Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Höfum fengið til sölumeðferðar heila u.þ.b. 2.500 fm fasteign afar vel stað- setta og með traustum 15 ára leigusamningum. Eignin er byggð árið 2004 og er mjög glæsileg og í afar góðu ásigkomulagi. Nánari uppl. veitir Guðmundur Th. Jónsson. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. HEIL HÚSEIGN Að vanda býður Þjóðminja-safnið upp á fjölbreyttadagskrá í tilefni jólanna. Ínótt kemur fyrsti jóla- sveinninn til byggða, en í fjölda ára hafa jólasveinarnir haft fyrir sið að heilsa upp á börnin í Þjóminjasafn- inu um leið og þeir koma til borgar- innar. Rúna K. Tetzschner er kynn- ingarstjóri Þjóðminjasafnsins: „Í Myndasalnum og í sýningarrýminu sem við köllum Torgið höfum við opnað jólasýninguna Sérkenni sveinanna. Þar er lítið jólahús með alls kyns munum sem tengjast jóla- sveinunum, s.s. aski Askasleikis og hrossabjúgum Bjúgnakrækis. Þetta hjálpar börnunum að skilja hvað hin skrítnu nöfn jólasveinanna merkja,“ segir Rúna. „Einnig efnum við til ratleiks um safnið í desember. Jóla- kettir hafa verið faldir víða um safn- ið og börnin geta fundið þá ef þau fylgja vísbendingunum. Á fyrstu hæð er einnig ljósmyndasýningin Hátíð í bæ þar sem sýndar eru myndir Ingimundar og Kristjáns Magnússona af jólahaldi á 7. ára- tugnum, þar má meðal annars sjá litlujólin í íslenskum grunnskólum.“ Hápunktur jóladagskrár Þjóð- minjasafnsins í augum barnanna eru þó tvímælalaust daglegar heim- sóknir jólasveinanna í safnið: „Þetta eru hinir einu sönnu íslensku jóla- sveinar og þeir klæða sig þjóðlega eftir því,“ segir Rúna. „Stekkjar- staur er fyrstur, og bregður á leik með börnunum 12. desember kl. 11. Svo koma þeir bræður hver á fætur öðrum, daglega kl. 11, en þeim þyk- ir gott að vera í Þjóðminjasafninu þar sem er að finna alls kyns þjóð- legt dót sem þeir kannast vel við frá sínum yngri árum.“ Þótt jólasveinarnir og foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði hafi verið hálfgerðar barnafælur á öldum áður segir Rúna jólasveinana vera mikla barnavini í dag, og þurfi krakkarnir ekki einu sinni að óttast Grýlu og Leppalúða, sem hafi mildast mjög með árunum. Sama dag og Stekkjarstaur heim- sækir safnið mun Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur leiða gesti um Þjóðminjasafnið og fjalla um „Hin mörgu andlit Maríu“: „Staldrað verður við alls kyns myndir og lík- neski sem finna má af Maríu á grunnsýningu safnsins, en María var ákaflega vinsæl á Íslandi í kaþ- ólsku og jafnvel löngu eftir siða- skipti,“ segir Rúna. „Leiðsögnin hefst kl. 12.10 og mun táknmáls- túlkur vera með í för. Þjóðminja- safnið leggur áherslu á að gera safnið aðgengilegt fyrir alla og hlaut nýlega viðurkenningu Sjálfs- bjargar fyrir gott aðgengi fyrir alla.“ Þjóðfræðingurinn Terry Gunnell mun síðan flytja fyrirlestur um ís- lensku jólin og siði þeim tengda 21. desember. „Það verður án vafa mjög gaman að hlusta á Terry, en hann mun flytja fyrirlesturinn á auðskiljanlegri ensku,“ segir Rúna að lokum. Nánari upplýsingar um Þjóð- minjasafnið, afgreiðslutíma, sýn- ingar og safnkost og jóladagskrá safnsins er að finna á www.thjod- minjasafn.is. Aðgangur er ókeypis að jólasveinauppákomum og sýn- ingum á fyrstu hæð safnsins. Hátíð | Þjóðminjasafnið er fyrsta stopp jólasveinanna og nóg um að vera á aðventu Jólalegt í Þjóð- minjasafninu  Rúna K. Tetzschner fæddist í Reykja- vík 1967. Hún lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1988 og stundaði nám í íslensku við Há- skóla Íslands. Rúna hefur starfað við Þjóðminjasafnið frá 1996, sem sérfræðingur á rannsókna- og varð- veislusviði frá 1998 og kynningar- stjóri frá 2006. Rúna hefur einnig starfað sjálfstætt sem listakona og hefur látið frá sér ljóða- og barna- bækur og fyrir skemmstu fræðiritið Nytjar í nöfnum. Kalvin & Hobbes KALVIN, KOMDU. VIÐ ERUM AÐ FARA ÚT Í BÚÐ MÁ HOBBES KOMA MEÐ? NEI, HANN VERÐUR HEIMA EN ÉG VIL AÐ HANN KOMI MEÐ!! EF MAÐUR FINNUR ENGIN RÖK ÞÁ TALAR MAÐUR BARA HÆRRA Kalvin & Hobbes VERKTAKINN SAGÐI AÐ ÞAÐ MUNDI KOSTA 20.000 kr. AÐ LAGA ÞETTA HEIMSKI KRAKKI! ÞETTA ER ALLT HLUTI AF ÞVÍ AÐ ALA UPP BARN, ER ÞAÐ EKKI? MM... SÉRÐU NOKKUÐ EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA EIGNAST KALVIN? GERIR ÞÚ ÞAÐ? ÉG SPURÐI ÞIG FYRST. OG ÞAÐ VAR EKKI MÍN HUGMYND ÉG MAN BARA EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA STUNGIÐ UPP Á ÞVÍ AÐ KAUPA TVEGGJA- SÆTA SPORTBÍL EN ÞÚ SAGÐIR... Kalvin & Hobbes KALVIN, TRÚIR ÞÚ Á GUÐ? ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA EINHVER SEM ER AÐ GERA LÍFIÐ MITT ERFITT Risaeðlugrín © DARGAUD HANN HEFUR EINN VEIKLEIKA BALALALALALAL!!! HANN ER AFSKAPLEGA SIÐPRÚÐUR GUÐ MINN GÓÐUR! ÉG ER NAKINN!! NÚNA GETUM VIÐ ANDAÐ RÓLEGA. ÞAÐ TEKUR DÁLITLA STUND FYRIR FJAÐRIRNAR AÐ VAXA ÓNEFNDUR stríðsmálaður kínverskur leikari tekur hér smákríu fyrir frumsýningu á enskri útgáfu kínversku óperunnar Monkey King sem frumsýnd var í Sjanghaí um helgina. Reuters Stund milli stríða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.