Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hver er maðurinn? ÉG HEF í fórum mínum ljósmynd af manni sem hét Árni Jónsson. Myndin er tekin í Edinborg ein- hvern tímann á árunum 1904– 1908. Annað veit ég ekki um við- komandi Árna, en þekkir þú hann? Þá leita ég einnig að upplýsingum um mann sem hét Jón Gíslason. Hann er í heimildum sagður Ísfirð- ingur, fæddur 13.9. 1879 og bjó í Kaupmannahöfn í kring um 1900. Loks vil ég benda Dalamönnum, Borgfirðingum, Strandamönnum og öðrum sem gætu þekkt einstaklinga á gömlum ljósmyndum að líta inn á ljósmyndavef minn: www.fellsendi.- bloggar.is. Sigríður H. Jörundsdóttir, sagnfræðingur. sigridur.hjordis@internet.is. Hver er tilgangur jólanna? NÚ STYTTIST í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jóla- gjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem líður keppast fyrirtækin við að bjóða allt- af aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efn- ishyggju sem ríkir svo sterkt í heim- inum í dag. En það er einnig til fólk sem hefur það ekki svo gott, því mið- ur lifum við ekki í þannig þjóðfélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat, hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið mark sitt, nú snúast gjafirnar, bæði frá jólasveininum og fjölskyldum, allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi, ef við snúum okkur að hinum raunverulega til- gangi jólanna: Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs, Jes- ús Kristur, kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjöl- skylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni, fjölskyldunni, líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningnum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar? Því að þetta eru stundir sem við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekkert sem við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól! Guðjón Gestsson, námsmaður í Háskólanum á Bifröst. Steinsteypt ljón hvarf í Reykjanesbæ AÐFARANÓTT laugardagsins 2. september sl., á ljósanótt í Reykja- nesbæ, var steinsteypt ljón, sem var málað grátt og stóð á stalli fyrir utan útidyrahurðina okkar, tekið. Það er steinsteypt í gegn og því mjög þungt. Ljónið var afmælisgjöf til mín. Bróðir minn átti mótin þannig að ég þekki það hvar sem er. Þeir sem tóku ljónið hafa þurft að koma á bíl því það burðast enginn með svona lagað í burtu. Þeir sem tóku ljónið – eða vita hvar það er – eru beðnir að skila því aftur að Greniteig 31 í Keflavík. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Víkverja þótti greinJóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr- verandi formanns Al- þýðuflokksins, í Les- bókinni um nýút- komna ævisögu stjórnmálamanns at- hyglisverð. Stjórn- málamaðurinn sem um ræðir heitir Mar- grét Frímannsdóttir og er nefndur Salka Valka af höfundi. Grípum niður í frá- sögninni: „Margrét skefur ekki utan af því. Hún segir það hafa verið „heilt hel- víti“ að sitja þingflokksfundi. Van- virðan, sem Steingrímur J. Sigfús- son hafi sýnt henni, „var yfirgengi- leg“.“ Jón Baldvin heldur áfram og skrifar: „Þetta hljómar óneitanlega eins og sannfærandi lýsing á póli- tísku heimilisofbeldi.“ Víkverji hefur löngum staðið í þeirri trú, að Steingrímur J. geymi annan mann en þann sem hann flík- ar þegar sjónvarpslinsan beinist að honum. Eitthvað hlýtur að falla á ímynd fróðleiksfúsa og gönguglaða sveitamannsins – sem fer fyrir eina umhverfisflokki veraldarinnar sem ekki þorir að taka á landeyðingu – eftir þessa lýsingu. En pópúlistar hafa þann eiginleika á stundum að ekkert festist við þá. Líklega snýr hann sig út úr þessu með lýð- skrumi. Þar á upp- eldisfræðingurinn frá Þistilfirði engan sinn líka. x x x Sögur um hræringarí dagblaðaútgáfu fara um eins og eldur í sinu í netheimum. Beinast þessar vanga- veltur einkum að tvennu: Útgáfu tíma- rits sem sérhæfir sig í lengri fréttaskýringum annars vegar og dag- blaði með líka nálgun hins vegar. Þetta er Víkverja sumpart fagn- aðarefni. Víkverji hefur lengi staðið í þeirri meiningu að fríblöð séu plága. Þau eru