Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 24

Morgunblaðið - 11.12.2006, Page 24
24 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AF MANNA VÖLDUM Áhyggjur af loftslagsbreytingumaf manna völdum eru ekki nýj-ar af nálinni en vart er deilt um það lengur að hlutfall koltvíildis í andrúmsloftinu hefur aukist. Því hef- ur verið haldið fram að hlutfallið hafi aukist um 30% frá upphafi iðnbylting- ar og geti enn tvöfaldast á komandi árum ef fólksfjölgun heldur áfram og iðnþróun í fátækum löndum. Hins vegar eru eins og fram kemur í frétta- skýringu Freysteins Jóhannssonar og Ragnhildar Sverrisdóttur í Morgun- blaðinu í gær og í dag áhöld um hverj- ar afleiðingarnar af þessari aukningu hafa verið og hvaða hlut maðurinn eigi í þeim loftslagsbreytingum sem orðið hafa. Halldór I. Elíasson stærðfræði- prófessor er til dæmis mjög efins um aðferðir, sem notaðar hafa verið til að reikna út hlýnun og tekur vara fyrir að rugla saman sveiflum og meðaltali. Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasa- fræðingur segir fyllstu ástæðu til að taka loftslagsbreytingarnar alvar- lega. Áhrifin séu óviss en hugsanlega svo alvarleg að við getum ekki leyft okkur að taka neina áhættu. Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræð- ingur segir að á síðustu 15 árum hafi spár vísindamanna um hlýnun lítið breyst þótt óvissa ríki um marga þætti. Þeir hafi flestir verið lengi á einu máli um þetta og efasemdaraddir hafi verið talsvert meira áberandi fyr- ir nokkrum árum en nú. „Í mörgum tilvikum hafa frekari rannsóknir stað- fest álit vísindamanna, sem töldu gróðurhúsaáhrif mikilvæg og rök gagnrýnenda hafa ekki staðist nánari skoðun,“ segir Tómas. Vísindi eru hins vegar ekki alltaf reist á jafn traustum grunni. Í vís- indatímaritinu Science birtist fyrir skömmu grein þar sem því var spáð að um miðja þessa öld yrði nánast enginn fiskur eftir til að veiða í höfunum. Tvo viðmælendur blaðsins í dag, Björn Ævarr Steinarsson, sviðstjóra veiði- ráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnun- ar, og Jón Kristjánsson fiskifræðing, greinir á um fiskveiðistjórnun við Ís- land en þeir gagnrýna höfunda grein- arinnar harkalega og segja vinnu- brögð þeirra „með ólíkindum“ og „stuðst við vægast sagt vafasöm gögn“ annarra. Þór Jakobsson veðurfræðingur bendir á að hvað sem öðru líði sé hægt að bregðast við. Það hafi sýnt sig með ósonlagið. Tekist hafi að stöðva eyð- ingu þess sem sýni „að við getum lappað upp á það sem við höfum skemmt“. Þór vitnar í stjörnufræð- inginn Carl Sagan, sem sagði mann- inn þeirrar gerðar að hann áttaði sig á hættunni þegar hann væri kominn á gnípuna og söðlaði um en steypti sér ekki fram af eins og læminginn. Ýmsir myndu segja að maðurinn hefði þegar steypt sér fram af og ljóst er að erfitt er að nema staðar þótt brúnin blasi við. Það er hins vegar ljóst að Þóra Ellen Þórhallsdóttir hefur hárrétt fyrir sér þegar hún segir að við getum ekki tekið þá áhættu að horfa aðgerð- arlaus fram hjá þætti mannsins í lofts- lagsbreytingunum. UM FÁTÆKT BARNA Forsætisráðherra hefur lagt framá Alþingi skýrslu um fátækt barna á Íslandi að beiðni Samfylking- arinnar. Þær upplýsingar, sem ráð- herrann lagði fram á Alþingi, eru byggðar á aðferðafræði Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Miðað við þá aðferðafræði