Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 60
28 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Steindórsdóttir Vatnskoti 2, Þykkvabæ, sem lést miðvikudaginn 25. mars, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju, laugardaginn 4. apríl, klukkan 14.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á orgel- sjóð Þykkvabæjarkirkju. Gunnar Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Skjóldal bifreiðastjóri, Helgamagrastræti 6, Akureyri, lést á Kristnesspítala miðvikudaginn 1. apríl. Kristín S. Ragnarsdóttir Jakob Jóhannesson Ragnar S. Ragnarsson Inga Úlfsdóttir barnabörn og langafastrákarnir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Magnússon flugstjóri, Strikinu 4, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudag- inn 14. apríl kl. 13.00. Jean Magnússon Díana E. Skúladóttir Louis Hoogedeure Margrét L. Skúladóttir Einar Einarsson Skúli K. Skúlason Sigurlaug S. Einarsdóttir Stefán M. Skúlason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, sonur, bróðir, mágur og frændi, Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson húsasmíðameistari, Hólagötu 9 Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 27. mars sl. á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þann 7. apríl nk. kl. 13.00. Hafdís Óskarsdóttir Hallgrímur Óskarsson Sólrún Sigurbjörnsdóttir Óðinn Þór Hallgrímsson Helga Sigurðardóttir Fanney Ósk Hallgrímsdóttir Guðbjörn Guðmundsson Ægir Óskar Hallgrímsson Berglind Magnúsdóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónfríðar Gunnarsdóttur, Sóltúni 2, áður til heimilis að Ferjubakka 4. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og alúðlegt viðmót. Ólöf Björg Einarsdóttir Grétar Hartmannsson Gunnur Inga Einarsdóttir Helgi Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmans míns, föður, tengdaföður og afa, Inga Sævars Oddssonar Asparási 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við göngudeild hjartabilunar og hjartadeild 14G á Landspítalanum við Hringbraut. Þuríður Antonsdóttir Hrafnhildur Ingadóttir Barði Ágústsson Oddur Ingason Gunnar Ingason Svanhildur Kristinsdóttir Ómar Ingason Aníta Berglind Einarsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gísla Óskarssonar vélstjóra, Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstakan kærleika og hlýju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Kristín Haraldsdóttir Guðný Svava Gísladóttir Sigurður Einarsson Sigrún Olga Gísladóttir Styrmir Gíslason Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, Ólafur Jósef Sigurjónsson, Hraunbæ 174, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 11.00. Jessica Sigurjónsson Jósef Natan Ólafsson Hjördís Sigurðardóttir Björgvin Konráðsson Sigurbjörg Árnadóttir Jónína Konráðsdóttir Gunnar Gunnarsson Konný B. Leifsdóttir Grétar Einarsson Hinrik Sigurjónsdóttir Friðrik Sigurjónsson Þuríður Gunnarsdóttir. „Ég ætla ekki að segja að ég sé spenntur fyrir þessu en málið snýst um að vera ungur í anda og ég tel mig vera það,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari meistaradeildarliðs FH í knattspyrnu, glaðlega þegar hann er spurður hvernig fer- tugsafmælið fari í hann. Hann er í Kaplakrika þegar við- talið fer fram, strákarnir streyma að enda æfing að hefjast og í dag eru hlaup og lyftingar á dagskrá. „Það verður að reyna að koma þessum mönnum í form fyrir sumarið,“ segir Heimir ákveðinn en er samt beðinn að skauta létt yfir ævi- ferilinn til þessa, í tilefni af tímamótunum. „Mínar æskustöðvar eru í Vesturbænum. Ég gekk í Mela- skóla og Hagaskóla, byrjaði svo ungur að æfa fótbolta með KR og á ekkert nema góðar minningar frá því.