Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 18 Velta: 74 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 216 +2,01% 640 +2,46% MESTA HÆKKUN CENTURY AL. 14,2% ÖSSUR 2,48% BAKKAVÖR 0,71% MESTA LÆKKUN MAREL 0,23% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,41 +0,71% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 +0,00% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 43,3 -0,23% ... Össur 91,00 +2,48% ÍS L E N S K A /S IA .I S /K A U 4 56 80 0 3. 20 09 ÁRSFUNDUR FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 28. apríl nk. kl. 17:15 í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19. DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á www.frjalsilif.is og verða aðgengilegar í höfuðstöðvum Kaupþings tveimur vikum fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. „Það er lítill stuðning- ur við það í Finnlandi að ganga úr mynt- bandalagi Evrópusam- bandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjár- málaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrir- lestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsam- samstarfi við Evrópu- sambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjöl- far djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sér- fræðinga úr háskól- unum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxt- ur þar, sem á mikið undir utanríkisversl- un, verið nokkuð stöð- ugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar banka- kreppunnar um svip- að leyti. Ekki var þó stuðningur við upp- töku evru þar í landi. Gengi sænsku krón- unnar hefur fallið tals- vert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutn- ingi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab Finnar vilja ekki markið aftur Í skoðun er að erlendir krónubréfaeigendur fjár- festi í íslenskum stórfyr- irtækjum fyrir tugi millj- arða. Þannig yrði undið ofan af krónustöðum í Seðlabankanum. „Eftir kortlagningu krónueigna síðasta haust komst Seðlabank- inn að þeirri niðurstöðu að hætt- an á fjármagnsflæði gæti valdið óstöðugleika. Takmarkanir á fjármagnshreyfingar hafa tryggt stöðugleika í viðskiptum og skap- að aðstöðu til að vinna á undir- liggjandi vanda. Það verður gert með langtímahagsmuni að leiðar- ljósi,“ segir Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá Seðlabankanum, um þá vinnu sem staðið hefur yfir síðan fyrir áramót um leiðir til að leysa krónustöðu erlendra aðila. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir margar leiðir til að losa um stöðurnar. Tregða sé í stjórnkerfinu að ganga í málið. Við innleiðingu gjaldeyrishaft- anna í nóvember var komið í veg fyrir að eigendur krónubréfa inn- leystu þau og flyttu fjármagn úr landi. Krónuinnistæður erlendra aðila námu þá fjögur hundruð milljörðum króna. Nær engin breyting hefur orðið á því. Rætt hefur verið um að krónu- bréfaeigendur sem sitja fastir hér með 50 til 80 milljarða í krónu- bréfum losi um stöður sínar með kaupum á skuldabréfum íslenskra stórfyrirtækja en þeir sem eigi lægri fjárhæðir kaupi hlutabréf fyrirtækja með sterka alþjóðlega tengingu. Greitt yrði fyrir með krónum og leiðirnar því ekki í andstöðu við gjaldeyrishöftin. Skuldabréf fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og Norðurál, Marel Food Systems og stoðtækjafyrir- tækið Össur hafa verið nefnd sem fjárfestingarkostir. Gjalddagar yrðu eftir allt að fimm ár og lánin greidd í uppgjörsmynt félaganna, Bandaríkjadölum og evrum. Iðnaðarráðherra styður að þessi leið verði farin, samkvæmt upp- lýsingum þaðan. Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsvirkj- unar, segir málið hafa verið reif- að um áramót. Landsvirkjun skoði fjölbreyttar fjármögnunarleiðir til að takast á við ný verkefni og vegna endurfjármögnunar. Einn heimildarmanna Frétta- blaðsins sagði Landsvirkjun geta brotið ísinn og undið hratt ofan af krónubréfunum í kjölfarið. Ekki er útilokað að hreyfing komist á málið eftir að breska fjármála- fyrirtækið Oliver Wyman lýkur verðmati sínu á efnahagsreikn- ingi bankanna á næstu vikum, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. jonab@markadurinn.is LANDSVIRKJUN Erlendir fjárfestar sem sitja fastir með krónubréf hér hafa skoðað lánveitingar til íslenskra stórfyrir- tækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ Unnið að lausn krónueignaEvrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evru- svæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýri- vextir færu neðar. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir ákvörðunina olíu á eld gagnrýnenda sem telji bankann hafa dregið lappirnar í baráttu sinni gegn fjármálakrepp- unni. Bankinn tók ekki að lækka stýrivexti að ráði fyrr en í október í fyrra. Þá stóðu þeir í 4,25 pró- sentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn á vaxtaákvörðunarfundi í gær að vextirnir eigi eftir að lækka um 25 punkta hið minnsta til viðbótar. Stýrivextir í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Japan hafa verið lækkaðir hratt síðasta árið og liggja nú nálægt núlli. - jab Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu JEAN-CLAUDE TRICHET Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hluta- bréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum. Talsverð uppsveifla var á banda- rískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að bandaríska reikningsskila- ráðið aflétti þeim kvöðum á fyrir- tæki að færa eignir á markaðs- virði. Helstu hlutabréfavísitölur ruku nær samstundis upp um rúm þrjú prósent í byrjun dags. Horft er til þess að breytingin geti dreg- ið úr tapi fjármálafyrirtækja vegna falls á hlutabréfamörkuðum. - jab Dow Jones yfir 8.000 stigin Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið, að hluta með skuldajöfnun þegar kröfu aðal- eiganda sjóðsins var breytt í stofn- fé. Við þetta hækkaði eiginfjár- hlutfall sparisjóðsisn upp fyrir lögbundið lágmark, að því er fram í tilkynningu. - jab Sparisjóður eykur stofnféð FRÁ ÓLAFSFIRÐI Sparisjóður Ólafsfjarðar getur aukið eiginfjárhlutfall frekar með ósk um framlag úr ríkissjóði. ILLKA MYTTY Fall sænsku krónunnar gagnvart evru hefur komið niður á utanríkisviðskiptum Finna. Enginn vilji er fyrir því í Finnlandi að taka aftur upp sjálfstæðan gjaldmiðil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Einn viðskiptabankanna þriggja sendi Seðlabank- anum rangar upplýsingar um lausafjárstöðu sína á síðasta ári og tveir þeirra stóðu ekki við samkomu- lag sitt við evrópska seðlabankann frá vordög- um í fyrra að draga úr endurhverfum viðskipt- um við bankann. Þetta kemur fram í skýrslu Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræð- ings, um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fram kemur að erlendir seðlabankar hafi varað við miklum lántökum bankanna hjá evrópska seðlabankanum í gegnum seðla- bankann í Lúxemborg. Bæði þóttu upphæðirn- ar háar og veðin umdeil- anleg. Samið var um að bankarnir drægju úr við- skiptum sínum og færu ekki út fyrir tilskilin mörk. Virðist sem tveir bankar með starfsemi erlendis hafi rofið sam- komulagið með haustinu og farið yfir mörkin. Í skýrslunni, sem kynnt var á mánudag, segir Jännäri margt líkt með falli bankanna í fyrra og þeirra norsku fyrir tveimur áratug- um. Það hafi skrifast á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni. Ekki kemur fram í skýrslunni um hvaða banka hafi verið að ræða. - jab Bankarnir stóðu ekki við sitt SKÝRSLAN KYNNT Fall bankanna skrifaðist á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni, að mati finnska bankasérfræðings- ins Kaarlos Jännäri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.