Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki bara fjallað umaðgerðir til að stemmastigu við botnvörpuveið-um á úthöfunum í álykt- un allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar. Þar er einnig fjallað um svokallaðar sjó- ræningjaveiðar og aðgerðir gegn þeim. Er það ekki sízt fyrir vaska framgöngu Íslands sem á, ásamt fleirum, mikilla hagsmuna að gæta við veiðar á úthafskarfa á Reykja- neshrygg. Í þeim efnum er í end- anlegum texta ályktunarinnar málsgrein sem samþykkt var á grundvelli tillögu Íslands, reyndar eftir mjög miklar umræður og með nokkrum breytingum. Þessari málsgrein er ætlað að styrkja grundvöll aðgerða gegn sjóræn- ingjaveiðum. Þar segir á þá leið að þjóðríkin séu hvött til afgerandi aðgerða á heimaslóðum, innan svæðisstjórna og á alþjóðlegum vettvangi til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar fiskiskipa, sem hamla fiskverndun og fisk- veiðistjórnun, sem hefur verið sett af svæðisbundnum fiskveiði- nefndum í samræmi við alþjóðleg lög og reglugerðir. Það er vissu- lega mikilvægur áfangi að ná þess- ari málsgrein inn í ályktun Sam- einuðu þjóðanna. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sat síðasta fundinn þar sem gengið var frá endanlegum texta ályktunarinnar og sagði hann í viðtali á heimasíðu samtakanna að niðurstaða fund- arins væri ásættanleg, en bendir jafnframt á „að stóra vandamálið í fiskveiðum á úthöfunum sé stór floti skipa sem eru skráð í ríkjum sem taka ekki þátt í neinni fisk- veiðistjórnun. Ríkjum sem ekki hafa fullgilt hafréttarsáttmálann og úthafsveiðisamninginn og eru ekki aðilar að svæðisbundnum fiskveiðistofnunum. Þetta leiðir til ofveiði fiskistofna. Stærsta verk- efnið er að styrkja úrræði strand- ríkja í baráttunni við þennan flota.“ Það er mikilvægt að ná inn í ályktunina ákvæðum um aðgerðir gegn sjóræningjaveiðunum. Þetta ákvæði leggur ákveðnar skyldur á herðar aðildarríkja SÞ um við- brögð við þessum ólöglegu veiðum. Þetta er ákveðið skref í langri þrautagöngu sem Íslendingar hafa lagt upp í, nú undir dyggri forystu Einars K. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra. Baráttan hefur þegar skilað nokkrum árangri, þrátt fyrir að flutningaskipið Polstar hafi á endanum náð að losa farm sinn af karfa veiddum á ólög- legan hátt á Reykjaneshrygg. En lög og reglugerðir eru eitt. Að framfylgja þeim er annað. Friðrik J. Arngrímsson bendir einmitt á þetta vandamál. Í heim- inum eru alltof mörg ríki, sem eru ekki aðilar að alþjóðlegum sam- þykktum og kjósa að virða þær ekki. Þess vegna verður hið hnatt- ræna eftirlit afar örðugt. Styrking svæðisbundinnar fiskveiðistjórn- unar er skref í rétta átt gegn hin- um ólöglegu veiðum. Það þarf hins vegar að gefa aðildarríkjunum skýrar heimildir til þess að taka hin brotlegu skip og færa til hafn- ar og gera afla og veiðarfæri upp- tæk. Með því er örugglega hægt að koma í veg fyrir hinar ólöglegu veiðar. Þegar þeim áfanga er náð, hefur mikið áunnizt. Enn af „sjóræningjum“ hjgi@mbl.is BRYGGJUSPJALL eftir Hjört Gíslason É g er fæddur á Ólafsfirði 20. ágúst 1946 en flutt- ist með foreldrum mín- um til Eyja þriggja vikna gamall. Móðir mín, Jakobína Jónsdóttir, var frá Ólafsfirði en pabbi var Vest- mannaeyingur, Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið. Ég komst í blöðin þriggja vikna gamall því að á leiðinni suður í rútunni var með í för sá þekkti maður, Jóhann Svarfdæl- ingur, oftast kallaður Jóhann risi. Það var tekin mynd af okkur, stærsta og minnsta Íslendingnum, og hún birtist í Tímanum. Foreldrar mínir hófu sinn búskap á loftinu í Drífanda en ég man fátt frá þeim stað. Síðan fluttum við að Landamótum og svo í Hólmgarð. Ég var oft kenndur við Landamót og einhverjir úr vinahópnum frá þeim tíma kalla mig enn Inga á Landó. Fjölskyldan var stór, við vorum sjö alsystkinin sem ólumst upp saman og ég er elstur þeirra.