er talið að 6,6% íslenzkra barna búi við fátækt. Talið er að fátæktin sé mest hjá börn- um einstæðra foreldra innan við tví- tugt. Hjá foreldrum eldri en 30 ára er fátækt barna talin um 4%. Í skýrsl- unni kemur fram að yfirleitt varir fá- tæktin stuttan tíma hjá flestum og skýrslan sýnir að þrír fjórðu hlutar fjölskyldna sem taldar voru búa við fátækt árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Þá kemur fram í skýrslu forsætis- ráðherra að ef einungis er miðað við tekjur hafa 12,7% barna verið talin búa við fátækt árið 2004. Hlutfallið hafi hins vegar lækkað um 6,1 pró- sentustig vegna áhrifa skattakerfis- ins og þá sérstaklega vegna barna- og vaxtabóta. Og þegar tekið er tillit til námslána frá LÍN lækkar hlutfallið í 6,3%. Meðlagsgreiðslur til einstæðra foreldra lækka svo hlutfallið enn frekar. Þetta eru alvarlegar tölur, svo al- varlegar að þær eru óviðunandi. Af því sem hér hefur komið fram er ljóst að það er hægt að breyta þessari mynd mjög með barnabótum. Í frétt- um RÚV um helgina hefur komið fram að barnabætur eru verulega lægri hér en í Evrópulöndum. Ríkisstjórn og Alþingi hljóta að taka þessar tölur til alvarlegrar með- ferðar. Það er ekki hægt að una við það að slík fátækt sé til staðar á Ís- landi. Vísbendingar um þetta hafa komið fram áður. Umræður um heit- an mat í skólum hafa verið sláandi. Í þeim umræðum hefur komið fram að hluti barna hefur ekki getað nýtt sér möguleika á heitum mat í skólum vegna lítilla efna foreldra sinna. Það er auðvitað gersamlega óþolandi að hluti skólabarna þurfi að horfa upp á það að félagar þeirra geti fengið heit- an mat í skóla en þau ekki vegna lít- illa efna foreldra. Hvers konar sam- félag er það sem lætur slíkt viðgangast? Við Íslendingar getum ekki státað okkur af velferðarþjóðfélagi á meðan ástandið er svona. Það eru augljós- lega of stór göt í velferðarkerfi okkar og þýðir ekkert að halda því fram að peningarnir séu ekki til. Einu sinni voru ekki til peningar en nú er til nóg af peningum á Íslandi. Nóg af pen- ingum til þess að hækka barnabætur. Nóg af peningum til þess að öll skóla- börn geti fengið heitan mat í skóla en ekki bara sum. Það er þjóðfélagi okkar til skamm- ar að svona ástand skuli fyrirfinnast í okkar landi. Hvað eru þingmennirnir að hugsa? Hvað eru ráðherrarnir að hugsa? Fullvíst má telja að á Alþingi sé til staðar þverpólitísk samstaða um að bæta hér úr. Það eiga þingmennirnir að gera þegar á þessum vetri. Dönsk börn komu nýlega tilReykjavíkur. Þeim þóttiEsjan há og spurðu: Erhægt að anda þarna uppi? Svarið sem var ,,auðvitað“ lá beint við enda höfðu allir komið þangað. Spurn- ingin var eðlileg. Börnin óvön fjöllum en vissu að súrefni minnkar í mikilli hæð. Er valfrelsi í heilbrigðis- þjónustu mögulegt? Þessi spurning var fyrirsögn greinar Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur í Morgunblaðinu 1.10. 06. Svarið við henni er það sama og til dönsku barnanna – auðvitað. Ég vil hafa valfrelsi fyrir mig og alla Ís- lendinga í heilbrigð- isþjónustu eins og í annarri þjónustu. Og til að tryggja það þarf ég raunverulega sjúkratryggingu sem er skýr, skilgreind og skiljanleg hverjum sem er. Því skyldi þetta þjónustusvið vera öðruvísi en allt annað? Því skyldum við ár eftir ár hafa miðstýringu, einokun, ríkisrekstur, biðraðir, skömmtun, og skort á þessu sviði eins og við byggjum í gömlu kommúnistaríki? Þetta svið er áratugum á eftir. Upplýstur sjúklingur velur alltaf bestu heilbrigðisþjónustu sem hann getur fengið hafi hann val. Kostnaður er þar oft hreint aukaatriði. Íslend- ingar almennt eru upplýst fólk og vel færir um að meta hvað er góð og hvað er léleg heilbrigðisþjónusta. Ég veit vel að ýmsir eru mér ekki sammála í því máli. Vil nefna fyrstan ráðuneyt- isstjóra heilbrigðisráðuneytisins sem hefur haldið því fram í áratugi að sjúk- lingar hafi engar forsendur til að meta gæði heilbrigðisþjónustu. Þess vegna eigi hugtökin valfrelsi og samkeppni ekki við á því sviði. Heilbrigðisráð- gat í fyrsta sinn l sem var.“ Er ljós tryggingar veittu lögin greiddu þá o húsa. Mál þróuðust o arsáttmála nýrrar forsæti Ólafs Tho verði á á næsta ár almannatrygginga þjóðarinnar, án ti efnahags, að Íslan í fremstu röð nág maður Sjálfstæðis tryggingar eru sj stjórnmálaflokkar málum. Einstaklingar b ingu sinni og grei samlagsgjaldsins. rak samlagið grei ríkið þann þriðja. gjald fyrst allra g var að tryggja sig voru felld inn í sk hætti fólk æ meir tryggingu. Trygg ist og ábyrgð fólk kom sú hugsun að frekar eftir að sve hlé. Sjúkrasamlög Alþingi 1990 og T ríkisins (TR) yfirt Réttlausir þiggj Þannig tókst Ís varaleysi og barn ríkissósíalisma að óskabarni, persón ingum, niður í rík ur átti tryggingu sig sem réttlausan ar hafa síðan veri herra virðist afar sammála, sennilega Framsóknarflokkurinn allur. Að telja samborgara sína óvita eru forsendur þeirra til að skammta fólki sitt eigið fé og frelsi sem væri það búfé. Mikilvæg spurning Spurningin er borin fram í landi þar sem rekstur heilbrigðisþjónustu með fjárlögum, ,,skömmtun“, ásamt ríkis- einokun sjúkratrygginga hefur verið aðalreglan í áratugi. Stjórnmálamenn allra flokka virðast samdauna því fyrir- komulagi og staglast á orðinu velferð. Einföld spurningin hér að ofan er því eðlileg hérlendis og hún er mikilvæg. Grein Sigurbjargar er verðug lesning. Valfrelsi neytenda/sjúklinga er þar metið til verðmæta með skýr- um hætti. Tillaga hennar að flytja Landlæknisembættið, sem gæða- og eftirlitsstofnun heilbrigðismála, frá ráðherra og beint undir Alþingi er góð. Höfundur ætlar að ,, kerfið“ yrði áfram ,,fjármagnað úr opinberum sjóðum“ og hug- mynd um ,,skipulagða sam- keppni“ myndi því þýða ,,miðstýrt valfrelsi“ sem ekki er til. Kynnt er hugtakið ,,nú- tímavæðing í opinberri stjórnsýslu“. Það blessaða ljós á von- andi eftir að lýsa í heilbrigðisráðuneyt- inu. Sjúkratryggingar – Gleymd Íslandssaga Fyrir daga ríkisútgerðar heilbrigðis- mála áttu Íslendingar sjúkratrygging- ar sem virkuðu vel miðað við þjónustu- möguleika þá. Fáein sjúkrasamlög voru stofnuð um og eftir 1909 en landslög um ,,alþýðutryggingar“ komu 1936. „Lögin komu eins og sending af himnum ofan fyrir fátækt fólk,“ sagði dr. Bjarni Jónsson á Landakoti, þá ungur læknir. ,,Almenningur gat allt í einu leyft sér þann munað að leggjast á sjúkrahús án þess að verða öreigar. Fólk þurfti ekki lengur að hika við að fara í nauðsynlegar aðgerðir og það Valfrelsi í heilbrigðisþjó Eftir Ingólf S. Sveinsson »… tugþúlendinga sér von um v yggi fyrir st með líf- og sj tryggingum blómgast. Ingólfur Sveinsson Undanfarna mánuði hefur íræðu og riti verið rætt umnauðsyn þess að stofnaþjónustumiðstöð