Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 88
68 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af
fyrstu einleikstónleikum
Matthíasar Philips Nardeau
kl. 17 í dag í Salnum. Anna
Guðný Guðmundsdóttir leikur
undir. Verkin eru öll einleiks-
verk fyrir óbó, eftir Robert og
Klöru Shuman og þá Amilcare
Ponchielli og Antonio Pasculli.
kl. 11
Næsta uppboð hjá Gallerí Fold er
á mánudag kl. 18.15. Fjöldi góðra
verka eftir gömlu meistarana verður
boðinn upp, meðal annars verk
eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Nínu
Tryggvadóttur og Ásgrím Jónsson.
Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg, í dag frá kl. 11-17 og
á morgun frá 12-17. Uppboðsdaginn
má skoða þau frá 10-17. Uppboðsskrá
með myndum er á www.myndlist.is.
Sýningin á töflum hóps
alþjóðlegra listamanna
sem staðið hefur um
nokkurt skeið á Kjar-
valsstöðum hefur vakið
mikla athygli, enda
eru þar á ferð margir
af virtustu og flinkustu
listamönnum okkar
daga. Listasafnið hafði
upp úr krafsinu tafl eftir
Yoko Ono sem hún gaf
safninu en þarna eru
verk eftir ungu Bretana,
Barböru Kruger og Yaoi
Kusama svo nokkrir séu
nefndir. Tveir Íslendingar eru í hópnum, Stein-
grímur Eyfjörð og Bjarni Harðarson, og að auki
taflmenn Jóns Gunnars. Ekki er þó í safninu tafl
þeirra Spasskys og Fischers sem ætti heima í
íslensku deildinni.
Á morgun koma
þau Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir og Helgi
Ólafsson á fund
Hafþórs Yngvasonar
og ræða frammi fyrir
gestum um fagur-
fræði í samhengi
við skáklistina. Hefst
spjallið kl. 15. Þá er
rétt að vekja athygli
á glæsilegu ritverki
um sýninguna sem
komin er út. Það
er ríkulega skreytt
myndum frá sýningunni Skáklist og textinn
er eftir sýningarstjórana Larry List og Mark
Sanders.
Sýningin stendur til 13. apríl. - pbb
Skáksýning vel sótt
Guðrún Kristjánsdóttir
myndlistarkona opnar í dag
stóra sýningu í Hafnarborg
á myndlist sinni af ýmsu
tagi: innsetningu, hreyfi-
myndum, tón/hljóðverki,
gleri og málverkum. Sýn-
ingin er fjölbreytt og opnar
glugga inn í viðfangsefni
listakonunnar: snjó í fjöll-
um.
Sýningin, sem Guðrún kallar Veður-
skrift Veðurlag, er sett upp undir
stjórn Birtu Guðjóns dóttur. Guð-
rún þenur formið sem hún sækir
mest í að túlka, fjalllendi með sjó-
sköflum í þíðu, á margvíslegan
máta. Hún stefnir saman rímna-
kveðskap sem Steindór Andersen
leggur rödd við blásin stef á bás-
únu sem Hróðmar Sigurbjörnsson
blæs. Þennan hljóðvegg leggur
hún við myndbönd sem eru unnin
og klippt. Þennan hluta sýningar-
innar kallar hún Veðurlag.
Á sýningunni stillir hún upp
þremur vinnuskrifstofum í sam-
ráði við dóttur sína Oddnýju Eir
þar sem aðgreindir þættir vinnslu
listakonunnar eru lagðir undir
smásjá svo greina má drög hennar
að stærri verkunum. Veður skrif-
stofunnar eru forsmekkurinn af
bókverki sem áætlað er að birtist
á næsta ári.
Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950)
er á meðal þeirra listamanna sem
leitað hafa markvisst í brunn
íslenskrar náttúru og hafa verk
hennar vakið athygli frá því hún
kvaddi sér fyrst hljóðs á níunda
áratugnum. Hún hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í
samsýningum bæði hér heima og
víða erlendis.
Guðrún hefur um langt skeið
markað sér afar persónulegan
stíl bæði með vali á myndefni og
ekki síður úrvinnslunni. Sum mál-
verk hennar virka í fjarska sem
óregluleg mynstur í móðugu landi
og daufri birtu. Hún vinnur alfarið
með jarðliti og í öllu höfundar-
verki hennar má finna endurreisn
íslenska landslagsmálverksins
sem svo lengi var forsmáð grein
á myndlistarhríslunni íslensku,
svo kræklótt og margstofna sem
hún er.
Sýning Guðrúnar stendur til
10. maí og er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og
fimmtudaga kl. 11-21. Efnt verður
til leiðsagnar um sýninguna og á
morgun kl. 15 tekur Guðrún þátt í
leiðsögninni.
pbb@frettabladid.is
Snjóyrjur í fjalli
MYNDLIST Guðrún á sýningarsvæðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Myndlistarkonan Bjargey Ólafsdóttir opnar í dag aðra sýningu
sína í Reykjavík, en ljósmyndaverk hennar eru nú sýnd í sölum
Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Í dag hefst sýning hennar á teikn-
ingum í Ásmundarsal Listasafns ASÍ. Sýninguna kallar hún
Stungið af til Suður-Ameríku.
Bjargey á spjall við gesti á morgun kl. 15.
Bjargey í Ásmundarsal
MYNDLIST Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona.
MYNDLIST Tafl eftir Alastair Mackie, Amorphous
Organic, 2008. MYND LISTASAFN REYKJAVÍKUR
www.forlagid.is
TÍMAMÓTAVERK
SVO MIKLU MEIRA EN HEFÐBUNDIN ORÐABÓK
Bókin gerir rækilega
grein fyrir notkun
orða og orðasambanda
í margvíslegu
samhengi og birtir
um leið skýra
mynd af íslenskum
orðaforða.
Yfirgripsmikið verk sem veitir
einstaka leiðsögn um orðaval
í ræðu og riti.
Rafræn útgáfa á geisladiski
fylgir bókinni og veitir margvíslega
leitarmöguleika og nýja innsýn
í efnið.
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
135 / BÆJARHRAUN