Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 68
36 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > SJÚK Í SKYNDIBITA Emily Blunt segist vera sjúk í ost- borgara. Í viðtali við bandaríska dag- blaðið USA Today segist leikkonan nú vera í heilsuátaki, en eiga í mesta basli með að halda sig frá borgur- unum. Emily, sem er 26 ára, lék ný- lega í myndinni Sunshine Cleaning ásamt Amy Adams, en segist fyrst hafa kynnst frægðinni eftir leik sinni í The Devil Wears Prada. „Þegar starfsmaður í Pottery Barn-verslun greip skrækjandi í höndina á mér áttaði ég mig á að hlut- irnir hefðu breyst,“ segir Emily. Antidote er þriðja plata Ebergs, en á bak við það nafn er Einar Töns- berg. Síðasta Eberg-plata, Voff, voff, var frábær poppplata, ein af bestu plötum ársins 2006 og inni- hélt smelli á borð við Love Your Bum og Inside Your Head. Það sem einkenndi Voff, voff var góðar lagasmíðar og djarfar og nútíma- legar útsetningar. Það sama á við um Antidote þó að á henni sé ekki gengið jafnlangt í skringi- legum útsetningum. Í staðinn er lögð meiri áhersla á að ná flottum hljómi. Yfirbragðið er fágaðra. Auk Einars sjálfs, sem semur lög og texta, forritar, syngur og spilar á hljóðfæri, koma við sögu nokkr- ir gestir. Bird (Janie Price) syngur og spilar á selló eins og á Voff, voff, Rósa úr Sometime syngur eitt lag, Nói Steinn, Luke Watson og Arnar Þór Gíslason spila á trommur og Barði í Bang Gang semur og vinn- ur lagið Reykjavík með Einari. Antidote er á heildina litið fín poppplata. Það eru mörg góð lög á henni, m.a. titillagið, hið mjög svo Air-lega Been Thinking of You, One Step at a Time, Febru- ary Sky, Daybreak og Reykjavík. Þetta er ein af þessum plötum sem hafa sterkan heildarsvip. Í fyrsta rennsli finnt manni hann næst- um því of sterkur og lögin renna saman, en við frekari hlustun koma sérkenni hvers lags betur í ljós. Trausti Júlíusson Sígilt popp í nú- tímalegum búningi TÓNLIST Antidote Eberg ★★★★ Eberg fylgir eftir hinni frábæru Voff, voff með fínni plötu. Nútímaleg tónlist með sterkar rætur í sígildri popplagahefð. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú netleka á ókláruðu eintaki hasarmyndar- innar X-Men Origins: Wolverine. Myndin verður frumsýnd eftir mánuð og því eru framleiðendur hennar sérlega ósáttir við lekann, sem búið er að skrúfa fyrir. „Sá sem setti myndina inn á netið og allir sem munu gera það í framtíðinni verða sóttir til saka,“ sagði í yfirlýsingu frá 20th Century Fox. Í eintakið sem birt- ist á netinu vantaði tæknibrellur, tónlist og nokkur atriði. Hugh Jackman fer með aðal- hlutverkið í Wolverine, sem er byggð á einni af þekktustu per- sónunum í X-Men-myndunum. Wolverine lekið á netið WOLVERINE X-Men Origins: Wolverine var lekið á netið mánuði fyrir frumsýn- ingardag. Sápuóperan Guiding Light, eða Leiðarljós, hættir göngu sinni hjá bandarísku sjónvarpsstöð- inni CBS í haust vegna dvínandi áhorfs. Leiðarljós, sem hefur verið sýnt í Ríkissjónvarpinu, hefur verið lengst allra sápu- ópera í loftinu, eða í 72 ár sam- fleytt, og því er um mikil tíma- mót að ræða. Á farsælum ferli sínum hafa þættirnir unnið 69 Emmy-verð- laun og jafnframt komist í Heimsmetabók Guinness fyrir seiglu sína. Þegar þeir ljúka göngu sinni 18. september munu rúmlega 15.700 þættir hafa farið í loftið. Leiðarljósið