Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 47
3. apríl föstudagur 7 LÍFSTÍÐ við að hún muni aldrei gleyma þessu fólki. „Ekki svo lengi sem ég lifi. Það var svo erfitt að sitja með börnin í fanginu og geta ekki gert eitthvað meira fyrir þau. Þetta er mjög fallegt fólk og börnin eru svo sæt. Mig langaði oft að taka þau með mér heim,“ segir hún og bætir við að eftir þessa reynslu geti hún vel hugsað sér að ættleiða barn. „Ég gæti vel hugsað mér að ætt- leiða barn en mig langar jafnframt að reyna að verða ólétt og ala barn sjálf. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að ættleiða frá Kamb- ódíu. En ef lögunum verður breytt á ég kannski eftir að ættleiða fullt af börnum. Það er göfugt,“ segir hún og brosir. Ein stelpan í mynd- inni hafði sérstök áhrif á Maríu en sú heitir Rotha og starfar við götu- vændi. „Rotha hefur verið í kynlífs- ánauð frá tólf ára aldri og vinnur í almenningsgarði fyrir yfirmann sinn sem gefur henni mat og húsaskjól í staðinn. Ég átti erfitt eftir að hafa rætt við hana vegna þess að hún er í þessum ömurlegu aðstæðum enn í dag. Við reynd- um að koma henni til hjálpar en þetta er svo flókið. Í rauninni er hún bara þræll.“ María Sigrún segist vel geta hugsað sér að gera fleiri heimildar- myndir enda sé hún forvitin að eðlisfari og hafi gaman af áskor- unum. „Ég held að það sé hollt og gott fyrir fréttamenn að taka svona áskorunum. Ég vissi allan tímann að þetta yrði erfitt. Mynd- in er ekkert skemmtiefni og alls ekki fyrir viðkvæma. En maður er í þessu fagi af ástríðu sem geng- ur út á að komast til botns í veru- leikanum og miðla honum áfram. Það var frábært að fá þetta tæki- færi til þess. Í fréttunum er maður alltaf að tipla á aðalatriðunum og mér fannst svo gott að geta loks- ins kafað dýpra ofan í viðfangs- efnið og gera hlutunum almenni- leg skil. Svona heimildarmynda- gerð er besta formið til þess. Ég finn ýmislegt á mér og ég held að þetta sé ekki síðasta myndin sem ég geri. En á þessu augna- bliki er ég bara fegin að þessari vinnu sé lokið. Myndin er tilbúin til útsendingar og mér líður eins og konu sem er komin fram yfir settan dag. Ég get ekki hugsað um neitt annað en að fæða myndina okkar sem við höfum gengið með í níu mánuði. Ég vona að hún veki fólk til umhugsunar og hvetji fólk til að láta gott af sér leiða. Þá er markmiði mínu náð.“ Götuvændi Rotha og vinkonur sem starfa við götuvændi. a munaðarlaus börn með sér heim. Í Kambódíu María Sigrún með Begga myndatökumanni. Hreinlega langar ekki í sætindi og er hætt öllu narti w w w .s m id ja n. is Turbo Greens frá Gillian McKeith er fáanlegt í öllum helstu apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nóatúni og Krónunni. Eftir að ég byrjaði að taka inn TURBO GREENS duftið langar mig hreinlega ekki í sætindi og er hætt öllu narti, sem er ótrúlegt! Erna Sigurbjörnsdóttir 57 ára, afgreiðslumaður í sjoppunni í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði, var efins um að hún gæti haldið út í starfi sínu í sjoppunni þar sem nammifreistingarnar eru svo yfirþyrmandi. “Ég gat ekki staðist freistinguna og var í tíma og ótíma farin að kaupa mér allskonar nammi til að taka með mér heim og var oft búin að klára það áður en heim var komið. Aukakílóin hlóðust utan á mig og verst var að ég var orðin mjög orku- og framtakslaus og var hætt að gera neitt heima nema það nauðsynlegasta. Þurfti að sofa mikið og var sífellt þreytt. Las í tímariti um eitthvað undraefni sem gæti hjálpað mér að losna út úr þessum vítahring og ákvað í byrjun ágúst 2008 að prófa þetta efni sem heitir TURBO GREENS. Síðan þá (5 mánuðir) hef ég tekið inn 1 ½ tsk. af TURBO GREENS dufti á hverjum morgni á fastandi maga og hafa orðið ótrúleg umskipti á heilsu minni, orku og líkams-þyngd. Ég er full af orku, labba alltaf í vinnuna sem ég hafði varla ekki orku til áður. Ég nenni öllu núna og kem hress heim eftir vinnudaginn. Ég hef tapað 8 kg. sem er frábær bónus og fyrst og fremst er ég svo miklu glaðari og ánægðari með tilveruna. Eftir að ég byrjaði að taka inn TURBO GREENS langar mig alls ekki í sætindi og er hætt öllu narti sem er ótrúlegt, segir Erna að lokum, kímin.” Turbo Greens er kröftug blanda af lífrænt ræktaðri ofurfæðu: SPÍRULÍNU, BYGG- GRASI, HVEITIGRASI, AÐALBLÁBERJUM, EPLAPETÍNI OG SÍTRÓNUBERKI. Sann- kölluð orku- og næringarsprengja, auðmeltanleg, glútínlaus, prótein-, stein- efna- og vítamínauðug. Þessi blanda er mjög svo blóðsykursjafnandi og er æski- legt að taka inn 1-2 tsk. á morgnana til þess að ná sömu áhrifum og Erna. Í 2 tsk skammti er nægjanleg dagleg þörf að vítamínum og steinefnum. Hrærið duftinu í vatn eða eplasafa, einnig gott að blanda í próteinhristinga. TILBOÐ 20% AFSLÁTTUR 1-8 APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.