Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 18 Velta: 74 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
216 +2,01% 640 +2,46%
MESTA HÆKKUN
CENTURY AL. 14,2%
ÖSSUR 2,48%
BAKKAVÖR 0,71%
MESTA LÆKKUN
MAREL 0,23%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,41 +0,71% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 +0,00% ... Icelandair Group 7,00
+0,00% ... Marel Food Systems 43,3 -0,23% ... Össur 91,00 +2,48%
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/K
A
U
4
56
80
0
3.
20
09
ÁRSFUNDUR
FRJÁLSA
LÍFEYRISSJÓÐSINS
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 28. apríl nk. kl. 17:15
í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19.
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á www.frjalsilif.is og verða
aðgengilegar í höfuðstöðvum Kaupþings tveimur vikum fyrir ársfund.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
„Það er lítill stuðning-
ur við það í Finnlandi
að ganga úr mynt-
bandalagi Evrópusam-
bandsins og taka aftur
upp finnska markið
þrátt fyrir kreppuna,“
segir Ilkka Mytty, fjár-
málaráðgjafi í finnska
fjármálaráðuneytinu.
Mytty var með fyrir-
lestur um finnsku
kreppuna í byrjun
síðasta áratugar og
reynsluna af myntsam-
samstarfi við Evrópu-
sambandið í gær.
Í fyrirlestri Myttys
kom fram að í kjöl-
far djúprar kreppu
hafi finnsk stjórnvöld
sett saman teymi sér-
fræðinga úr háskól-
unum sem mátu kosti
og galla þess að ganga í ESB.
Kostirnir vógu þyngra
en gallarnir.
Finnar gengu í ESB
1995 og hefur hagvöxt-
ur þar, sem á mikið
undir utanríkisversl-
un, verið nokkuð stöð-
ugur síðan þá.
Svíar brugðu á sama
ráð í kjölfar banka-
kreppunnar um svip-
að leyti. Ekki var þó
stuðningur við upp-
töku evru þar í landi.
Gengi sænsku krón-
unnar hefur fallið tals-
vert gagnvart evru
upp á síðkastið. Það
hefur komið niður á
fjárfestingum Svía í
Finnlandi og útflutn-
ingi Finna þangað. Á
móti hefur gengisfallið
nýst Finnum í Svíþjóð,
að sögn Myttys. - jab
Finnar vilja ekki
markið aftur
Í skoðun er að erlendir
krónubréfaeigendur fjár-
festi í íslenskum stórfyr-
irtækjum fyrir tugi millj-
arða. Þannig yrði undið
ofan af krónustöðum í
Seðlabankanum.
„Eftir kortlagningu krónueigna
síðasta haust komst Seðlabank-
inn að þeirri niðurstöðu að hætt-
an á fjármagnsflæði gæti valdið
óstöðugleika. Takmarkanir á
fjármagnshreyfingar hafa tryggt
stöðugleika í viðskiptum og skap-
að aðstöðu til að vinna á undir-
liggjandi vanda. Það verður gert
með langtímahagsmuni að leiðar-
ljósi,“ segir Freyr Hermannsson,
sérfræðingur hjá Seðlabankanum,
um þá vinnu sem staðið hefur yfir
síðan fyrir áramót um leiðir til að
leysa krónustöðu erlendra aðila.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir margar leiðir til að
losa um stöðurnar. Tregða sé í
stjórnkerfinu að ganga í málið.
Við innleiðingu gjaldeyrishaft-
anna í nóvember var komið í veg
fyrir að eigendur krónubréfa inn-
leystu þau og flyttu fjármagn úr
landi. Krónuinnistæður erlendra
aðila námu þá fjögur hundruð
milljörðum króna. Nær engin
breyting hefur orðið á því.
Rætt hefur verið um að krónu-
bréfaeigendur sem sitja fastir hér
með 50 til 80 milljarða í krónu-
bréfum losi um stöður sínar með
kaupum á skuldabréfum íslenskra
stórfyrirtækja en þeir sem eigi
lægri fjárhæðir kaupi hlutabréf
fyrirtækja með sterka alþjóðlega
tengingu. Greitt yrði fyrir með
krónum og leiðirnar því ekki í
andstöðu við gjaldeyrishöftin.
Skuldabréf fyrirtækja á borð við
Landsvirkjun og Norðurál, Marel
Food Systems og stoðtækjafyrir-
tækið Össur hafa verið nefnd sem
fjárfestingarkostir. Gjalddagar
yrðu eftir allt að fimm ár og lánin
greidd í uppgjörsmynt félaganna,
Bandaríkjadölum og evrum.
Iðnaðarráðherra styður að þessi
leið verði farin, samkvæmt upp-
lýsingum þaðan.
Stefán Pétursson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Landsvirkj-
unar, segir málið hafa verið reif-
að um áramót. Landsvirkjun skoði
fjölbreyttar fjármögnunarleiðir
til að takast á við ný verkefni og
vegna endurfjármögnunar.
