Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 4
4 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 15° 16° 22° 15° 15° 20° 18° 15° 15° 20° 14° 15° 28° 13° 17° 17° 11° Á MORGUN Víðast 3-8 m/s. MÁNUDAGUR 8-13 m/s á Vest- fjörðum, annars 5-10 m/s. ÁGÆTAR HELGARHORFUR Þessa helgina horfi r vel með veður. Vind- ur hægur af suðri í dag og milt. Einhver úrkoma kann að falla sunnan til og vestan en allt bendir til að það verði lítilsháttar og dragi úr úrkomulíkum eftir því sem líður á daginn. Á sunnudag verður svipað veður nema að þá snýst hann í norðaustan á Vestfjörðum og við það kólnar. 6 6 5 6 8 6 5 6 3 4 2 6 8 6 5 5 5 5 4 6 5 5 6 6 6 4 2 8 7 4-1 6 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Olíufélögin þrjú, Ker, Skeljungur og Olíuverslun Íslands, voru í gær dæmd til að greiða Vestmannaeyja- bæ tíu milljónir króna í skaða- bætur vegna verðsamráðs við útboð bæjarins í olíukaup árið 1997. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því hversu frek- lega var brotið gegn okkur,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Bærinn fór fram á tæplega sautján milljónir króna í bætur en fékk sem áður segir aðeins tíu, með vöxtum og dráttarvöxtum frá febrúar 2004. „Þetta er heldur lægri upphæð en skaði okkar var,“ segir Elliði. „En upphæðin er svo sem ekki stóra málið í þessu. Mór- alska hliðin finnst mér ekki skipta minna máli en þessar krónur. “ Jafnframt segir í dómnum að telja megi að tjón Vestmannaeyja- bæjar af ótvíræðu samráðinu hafi í raun verið meira en hagnaður olíufélaganna af því. Elliði segir niðurstöðuna traust- vekjandi. „Í þessum væringum í viðskiptalífinu eftir bankahrunið er líka gott að sjá að það er hægt að treysta dómskerfinu til að tak- ast á við mál af þessu tagi,“ segir hann. Elliði á fastlega von á því að málið verði áfrýjað til Hæsta- réttar. - sh Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Vestmannaeyjabæ skaðabætur: Olíufélögin borgi tíu milljónir ELLIÐI VIGNISSON SKAÐABÓTASKYLD Olíufélögin þrjú höfðu með sér víðtækt samráð um margra ára skeið eins og samkeppnis- yfirvöld komust að á sínum tíma. STJÓRNMÁL L-listi fullveldissinna hefur hætt við að bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum. Þetta var ákveðið á fundi hreyf- ingarinnar í gær. Fulltrúar listans treysta sér ekki til að uppfylla skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapa nýjum framboðum, og nefna í því samhengi þaulsetu Alþingis, sem skapi sitjandi þingflokkum óeðli- legt forskot, fimm prósenta þrösk- uldinn svokallaða og kröfuna um 126 frambjóðendur í öllum kjör- dæmum. Enn fremur hafi þeir átt von á kúvendingu sjálfstæðis- manna og vinstri grænna í afstöð- unni til Evrópusambandsins. - sh Þingframboðum fækkar: L-listinn hættir við framboð sitt BANKAHRUNIÐ Einkahlutafélög í eigu nokkurra æðstu stjórnenda Landsbankans fengu lánað til hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans frá 2007. Mun minna fé mun vera um að ræða en Kaup- þing og Glitnir lánuðu til sinna starfsmanna, eða rúmlega 100 milljónir króna. Lánin runnu til framkvæmdastjóra innan bank- ans, en bankastjórarnir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árna- son voru ekki í þessum hópi. Stefán Már Stefánsson, laga- prófessor við Háskóla Íslands, telur að stjórnir bankanna þriggja hafi brotið lög með lán- veitingum til einkahlutafélaga í eigu starfsmanna. - shá Landsbankinn: Bankastjórar tóku ekki lán til hlutabréfakaupa DÓMSMÁL Lögfræðingurinn Borg- ar Þór Einarssonar tapaði í gær máli sem hann höfðaði gegn Skattstjóran- um í Reykjavík vegna árlegrar framlagningar álagningarskrár þar sem upplýs- ingar um tekju- skattgreiðslur hans og annarra eru til sýnis. Borgar telur að þótt kveðið sé á um það í lögum að leggja skuli skrána fram á hverju ári gangi það samt gegn stjórnarskrárákvæðum um friðhelgi einkalífs. Dómurinn telur rétt að birting skráarinnar geti falið í sér skerðingu á frið- helgi einkalífs, en engu að síður sé slík skerðing heimil löggjafanum. Borgar segist munu áfrýja málinu til Hæstaréttar. - sh Álagningarskrár áfram birtar: Skattstjóri sigr- ar Borgar Þór BORGAR ÞÓR EINARSSON ORKUMÁL Bryndís Hlöðvers dóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bif- röst, er nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar. Á aðalfundi fyrir tækisins, sem fram fór í gær, var kjörin ný stjórn þess til eins árs. Bryndís tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni, for- stjóra Íslandspósts, sem verður almennur stjórnarmaður. Aðrir í stjórn Landsvirkjunar eru Sigurbjörg Gísladóttir, efna- fræðingur við Umhverfisstofnun, sem verður varaformaður, Páll Magnússon, bæjarritari í Kópa- vogi, og Stefán Arnórsson, próf- essor við Háskóla Íslands. - shá Landsvirkjun: Breytingar gerðar á stjórn MENNING „Það ber að hneigja sig og beygja fyrir fyrirtækjum sem gleyma ekki mikilvægi menningar starfsemi á tímum sem þessum,“ segir Jón Þór Þor- leifsson, skipuleggjandi tónlistar- hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði í sjötta sinn um næstu helgi. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær með plokkfisksveislu á veitingastaðnum Karamba við Laugaveg. Sérstaklega voru teknar fram þakkir til aðal- styrktar aðilanna; Vodafone og Flugfélags Íslands. - kg Aldrei fór ég suður: Kynning með plokkfisksveislu KYNNING Gestir gæddu sér á plokkfiski og öðrum veigum á Karamba í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Verulegur ágrein- ingur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokk- anna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skyn- semi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landsam- bands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugg- lega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávar- útvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávar- útvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæð- ir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Sam- fylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegs- fyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þing- menn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smá- atriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiði- kerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að lands- byggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur úti- lokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköll- un aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum Framkvæmdastjóri LÍÚ trúir ekki að stjórnarflokkarnir láti verða af hugmyndum sínum um afturköllun aflaheimilda. Geri þeir það grípi útvegsmenn til aðgerða. Samfylkingin hefur ekki útfært hugmyndir sínar en vill ná sátt um kerfið. GERT AÐ ÞEIM GULA Sjómenn eru samtaka þegar þeir gera að þeim gula en miklar deilur eru um það hvernig staðið skuli að því að sækja hann. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON GUÐBJARTUR HANNESSON GENGIÐ 03.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 194,7375 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,77 119,33 175,34 176,2 159,52 160,42 21,416 21,542 18,056 18,162 14,734 14,82 1,1885 1,1955 178,1 179,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.