundið. Enda var það honum kappsmál að hafa fallegt og fínt í kringum sig og fara vel með allt sem hann átti, hvort sem það var bíllinn hans, heimilið eða fjölskyldan. Hann passaði ekki síst heilsuna sína vel og var stoltur af því hversu vel hann var á sig kominn þrátt fyrir háan aldur. Hann gætti mataræðisins vel og gerði líkamsæfingar af sömu kost- gæfni og allt annað. Gunnar var hæglátur og rólyndur maður en hann lifði lífinu svo sann- arlega lifandi, hafði alla tíð yndi af að ferðast, bæði innanlands og utan og hafði margvísleg áhugamál. Hann var handlaginn og flinkur við svo margt. Fyrir u.þ.b. 20 árum gaf hann börnunum okkar t.d. fullt, stórt box af tindátum sem hann hafði sjálfur steypt og málað. Þau fengu ekki að leika sér með nema hluta af þessum djásnum, því að hver tindáti er lista- verk og við tímdum ekki að láta þá skemmast. Ég er fegin núna að við skyldum geyma hluta safnsins, því að í því felst dýrmæt minning, og hver tindáti lofar þolinmæðina og listfeng- ið sem þurfti til að búa þá til. Ég kveð Gunnar Baldur með inni- legri þökk fyrir allt. Herdís M. Hübner. Elsku afi minn. Mikið er ég sorg- mædd yfir því að þú sért farinn, en á sama tíma svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna stundanna við eldhúsborðið þar sem allt milli himins og jarðar var brotið til mergjar. Ég sakna sposka húmorsins, brossins þíns, vangakoss- anna og þessa einstaka glæsileika sem fylgdi þér allt fram á síðasta dag. Þú varst alltaf svo reffilegur og lést aldrei á þér bilbug finna. Aldrei heyrði maður þig kvarta yfir nokkr- um hlut. Þú varst alveg einstakur, alltaf boðinn og búinn að aðstoða mann ef á þurfti að halda. Þú hefur verið mín fyrirmynd. Ég hef lært svo ótal margt af þér og mun varðveita það eins og sjáaldur augna minna. Ég vona að þér líði vel núna, ef til vill að leggja kapal með rauðvínsglas í hendi. Amma hefur víst klárað að þrífa tröppurnar fyrir þig eins og þig dreymdi fyrir nokkrum árum. Ég vona að þú sért búinn að finna hana og Hjört. Takk fyrir allt og allt. Þín Magnes (Maja). Elskulegur vinur, mágur og svili, Gunnar Baldur, hefur kvatt þetta líf. Hann var orðinn 89 ára gamall og saddur lífdaga. Gunnar dó á þann kyrrláta og ljúfa hátt sem einkenndi hann, alltaf jafn æðrulaus og rólegur en svo traustur að leitun var að öðru eins. Það var sama hvað á gekk alltaf var hann rólegur, sterkur og hlýr, alltaf svo gott að leita til hans og fá styrk. Gunnar kynntist Maju systur minni á Vífilsstöðum þar sem þau voru bæði sjúklingar og saman lágu leiðir þeirra eftir það. Þau byggðu sér fallegt heimili í Ásgarðinum í Reykjavík þar sem nokkrir félagar byggðu sér saman raðhús. Þar kom í ljós hversu handlaginn og útsjónar- samur Gunnar var. Heimili Maju og Gunnars var okkur alltaf opið eins við ættum heima þar og oft var glatt á hjalla í Ásgarðinum og mjög gest- kvæmt. Eins og áður sagði var Gunn- ar ákaflega æðrulaus og traustur maður og alltaf til staðar fyrir sitt fólk sem átti hug hans allan og hann unni mjög. Það var alltaf jafn gaman að fá Gunnar í heimsókn á Skagann, hann birtist alltaf jafn snyrtilegur og svo virðulegur að hann minnti á ensk- an lord, og hafði frá mörgu að segja, var hafsjór af fróðleik og sagði skemmtilega frá. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Gunnari og læra af hon- um hvernig hægt er að taka lífinu, bæði gleði og sorgum. Megi algóður Guð blessa minninguna um Gunnar Baldur og hugga ástvini hans í sorg- inni. Áslaug Hjartardóttir og Bjarni Árnason. Gunnar Baldur Guðnason Æskufélagi minn og vinur Hannes Gunn- arsson er látinn. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ hinn 19. nóvember. Fimm dögum áður náði hann sextugu og var gest- kvæmt hjá honum í tilefni dagsins. Við Hannes ólumst upp saman en hann átti heima á Miklubraut 7 og ég á númer 9. Á yngri árum vorum við mjög uppátækjasamir og mörg voru prakkarastrikin, svo mörg að um þau mætti skrifa bók. Sem dæmi fórum við sem oftar niður á flugvöll og tók- um ófrjálsri hendi tóman brúsa sem við fylltum af bensíni, brúsanum drösluðum við einhvern veginn heim. Bensíninu helltum við síðan yfir Miklubrautina og kveiktum í, þar með stöðvaðist öll umferð í þó nokkurn tíma. Það komst aldrei upp hverjir voru þarna að verki. Stundum lokuð- um við Eskihlíðinni líka en það var ekki nógu gaman því þar var ekki eins mikil umferð. Einnig tókum við upp á því að mála hjólin okkar inni í bílskúr föður Hannesar en þar var til mikið af málningu. Þar var líka til geymslu ný- sprautaður bíll afa míns. Við skoðuð- um bílinn og fannst hann ekki nógu vel sprautaður svo við byrjuðum að Hannes Gunnarsson ✝ Hannes Gunn-arsson fæddist 14. nóvember 1949. Hann lést 19. nóv- ember síðastliðinn og hefur útför hans farið fram. mála hann með blárri máningu, sem endaði svo með því að við mál- uðum bílinn allan að ut- an sem innan, mæla- borð og sæti. Í dag hefðum við trúlega ver- ið settir á margfaldan skammt af rítalíni en í þá daga var þetta bara kallað óþekkt. Með árunum, þegar við vorum orðnir ung- lingar, tókum við nátt- úrlega aðra stefnu, fór- um á böll og skemmt- um okkur. Þá voru haldin böll í Silfur- tunglinu á sunnudögum og var það eiginlega skyldumæting. Hannes hafði mikið gaman af að dansa, hann var mikill sjarmör og stelpurnar gengu á eftir honum með grasið í skónum eins og sagt er. Hannes var símsmiður að mennt og starfaði hjá Pósti og síma, einnig starfaði hann sem stjórnunarmaður hjá Ö.B.Í. en þeir voru í samstarfi um viðgerðir á símum. Hann vann einnig sem línumaður hjá símanum, fór í hús og lagaði síma. Eitt sinn var allt ófært milli Reykjavíkur og Kópavogs þar sem ég vann í verslun í Kópavogi. Kom þá ekki Hannes og félagi hans á síma- bílnum, skellihlæjandi inn í búð og sagði: „Hver er að segja að það sé ófært á milli staða!!“ Þá hafði hann keyrt út af götunni efst í Öskjuhlíð- inni og eftir einhverjum krókaleiðum þar og komist einhvern veginn í gegn- um það erfiðasta, á Renault vinnubíl (svokallaðri hagamús). Enginn annar treysti sér í hans för á eftir. Hannes gekk að eiga æskuástina sína, Björgvinu Magnúsdóttur. Sonur þeirra er Gunnar Ísberg Hannesson. Hannes var um þrítugt þegar hann var greindur með MS-sjúkdóminn. Hann sagði oft frá því sjálfur að hann hefði verið farinn að finna fyrir sjúk- dómnum mörgum árum áður en hann greindist með hann. Fáir geta ímynd- að sér hvernig það er fyrir ungan, lífs- glaðan mann að fá þessar fréttir og horfa fram á veginn. Hannes hafði alltaf farið mikinn og látið fátt standa milli sín og drauma sinna en ekki var annað hægt en fara sér miklu hægar en hugurinn stefndi þegar sjúkdóm- urinn herjaði á. MS-sjúkdómurinn reynist mörgum sem fá hann ekki síð- ur erfiður á andlega sviðinu en því lík- amlega og auðvitað hefur Hannes átt sínar döpru stundir vegna þessa. Þegar tíminn leið og sjúkdómurinn hafði brotið undir sig líkamann var andinn seint bugaður. Það sem hjálp- aði Hannesi best gegnum þessa löngu þrautagöngu var létt lund og gott skopskyn. Björgvina lést úr heilablóðfalli árið 1997, langt fyrir aldur fram. Hennar síðustu ár hafði hún eingöngu unnið heima við að sinna Hannesi. Þegar hún var fallin frá bjó Hannes við mikla einveru. Hann var upp á aðra kominn með brýnar þarfir en var ekk- ert feiminn við að hringja í þá sem voru fúsir til hjálpar, þar með mig sjálfan og Áslaugu, konu mína. Við hjónin erum þakklát fyrir samfylgd með góðum vini og vottum Gunnari Ísberg og öðrum nánum ástvinum Hannesar okkar dýpstu samúð. Kær kveðja. Sophus Klein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.