Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 100
4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
Grýla, Grettir Ásmundarson og
Egill Skallagrímsson birtast ljós-
lifandi í verkum Þrándar Þórarins-
sonar listmálara, sem opnar aðra
einkasýningu sína í dag.
Samkvæmt þjóðsögunni kemur
Grýla til byggða og étur óþekku
börnin og í málverki Þrándar er
farið með söguna alla leið. „Maður
er ekkert voðalega hræddur
við að sjá kerlingu með stórt
nef sem er skopmyndaleg.
Ég málaði hana sem virkilega
viðbjóðslega flökkukerlingu,“
segir Þrándur, sem sækir við-
fangsefni sín bæði í þjóðsög-
ur og Íslendingasögurnar.
Á meðal annarra olíumál-
verka á sýningunni eru
myndir af Heklugosinu,
fjallkonunni, kristnitök-
unni og Flugumýrar-
brennu.
Einnig er á sýning-
unni heldur óvenjuleg
sjálfsmynd Þrándar.
„Ég málaði sjálfan mig sem flota-
foringja. Ég vildi bara mála mig í
eins huggulegum múnderingum og
ég gat hugsað mér,“ segir hann.
Þrándur, sem er fæddur 1978,
nam málaralistina hjá norska list-
málaranum Odd Nerdrum á árun-
um 2003 til 2006 eftir nám hér á
landi í Listaháskóla Íslands og
Myndlistaskólanum á Akur-
eyri. Einkasýning hans verð-
ur haldin á Laugavegi 51 og
opnuð kl. 14 í dag. Hún stend-
ur yfir til 19. apríl og er opin
daglega frá 13 til 17. - fb
Sýnir málverk af
Grýlu og Gretti
ÞRÁNDUR ÞÓRARINS-
SON Þrándur sækir
viðfangsefni sín
í þjóðsögur og
Íslendingasögurnar.
Ellefu hljómsveitir taka þátt
í úrslitakvöldi Músíktilrauna
sem verður haldið í Listasafni
Reykjavíkur í kvöld. Undan-
kvöldin fóru fram í Íslensku
óperunni og mættu óvenju
margar góðar hljómsveitir til
leiks í ár.
Hljómsveitin Agent Fres-
co, sem vann keppnina í fyrra,
stígur fyrst á svið klukkan 17
og spilar í fimm tán mínútur.
Eftir það hefja hljómsveitirnar
leik og verður herlegheitunum
útvarpað á Rás 2. Þrjár efstu
hljómsveitirnar fá verðlaun auk
þess sem hljómsveit fólksins verður valin. Einnig verða þeir einstakl-
ingar sem þykja hafa skarað fram úr verðlaunaðir.
Úrslitin ráðast í kvöld
AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco
spilar á úrslitakvöldi Músíktilrauna í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMEkkert hlé á góðum myndum!
Skráning á póstlistann margborgar sig
www.graenaljosid.is
Fumsýnd 3. apríl í
Háskólabíói
SAM ROCKWELL &
ANJELICA HUSTON