Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 44
3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● blátt áfram
Páll Ólafsson félagsráðgjafi
telur forvarnakyningu frá Blátt
áfram hafa nýst vel í starfi.
„Ómetanlegt er fyrir mig sem
barnaverndarstarfsmann að hafa
þá þekkingu til staðar sem sam-
tökin Blátt áfram búa yfir,“ segir
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi á fjöl-
skyldusviði Garðabæjar. „Við höfum
farið með forvarnakynningu frá
Blátt áfram inn í skóla og hefur það
hjálpað okkur við að opna á þessa
hluti við mörg börn og er gott tæki
í umræðunni um hvað er leyfilegt,
hvenær börn mega segja nei, við
hverju þau mega bregðast og hver
stjórnar þeim. Starfið í Blátt áfram
er því ómetanlegt fyrir mig í mínu
starfi,“ segir hann ákveðinn.
„Starf Blátt áfram gefur ein-
hvers konar leyfi fyrir því að tala
um þessa hluti sem gerir það að
verkum að aðrir eiga auðveldara
með að opna á það líka þannig að
svona umræða breiðist út. Ef til
dæmis einn bekkur fer á svona
kynningu þá ræða krakkarnir um
það sem fram fór og það dreifist um
skólann og hefur áhrif á fleiri börn.
Þannig að þetta opnar á umræðu og
leysir upp feimnina í kringum þetta.
Þá heyra börn fullorðið fólk segja
frá reynslu sinni, hvað er leyfilegt
og hvað ekki og líka hvert þau geta
leitað,“ segir Páll.
Í kjölfar þess að fræðslan hefur
farið út í skólana hafa komið upp á
yfirborðið mál þar sem börn hafa
orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Þá
er alveg á hreinu hvernig bregðast
skal við. Öll kynferðisbrotamál
gegn börnum fara í Barnahús frá
okkur. Þar fer fram skýrslutaka
eða könnunarviðtal til að komast
að því hvað gerðist þó svo barnið
sé kannski búið að opna á þetta í
viðtali við mig eða annars staðar.
Í Barnahúsi fær barnið alla þjón-
ustu sem völ er á; meðferð að þessu
loknu, foreldrar fá stuðning og
fleira. Í einstaka málum nýtum við
líka Blátt áfram og hefur Sigríður
til dæmis komið og rætt við börn
Telur þetta ómetanle
Páll segir að ef opnað sé á umræðu um kynferðisofbeldi sé nauðsynlegt að hafa farveg fyrir þau mál sem kunni að koma upp.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is
www.gardabaer.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
stú
lka
n
á
m
yn
di
nn
i e
r m
ód
el
.
Er barniÐ Þitt í Öruggum hondum?