miðlar hannaðir á auglýsingastofum til að selja fyrir- tækjum aðgang að neytendum sem gera litlar kröfur. Þeim er ekki ætl- að að vera framlag til menningar- innar og bera keim af þeim nýhil- isma sem svo einkennir lífsviðhorf mannsins sem nú er að mistakast að sigra Danmörku. Kominn er tími til þess, að neyt- endur ranki við sér og geri sér grein fyrir því, að það er þegn- skylda að taka þátt í að halda uppi fjölmiðlum. | vikverji@mbl.is         dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 11. desember, 345. dagur ársins 2006 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) / KEFLAVÍK THE HOLIDAY kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ THE GRUDGE kl. 10 B.I. 16 / AKUREYRI DEAD OR ALIVE kl. 8 - 10 B.I. 12 THE NATIVITY STORY kl. 6 B.I. 7 STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ THE LAST KISS kl. 10 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára FRÁFÖLLNUHINIR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafoldeee SV, MBL ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE ÞESSAR HASARSKUTLUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. HEIMSFRUMSÝNING TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON 2MoggaBíó á mánudögum NEMA Á MÝRINAMoggaBíó á mánudögum í bíó1fyrir2 í bíó1fyrir2 TÓNAÐ var inn í aðventu í Nes- kirkju á sunnudag fyrir viku við ljómandi aðsókn, enda dagskráin ólíkt forvitnilegri en gengur og ger- ist á venjulegustu aðventutónleik- um. Einkanlega hvað síðasta atriði varðaði, því kirkjukantötur Bachs eru sorglega langt frá því að vera daglegt brauð hér um slóðir, þrátt fyrir að ótrúlega margar jafnist á við fremstu meistaraverk síðbarokk- tímans. En vafalaust er kostnaðurinn við a.m.k. 10–12 manna hljómsveit auk háþjálfaðra einsöngvara flestum kirkjukórum landsins ofviða, úr því ekki einu sinni hinir stærstu virðast ráða við hann oftar en raun ber vitni. Mátti og hér sjá merki um ýtrastan sparnað. T.a.m. voru strengir aðeins 8 (2+2+2+2 – án kontrabassa sem hefði verið ákjósanlegri í stað ann- ars sellósins), og „svindlað“ var í kantötunni með aðeins einni flautu af tveim fyrirskrifuðum þar sem hvort blásaradúó átti að skiptast á við hitt í inngangskórnum. Það bar engu að síður vott um eftirtektarverðan metnað að Kór Neskirkju skyldi færast 45. kantötu Bachs í fang á sunnudaginn var, til viðbótar við hina fallegu litlu Missa brevis St. Joannis de Deo eftir Joseph Haydn, og í sjálfu sér mynd- arleg ferilsrós í hnappagat jafnt kórsins sem hins atorkumikla organ- ista Steingríms Þórhallssonar. Hefði sannarlega verið óspjölluð unun að geta greint frá sambærilegum flutn- ingsgæðum. En því miður benti undarlega lúinn hljómur hins tæp- lega 30 manna kórs varla til að hann væri í bezta formi – hafi of fáar æf- ingar ekki bætt gráu ofan á svart. Hljómsveitin náði né heldur alltaf að smella nógu sannfærandi saman, og sólósellópartur kantöturesítatífanna var sjaldnast nógu öruggur. Það var því mesta furða hvað hinn magnaði upphafskór BWV 45 slapp samt þokkalega fyrir horn, og má það helzt þakka ómótstæðilegri glað- værð Fimmta guðspjallamannsins, enda þarf fleira en of hægt tempóval til að spilla slíkum dýrðardansi boð- orðsins. Sami þreytti tónn var upp á ten- ingi í kórþáttum Haydn-messunnar, þó að kórinn næði sér tímabundið á strik í hinu alkunna jólalagi Engla- kór frá himnahöll. Á hinn bóginn stóð Hallveig Rúnarsdóttir sig með prýði í Sanctus og Á jólanótt Jóns Ásgeirssonar, og sama gilti um ein- söng alts, tenórs og bassa í kantöt- unni. Hljómmikil bassaaría Hrólfs Sæmundssonar fór þar fremst meðal jafningja, en einnig gustaði víða að sönglesum og aríum Jóhönnu Óskar Valsdóttur og Ólafs Rúnarssonar. Dýrðardans boðorðsinsTÓNLISTNeskirkja Haydn: Missa brevis. Bach: „Es ist dir gesagt“, kantata BWV 45. Hallveig Rúnarsdóttir , Jóhanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Hrólfur Sæmunds- son ásamt Kór Neskirkju og kammer- sveit. Stjórnandi: Steingrímur Þórhalls- son. Sunnudaginn 3. desember kl. 17. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.