“ Stampar settir undir okkur svo að við næðum upp á borðið „Skólagangan var svona frekar hefðbundin, ég var í Barnaskólanum og útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum. Ég man að sú útskrift var í febrúar. Það var föst venja nokkuð lengi að útskrifa gagn- fræðinga á þeim tíma þannig að þeir gætu lagt hönd á plóg í atvinnulífinu á vertíð. Enda fór maður beint í vinnu í Fiskiðjunni um leið og skól- inn var búinn. Ég var reyndar ekki ókunnur Fiskiðjunni, byrjaði þar tíu ára gam- all að vinna í humri og er því búinn að vera fimmtíu ár viðloðandi þessa atvinnugrein. Þetta þótti mjög eðli- legur hlutur á þessum tíma, að krakkar byrjuðu að vinna um leið og hægt var að nota þá til þess. Þetta var stór hópur af tíu ára krökkum sem var við að slíta humar og ég man að það voru settir stampar undir okkur þá minnstu svo að við næðum upp á borðið. Þetta hefur breyst mikið með til- skipunum frá Evrópusambandinu og er bannað. Flokkað undir barna- þrælkun. Í dag eru yngstu krakk- arnir, sem við tökum í vinnu, 15 ára. Ég er að sumu leyti sáttur við það, þetta mátti minnka. Aftur á móti komst ég að því, þegar við hjónin heimsóttum Grímsey í fyrra, að þar er þetta kerfi enn í fullu gildi, þar vinna krakkarnir í fiski og ekkert spurt um aldur.“ Ellefu ára á síld fyrir norðan Ingi er kominn af þekktum sjó- sóknurum. Kom aldrei til greina að hann fetaði í fótspor föður síns og afa og færi á sjóinn? „Jú, ég kynntist sjó- mennskunni líka. Ellefu ára gamall fór ég á síld með pabba, ekki reyndar upp á hlut, meira til skemmtunar. Gvendur Eyja var stýrimaður hjá pabba og hann var aðalhvatamað- urinn að því að taka peyjann með. Þarna var mikið og gott lið um borð. Þeir Haukur og Moddi frá Héðins- höfða voru mótoristar, þarna var Dódó og Haukur fótafúni og Ási á Flötunum. Magga Péturs frá Varma- dal var kokkur og ég man að hún hugsaði vel um mig. Það var ekki mikil síldveiði þetta sumar en mér fannst þetta mikið ævintýri og oft skemmtilegt. Ég man t.d. þegar við lágum í svartaþoku við Kolbeinsey og sást ekki milli bátanna en maður heyrði á tal manna um borð í öðrum bátum. Gvendur Eyja var mikill sögumað- ur og skemmti okkur oft með því. Hann sagðist einu sinni hafa bjargað Sigurjóni frá Klömbrum frá drukkn- un. Sigurjón hefði sofnað við mat- arborðið og andlitið sigið ofan í súpu- diskinn. „Hefði ég ekki togað hann upp úr diskinum hefði hann drukkn- að í súpunni,“ sagði Gvendur. Svo man ég líka eftir sögunni af því þeg- ar þeir voru saman í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík á Þor- láksmessu, hann og Maggi fellow. Þeir voru eitthvað við skál og löggan kom og fór með Magga í steininn. Og Maggi sá ljósan punkt í því þar sem þeir höfðu verið í vandræðum með gistingu. „Jæja, þá er jólunum redd- að,“ sagði hann þegar löggan fór með hann á braut. Það var ákveðinn ljómi yfir þessu síldarúthaldi. Ég man eftir körlum á borð við pabba, Binna í Gröf, Helga Bergvins, Jóa Páls og Ella á Sjö- stjörnunni. Það var alltaf mjög gott samband milli Ella og pabba. En það sem líklega kom í veg fyrir að ég legði sjómennskuna fyrir mig var sjóveikin. Ég var alltaf sjóveikur. Ég var eitt sumar með pabba á hum- arveiðum og ákvað eftir það að reyna þetta ekki meira. Pabbi var sjóveik- ur alla sína tíð en harkaði það af sér. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt.