Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 28
28 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR Þ að er miðvikudagur í Fjölbrautaskóla Vestur- lands og systkinin standa fyrir framan samnem- endur sína og segja þeim sögu sína. Þau draga fram myndir úr flóttamannabúðunum og segja að þessar myndir og þeirra orð, sem túlkur þýðir fyrir bekkinn, geti ekki skýrt þann hrylling sem þau bjuggu við í búðunum. Mustafa segir að henni dygði ekki heilt ár til að lýsa aðstæðunum. Þau eru ekki að færa í stílinn því að mati Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna þykja búð- irnar bjóða upp á hvað verstu aðstæð- urnar fyrir flóttamenn í heiminum. Tími þeirra í búðunum var ekki langur miðað við hve lengi margir þurfa að dvelja þar, en sumir hafa verið þar í þrjú ár. Enginn velur sér að dvelja á svona stað, en þegar aðstæður í heima- högum eru orðnir eins og þeir voru í Bagdad, á fólk engra annarra kosta völ. Fatlað og veikt systkini Mustafa var ellefu ára þegar lífið breyttist á einni nóttu í Bagdad. Mahal bróðir hennar var ári eldri. Þau eru Palestínumenn, afkomendur þeirra Pal- estínumanna sem flúðu Ísrael í átökun- um árið 1948. Og í Bagdad bjuggu þau í hverfi sem nær aðeins Palestínumenn bjuggu í, með föður sínum og móður og tveimur öðrum systkinum og lífið var gott og öruggt að þeirra sögn. Faðir þeirra vann sem viðgerðarmaður hjá fyrirtæki sem gerði við stærri heim- ilistæki, svo sem ísskápa, frystikistur og slíkt. Bróðir þeirra er þroskaheftur og systir þeirra hefur átt við veikindi að stríða í gegnum ævina þannig að hún þarf að vera undir stöðugu læknis- eftirliti. Það varð því mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar faðir þeirra, fyrir- vinnan, var drepinn. Palestínumenn ofsóttir Við setjumst niður eftir tímann og túlk- ur hjálpar til. Þau eru farin að skilja heilmikið í íslenskunni en það er erfið- ara að tala hana. Þeim finnst tungu- málið erfitt en vilja leggja sig öll fram við að læra það, segja þau. Við byrjum í Bagdad. „Ofsóknirnar byrjuðu strax eftir að innrásin var gerð. Okkur var oft hótað og margir voru reknir af heimilum sínum. Ef Íraki kemst að því í dag að þú ert Palestínumaður, áttu á hættu að vera myrtur.“ Palestínumenn eru ofsóttir í Bagdad af ástæðum sem rekja má til stuðnings Saddams við Palestínumenn. Hann studdi málstað þeirra og ýmsir hópar í samfélaginu töldu sig því eiga eitthvað sökótt við Palestínumenn, héldu þá hafa notið sér- réttinda. Staðreyndin var hins vegar sú að Palestínumenn nutu ekki fullra réttinda í Írak, fengu aldrei varan legt dvalarleyfi og engan möguleika á að sækja um ríkisborgararétt. Myrtur í vinnunni Árið 2003 er talið að um 40.000 Pal- estínumenn hafi verið í Írak. Nú séu kannski um 10.000 eftir. Ýmist hafa þeir verið myrtir eða reknir á brott frá heimilum sínum. Flóttamannabúðirnar í Al Waleed urðu til þegar fólk reyndi að flýja yfir landamæri Íraks til Sýr- lands. Landamærunum var lokað og fólk komst heldur ekki til baka þaðan sem það var að flýja. Mustafa og Mahal urðu að flýja eftir að faðir þeirra var myrtur. Nokkrum dögum fyrir morðið hafði hann verið handtekinn, en írask- ir lögreglumenn áreittu Palestínumenn daglega. Honum var sleppt, beðinn afsökunar á handtökunni og fjölskyld- an hélt að þeim væri óhætt. „Hann var að klára vinnudaginn og var að loka fyrirtækinu, átti bara eftir að gera við einn ísskáp. Ég var í heimsókn hjá vini mínum þarna við hliðina á þegar við heyrðum skothvell. Ég kom að honum liggjandi í götunni,“ segir Mahal. Besti vinurinn skotinn Þetta var ekki í eina skiptið sem Mahal upplifði að einhver svona náinn honum var drepinn. Hann var á gangi heim úr skólanum með bestu vinum sínum þegar skothríð hófst í hverfinu þeirra. Einn besti vinur hans, sem átti að fara að gifta sig daginn eftir, var myrtur. Að lokum fór svo að fjölskyldunni var ekki lengur vært í borginni. Þau yrðu að komast burt. „Við höfðum sótt um að komast burt og einn daginn komu nöfn- in okkar upp á lista yfir fólk sem mögu- lega gat komist til Íslands. Við urðum að flytjast í Al Waleed-flóttamanna- búðirnar frá Bagdad vegna þess.“ Mustafa reynir að útskýra hvernig Al Waleed-búðirnar eru. „Ímyndið ykkur stað þar sem ekkert er. Bara eyðimörk. Hvert sem þú lítur er eyðimörk. Það er ekkert, ekki eitt tré til að skýla sér bak við. Bara tjöld. Og hitinn er kannski 48 gráður. Í þessum búðum hefur fólk dvalið í jafnvel þrjú ár.“ Vatnsleysi erfiðast Í búðunum var ekki alltaf vatn. Vatns- skorturinn var svo mikill suma daga að fólk kom sér í mikla lífshættu þegar það fór út á veg til að betla vatn, þrátt fyrir að vita að kannski yrði það drep- ið. Mustafa segir að vatnsskortur- inn hafi verið erfiðastur. Einnig var hreinlætisaðstaða engin og daunn frá rusli sem enginn gat hirt um. Malah segir salernisaðstöðuna hafa verið hrikalega, skítuga og ógeðslega og konur hafi verið feimnar við að nota hana því karlmenn og konur hafi átt að nota sömu aðstöðu. Margir í búðun- um voru veikir að þeirra sögn. Læknis- hjálp þurfti að sækja í 150 kílómetra fjarlægð og mjög hættulegt að ferðast þangað. Fólk dró það því í lengstu lög því ef rútan var stöðvuð á leiðinni og íraska lögreglan komst að því að við- komandi var Palestínumaður, var hætt á að viðkomandi yrði drepinn. Sandstormar og snákar Í eyðimörkinni geisuðu miklir sand- stormar, á nokkurra daga fresti. Rokið sem við þekkjum hér á landi er víst eins og væg gola miðað við hvernig blásið gat í eyðimörkinni. Þegar stormurinn var yfirstaðinn voru tjöldin oft fokin út í veður og vind. „Við höfðum ekkert til að skýla okkur á bak við. Við kviðum oftast nóttinni. Myndi koma stormur eða kannski einhver dýr úr eyðimörk- inni, snákar eða annað slíkt? Margt var að hræðast þarna, líka nærveru banda- rískra og íraskra hermanna. Maður var aldrei öruggur.“ Aðgerðaleysið var að Skilaboð frá þeim sem eftir eru Systkinin Mustafa Jamal Saeed og Mahal Jamal Saeed lifðu ofurvenjulegu lífi í Bagdad til ársins 2003 þegar ráðist var inn í Írak. Eftir það og þar til þau komu til Íslands síðastliðið haust hafa þau lifað það að sjá föður sinn myrtan og besti vinur Mahals var skotinn til bana þegar þeir voru á gangi heim úr skólanum. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti systkinin sem voru heppin. Þau komust burt úr flóttamannabúðunum Al Waleed sem þykja bjóða upp á hvað verstar aðstæður í heiminum. ERU HRIFIN AF NÁTTÚRU ÍSLANDS Systkinin Mustafa Jamal Saeed og Mahal Jamal Saeed hafa eytt síðustu árum við erfiðar aðstæður í Írak. Þau hlakka til að eiga framtíð á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÚSTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR Fyrir miðju má sjá tjaldið sem fjölskylda systkinanna hafðist við í. Tjöldin fuku á nokkurra daga fresti í sandstormum. þeirra sögn afar erfitt enda lítið sem ekkert að hafa fyrir stafni. „Það er erf- itt að geta ekkert gert nema hanga og það er líka mjög erfitt fyrir fólk sem þarna bíður og bíður og veit ekki hvort það á framtíð. Við erum heppin að hafa komið hingað en við viljum færa skila- boð frá fólkinu sem er þarna eftir. Það er að deyja í eyðimörkinni.“ Íslenskunámið í fyrsta sæti Mustafa og Malah segjast hafa nú dvalið á Akranesi síðan í september með móður sinni og systkinum og þau eru hrifnust af náttúrunni hér, fjöll- unum og öllu sem þau segja afar ólíkt því sem þau þekkja. Íslenskan er erfið en þau vonast til að geta lært ensku og íslensku betur. Kuldanum er erfiðast að venjast. Þau eru brosmild þegar þau tala um það sem fram undan er. „Fyrst og fremst núna erum við að hugsa um íslenskunámið. Við þurfum að læra hana vel. Og við hlökkum til að eiga framtíð á Íslandi. Við sjáum það fyrir okkur að geta átt mjög gott líf hérna.“ Ofsóknirnar byrjuðu strax eftir að innrásin var gerð. Okkur var oft hótað og margir voru reknir af heimilum sínum. Ef Íraki kemst að því í dag að þú ert Palestínu- maður áttu á hættu að vera myrtur. FRAMHALD Á SÍÐU 32 EFTIR STORMINN Sandstormar feykja bústöðum flóttamannanna til á nokkurra daga fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.