Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 66
3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 03. apríl 2009
➜ Tónleikar
21.00 Leo Gillespie og Þor-
leifur leika blús á Sjávarbarn-
um við Grandagarð 9.
23.00 Bjartmar Guðlaugs-
son, Ingi og Siggi Lauf
verða á Dillon Sport-
bar við Trönuhraun 10
í Hafnarfirðinum.
➜ Sýningar
Í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushús-
um við Duusgötu hefur verið opnuð
sýning á verkum Huldu Vilhjálmsdóttur.
Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og
um helgar kl. 13-17.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Susan Hiller í 101 Projects við
Hverfisgötu 18a, lýkur á sunnudaginn.
Opið kl. 14-17.
Sýningu sex nemenda við LHÍ og
tveggja nemenda frá Listaháskólanum
Valand í Skaftfelli, miðstöð myndlistar
við Austurveg á Seyðisfirði, lýkur á
sunnudaginn. Opið: fös.-sun. kl. 13-20.
➜ Hönnun og tíska
Norræni tískutvíæringurinn í Norræna
húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari
upplýsingar á www.nordice.is
16.00 Hljómsveitin Skakkamanage
spilar.
➜ Trommuhringur
17.00 Ingvi Rafn Ingvason stjórnar
trommuhring í Te og kaffi í Eymunds-
sonversluninni við Hafnarstræti á Akur-
eyri þar sem gestum og gangangi býðst
að taka þátt.
➜ Uppistand
21.00 Gísli Einarsson
og Rögnvaldur Gáfaði
verða með uppistand
á Græna Hattinum
við Hafnarstræti 96 á
Akureyri.
➜ Ópera
20.00 Tónlistarskólinn í Reykjavík
sýnir tvær óperur í Íslensku óperunni
við Ingólfsstræti. Byrjað verður á
fyrstu óperu Rossinis, La cambiale di
matrimoni, en eftir hlé verður frumflutt
verkið Gilitrutt eftir Þórunni Guð-
mundsdóttur.
➜ Ljósmyndasýningar
Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum
Keiko Kurita í Skotinu á Ljósmyndasafni
Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð.
Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar
13-17. Aðgangur er ókeypis.
Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi
stendur yfir sýning Blaðaljósmyndarafé-
lags Íslands auk þess sem opnuð hefur
verið sýning ljósmyndarans Jim Smart.
Opið alla daga nema mán. kl. 11-17.
➜ Heilsa
12.00 Forvarnaverkefnið Hjartsláttur
sem Ungliðadeild SLFÍ stendur fyrir
verður formlega sett af stað
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar
verður boðið upp á fríar
blóðþrýstings- og blóð-
sykurmælingar
milli kl. 12 og
14.
➜ Dansleikir
POPS spila á Bítlaballi á Kringlukránni,
Kringlunni.
Papar verða á 800 Bar við Eyrarveg á
Selfossi.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Leikhúsaðsókn hefur verið afar
góð á sviðsetningar í leikhúsum
landsins á þessum vetri. Í þess-
um mánuði hverfa nokkrar vin-
sælar sviðsetningar af fjölun-
um til viðbótar þeim sem eru að
baki. Uppselt er á 27 sýningar á
Kardemommubænum í Þjóðleik-
húsi fram til 6. júní og hinn 8. maí
kemur á fjalir Borgarleikhússins
fjölskyldusýningin Söngvaseiður
og er þegar uppselt á nær þrjátíu
sýningar. Bæði þessi verk verða
á fjölum stóru leikhúsanna þar
til sumarleyfi hefjast ef að líkum
lætur.
Fló á skinni hefur verið sýnd
yfir 140 sinnum og lýkur sýning-
um á þessu vinsæla gamanverki
í apríl. Fjórar sýningar eru eftir.
Er þetta í þriðja sinn sem Leik-
félagið sýnir þennan vinsæla
farsa. Tveir úr einleikjaröð Leik-
félagsins hverfa af sviðinu í þess-
um mánuði, Óska og bleikklædda
konan og Ég heiti Rachel Corrie,
en sýningum verður haldið áfram
á Sannleika Péturs Jóhanns og í
maí og júní verða ekki færri en
fjórar frumsýningar í Borgarleik-
húsinu: einleikurinn Djúpið eftir
Jón Atla Jónasson með Ingvari
E. Sigurðssyni, en verkið er nú
á leikför um Skotland í enskri
sviðsetningu; Ökutímar sem
leikið var norður á Akureyri
fyrir ári og Magnús Geir
kom með hingað suður í far-
teskinu og Harry og Heim-
ir sem frumsýnt verður
hinn 17. apríl á nýja sviði.
Það eru þeir Spaugstofu-
drengir, Örn Árnason,
Karl Ágúst Úlfsson og
Sigurður Sigurjóns-
son sem endurvekja sitt
gamla grín af Bylgjunni.
Og svo Söngvaseiður.
Af fjölum Borgarleikhúss víkja
líka Milljarðamærin sem verður
leikin fjórum sinnum til í þessum
mánuði og Þú ert hér, nýfrumsýnt
ádeiluverk Mindgroup um hugar-
farsástand í miðju hruni.
Fimm sýningar eru auglýstar í
apríl á Þrettándakvöldi í Þjóðleik-
húsinu, en áfram heldur þar sýn-
ingum á Sædýrasafninu, Etern-
um og Skoppu og Skrýtlu.
Fyrir norðan eru Fúlar
á móti í fullum gangi
og í Hafnarfirði er góð
aðsókn að Dubbeldusch
Björns Hlyns Haralds-
sonar.
Í Borgarnesi fer að
styttast í sýningum
á Mr. Skallagrímsson
sem Benedikt Erlings-
son hefur brátt leikið
200 sinnum, en þar
heldur áfram sýningum á Brák.
Ekki er ljóst hvað verður í
boði í leikhúsum í sumar, utan
að Við borgum ekki verður á fjöl-
um Borgarleikhússins og Grease
birtist áhugasömum í þriðja sinn í
Lofkastalanum. Leikhúsfólk getur
ekki kvartað yfir aðsókn enda er
það einkenni á krepputímum að
aðsókn að leiksýningum
er góð.
pbb@frettabladid.is
Síðustu forvöð að sjá sýningar
LEIKLIST Sýningum á Milljarðamærinni lýkur í apríl. Sigrún Edda og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.
MYND/GRÍMUR BJARNASON/LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
LEIKLIST Benedikt
Erlingsson heldur áfram
að leika Mr. Skallagríms-
son til loka maí en þegar
er mikið selt á þær sýn-
ingar sem komnar eru
á dagskrá og því eins
gott að tryggja
sér miða.
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
04.04 kl.21 Frumsýning
05.04 kl.21 Sunnudag
16.04 kl.21 Fimmtudagur
17.04 kl.21 Föstudagur