Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 39
heilmikið um starfsemi HR og
þann styrkleika sem skólinn býr
yfir. Ég og Marie urðum fljótlega
mjög áhugasöm og þannig byrjaði
það ferli sem skilaði okkur hing-
að til Íslands, í starf konrektors og
aðstoðarmanns.“
HR og MIT, með þátttöku Johns,
unnu saman að endurskipulagn-
ingu verkfræðinámsins í HR á
vordögum 2008. Út frá því starfi
myndaðist mikill vinskapur milli
Svöfu og þeirra hjóna, en hún lagði
að sögn Johns hart að honum að
taka að sér stöðu konrektors. „Ég
hef ekki enn fundið aðferð til að
segja nei við hana Svöfu vinkonu
mína,“ segir John og skellir upp úr.
„Hún er svo sannfærandi og full af
ástríðu fyrir starfi sínu. Ég er ekki
átján ára lengur og hef lifað tím-
ana tvenna í þessum geira, en hún
er bara þannig gerð að maður vill
allt fyrir hana gera.“
Nýjar reglur og aðferðir
Verkefni starfandi konrektors fela
meðal annars í sér stefnumótun,
þróun aðgerðaáætlana, uppbygg-
ingu innviða, eflingu rannsókna
og framþróun námsins í HR. Auk
þess hefur konrektor yfirumsjón
yfir leiðsögn við deildarforseta,
rektor og akademíska starfsmenn,
uppbyggingu á sterku starfsliði,
eflingu alþjóðlegra tengsla og
innra og ytra mati á rannsóknum
og námi við skólann.
„Rektorsstarfið er mjög
umfangsmikið og tímafrekt. Með
tilkomu konrektors ætti rektor-
inn að hafa meiri tíma til að sinna
mikilvægum málum af meiri kost-
gæfni. Ég hef verið í starfinu í
rúmlega tvo mánuði og sá tími
hefur reynst vel sem eins konar
reynslutímabil, og deildarforset-
arnir þurfa til að mynda að venj-
ast því að hafa einn stjórnanda til
viðbótar við rektorinn. Ég mun
eyða miklum tíma í að hanna nýjar
reglur og aðferðir, og ætla mér að
ganga hratt og vel til verks. Þegar
betur fer að ára í samfélaginu
verður að tryggja að skólinn sé í
stakk búinn fyrir nýja tíma. HR
er ungur háskóli sem er sterkur á
mörgum sviðum, en það er alltaf
möguleiki að gera enn betur.“
Ísland þarfnast ímyndarvinnu
Í ljósi efnahagshrunsins spyr
blaðamaður hvort það hafi ekki
vaxið þeim hjónum í augum að
flytjast, að hluta til hið minnsta,
til Íslands og þeirrar óvissu sem
ríkir í þjóðfélaginu. Hjónin svara
því neitandi. „Hingað til höfum
við aðallega fylgst með þessum
atburðum úr fjarlægð og erum því
eins langt frá því að vera sérfræð-
ingar í þessum málum og hugs-
ast getur, ég vil ítreka það,“ segir
John, „en ég verð að segja eins og
er, ég finn ekki mikið fyrir þessu
í daglegu lífi hér á Íslandi. Ég held
líka að ástæða þess sé ekki sú að
ég sé ónæmur fyrir slíkum hlut-
um. Fólkið sem ég hef samskipti
við daglega virkar fremur jákvætt
og langt frá því að vera dauft í
dálkinn. Við gerum okkur full-
komlega grein fyrir því að margir
hafa misst vinnuna, og guði sé lof
að Íslendingar hafi ekki þurft að
kljást við slíkt ástand fyrr. En við
finnum fyrir mikilli jákvæðni allt
í kringum okkur, til dæmis þegar
við ferðumst um í leigubílum eða
förum út að borða á veitingastaði
sem eru fullir af fólki,“ segir John.
„Og það eru ekki bara útlending-
ar sem borða á þessum stöðum,“
bætir Marie við.
„Leigubílaferðir eru reyndar
mjög mikilvæg upplýsingaveita í
hverju landi,“ segir John. „Þegar
ég verð forsætisráðherra Íslands
ætla ég að senda alla leigubílstjóra
á námskeið í sögu og menningu
landsins. Eða kannski ættu leigu-
bílstjórarnir frekar að uppfræða
forsætisráðherrann,“ segir John
og hlær.
„En að öllu gamni slepptu þá tel
ég, án þess að þykjast vera sér-
fræðingur í þessum málum, að það
verði nokkuð langur tími þar til
efnahagslífið nær sér á strik. Lík-
lega heil kynslóð. Það breytir því
ekki að Ísland býr yfir mörgum
tækifærum og gríðarlegum auð-
lindum. Hversu mörg lönd myndu
til dæmis ekki vilja vera í sporum
Íslands þegar kemur að jarðorku.