“ Skipaði Sighvati að halda áfram að vinna „Þegar ég var átján ára ákvað ég að prófa eitthvað nýtt og fór upp á land. Vann í Reykjavík í tvö sumur, bæði hjá ÁTVR og svo í bygging- arvinnu hjá sonum Jóns í Berjanesi. Og svo nokkra mánuði í síld- arbræðslunni hjá Alla ríka á Eski- firði. Ég reyndar elti konuefnið þangað austur. Við Gulla höfðum kynnst hér í Eyjum á vertíð og svo elti ég hana austur. Eitthvað hefur hún væntanlega séð við þennan strák því að hún fékk fósturpabba sinn til að útvega mér vinnu þar. En svo ákváðum við að flytja til Eyja og hefja búskap þar. Ég hafði alltaf unnið í Fiskiðjunni. En rétt eftir tvítugt var mér boðin verkstjórastaða í Vinnslustöðinni og ég tók því. Þar hef ég verið síðan. Ég byrjaði sem verkstjóri í tækjunum og var þar í tvö eða þrjú ár, í oft stormasamri sambúð við Sighvat Bjarnason eldri, sem þá var fram- kvæmdastjóri. Við vorum ekki alltaf sammála. En það góða við Sighvat var að hann sætti sig alveg við að menn væru honum ekki alltaf sam- mála. Það var kraftur í Sighvati og oft hávaði. Einu sinni skellti ég hurð- um og fór. Tilkynnti að ég væri hætt- ur. Svo töluðu menn saman í róleg- heitum og allt féll í ljúfa löð. Sighvatur var harður karl og skap- mikill. En ég kunni vel við hann. Hann sagði alltaf meiningu sína um- búðalaust og maður vissi hvar maður hafði hann. Sighvatur átti það til að taka til hendinni ef honum fannst þurfa. Einhverju sinni í hrotu á ver- tíð var aðkomumaður að vinna við að gogga fisk inn á færibandið í aðgerð- inni. Þá kom Sighvatur þar í frakk- anum og lakkskónum, greip sting og fór að aðstoða hann. Eftir skamma stund kom maður sem þurfti að tala við Sighvat og hætti hann þá að gogga og var góða stund á tali við þann aðkomna. Svo veit hann ekki fyrr til en sá með gogginn, sem hann hafði verið að aðstoða, kemur aðvíf- andi og spyr með þjósti hver and- skotinn þetta sé, hvort hann ætli ekki að fara að koma sér að verki. Þessu atviki hafði Sighvatur gaman af. Svo tók Stefán Runólfsson við, síð- an Bjarni Sighvats, Sighvatur yngri og nú er Sigurgeir Brynjar, eða Binni framkvæmdastjóri. Þetta voru og eru allt prýðismenn, allir með sína kosti og galla eins og gengur og þeir sættu sig allir við mig fyrir rest.“ Bubbi tók húsvörðinn í gíslingu „Og vinnufélagarnir eru margir minnisstæðir. Margir hafa átt langan starfsaldur í Vinnslustöðinni. Systa á Vegamótum var þar í 50 ár, Ingi Þór- arins í 54 ár samtals hjá Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni. Aðrir minn- isstæðir eru t.d. Hermann félagi, Stefán í Akurey og Reynir trölli. Svo voru oft ýmsir sérstakir karakterar sem seinna urðu landsþekktir. Bubbi Morthens vann t.d. undir minni stjórn en ég man lítið eftir honum nema þegar hann ætlaði að gera upp- steyt og tók húsvörðinn í gíslingu. Svo náði hann ekki í neinn með sér og ekkert varð úr þessu. Ég held að hann hafi verið í einhverju rugli á þessum tíma. Einum man ég líka eftir sem vann eina vertíð hjá okkur í mikilli törn. Hann fór í þrjúkaffi einn daginn og mætti svo ekki eftir kaffið. Það varð að setja annan í verkið hans. Morg- uninn eftir mætti hann ekki heldur. Einhverjir höfðu af honum áhyggjur og vildu fara að leita. Ekki var það nú gert. En svo eftir þrjúkaffið mætti hann til vinnu eins og ekkert hefði ískorist og skildi ekkert í að annar skyldi vera kominn í starfið hans. Þá hafði hann daginn áður far- ið upp á verbúð og ætlað aðeins að leggja sig. Vaknaði svo sólarhring Þrátt fyrir alla tækni og allt stálið á fólkið mestan þátt í þróuninni Ingi Árni Júlíusson er flestum hnútum kunnugur í fiskvinnslu. Hann varð sextugur í sumar og er búinn að vera verkstjóri í Vinnslustöðinni í 40 ár. Raunar er starfsaldurinn í frystihúsi orðinn 50 ár því að hann byrjaði tíu ára gamall í humrinum í Fiskiðjunni. Gífurlegar breytingar hafa orðið í fiskvinnslunni á þessum árum. Í spjalli við Sig- urgeir Jónsson segir Ingi frá sjálfum sér og við- burðaríkum starfsferli. Morgunblaðið/Sigurgeir Þróun Ingi segir að mesta byltingin í vinnslunni hafi orðið í síldinni. Þar vinna vélar nú megnið af vinnunni. » Það þarf að gefa að- ildarríkjunum skýrar heimildir til þess að taka hin brotlegu skip og færa til hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.