Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 12
12 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR HAAG, AP Dómari hjá stríðsglæpa- dómstólnum í Haag hefur hafn- að því að falla frá máli er snýr að þremur króatískum hershöfð- ingjum sem eru sakaðir um að hafa myrt, ofsótt og hrakið Serba úr Króatíu árið 1995. Hershöfðingjarnir Ante Got- ovina, Mladen Markac og Ivan Cermak eru álitnir hetjur í heimalandi sínu fyrir framgöngu sína í Júgóslavíustríðinu. Sak- sóknari við stríðsglæpadómstól- inn er hins vegar á öndverðum meiði og segir þá hafa átt þátt í að myrða og hrekja úr landi þús- undir Serba. Verjendur þremenninganna fóru fram á að málin yrðu látin niður falla þar sem saksóknari hefði ekki náð að koma fram með nægar sannanir á því ári sem liðið er frá því að réttarhöldin hófust. - kh Stríðsglæpadómstóll SÞ: Ekki fallið frá máli Króata FRÍTT PÁSKAEGG! EFNAHAGSMÁL Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum hjá bönkum og lífeyrissjóðum í skjól hjá Íbúðalánasjóði eins og rætt var um í vetur. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir einstaklinga og heimili í greiðslu- erfiðleikum vegna fasteignaveð- lána. Nú á að vera tryggt að allir lántakendur fasteignaveðlána njóti sambærilegra úrræða vegna greiðsluerfiðleika og Íbúðalána- sjóður veitir. Sex úrræði verða nú virk fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleik- um vegna fasteignaveðlána hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þetta fólk getur samið um dreifingu á vanskilum í allt að einu og hálfu ári, tekið verður aukið tillit til aðstæðna við rýmingu í kjölfar nauðungarsölu og veittur rým- ingarfrestur allt að þremur mán- uðum frá söludegi. Með frystingu greiðslna vegna sölutregðu verð- ur komið til móts við þá sem hafa keypt fasteign en ekki getað selt fyrri eign, með skuldbreytingu vanskila verður hægt að bæta vanskilum við höfuðstól eða með því að gefa út nýtt skuldabréf. Þá getur lántakandi fengið frest á greiðslum í allt að eitt ár í senn með möguleika á framlengingu í allt að þremur árum auk þess sem mögulegt verður að lengja lánstíma. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra segir að brýnt sé að taka á vanda heimilanna og telur að þessi samræmdu úrræði séu gott og ábyrgt skref í þá átt. Þetta skref stefni ekki stöðug- leika eða afkomu lánastofnana í hættu. „Þótt ég sé almennt ekki hlynntur samráði fyrirtækja get ég ekki annað en verið hlynntur þessu samkomulagi,“ segir hann og telur líklegt að samkeppnis- yfirvöld samþykki þetta „óvenju- lega skref. Ég get ekki ímyndað mér annað,“ segir hann. Samkomulag um samræmd úrræði var undirritað í gær. Gylfi segir að það nái ekki til myntkörfu- lána. „Unnið er að hliðstæðu samkomulagi sem tekur á vanda þeirra sem eru með myntkörfulán. Það hefði verið gott að geta undir- ritað það í dag en ég á von á að það geti orðið á næstu dögum.“ Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að samkomulagið komi ekki í veg fyrir að Íbúðalánasjóður kaupi skuldabréf af bönkum, sparisjóðum eða lífeyrissjóðum ef áhugi er fyrir hendi. Sjóðurinn hafi til að mynda nýlega keypt bréf af Sparisjóður Keflavíkur. Sá möguleiki haldist opinn áfram. ghs@frettabladid.is Samræmd úrræði í greiðsluerfiðleikum Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum í skjól hjá Íbúðalánasjóði. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Unnið er að samræmingu vegna myntkörfulána og verður hún kynnt á næstu dögum. Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Samkomulag um samræmd úrræði vegna fasteigna- veðlána var undirritað af ráðherrunum Ástu R. Jóhannesdóttur, Gylfa Magnússyni, Guðmundi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Landssam- taka lífeyrissjóða, og Hlyni Jónssyni, formanni skilanefndar SPRON. FRÉTTBLAÐIÐ/PJETUR VILJA NATO Á BÁL SÖGUNNAR Grímu- klæddir menn kynda bál á götu í Strass- borg í mótmælaaðgerðum gegn sextíu ára afmælisleiðtogafundi NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSTÓLAR Enn hefur enginn sótt um greiðsluaðlögun til Héraðs- dóms Reykjavíkur á grundvelli nýrra laga sem Alþingi sam- þykkti á þriðjudag. Eins og komið hefur fram telur dómsmála- ráðuneytið að umsækjendur um greiðsluaðlögun byggða á þessum tilteknum lögum verði á bilinu 100 til 200. Er það mat byggt á fjölda gjaldþrotaúrskurða hjá ein- staklingum. Þess má geta að þótt slíkir úrskurðir hafi aðeins verið 198 talsins á árinu 2008 voru svo- kölluð árangurslaus fjárnám 26 falt fleiri eða alls 5.200. Dóms- málaráðuneytið segir mat sitt á væntanlegum fjölda umsækjenda óbreytt. Þessi lög ná til þeirra sem eru alls ófærir um að borga af fasteignalánum og er þeim skipaður umsjónarmaður. - gar Héraðsdómur Reykjavíkur: Engir enn sótt um aðlögun HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Úrskurð dómara þarf fyrir greiðslu- aðlögun. Samíska í hættu Samísk tungumál eru á lista Samein- uðu þjóðanna yfir tungumál í hættu, þar af teljast þrjú samísk tungumál í alvarlegri hættu. Þetta eru austur- samíska og lulesamíska. Verst stendur þó pitesamíska þar sem aðeins eru eftir tuttugu einstaklingar sem tala það mál. SAMALAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.