Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
3. apríl 2009 — 81. tölublað — 9. árgangur
BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
Gaman að elda og lesa
alls konar uppskriftir
• matur • tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009
Spilar í Cannes
Barði Jóhannsson
fer með Bang Gang
á virta kvikmynda-
hátíð.
FÓLK 36
MILT Í dag verður allhvöss norð-
austan átt nyrst á Vestfjörðum,
annars hæg austlæg átt. Rigning
eða skúrir um mest allt land. Hiti
2-14 stig mildast í uppsveitum á
Suður- og Vesturlandi.
VEÐUR 4
9 10
8
4
2
Blómstra hjá
Stefáni
Bestu frjáls-
íþróttastelpur
landsins
eru í stöðugri
framför hjá
þjálfaranum
Stefáni Jóhannssyni.
ÍÞRÓTTIR 42
VEÐRIÐ Í DAG
BANKAHRUNIÐ Stjórnir bankanna
brutu í bága við lög þegar þær
seldu starfsmönnum sínum hluti í
bönkunum í gegnum einkahlutafé-
lög, að mati Stefáns Más Stefáns-
sonar, lagaprófessors við Háskóla
Íslands.
Undantekning í hlutafélaga-
lögum leyfir að starfsmönnum
sé lánað til kaupa í fyrirtækjum
sínum.
„Einkahlutafélag er auðvitað
ekki starfsmaður fyrirtækisins,“
segir Stefán. Hann setur þó þann
fyrirvara að um lán hafi verið að
ræða, í skilningi hlutafélagalaga.
Í 104. grein laganna segir að
starfsmennirnir eða tengd félög
megi fá lán til að kaupa hlutina,
en Stefán kveður að umrædd
tengd félög séu tengd fjármála-
fyrirtækinu, ekki starfsmönnun-
um.
Þekkt dæmi um að starfsmaður
banka hafi stofnað félag til slíkra
kaupa er af Hreiðari Má Sigurðs-
syni, fyrrum forstjóra Kaupþings.
Hann stofnaði félag í eigin nafni
og fékk lán upp á 3,5 milljarða
til þessa. Alls fengu starfsmenn
í Kaupþingi fimmtíu milljarða að
láni til hlutabréfakaupa.
Starfskjarastefna banka kveð-
ur á um með hvaða hætti umbun
til æðstu starfsmanna skuli vera.
Samkvæmt starfskjarastefnu
Kaupþings var starfsmönnum leyft
að kaupa þessa hluti „til þess að
samræma hagsmuni starfsmanna
við langtímahagsmuni hluthafa“.
Aðalfundur hvers banka sam-
þykkir starfskjarastefnu hans.
Spurður hvort stjórnir bankanna
hafi farið á svig við samþykkt-
ir aðalfunda með þessum lánum,
segir Vilhjálmur Bjarnason, for-
maður Félags fjárfesta, að sam-
þykktir aðalfunda á Íslandi séu
ekki merkilegar: „Aðalfundir sam-
þykktu aldrei neitt, þetta var mjög
hrátt.“
Spurður hvernig lán til hluta-
félaga standist stefnu sem miði að
því að samræma hagsmuni banka
og starfsmanna, þegar starfsmenn
séu ekki endilega í persónulegum
ábyrgðum fyrir einkahlutafélaginu,
segir Vilhjálmur: „Þarna er ekkert
verið að tengja hagsmuni starfs-
manna og bankans saman, þarna er
verið að velta allri áhættunni yfir á
bankana. [...] Félag getur ekki verið
aðili að kjarasamningi.“
En þetta mun ekki hafa verið
skilningur bankanna, því í skýr-
ingum við ársreikning Landsbanka
2007 er tekið fram að lánað hafi
verið til félaga í eigu æðstu stjórn-
enda. Annars er hvergi minnst á
lán til einkahlutafélaga í starfs-
kjarastefnum bankanna, eftir því
sem næst verður komist.
Refsing fyrir brot á viðkomandi
grein hlutafélagalaga getur varðað
allt að tveggja ára fangelsi, að sögn
Stefáns Más. - kóþ
Prófessor telur lán til félaga
starfsfólks fara gegn lögum
Lagaprófessor telur að stjórnir bankanna hafi ekki mátt lána einkahlutafélögum starfsmanna hluti í bönk-
um. „Ekkert verið að tengja hagsmuni starfsmanna og bankans saman,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Æskulýðsstarf í uppnámi
„Forgangsröðun meirihlutans
kemur ekki aðeins til með að
bitna á börnum og fjölskyldum
samtímans, heldur er hún verulega
kostnaðarsöm þegar til lengri tíma
er litið,“ skrifar Sóley Tómasdóttir.