fyrir konur með brjóstakrabbamein að breskri fyr- irmynd. Umræðan hefur náð það langt að framkvæmdastjórn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) samþykkti nýlega að stofna slíka móttöku og stjórnendur LSH hafa jafnframt sýnt áhuga á að færa brjóstakrabbameins- leit Krabbameins- félagsins (KÍ) inn á slíka miðstöð. Ljóst er að ekki eru allir læknar sjúkrahússins sáttir við þessi áform LSH þar sem nú þegar er til staðar sérstök móttaka á krabbameinslækningadeild LSH fyrir konur er greinast með brjóstakrabbamein sem starfar í góðri samvinnu við Leitarstöð KÍ. Tilgangur þessarar greinar er ekki að meta nauð- syn þess að stofna slíka miðstöð á LSH heldur að leggja mat á þær tillögur að flytja hópleitarstarf Leitarstöðvar KÍ inn á slíka miðstöð að breskri fyr- irmynd. Hópleitarstarf KÍ Með stofnun Leitarstöðvar á miðju ári 1964 var Krabbameinsfélagið braut- ryðjandi hvað varðar skipulega krabba- meinsleit hér á landi. Leitarstarfið beindist í fyrstu að greiningu legháls- krabbameins á forstigi og hulinstigi, en á árinu 1974 var konunum jafnframt boðið upp á brjóstaþreifingu samhliða sýkingum) heldur leg mæting til lei var ætlað og að b þeim konum sem brigðileg frumust stöðvar. Þessar niðurst breytingar á tölvu eftirlitskerfi Leit árangri að dánart meins féll á ný og lægri en nú. Leita bætt þetta eftirlit í notkun endurha mun nýtast betur og úrvinnslu gagn krabbameinsleita landlæknir mælt verði nýtt við fyri meinsleit sem nú landi. Samkeyrsla leg og brjóstaskoð Fjármögnun le til ársins 1988 að þátttökugjöldum umræðu er leiddi gerði á árinu 1988 fjármögnun leitar að æskilegast væ skoðanir til hagræ innri þreifingu og töku frumustroks frá leghálsi. Konum með grunsamlega nið- urstöðu úr brjóstaskoðun var síðan vís- að til nánari skoðunar með brjósta- myndatöku og fínnálarástungu. Á árinu 1988 varð sú breyting að öllum konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðið til hóp- leitar á tveggja ára fresti með brjóst- aröntgenmyndatöku. Árangur leitarstarfsins Ljóst er að árangur leg- hálskrabbameinsleitar á Ís- landi er með þeim besta í vestrænum heimi með um 83% lækkun dánartíðni. Ár- angurinn hefur m.a. vakið at- hygli Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) sem hefur leitað eftir sam- starfi við Leitarstöð KÍ um á hvern hátt megi skipuleggja slíka leit í öðrum löndum. Hvað varðar brjósta- krabbameinsleitina varð fljótlega ljóst að brjóstaþreifing ein og sér bar ekki tilætlaðan árangur. Leit með brjóstaröntgenmyndatöku hefur aftur á móti átt stóran þátt í því að dán- artíðni brjóstakrabbameins hefur nú í fyrsta sinn lækkað um allt að 30%. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að reglu- bundin þátttaka til slíkrar leitar hefur verið í lágmarki (um 70% þriggja ára mæting). Skipulagning leitar Reynsla okkar, og annarra þjóða m.a. Breta, er að skipulagning leitar- starfsins skiptir öllu máli hvað varðar árangur. Það hefur m.a. verið staðfest að hækkandi nýgengi legháls- krabbameins eftir 1980 byggist ekki eingöngu á raunverulegri aukningu á orsakavaldi sjúkdómsins (HPV- Um þjónustumiðstöð, br mein og brjóstakrabbam Eftir Kristján Sigurðsson »Núveranleitar h og er því ré kvæmdastj gaumgæfi a ins áður en ráðuneyti h til breyting Kristján Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.