“ -Þykir ekki toppurinn að vera Vesturbæingur og KR- ingur? „Það var það að minnsta kosti þá, hvernig sem það er núna. Ýmsir gefa sig út fyrir að vera Vesturbæingar en færri vita að Vesturbærinn er í raun bara innan ramma Hofsvallagöt- unnar, Suðurgötunnar, Hringbrautarinnar og Ægisíðunnar.“ Þegar hann sér að blaðamaður verður efins á svipinn bætir hann við hlæjandi: „Það er þannig í mínum huga, sjáðu til, svo geta aðrir haft einhverjar meiningar um það.“ -Var sem sagt rígur milli hverfa í Vesturbænum? „Já, já, mikill rígur. Þar voru haldin hverfamót í fótbolta þótt innan KR væri.“ -Varstu snemma góður? „Það verða aðrir að dæma um en ég fór í gegnum yngri flokkana í KR með góðum árgangi. Þar voru góðir leikmenn eins og Rúnar Kristinsson, Þormóður Egilsson, Hilmar Björnsson og fleiri og við vorum með mjög sigursælt lið í gegnum yngri flokkana.“ -Þú hefur samt leitað á önnur mið? „Já, ég spilaði uppi á Skaga ´98 og ´99 þegar Logi Ólafsson var með ÍA og kom með honum til FH árið 2000. Ég sé ekki eftir því í dag. Þá var FH í næstefstu deild en hefur verið í uppsveiflu síðan. Ég var fyrirliði þegar FH varð Íslands- meistari 2004 og varð svo aðstoðarþjálfari hjá Óla Jóhanns og tók við liðinu þegar hann fór til landsliðsins. Ég tók við góðu búi og það gekk vel hjá okkur í fyrra þegar FH varð Ís- landsmeistari á dramatískan hátt í lokaumferðinni.“ -Fótboltinn hefur sem sagt alltaf verið þínar ær og kýr. „Hann hefur verið stærsta áhugamálið fyrir utan fjöl- skylduna. Konan mín er Áróra Hrönn Skúladóttir, kennari við Salaskóla, og við eigum samanlagt fjóra stráka. Auðvit- að leggur maður rækt við að ala börnin sín vel upp og reyna að búa til góða einstaklinga. Við erum komin með innanhúss- lið og það er jákvætt!“ -Ætlarðu að halda upp á daginn? „Nei, ég hef ekki tíma þessa stundina. Það er aldrei að vita nema maður haldi einhverja veislu þegar nær dregur sumri en ég ætla ekki að vera með miklar yfirlýsingar um það, að minnsta kosti ekki í blöðunum!“ gun@frettabladid.is HEIMIR GUÐJÓNSON: FERTUGUR Í DAG Tel mig vera ungan í anda HEIMIR GUÐJÓNSSON ÞJÁLFARI HJÁ FH Hefur nóg að gera og er sáttur við lífið og tilveruna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI timamot@frettabladid.is MARLON BRANDO LEIKARI VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1924. „Ekki setja samasemmerki á milli upphæðarinnar á launa- seðlinum þínum og hæfileika þinna.“ Marlon Brando var bandarískur og meðal stórstjarna tuttugustu aldar í leiklist, og var margfaldur Óskars- verðlaunahafi. Harry S. Truman Bandaríkjaforseti skrif- aði undir Marshall- aðstoðina þennan dag árið 1948. Hún var sett á laggirnar til að styrkja stríðshrjáðar þjóðir í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina og styðja og efla efna- hagslegan uppgang í löndum álfunnar. Aðstoðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneyt- inu og átti meðal annars að vera liður í að auka samvinnu milli Evrópu og Bandaríkjanna. Hug- myndasmiðurinn var þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Marshall, sem sjóðurinn var kenndur við en miklar deilur sköpuð- ust um tilganginn þótt hann virtist göfugur. Alls þáðu sextán þjóðir boð Bandaríkj- anna um aðstoð, þar á meðal Íslendingar sem högnuðust einna mest á henni ef miðað er við höfðatölu því uppbygging- in á Íslandi eftir seinni heims- styrjöldina var Marshall-aðstoð- inni að miklu leyti að þakka. Hún tryggði að hjól atvinnulífs- ins fóru að snúast, innflutning- ur og útflutningur hófst að nýju eftir stríðið og líf fólks fór í fastar skorður. ÞETTA GERÐIST: 3. APRÍL 1948 Marshall-aðstoðin veitt AFMÆLI EIRÍKUR GUÐNA- SON, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, er sextíu og fjögurra ára í dag. RAGNA RÓBERTS- DÓTTIR myndlistar- kona er sextíu og fjögurra ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.