Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 8
8 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
1 Hvað heitir eiginkona
forsætis ráðherra Bretlands?
2 Hver veiddi risaurriða í
Varmá á fyrsta veiðidegi ársins
í fyrradag?
3 Á hverju vill Ólafur F.
Magnús son að Dagur B. Egg-
ertsson biðjist afsökunar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frum-
varpi fjármálaráðherra um stofnun eigna-
umsýslufélags.
Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhags-
lega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í
miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta
eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana.
Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of
víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrir-
tæki teljist þjóðhagslega mikilvæg.
Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg
fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna-
eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra
myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu
öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og
aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um
þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar
því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega
mikilvæg í skilningi laganna.
Bjarni segir þingsins en ekki annarra að
ákvarða slíka skilgreiningu.
„Það sem maður óttast fyrst og fremst er
að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg
fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórn-
valda heldur en í höndum einstaklinganna.
Þegar svona hugmyndir með svona opnar
skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að
hafa allan varann á.“
Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu
á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að
bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í
vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki
hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu
gagnstæða.
- bþs
Formaður Sjálfstæðisflokksins hafnar óbreyttu frumvarpi um eignaumsýslufélag:
Óttast áform um ríkisumsjá fyrirtækja
BJARNI BENEDIKTSSON Kveðst óttast þá lífsskoðun
vinstrimanna að fyrirtæki séu betur komin hjá hinu
opinbera en einstaklingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson
borgarfulltrúi segir óþarfa af
Ólafi F. Magnús-
syni að viðhafa
stóryrði og
taka gagnrýni á
kaup á Lauga-
vegi 4 til 6 til
sín eingöngu og
vísar til viðtals
við Ólaf í blað-
inu í gær.
„Ég var ekki
að saka Ólaf
einan um peningaeyðslu, heldur
Sjálfstæðisflokkinn fyrir að
kaupa Ólaf til fylgilags við sig,“
segir Dagur. Hann hafi viljað
draga fram að nú sé búið að eyða
átta hundrað milljónum í hús sem
hefðu annars verið friðuð.Um leið
sé verið að skerða mjög mikil-
væga þjónustu í borginni.
„Ég var einfaldlega að segja
að sjálfstæðismenn hafa reynst
einstaklega óábyrgðir í meðferð
peninga borgarbúa á þessu kjör-
tímabili, en hann ákvað að taka
það til sín.“ - kóþ
Dagur svarar fulltrúa F-lista:
Óþarfa stóryrði
hjá Ólafi F.
EFNAHAGSMÁL Átta hæfir umsækj-
endur sóttu um stöðu seðlabanka-
stjóra. Þeirra á meðal eru Arnór
Sighvatsson aðstoðarseðlabanka-
stjóri, Þorvaldur Gylfason hag-
fræðingur og Ásgeir Jónsson, for-
stöðumaður hjá Kaupþingi.
Aðrir sem sóttu um voru hag-
fræðingarnir Jóhann Rúnar
Björgvinsson, Már Guðmunds-
son, Rannveig Sigurðardóttir,
Tryggvi Pálsson og Yngvi Örn
Kristinsson.
Sextán sóttu um stöðu aðstoðar-
seðlabankastjóra. Fimm af þeim
sóttu einnig um stöðu seðla-
bankastjóra. Skipað verður í stöð-
urnar í maí. - bj
Sóttu um í Seðlabankanum:
Skipa banka-
stjóra í maí
DAGUR B.
EGGERTSSON
EFNAHAGSMÁL Ekki hefur náðst
samkomulag milli bankanna og
þeirra sem áttu framvirka gjald-
eyrissamninga fyrir fall fjár-
málakerfisins. Deilt er um á
hvaða gengi samningarnir verða
gerðir upp og ljóst er að það getur
munað tugum milljarða hvert við-
miðunargengið
verður.
Um fimmtán
lífeyrissjóðir
voru með fram-
virka gjaldeyris-
s a m n i nga í
öllum þremur
bönkunum og
við fall bank-
anna voru þeir
samningar nei-
kvæðir um sem svaraði 70 millj-
örðum króna. Á móti kemur áttu
sjóðirnir skuldabréf á bankana
upp á rétt rúmlega 100 milljarða
króna.
