Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 10
10 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
• Nýir tímar, nýjar hugmyndir www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/
S
IA
.I
S
/O
R
K
45
75
5
03
/0
9
Þinn styrkur
– okkar
framlag
Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsókn-
um um styrki til mannúðar- og samfé-
lagsmála, menningarmála, umhverfis- og
útvistarmála og til íþrótta- og æskulýðsmála,
þ.m.t. styrkjum til afreksfólks.
Við vekjum sérstaka athygli á að eingöngu er hægt að sækja
um styrk á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is
Sækja skal um styrk fyrir 30. apríl næstkomandi.
76.398kr.
á mann m.v. 2 með 2 börn
í eina viku. Brottför 7. ágús
t.
Gisting Four Views Monum
etal Lido Junior Svíta með
morgunverði. Ef 2 ferðast s
aman 92.991.-
Verð frá:Madeira
72.175 kr.
á mann m.v. 2 með 2 börn
í eina viku. Brottför
10. ágúst. Gisting Residen
ce Angeli í íbúð m/ 1
svefnherbergi. Ef 2 ferðast
saman 93.550.-
Verð frá:Rimini Ítalía
SumarPlús2009
NÝTT
NÝTT
BORGARSTJÓRN Langholtssöfnuði
verða gefnar eftir 16,7 milljónir af
49,8 milljóna eftirstöðvum skuldar
við Reykjavíkurborg. Borgarráð
staðfesti samkomulag þess efnis á
fimmtudaginn.
Gengið var frá samkonu-
lagi borgaryfirvalda og Lang-
holtskirkju á fundi Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra með
fulltrúum safnaðarins fyrir um
mánuði. Málið varðar skuldabréf
sem gefið var út í apríl 2005.
Auk þess sem borgin gefur eftir
þriðjung af skuld safnaðarins mun
Jöfnunarsjóður sókna og kirkju-
ráðs greiða borgarsjóði þriðjung
af skuldinni. Útbúið verður nýtt
skuldabréf til fimm ára fyrir þeim
þriðjungi sem eftir stendur, 16,7
milljónum króna, og mun Lang-
holtssöfnuður greiða af því bréfi.
Nýja lánið ber þriggja prósenta
vexti og er verðtryggt.
Helgi Kristinsson, gjaldkeri
sóknarnefndar Langholtskirkju,
segir upphaflegu skuldina til-
komna vegna lóðarframkvæmda
við kirkjuna. „Borgin þrýsti á
okkur að ganga frá lóðinni og
það má enda segja að frágangur
hennar hafi hvorki verið boðleg-
ur gagnvart íbúum hverfisins né
öðrum. Eins og oft er vatt kostn-
aðurinn mikið upp á sig frá upp-
haflegu áætluninni,“ segir Helgi,
sem kveður nýja samkomulagið
létta söfnuðinum mikið róðurinn.
„Nú sjáum við fram á að geta ráðið
við þetta.“ - gar
Kostnaður við lóðafrágang var að sliga þjóðkirkjusöfnuð í Vogahverfinu:
Langholtskirkju gefnar 17 milljónir króna
BORGARSTJÓRN Þrátt fyrir að nýjar reglur um lóða-
úthlutanir séu ekki enn tilbúnar verður komið til
móts við lóðaumsækjendur í Reykjavík með gildis-
töku nokkurra undantekningaákvæða frá núver-
andi úthlutunarreglum.
Samkvæmt erindi framkvæmda- og eignasviðs
til borgarráðs hafa borist nokkrar fyrirspurnir
um íbúðarhúsalóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatns-
ási. Verið sé að endurskoða skilmála fyrir úthlut-
anir en að ekki sé gert ráð fyrir að þeim breyting-
um verði lokið fyrr en um næstu mánaðamót. Þá á
að auglýsa eftir almennum umsóknum.
Meðal þeirra undantekninga sem borgarráð
hefur nú samþykkt að gera á úthlutunarreglunum
er að fyrirtæki megi kaupa allt að fjórar einbýlis-
húsa- og parhúslóðir. Þeir sem fengið hafa lóðir og
skilað þeim til baka á síðustu fjórum árum geta
ekki fengið lóð. Þá geta lóðarhafar nú ekki ákveðið
einhliða að skila henni aftur og fá endurgreiðslu.
Verðið fyrir byggingarréttinn er það sama
og það var í árslok 2007. Hægt verður að greiða
90 prósent af lóðargjöldunum með verðtryggðu
skuldabréfi til fimm til átta ára. Vextirnir eru
fjögur prósent. Einnig er hægt að fá styttri lán
þar sem vextirnir miðast við 4. kjörvaxtaflokk hjá
Landsbankanum. Þeir vextir eru í augnablikinu
22,7 prósent. - gar
Borgin vill greiða götu þeirra sem sýna lóðakaupum áhuga þrátt fyrir kreppuna:
Félög mega kaupa einbýlishúsalóðir
NÝJAR LENDUR Margir hafa guggnað á lóðakaupum í
kreppunni en þeir eru þó til sem gjarnan vilja lóðir undir
íbúðarhús í Reynisvatnsási og Úlfarsárdal.
LAFÐADAGUR Klæðskiptingur er hér
á meðal fínna frúa á „Lafðadegi“ á
Aintree-veðreiðunum í Liverpool á
Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANGHOLTSKIRKJA
Framkvæmdir við
bílastæði og fleira á
lóðinni kostuðu um
sextíu milljónir króna
og söfnuðurinn var
hættur að ráða við
afborganir af láni.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM