Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 16
16 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra telur ekki að ríkið hafi skapað sér skaða- bótaskyldu með yfirtöku á Straumi. Kröfu hafar hafi ekki verið hlunnfarnir á nokkurn hátt. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar í gær en þar sátu fyrir svörum þeir Arnór Sighvats- son, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjár- málaeftirlitsins, ásamt Gylfa. Þeir voru meðal annars spurðir hvort þeir teldu jafnræði í því hvernig brugðist var við vanda SPRON og Straums annars vegar og Saga Capital og VBS fjárfestingarbanka hins vegar. Gylfi sagði að hefði skilanefnd ekki tekið Straum yfir um helgina hefði breska fjármála- eftirlitið gripið til aðgerða vegna útibús bank- ans þar í landi strax á mánudeginum. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, óskaði eftir fundinum og segist telja að honum loknum að yfirvöld hafi fyrst og fremst verið að hugsa um hagsmuni stórra innistæðu- eigenda hjá SPRON og Straumi, eins og Íbúða- lánasjóðs, þegar þeir tóku bankana yfir. Hann segist alltént ekki hafa fengið skýr svör við því af hverju harðasta ákvæði neyðarlag- anna var beitt gegn bönkunum tveimur og þeir teknir yfir. „Af hverju fékk hin venjulega lög- gjöf og markaðsstarfsemin ekki að hafa sinn framgang? Þeirri spurningu svöruðu þremenn- ingarnir ekki beint,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn. „En þeir töluðu þó þannig að þeir hefðu fyrst og fremst verið að hugsa um hagsmuni stórra innistæðueiganda þannig að þeir sætu ekki uppi með fé sitt bundið inni í stofnununum svo vikum og jafnvel mán- uðum skiptir. Og þá liggur alveg í augum uppi hvað þeir eru að tala um; það er verið að tala um Íbúðalánasjóð og kannski einhverja lífeyris- sjóði. Mér sýnist það vera þetta sem hafi knúið þá áfram í þessar aðgerðir.“ Hann segist ekki hafa fengið neina réttlæt- ingu á því að Saga Capital og VBS hafi fengið aðstoð í sínum vanda meðan SPRON og Straumur hafi verið teknir yfir. jse@frettabladid.is Bretar hefðu gripið til aðgerða gagnvart Straumi Viðskiptanefnd krafðist skýringar á því af hverju sumum fjármálastofnunum er veitt lán á meðan aðrar eru teknar yfir. Jón Magnússon telur skýringuna þá að hagsmunir innistæðueigenda eins og Íbúðalánasjóðs hafi ráðið. Ráðherra segir Breta myndu hafa brugðist við vegna Straums hefði bankinn ekki verið tekinn yfir. HARMLEIKUR Gyðingur í Bat Ayin-land- nemabyggðinni á Vesturbakkanum heldur á dóttur sinni á meðan hann fylgist með ísraelskum hermönnum vígbúast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PALESTÍNA, AP Palestínskur upp- reisnarmaður gekk berserks- gang í landnemabyggð gyðinga á Vestur bakkanum í gær, myrti þrettán ára ísraelskan pilt með ísöxi og særði sjö ára dreng áður en hann flúði af vettvangi. Árásin þykir mikill prófsteinn á Benjamín Netanjahú, nýjan for- sætisráðherra Ísraels, sem hefur lofað því að taka á uppreisnar- mönnum af hörku og hefur lýst efasemdum um möguleikann á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmaður stjórnarinnar kall- aði árásina í gær „glórulaust grimmdarverk gegn saklausu fólki“. - sh Palestínumaður í morðhug: Drap ísraelskan dreng með ísöxi Má opna hamborgarabúllu Skipulagsráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt að láta auglýsa nýja tillögu að deiliskipulagi Kringluhverfis sem felur í sér að Tómas Á. Tómasson veitinga- maður geti innréttað Hamborgara- búllu Tómasar í Ofanleiti 14. Þar var áður söluturn. Tómas vildi fyrst fá að reisa parhús á þeirri lóð en var synjað um leyfi til þess. SKIPULAGSMÁL MENNTUN Skólanefnd Mennta- skólans í Kópavogi harmar þann atburð sem upp kom þegar kenn- ari við skólann viðurkenndi að hafa verið með talsvert magn af barnaklámi á tölvu sinni. Maðurinn hlaut nýverið dóm fyrir vörslu barnakláms, en starfaði við skólann þar til eftir að dómur féll, þrátt fyrir að skólameistara hafi verið kunn- ugt um málið, eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Skólanefndin telur skorta á verklagsreglur þegar mál af þessu tagi koma upp, og beinir því til skólameistara að fela lög- manni að gera drög að reglum. - bj Skólanefnd vill verklagsreglur: Harmar mál kennara við MK FÓLK Ofurhlauparanum Ágústi Kvaran gengur vel í eyðimerk- urmaraþoninu í Sahara. Hann er búinn að ljúka tveimur 30-40 kíló- metra hlaupum og í fyrradag