Landið er í svo einstakri aðstöðu
hvað þetta varðar að það verður
hreinlega að gera sér mat úr því,“
segir John.
„Það má heldur ekki vanmeta
mikilvægi öflugrar ímyndar-
vinnu,“ bætir Marie við. „Við
hjónin höfum nánast umbreyst í
ferðaskrifstofu fyrir Íslands að
undanförnu því við erum sífellt
að tala um landið við alla sem
við hittum. Þegar við minnumst
á hversu stórfenglegt okkur þyki
land og þjóð og þessi miklu og
athyglisverðu samskipti MIT
og HR þá hvá nánast allir. Utan
Íslands virðast flestir halda að
eyjan hafi hreinlega sokkið í sæ
og hér sé alls ekkert að gerast.
Þetta er stórt vandamál sem við
verðum öll að horfast í augu við
og reyna að breyta. Ísland þarfn-
ast þess meira nú en nokkru sinni
fyrr,“ segir Marie.
Mikilvægi menntunar
John tekur fram að á tímum sem
þessum megi mikilvægi menntun-
ar alls ekki gleymast, þótt hart sé
í ári. „Menntun er jafn mikilvæg
á Íslandi nú og fyrir hrunið, ef
ekki enn mikilvægari. Það þarf að
ganga úr skugga um að þeir mörgu
sem eru að missa atvinnuna um
þessar mundir eigi kost á frekari
menntun ef þeir kjósa svo. Ég er
ekki að segja að allir þurfi að fara í
háskóla, en ef fólk hefur til dæmis
ekki lokið menntaskólaprófi á að
leita allra leiða til að gera því það
kleift. Hið sama gildir ef fólk vill
bæta við mastersgráðum. Ég geri
mér fullkomlega grein fyrir því
að þetta er ekki einfalt verkefni,
en það er engu að síður bráðnauð-
synlegt. Ein af stærstu auðlind-
um landsins er þetta bráðgáfaða
og nokkuð vel menntaða fólk sem
það byggir. Það skiptir miklu máli
að fjárfesta í þessu fólki.“
Ljóðskáld og listamenn
Að sögn Marie líkar þeim hjónum
lífið á Íslandi afar vel. „Þetta er
undraverður staður. Mennirnir
eru sterkbyggðir og kvenfólkið svo
fallegt að það ætti í raun að vera
fyrirmynd kvenna um allan heim.
Okkur virðist sem allir Íslending-
ar séu ljóðskáld og listamenn inn
við beinið. Það er list úti um allt,
og landið sjálft er í raun risastórt
listaverk. Það sjáum við bara með
því að líta út um gluggann á skrif-
stofunni okkar.“
Menntun er jafn mikilvæg á Íslandi nú og fyrir hrunið,
ef ekki enn mikilvægari. Það þarf að ganga úr skugga um
að þeir mörgu sem eru að missa atvinnuna um þessar
mundir eigi kost á frekari menntun ef þeir kjósa svo.
„Það var mikil heppni fyrir okkur að
fá John til starfa,“ segir Svafa Grön-
feldt, rektor Háskólans í Reykjavík.
„Við höfum unnið að því að efla
mjög akademíska uppbyggingu
HR á undanförnum árum. Ráðning
hans er liður í að flýta þeirri upp-
byggingu, því á næstu árum munu
háskólarnir gegna enn þýðingar-
meiri stöðu í samfélaginu en verið
hefur. Við vildum ekki slá þessu á
frest eða hætta við þetta, vegna
þess að nú fremur en nokkru sinni
fyrr þurfa skólarnir að efla akadem-
ískan styrk sinn,“ segir Svafa.
Hún segir John hafa allt til að
bera í starf konrektors. „Hann kemur
hingað með þekkingu og reynslu
sem við höfum ekki. John vann
með okkur að því að byggja upp
verkfræðideildina síðastliðið vor og
er vel inni í íslensku menntakerfi og
meðvitaður um stöðu okkar.“
MIKIL HEPPNI AÐ FÁ JOHN TIL STARFA
Dásemdardýrð
Lifðu núna
Fáðu þér flottan tónlistarsíma í næstu verslun Vodafone
Nokia 5800 XpressMusic
• 12.000 kr. inneign*
• 5 lög í tónlistarverslun Vodafone
5.500 kr.
á mán. í 12 mán.
Nokia 5310 XpressMusic
• 12.000 kr. inneign*
• 5 lög í tónlistarverslun Vodafone
3.000 kr.
á mán. í 12 mán.
*1.000 kr. á mán í 12 mán. *1.000 kr. á mán í 12 mán.