slokknar Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink spilar á tvennum tónleikum norðan heiða um helg- ina ásamt píanóleikaranum Pálma Sigur- hjartarsyni. Í kvöld verða þeir á Kaffi Amor á Akureyri og á laugardagskvöld spila þeir á Mælifelli á Sauðárkróki. Síðustu tónleik- ar þeirra voru á Hverfisbarnum á fimmtu- dagskvöld og myndaðist þar fín stemning eins og svo oft áður. Sigurjón hefur mestmegnis spilað á Reykjavíkursvæðinu í gegnum árin en núna er landsbyggðin að koma sterk inn. „Þetta hefur færst svolítið í aukana núna. Margir staðir hugsa þetta svona frekar en að hafa stór bönd og þarna myndast þessi akkúst- íska stemning,“ segir hann. „Við lesum sal- inn og tökum við óskalögum og reynum að búa til eins mikla stemningu og hægt er.“ Fyrsta sólóplata Sigurjóns er síðan væntanleg eftir mánuð með lögum eftir hann og Guðmund Jónsson úr Sálinni. - fb Spila fyrir norðan SIGURJÓN BRINK Tónlistarmaðurin snjalli spilar norðan heiða um helgina. Hljómsveitin Bang Gang spilar í Listasafni Reykja- víkur í kvöld á tónlistar- hátíðinni Nokia on Ice. Sveitin hefur einnig bókað sig á kvikmyndahátíðina í Cannes sem verður haldin í maí. Tónleikarnir í kvöld verða þeir fyrstu hjá Bang Gang á árinu en sveitin var sérlega dugleg í fyrra þegar hún spilaði á um fjörutíu tónleikum víðs vegar um Evrópu. „Þetta verður skemmtilegt. Það er líka gaman að spila í Listasafninu, það er skemmtilegur staður,“ segir Barði Jóhannsson. Með honum á sviðinu verður sama gengi og ferð- aðist með honum um Evrópu, þeir Arnar Guðjónsson og Nói Steinn úr Leaves, Hrafn Thoroddsen úr Ensími og bassaleikarinn Stephan Bertrand, ásamt ljósa- og sjónlista- manninum Frank Esposito. „Þegar við héldum útgáfutónleikana í fyrra komst ljósamaðurinn okkar ekki með en hann verður með núna þannig að þetta verður ennþá flott- ara,“ segir Barði. 21. maí spilar Bang Gang síðan á Cannes-hátíðinni í Frakklandi og hefur þar stórt svið út af fyrir sig við ströndina. „Þetta verð- ur mjög skemmtilegt því ég hef aldrei spilað í Cannes. Ég hef oft spilað í borgunum í kring en aldrei í Cannes.“ Barði fékk giggið eftir að skipuleggjandi tónleikanna hafði samband við höfundarréttar- fyrirtæki hans Universal og óskaði eftir kröftum hans. Kvikmyndaá- hugi Barða lék þar lykilhlutverk því tónlist hans hefur hljómað í þó nokkrum bíómyndum í gegnum tíðina og þótti hann því kjörinn í verkefnið. Fleiri spennandi verkefni eru í gangi hjá Barða, þar á meðal ný plata sem hann tók upp með írska tónlistarmanninum Craig Walker. Lag af henni, Bright Lights Big City, hljómar einmitt í nýjustu mynd frönsku leikkon- unnar Catherine Deneuve, La fille du RER, sem verður frumsýnd í næstu viku. Einnig verða tónleikar sem dúettinn Lady & Bird, hliðarverk- efni Barða, hélt með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands gefnir út á geisladiski í haust á vegum EMI úti um allan heim. freyr@frettabladid.is Barði hitar upp fyrir Cannes SPILA Í LISTASAFNINU Í KVÖLD Barði Jóhannsson ásamt Hrafni Thoroddsen í tónleikaferðinni í fyrra. Þeir félagar verða í sviðsljós- inu í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Ný́jan kaptein í́ brú́na Framboðsfundur á Prikinu hefst kl. 23.00 í kvöld. Veigar að hætti kapteinsins Miðasala í síma 555 2222 og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.