Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 38
 3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● blátt áfram „Stígamót eru fyrstu formlegu samtökin á Íslandi sem takast á við það vandamál sem kynferðisofbeldi er, og hafa boðið upp á ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu í tæp tuttugu ár,“ segir Karen Linda Eiríksdóttir hjá Stígamótum. Þar er boðið upp á einstakl- ingsráðgjöf, ráðgjöf fyrir pör og aðstandendur og sjálfshjálpar- hópa. „Einnig höfum við boðið upp á fræðslu til framhaldsskóla, fé- lagasamtaka og stofnana en hugmyndafræði Stígamóta er skil- greind sem hjálp til sjálfshjálpar og markast öll starfsemi af þeirri sýn.“ Stígamót voru stofnuð 8. mars árið 1990 á Alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna, eftir að íslensk kvennasamtök og félög tileink- uðu daginn baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi árið áður. Starfsemi Stígamóta hefur vaxið jafnt og þétt og segir Karen að meðal annars hafi þjónustan við landsbyggðina verið aukin síð- ustu ár gegnum verkefnið Stígamót á staðinn. Einnig hafa sam- tökin lagt aukna áherslu á mansalsmál og eru í samstarfi við sambærileg samtök bæði á erlendum og innlendum vettvangi. Blátt áfram eru sjálfstæð félagasamtök sem stofnuð voru árið 2004 með það að markmiði að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Karen segir mikilvægt að vekja at- hygli á kynferðisofbeldi og stuðla að opinni umræðu um þessi mál. „Við starfskonur Stígamóta glöddumst því mjög þegar Blátt áfram steig fram á sviðið og lagði áherslu á forvarnir enda mikilvægt að fleiri raddir veki athygli á málaflokknum.“ - rat Mikilvægt að stuðla að opinni umræðu Karen Linda Eiríksdóttir hjá Stígamótum segir mikilvægt að fleiri raddir veki athygli á kynferðisofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börn og umhverfi Námskeið fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Kennsla skiptist á 4 kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 17-20. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysabætur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndi- hjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Næstu námskeið: Námskeið 1: 29. - 30. apríl og 4. - 5. maí Námskeið 2: 6. - 7. og 11. - 12. maí Námskeið 3: 13. - 14. og 18. - 19. maí Námskeið 4: 20. - 22. og 25. - 26. maí Námskeið 5: 27. - 28. maí og 1. - 2. júní Námskeið 6: 3. - 4. og 8. - 9. júlí Námskeiðsgjald er kr. 7500. Innifalið: Námsgögn, hressing og skyndihjálpar- útbúnaður. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. Skráning og nánari upplýsingar í síma 545 0400 og ernal@redcross.is eða á heimasíðu okkar www.raudikrossinn.is/reykjavik a j ní Fullt Fullt 0408 Forvarnaverkefnið Blátt áfram er fimm ára. Formaður þess, Sigríður Björnsdóttir, er ánægð með þann árangur sem þegar hefur náðst en vill gera enn betur. „Apríl er alheimsforvarnamánuð- ur gegn ofbeldi og því vildum við taka þátt með öðrum samtökum í heiminum til að vekja fólk til um- hugsunar um ofbeldi og hvernig megi varast það,“ segir Sigríður Björnsdóttir, formaður forvarna- verkefnisins Blátt áfram sem hún stofnaði fyrir fimm árum með systur sinni Svövu. „Á þessum tíma höfum við aflað okkur ágætis þekkingu á þessum málaflokki, við sjáum þörfina á fræðslu og vitum hvert við viljum stefna,“ segir Sig- ríður. Á þessum árum hefur henni hins vegar komið á óvart hversu lítil þekking er í raun í samfélag- inu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, sérstaklega í þeim starfs- stéttum sem starfa með börnum. Eitt markmiða samtakanna Blátt áfram er að auka fræðslu fullorðinna og hefur það verið gert með námskeiðum undir yfirheitinu Verndarar barna. „Sem betur fer er fólk opið fyrir því að fræðast en oft á tíðum veldur óttinn við mál- efnið því að fólk lokar augunum og vill ekkert vita,“ segir Sigríð- ur, sem vill nota jákvæða fræðslu og kenna fólki leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldi. Byrjað var að halda námskeið- in formlega í september í fyrra. Síðan hafa hátt í fjögur hundruð manns sótt þau. „Við höfum það markmið að fræða fimm prósent fullorðinna í hverju bæjarfélagi og höfum þegar náð því markmiði á Vestfjörðum,“ upplýsir Sigríður og heldur áfram. „Við settum okkur háleit markmið sem við héldum í fyrstu að væru of metnaðarfull en áhuginn er meiri en við þorðum að vona og það heldur okkur gang- andi,“ segir Sigríður og bætir við að hún hafi heyrt af fólki og ungl- ingum sem hafi fengið fræðslu hjá Blátt áfram og í framhaldinu brugðist rétt við og komið þannig í veg fyrir ofbeldi. „Það er stærsti sigurinn,“ segir Sigríður en bætir við að enginn hægðarleikur sé að halda úti starfi á borð við það sem unnið er á vegum Blátt áfram. „Við værum ekki búin að vera starfandi í svona langan tíma ef einstaklingar og bæjarfélög hefðu ekki stutt jafn dyggilega við bakið á okkur og raun ber vitni,“ segir Sigríður þakklát. „Við þurfum þó einnig stöðugt að minna á okkur,“ tekur Sigríður fram en markmið Blátt áfram um þessar mundir er að ná til kenn- ara í skólum í Reykjavík. „Það hefur gengið ágætlega enda þarf oft ekki nema einn áhugasaman kennara til að auka áhuga allra hinna á aukinni fræðslu til kenn- ara, lífsleiknifræðslu fyrir ungl- ingana og brúðuleikhúsi fyrir börnin,“ útskýrir Sigríður. Næst á dagskrá er að fræða starfsfólk sem vinnur með fötluð- um börnum en Blátt áfram fékk styrk frá félagsmálaráðuneytinu til þess. „Þetta ætlum við að gera á öllu landinu en fötluð börn eru í helmingi meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir Sigríður, sem sjálf reynir að afla sér aukinnar fræðslu með því að fara á ráðstefnur erlendis auk þess sem Blátt áfram er í sam- starfi við Háskólann í Reykjavík. Þar fylgjast þau með því sem er að gerast í rannsóknum á Íslandi bæði varðandi lýðheilsu og lög- fræðilegu hliðina á kynferðis- legu ofbeldi. En hvert er langtímamark- mið Blátt áfram? „Að verða at- vinnulaus og óþörf,“ segir Sig- ríður glettin en sér þó ekki fram á það í nánustu framtíð. „Meðan við sjáum þörfina og fáum styrki til að að halda áfram okkar starfi þá gerum við það,“ segir hún og bendir fólki á heimasíðu verkefn- isins www.blattafram.is - sg Höfum háleit markmið Sigríður Björnsdóttir, formaður Blátt áfram, segir langtímamarkmið sitt að fræða það marga á landinu að hún sjálf verði óþörf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Er barniÐ Þitt í Öruggum hondum? ste lp an á m yn di nn i e r m ód el .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.