Ekki er sjálfgefið að lífeyris-
sjóðir eigi bréf í sömu bönkum
og gjaldeyrissamningarnir eru í
og Arnar Sigurmundsson, stjórn-
armaður í Landssamtökum líf-
eyrissjóða, segir að líka sé hægt
að skuldajafna um 40 til 50 pró-
sent af skuldabréfunum gegn
samningunum. Sjóðirnir myndu
samkvæmt þessu skulda bönkun-
um um 20 til 30 milljarða vegna
samninganna, en eiga 50 til 60
inni hjá þeim í skuldabréfum, sé
litið heilt yfir, sem séu kröfur í
þrotabú.
Þá er hins vegar gert ráð fyrir
að framvirku samningarnir séu
gerðir upp á genginu sem var
þegar bankarnir féllu, en á það
hafa bankarnir ekki fallist. Arnar
segir lögfræðiálit styðja kröf-
una.
„Það er orðinn víðtækur skiln-
ingur á því að þegar bankarnir
féllu voru þeir ófærir um að sinna
þessu. Þær viðræður sem í gangi
eru hafa beinst að því að ná lend-
ingu sem tæki mið af þeirri stað-
reynd.“ Arnar segir að ef gjald-
eyrissamningarnir hefðu farið í
nýju bankana, líkt og ætlað var,
hefði vandamálið ekki komið upp.
Ákveðið hafi þó verið að skilja þá
eftir hjá skilanefndunum.
Hrafn Magnússon, formaður
Landssamtakanna, segir afnám
banns um málsókn gegn fjár-
málafyrirtækjum ekki breyta
miklu. Gert sé ráð fyrir að það sé
bankanna að sækja í málinu, en
reynt sé að ná samningum um það
og sáttatillaga lífeyrissjóðanna
gangi út á gengisvísitöluna 175.
Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum er
neikvæð staða á samningunum
um 17 milljarðar og heldur minna
hjá byggingarfyrirtækjum.
Fjárfestingarfyrirtækið Kjalar
hefur krafist þess að samningar
þeirra verði gerðir upp á gengi
Evrópska seðlabankans í október,
nær tvöföldu gengi hins íslenska.
Kristinn Hallgrímsson lögmaður
segir fyrirtækið munu hefja mál-
sókn um leið og færi gefst.
kolbeinn@frettabladid.is
Engin niðurstaða um
gjaldeyrissamninga
Ekki hefur náðst samkomulag um framvirka gjaldeyrissamninga. Lífeyrissjóðir
hafa lagt fram sáttatilboð. Fyrir þingi liggur frumvarp um afnám lögsóknar-
banns gegn fjármálastofnunum. Kjalar hyggur á málsókn um leið og færi gefst.
FULLTRÚAR LÍFEYRISSJÓÐANNA Arnar Sigurmundsson og Hrafn Magnússon funda
með fjármálaráðherra í febrúar, ásamt öðrum fulltrúum lífeyrissjóðanna. Samningar
standa yfir um hvaða gengi ráði uppgjöri framvirkra gjaldeyrissamninga.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KRISTINN
HALLGRÍMSSON
LÖGREGLAN „Ég er smeykur um að
við séum ekki búin að sjá fyrir
endann á þessu,“ segir Gísli Jökull
Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðs-
ins, um mótmæli á Íslandi.
Með vaxandi atvinnuleysi komi
ef til vill nýr hópur til mótmæla,
örvæntingarfullt fólk og reitt.
Mótmæli þess geti orðið hættu-
legri en þegar mótmælin voru
annars vegar pólitísk og hins
vegar með ofbeldismönnum.
„Hvorki aðgerðasinnar né
ofbeldismennirnir höfðu misst
eigur sínar þegar þeir mót-
mæltu og höfðu því kannski ekki
mikla ástæðu til að vera reiðir.
En atvinnulaust fólk, sem getur
kannski ekki staðið undir afborg-
unum eða séð fjölskyldu sinni
farborða, það gæti verið hættu-
legt,“ segir Gísli. - kóþ
Lögreglumaður um horfurnar:
Óttast mót-
mæli hjá at-
vinnulausum
MÓTMÆLI Ritstjóri Lögreglublaðsins
óttast frekari mótmæli. Myndin tengist
fréttinni ekki beint.
Þyrla hrapaði
Tíu manns eru taldir af eftir að
þyrla hrapaði í Norðursjó síðdegis í
gær. Björgunarlið leitar enn að sex
farþegum. Þyrlan var af gerðinni
Super Puma og var á leið í land frá
olíuborpalli þegar hún hrapaði um
56 kílómetrum austan við Skotland.
Minnst sextán manns voru um borð.
NORÐURSJÓR
VEISTU SVARIÐ?