var lengsti hluti hlaupsins, rúmlega tvöfalt maraþonhlaup. Hlaupið átti að vera upp á 80,5 kílómetra en var lengt í 91 kílómetra. Hann tók þessa vegalengd á 14 klukkustundum og þremur korterum og er í 128. sæti í hlaupinu eftir þrjá fyrstu dagana. Ólöf Þorsteinsdóttir, eiginkona Ágústs, segir að Ágúst láti vel af sér. Landslagið minni á íslensk fjöll nema sandöldurnar, þær séu hátíð miðað við sandinn við Eyrarbakka þar sem Ágúst hefur verið að æfa fyrir eyðimerkurhlaupið. Hitinn hafi ekki farið yfir 30 stig. Ólöf segir að hlaupið á þriðju- daginn hafi verið aðeins erfiðara en hlaupið á mánudaginn þar sem Ágúst hafi farið aðeins of hratt af stað og lent með hörðum keppend- um. Mestallur hluti leiðarinnar hafi verið á sléttlendi en í sandöldunum njóti hann sín, honum finnist „alveg frábært að fara hægt upp öldurn- ar og láta sig svo bruna niður. Han hefur alltaf verið nokkuð sterkur í niðurhlaupunum,“ segir hún. Ólöf segir að Ágúst drekki kerfis- bundið til skiptis vatn og orkudrykk og taki saltpillur samviskusamlega. Hann deili tjaldi með Dönum, það sé rúmt á þeim og mikil stemning í tjaldbúðunum. Eldamennskan gangi vel. Hlaupaleið er ekki gefin upp fyrr en skömmu fyrir hlaupið. Mikil óvissa hefur verið um leiðir og tals- vert um breytingar á síðustu stundu vegna breytinga í landslagi af völd- um vatns. - ghs Ofurhlauparanum Ágústi Kvaran gengur vel í Sahara-hlaupinu í Marokkó: Hlaupið hátt í 200 kílómetra HLEYPUR Í SAHARA Ágúst Kvaran hefur hlaupið vel yfir 100 kílómetra í Sahara- eyðimörkinni síð- ustu daga. Myndin er frá æfingu hér á landi fyrir hlaupið. ■ Af hverju var Straumur ekki látinn fara í greiðslustöðvun eins og stjórn fyrirtækisins og kröfuhafar vildu? „Ef fyrirtækið færi í greiðslustöðvun gætu innstæður legið þar óútgreiddar um ófyrirséð- an tíma.“ Það hefði dregið úr trausti manna á innstæðukerfinu og innstæðutryggingakerfinu því þá hefði loforð yfirvalda um að innstæður væru tryggar verið dregið í efa þar sem þær sætu fastar um óákveðinn tíma. Einnig kom fram hjá honum að Bretar hefðu gripið inn í mánudeginum eftir hefði ekki verið gengið frá málefnum Straums um helgina. ■ Hefur verið skoðað hver geti verið skaða- bóta ábyrgð ríkisins vegna þessara inngripa? „Ég tel enga ástæðu til þess að óttast að ríkið hafi bakað sér skaðabótaábyrgð og byggi það einfaldlega á því að það lá fyrir áður en Straumur færi í þrot að innstæður væru for- gangskröfur og þær verða greiddar sem slíkar en að öðru leyti fer um búið nánast eins og önnur bú þannig að kröfuhafar eru ekki hlunn- farnir á nokkurn hátt þannig að ég sé ekki hvernig ríkið gæti hafa skapað sér skaðabóta- ábyrgð með því.“ ■ Bauðst SPRON ekki sambærileg aðstoð og Saga Capital og VBS? „Grundvallarmunur var á stöðunni, SPRON var í raun komið í þrot áður og mjög skuldugt og hefði því ekki verið bjargað með þeim aðgerð- um sem beitt var í tilfelli Saga Capital og VBS.“ ■ Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja jafnræði þegar einum er hjálpað en öðrum ekki? „Við verðum að gæta jafnræðis í þeim skilningi að stofnanir sem eru í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn.“ (Spurningar og svör sem komu framm á fundinum.) VIÐSKIPTARÁÐHERRA SITUR FYRIR SVÖRUM AÐGERÐIR VEGNA SAGA CAPITAL OG VBS Fjármálaráðherra samdi við Saga Capital og VBS fjárfestingar banka um endur- fjármögnun á skuldum bank- anna við Seðlabankann vegna endurhverfra REPO-viðskipta. Lánið er með tveggja prósenta vexti og verðtryggt. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks hafa gagnrýnt þetta mjög á Alþingi og sagt yfirvöld með þessu vera að hygla fjár- málafyrirtækjum og bjóða þeim betri kjör en almenningi sem á ekki í minni vandræðum. GYLFI MAGNÚSSON Mikið mæddi á viðskiptaráðherra á fundi viðskipta- nefndar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722 SÓLNING Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is Krómfelgur 25% afsláttur! Álfelgur 20% afsláttur! Sólning býður nú ál- og krómfelgur með miklum afslætti út apríl Sólning býður að auki eitt landsins mesta úrval af sumardekkjum frá viðurkenndum framleiðendum. GÖTÓTTUR Skemmdarvargar komu fyrir sprengju inni í bronsstyttu af Vladimír Lenín, fyrrverandi Sovétleið- toga, í miðborg Sankti Pétursborgar. Þegar hún sprakk skildi hún eftir sig gat á frakka kommúnistans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.