Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég fékk uppskriftina frá góðri
konu í Frakklandi sem er af ítölsku
bergi brotin. Rísottó er ítalskur
réttur svo þetta ætti að vera ekta,“
segir Björg Björnsdóttir, verkefnis-
stjóri við Háskóla Íslands.
Hún segist gjarnan elda rísottó
og fari útkoman þá oftast eftir því
hvað hún eigi í ísskápnum. „Mér
finnst gaman að elda en fer ekki
endilega eftir uppskriftum. Ég
á samt margar uppskriftabækur
og hef mjög gaman af því að lesa
uppskriftir. Ég skrifa aldrei niður
það sem ég geri svo réttirnir verða
sjaldnast alveg eins hjá mér.“
Björg segir rísottó einn þess-
ara rétta sem bragðist betur dag-
inn eftir svo það sé tilvalið að elda
réttinn á föstudegi fyrir helg-
ina. Best sé að nota Arborio-
hrísgrjón og láta svo hug-
myndaflugið ráða. „Galdurinn
við þennan rétt er saffranið.
Mér skilst að saffran sé eitt dýr-
asta krydd í heimi en að öðru leyti
er rísottó fínn kreppumatur.“
Björg bjó lengi í Frakklandi og
kann því vel að meta franska matar-
gerð en komst einnig í kynni við
tyrkneska eldamennsku þegar hún
bjó um tíma í Tyrklandi. Alþjóð-
legir vindar blása því um eld-
hús Bjargar. „Ég var einmitt með
matar boð um síðustu helgi þar sem
ég bauð upp á marokkóskan rétt. Ég
á mér svo sem engan uppáhaldsmat
og finnst flest gott, nema kannski
skata!“ heida@frettabladid.is
Alveg ekta ítalskt rísottó
Björg Björnsdóttir gefur lesendum uppskrift að ítölskum rísottórétti sem hún segir einstaklega hentugt
að elda á föstudegi og borða svo yfir helgina því hann bragðist svo vel daginn eftir.
250 g risotto-hrísgrjón
(helst ítölsk)
2 l kjúklinga- eða kalk-
únasoð
1 stór laukur
200 g sveppir (champ-
ignon de Paris)
1 msk. smjörlíki eða
smjör (helst Fruit d’Or
smjörlíki)
rifinn parmesanostur
flesk eða pancetta (í upp-
runalegu uppskriftinni
er gert ráð fyrir lifur og
hjörtum úr fiðurfé)
Saffran
Setjið smjörlíkið/
smjörið í pottjárnspott
eða annan þykkan
pott og mýkið gróft
skorinn laukinn. Bætið
hrísgrjónunum út í og
hrærið vel þar til hrís-
grjónin hafa blandast
smjörlíkinu/smjörinu
vel. Bætið heitu soðinu
smátt og smátt við og
hrærið stöðugt. Gott
er að láta grjónin
drekka alveg í
sig soðið áður en
bætt er við næsta
skammti. Þegar
öllu soðinu hefur
verið bætt út í er steikt
fleskið, sem hefur verið
kryddað með pipar,
sett saman við, sem og
sveppirnir sem skornir
eru í litla báta. Þá er
saffran bleytt upp í svo-
litlu soði og hellt út á
hrísgrjónin. Að endingu
er rifinn parmesanostur
settur út á réttinn.
Má bæði nota sem
aðalrétt, og bera fram
með góðu brauði og
salati, eða sem með-
læti, t.d. með kjúklingi.
Þá er tilvalið að útbúa
risotto fyrir sumarbú-
staðaferðina því það
bragðast ekki síður vel
daginn eftir.
RISOTTO À LA CORRADINI
FYRIR 4
NÚÐLUR úr tófú og heilsujurtinni konny-
aku eru það nýjasta hjá Nings. Núðlurnar
eru kalk- og próteinríkar en kolvetna- og
hitaeiningasnauðar og í þeim er ekkert
kólesteról, ekkert glúten og enginn sykur.
Björg Björnsdóttir segir ítalskt rísottó heppilegt í kreppunni þar sem nota megi það sem til er í ísskápnum út í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
H
ri
n
g
b
ro
t
til 19. apríl
Sími 562 0200 - Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður
bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem
unna góðum mat á góðu verði.
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“
með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti
RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA
með humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI
með ristuðu grænmeti, kartöflumauki
og hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖND
með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)
NAUTALUND
Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati
og sperglum (6.590 kr.)
LOGANDI CRÈME BRÛLÉE
með súkkulaði ís
1
2
3
4
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
Nýr A la Carte hefst 20. apríl!
Vegna mikillar eftirspurnar er