Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 48
8 föstudagur 3. apríl ✽ Ilmandi gott útlit LÉTTUR FARÐI SEM ENDIST ALLAN DAGINN Doublewear Light stay-in-place er léttari útgáfan af söluhæsta fljótandi farða Estée Lauder til þessa. Hann er einstaklega léttur og gefur náttúrulega, örþunna og mjúka áferð með góðum raka án þess að þú glansir. Farðinn endist í allt að fimmtán tíma án þess að dofna eða smitast í föt svo þú getur haldið áhyggjulaus út í daginn. É g lagði aðaláherslu á unga og upprennandi hönnuði svo sem Eygló, Dead, Munda, Helicopter og Bóas Kristjánsson,“ segir Charlie Strand ljósmynd- ari um fyrirlestur sinn í Norræna húsinu í síðustu viku. Rúmlega sextíu manns mættu á fyrirlestur Charlies og hljómsveitirnar Ultra Mega Technobandið Stefán og Sykur spiluðu fyrir gesti kvölds- ins, en Charlie gaf út bókina Project: Iceland síðastliðið sumar. Project: Iceland er ljósmyndabók um frumkvöðla í íslensku tónlist- ar- og menningarlífi. Hann er nú með aðra bók í smíðum sem fjall- ar um íslenska tísku. „Í næstu bók fer ég aftur til uppruna míns sem stílista og fjalla um framúrstefnulega hönn- un. Ég sýndi þrjár myndir úr nýju bókinni af hönnun Örnu Sigrún- ar Haraldsdóttur og tvær fyrir- sætur sýndu fatnað hennar. Líkt og Project: Iceland hefur bók sem þessi aldrei verið gerð á Íslandi áður og ég stefni á að gefa hana út fyrir næstu jól,“ bætir hann við. - ag Charlie Strand hélt fyrirlestur í Norræna húsinu: KYNNIR VÆNTAN- LEGA TÍSKUBÓK Brosmildar Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir og Unnur Ýrr Helgadóttir voru brosmildar í Norræna húsinu á þriðjudagskvöldið. Fróðlegur fyrirlestur Kristjana Guð- brandsdóttir og Ilmur Dögg Gísladóttir mættu á fyrirlestur Charlie Strand. Góð stemning Sólveig Johnsen og Heiðdís Rós voru meðal gesta í Norræna húsinu. Ný bók kynnt Charlie Strand kynnti á fyrirlestri sínum meðal annars væntanlega bók sína um íslenska hönnun. Framúrstefnuleg hönnun Tvær fyrirsætur sýndu hönnun Örnu Sigrúnar Haraldsdóttur á þriðjudagskvöldið. Fyrir þá sem er illa við að nota svitalyktareyða sem margir hverjir eru fullir af ilm- og rotvarnarefn- um, er kominn lífrænn lyktareyðir frá Origins, sem hentar jafnt konum sem körlum og er vottaður 100 prósent lífrænn af USDA organic. Hann inniheldur meðal annars lífrænt edik sem er þekkt fyrir hreins- andi eiginleika sína, en ilmurinn samanstendur af olíum úr negul, sítrónum, Ylang Ylang, lavender, mandarínu, pathouli, pálmarós og engifer. White Willow Bark og lav- ender alkóhól vernda hreinleika vörunnar og halda svita- lykt í skefjum. NÁTTÚRULEGUR SVITALYKTAREYÐIR KVENLEGT LÁTLEYSI Femme l‘eau fraîche er létt út- gáfa af hinum vinsæla Femme- ilmi frá Boss. Ilmurinn er bæði kvenlegur og fíngerður með frísklegum keim með mildum hjartatónum hvítra blóma. Topp- tónninn er hrífandi, ávaxta- kennd blanda tangerínu og sólberja, en grunntóninn mynda krem- kenndir tónar viðar og rafs. Femme l‘eau fraîche er kjör- inn ilmur fyrir hin ýmsu tæki- færi og veitir áreynslulausan þokka á komandi sumardögum. BLÓMLEGUR VORBOÐI Daisy frá Marc Jacobs er sannkallaður vorboði, umvafinn baldursbrám í fallegu glasi. Ilmurinn er bæði ferskur og kvenleg- ur án þess að vera of fág- aður. Hjartatónar fjólu fléttast saman við topp- tóna villtra jarðarberja og moskus- og vanillu-grunntón. Daisy minnir óneitanlega á sum- arið, sólina og lyktina af nýút- sprungnum blómum; ilmur sem hentar konum á öllum aldri. FERSKT OG SUMARLEGT Ocean Lounge er nýi sumarilmurinn frá Escada, bæði ferskur og gríp- andi. Ilmurinn fangar full- komlega blæ sumarfrísins þar sem sólin er að setjast við ströndina, drykkirnir flæða og tónlist- in dunar. Ocean Lounge saman- stendur af ríkulegum topptón- um frískandi sumar- aldina, miðtónar minna á blóm og grunntónarnir eru frá rafi, tonka- baunum, vanillu og tekki. Ilmur sem klikkar ekki í sólinni í sumar. Spennandi sumarilmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.