Einn heimildarmanna Frétta-
blaðsins sagði Landsvirkjun geta
brotið ísinn og undið hratt ofan af
krónubréfunum í kjölfarið. Ekki
er útilokað að hreyfing komist á
málið eftir að breska fjármála-
fyrirtækið Oliver Wyman lýkur
verðmati sínu á efnahagsreikn-
ingi bankanna á næstu vikum,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
jonab@markadurinn.is
LANDSVIRKJUN Erlendir fjárfestar sem
sitja fastir með krónubréf hér hafa
skoðað lánveitingar til íslenskra stórfyrir-
tækja. FRÉTTABLAÐIÐ/
Unnið að lausn
krónueignaEvrópski seðlabankinn lækkaði
stýrivexti í gær um fjórðung úr
prósenti og standa þeir nú í 1,25
prósentum. Þótt stýrivextir á evru-
svæðinu hafi aldrei verið lægri
bundu fjárfestar vonir við að stýri-
vextir færu neðar.
Bandaríska dagblaðið Wall
Street Journal segir ákvörðunina
olíu á eld gagnrýnenda sem telji
bankann hafa dregið lappirnar í
baráttu sinni gegn fjármálakrepp-
unni. Bankinn tók ekki að lækka
stýrivexti að ráði fyrr en í október
í fyrra. Þá stóðu þeir í 4,25 pró-
sentum.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri
evrópska seðlabankans, gaf í skyn
á vaxtaákvörðunarfundi í gær að
vextirnir eigi eftir að lækka um 25
punkta hið minnsta til viðbótar.
Stýrivextir í Bandaríkjunum,
Bretlandi og í Japan hafa verið
lækkaðir hratt síðasta árið og
liggja nú nálægt núlli. - jab
Stýrivextir aldrei
lægri á evrusvæðinu
JEAN-CLAUDE TRICHET
Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf
átta þúsund stiga múrinn á hluta-
bréfamarkaði í Bandaríkjunum í
gær. Hún hefur legið undir honum
síðan í byrjun febrúar. Lægst fór
vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum
mánuði. Hækkunin síðan þá nemur
rúmum 22 prósentum.
Talsverð uppsveifla var á banda-
rískum hlutabréfamarkaði í gær
eftir að bandaríska reikningsskila-
ráðið aflétti þeim kvöðum á fyrir-
tæki að færa eignir á markaðs-
virði. Helstu hlutabréfavísitölur
ruku nær samstundis upp um rúm
þrjú prósent í byrjun dags. Horft
er til þess að breytingin geti dreg-
ið úr tapi fjármálafyrirtækja vegna
falls á hlutabréfamörkuðum. - jab
Dow Jones yfir
8.000 stigin
Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar
hefur verið aukið, að hluta með
skuldajöfnun þegar kröfu aðal-
eiganda sjóðsins var breytt í stofn-
fé. Við þetta hækkaði eiginfjár-
hlutfall sparisjóðsisn upp fyrir
lögbundið lágmark, að því er fram
í tilkynningu. - jab
Sparisjóður
eykur stofnféð
FRÁ ÓLAFSFIRÐI Sparisjóður Ólafsfjarðar
getur aukið eiginfjárhlutfall frekar með
ósk um framlag úr ríkissjóði.
ILLKA MYTTY Fall sænsku
krónunnar gagnvart evru
hefur komið niður á
utanríkisviðskiptum Finna.
Enginn vilji er fyrir því í
Finnlandi að taka aftur
upp sjálfstæðan gjaldmiðil.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Einn viðskiptabankanna
þriggja sendi Seðlabank-
anum rangar upplýsingar
um lausafjárstöðu sína á
síðasta ári og tveir þeirra
stóðu ekki við samkomu-
lag sitt við evrópska
seðlabankann frá vordög-
um í fyrra að draga úr
endurhverfum viðskipt-
um við bankann.
Þetta kemur fram í
skýrslu Kaarlos Jännäri,
finnsks bankasérfræð-
ings, um reglur og eftirlit
með bankastarfsemi hér.
Skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fram kemur að erlendir seðlabankar hafi
varað við miklum lántökum bankanna hjá
evrópska seðlabankanum í gegnum seðla-
bankann í Lúxemborg.
Bæði þóttu upphæðirn-
ar háar og veðin umdeil-
anleg. Samið var um að
bankarnir drægju úr við-
skiptum sínum og færu
ekki út fyrir tilskilin
mörk. Virðist sem tveir
bankar með starfsemi
erlendis hafi rofið sam-
komulagið með haustinu
og farið yfir mörkin.
Í skýrslunni, sem
kynnt var á mánudag,
segir Jännäri margt líkt
með falli bankanna í
fyrra og þeirra norsku fyrir tveimur áratug-
um. Það hafi skrifast á slakan bankarekstur,
slæma stefnu og óheppni.
Ekki kemur fram í skýrslunni um hvaða
banka hafi verið að ræða. - jab
Bankarnir stóðu ekki við sitt
SKÝRSLAN KYNNT Fall bankanna skrifaðist
á slakan bankarekstur, slæma stefnu og
óheppni, að mati finnska bankasérfræðings-
ins Kaarlos Jännäri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR