Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 67
heimili&hönnun ●
Skermarnir eru til í mörgum viðar-
tegunum.
Ljósin fara vel mörg saman, enda er
lýsingin frá þeim dempuð.
Þ essa skemmtilegu lampaskerma frá Animal Farm rákumst við á
á síðunni husmusen.blog.se undir
Eco-Retro Design.
Eins og sjá má sækja þeir form
sitt til dæmigerðra, sígildra ljósapera
sem í seinni tíð er farið að kalla rúss-
neskar ljósakrónur.
Hönnuður skermanna heitir Porky
Hefer. Þeir eru sagðir búnir til úr
endur unnum spýtum af ýmsum teg-
undum og fást því í margskonar viðar-
lit. Í þá má einungis nota sparperur.
Perur með perum
PÁSKAR Í PIER Verslanir eru nú í óða önn að taka upp sumar-
vörurnar. Í versluninni Pier er að finna mikið úrval af sumarlegum
smáhlutum, kertastjökum, kertaglösum, matarstellum í garðinn, blóma-
vösum og fleiru. Ný lína í heimilisilmi, kerti og reykelsi fylla hillurnar í
versluninni svo sjón er sögu ríkari. Einnig er þar að finna skemmtilegar páskavörur
sem fást nú með fjörutíu prósenta afslætti. Allir ættu því að geta glatt sig með
litríku skrauti inn á heimilið fyrir páskana.
hönnun
● FJÖLBREYTNI Nemendur í
lokaáföngum almennrar hönnun-
ar á listnámsbraut
halda sýningu á
vegum Hönnun-
ar og handverks-
skóla Tækniskól-
ans. Sýningin verður
opnuð í dag klukkan 16, í Galleríi
Tukt í Hinu húsinu, við Pósthús-
stræti 3 til 5.
Nemendur í lokaáföngum
almennrar hönnunar eru þeir
nemar sem stefna á frekara hönn-
unarnám og er sýningin afrakstur
síðustu ára, þar sem gefur að líta
fjölbreytt verk, allt frá fatnaði til
húsgagna.
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 5