Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 66
 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 03. apríl 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Leo Gillespie og Þor- leifur leika blús á Sjávarbarn- um við Grandagarð 9. 23.00 Bjartmar Guðlaugs- son, Ingi og Siggi Lauf verða á Dillon Sport- bar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirðinum. ➜ Sýningar Í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushús- um við Duusgötu hefur verið opnuð sýning á verkum Huldu Vilhjálmsdóttur. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Susan Hiller í 101 Projects við Hverfisgötu 18a, lýkur á sunnudaginn. Opið kl. 14-17. Sýningu sex nemenda við LHÍ og tveggja nemenda frá Listaháskólanum Valand í Skaftfelli, miðstöð myndlistar við Austurveg á Seyðisfirði, lýkur á sunnudaginn. Opið: fös.-sun. kl. 13-20. ➜ Hönnun og tíska Norræni tískutvíæringurinn í Norræna húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.nordice.is 16.00 Hljómsveitin Skakkamanage spilar. ➜ Trommuhringur 17.00 Ingvi Rafn Ingvason stjórnar trommuhring í Te og kaffi í Eymunds- sonversluninni við Hafnarstræti á Akur- eyri þar sem gestum og gangangi býðst að taka þátt. ➜ Uppistand 21.00 Gísli Einarsson og Rögnvaldur Gáfaði verða með uppistand á Græna Hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. ➜ Ópera 20.00 Tónlistarskólinn í Reykjavík sýnir tvær óperur í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Byrjað verður á fyrstu óperu Rossinis, La cambiale di matrimoni, en eftir hlé verður frumflutt verkið Gilitrutt eftir Þórunni Guð- mundsdóttur. ➜ Ljósmyndasýningar Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum Keiko Kurita í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar 13-17. Aðgangur er ókeypis. Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi stendur yfir sýning Blaðaljósmyndarafé- lags Íslands auk þess sem opnuð hefur verið sýning ljósmyndarans Jim Smart. Opið alla daga nema mán. kl. 11-17. ➜ Heilsa 12.00 Forvarnaverkefnið Hjartsláttur sem Ungliðadeild SLFÍ stendur fyrir verður formlega sett af stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður boðið upp á fríar blóðþrýstings- og blóð- sykurmælingar milli kl. 12 og 14. ➜ Dansleikir POPS spila á Bítlaballi á Kringlukránni, Kringlunni. Papar verða á 800 Bar við Eyrarveg á Selfossi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Leikhúsaðsókn hefur verið afar góð á sviðsetningar í leikhúsum landsins á þessum vetri. Í þess- um mánuði hverfa nokkrar vin- sælar sviðsetningar af fjölun- um til viðbótar þeim sem eru að baki. Uppselt er á 27 sýningar á Kardemommubænum í Þjóðleik- húsi fram til 6. júní og hinn 8. maí kemur á fjalir Borgarleikhússins fjölskyldusýningin Söngvaseiður og er þegar uppselt á nær þrjátíu sýningar. Bæði þessi verk verða á fjölum stóru leikhúsanna þar til sumarleyfi hefjast ef að líkum lætur. Fló á skinni hefur verið sýnd yfir 140 sinnum og lýkur sýning- um á þessu vinsæla gamanverki í apríl. Fjórar sýningar eru eftir. Er þetta í þriðja sinn sem Leik- félagið sýnir þennan vinsæla farsa. Tveir úr einleikjaröð Leik- félagsins hverfa af sviðinu í þess- um mánuði, Óska og bleikklædda konan og Ég heiti Rachel Corrie, en sýningum verður haldið áfram á Sannleika Péturs Jóhanns og í maí og júní verða ekki færri en fjórar frumsýningar í Borgarleik- húsinu: einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson með Ingvari E. Sigurðssyni, en verkið er nú á leikför um Skotland í enskri sviðsetningu; Ökutímar sem leikið var norður á Akureyri fyrir ári og Magnús Geir kom með hingað suður í far- teskinu og Harry og Heim- ir sem frumsýnt verður hinn 17. apríl á nýja sviði. Það eru þeir Spaugstofu- drengir, Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjóns- son sem endurvekja sitt gamla grín af Bylgjunni. Og svo Söngvaseiður. Af fjölum Borgarleikhúss víkja líka Milljarðamærin sem verður leikin fjórum sinnum til í þessum mánuði og Þú ert hér, nýfrumsýnt ádeiluverk Mindgroup um hugar- farsástand í miðju hruni. Fimm sýningar eru auglýstar í apríl á Þrettándakvöldi í Þjóðleik- húsinu, en áfram heldur þar sýn- ingum á Sædýrasafninu, Etern- um og Skoppu og Skrýtlu. Fyrir norðan eru Fúlar á móti í fullum gangi og í Hafnarfirði er góð aðsókn að Dubbeldusch Björns Hlyns Haralds- sonar. Í Borgarnesi fer að styttast í sýningum á Mr. Skallagrímsson sem Benedikt Erlings- son hefur brátt leikið 200 sinnum, en þar heldur áfram sýningum á Brák. Ekki er ljóst hvað verður í boði í leikhúsum í sumar, utan að Við borgum ekki verður á fjöl- um Borgarleikhússins og Grease birtist áhugasömum í þriðja sinn í Lofkastalanum. Leikhúsfólk getur ekki kvartað yfir aðsókn enda er það einkenni á krepputímum að aðsókn að leiksýningum er góð. pbb@frettabladid.is Síðustu forvöð að sjá sýningar LEIKLIST Sýningum á Milljarðamærinni lýkur í apríl. Sigrún Edda og Unnur Ösp í hlutverkum sínum. MYND/GRÍMUR BJARNASON/LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR LEIKLIST Benedikt Erlingsson heldur áfram að leika Mr. Skallagríms- son til loka maí en þegar er mikið selt á þær sýn- ingar sem komnar eru á dagskrá og því eins gott að tryggja sér miða. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 04.04 kl.21 Frumsýning 05.04 kl.21 Sunnudag 16.04 kl.21 Fimmtudagur 17.04 kl.21 Föstudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.