UMRÆÐAN 24
EFNAHAGSMÁL „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að
Samkeppnis eftirlitið hafi mjög mikilvægu hlutverki að
gegna á tímum eins og við lifum núna. Jafnvel meira
en í góðu árferði því það skiptir miklu máli að endur-
reisn efnahagslífsins verði með þeim hætti að hér rísi
atvinnulíf þar sem er virk og öflug samkeppni,“ segir
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits-
ins (SE), segir brýnt að fjölga starfsmönnum stofnunar-
innar. „Það er einfaldlega þannig í dag að við verðum
að forgangsraða talsvert mikið.“ Hann segir að ef vilji
sé til að flýta efnahagsbatanum þurfi að efla SE veru-
lega.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir
blasa við að samkeppnisyfirvöld þurfi að geta sinnt
sínu hlutverki nú sem endranær. „Það reynir á margar
grunneiningar í stjórnsýslunni í þessu árferði. Ef
reynir á SE sérstaklega þá þarf að fara yfir það.“
Steingrímur segist engu geta svarað um hvort fjárveit-
ingar til stofnunarinnar verði auknar. - shá / sjá síðu 4
Samkeppniseftirlitið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í atvinnuuppbyggingu:
Fjölgun starfsmanna nauðsyn
Ungur í anda
Heimir Guðjóns-
son er fertugur.
TÍMAMÓT 28
BLÁTT ÁFRAM
Fræðsla og forvarnir í
alheimsforvarnamánuði
Sérblað Blátt áfram
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég fékk uppskriftina frá góðri konu í Frakklandi sem er af ítölsku bergi brotin. Rísottó er ítalskur réttur svo þetta ætti að vera ekta,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefnis-stjóri við Háskóla Íslands. Hún segist gjarnan elda rísottó og fari útkoman þá oftast eftir því hvað hún eigi í ísskápnfi
Alveg ekta ítalskt rísottó
Björg Björnsdóttir gefur lesendum uppskrift að ítölskum rísottórétti sem hún segir einstaklega hentugt
að elda á föstudegi og borða svo yfir helgina því hann bragðist svo vel daginn eftir.
250 g risotto-hrísgrjón (helst ítölsk)
2 l kjúklinga- eða kalk-únasoð
er gert ráð fyrir lifur og hjörtum úr fiðurfé) Saffran
verið bætt út í er steikt fleskið sem h f
RISOTTO À LA CORRADINI FYRIR 4
NÚÐLUR úr tófú og heilsujurtinni konny-aku eru það nýjasta hjá Nings. Núðlurnar eru kalk- og próteinríkar en kolvetna- og hitaeiningasnauðar og í þeim er ekkert kólesteról, ekkert glúten og enginn sykur.
Björg Björnsdóttir segir ítalskt rísottó heppilegt í kreppunni þar sem nota megi það sem til er í ísskápnum út í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
til 19. apríl
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði.
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“með fíkjum, salati og ferskum parmesanostiRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINImeð ristuðu g
1
2
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
Nýr A la Carte hefst 20. apríl!
Vegna mikillar eftirspurnar er
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum gerði víðtæka leit í gær
að rúmlega tvítugum Belga, Gill-
es Claessens,
sem strauk úr
varðhaldi lög-
reglu. Grun-
ur leikur á að
hann hafi fíkni-
efni innvortis.
Hann slapp úr
varðhaldi þegar
verið var að
færa hann til
rannsóknar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Maðurinn er ekki tal-
inn hættulegur.
Mikið var lagt upp úr að finna
Claessens í gær; setti lögregla
upp vegatálma í grennd við
Reykjanesbæ. Tengsl hans við
Íslendinga eru ókunn.
Maðurinn var ófundinn þegar
Fréttablaðið fór í prentun. - shá
Grunaður um fíkniefnasmygl:
Víðtæk leit að
strokufanga
GILLES CLAESSENS
STÚDENTAR Í VANDA Stúdentar óttast að þeir verði margir án tekna í sumar, enda litla vinnu að hafa auk þess sem þeir eiga þá
hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Stúdentahreyfingin Röskva efndi til setuverkfalls við skrifstofu rektors í gær og
krafðist þess að skólinn byði upp lánshæft nám í sumar til að koma til móts vanda stúdenta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON