Fréttablaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 43
apríl 2009
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
FRAMHALD Á BLS. 6
Pönnukökur á páskunum
Ragnhildur Lára Finnsdóttir
lumar á uppskrift að ljúf-
fengum blinis-pönnu-
kökum sem henta í öll
mál og við ýmis tæki-
færi og hátíðleg tilefni
eins og um páska.
Páskegg
með konfekti
Matgæðingurinn Elísa-
bet Guðrún Jónsdóttir
brá sér á námskeið í
páskaeggjagerð og
útbjó egg stútfullt af
góðgæti. BLS. 4
Litríkt yfir páskana
Listin við að útbúa litrík egg, saga páska-
hérans og annar skemmtilegur fróðleikur
sem tengist páskunum. BLS. 2
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Blinis-pönnukökur eru þeim eigin-leikum gæddar að þær henta jafnt sem forréttur, aðalréttur
og eftirréttur allt eftir því
hvað sett er ofan á þær,“
segir Ragnhildur Lára
Finnsdóttir, meistaranemi
í blaða- og fréttamennsku,
sem lætur lesendum Frétta-
blaðsins í té hugmynd að
skemmtilegum eftirrétti sem
er hægt er að gæða sér á tím-
unum saman.
„Ég fékk uppskriftina hjá
fyrrverandi meðleigjanda mínum sem
er hálfur Færeyingur og hálfur Tékki.
Hún bar pönnsurnar fram með sultu,
rjóma, búðingi og niðurskornum ávöxt-
um. Ég týndi uppskriftinni hennar, sem
var með bókhveiti, en fann aðra sem
er líkari hefðbundinni pönnukökuupp-
skrift.“
Ragnhildur segir suma hafa kökurnar
á stærð við spælegg og að þá minni þær
mest á lummur. Henni finnst skemmti-
legra að hafa þær minni og miðar frekar
við tíkall. „Úr verða litlir munnbitar sem
fólk getur dundað sér við að raða ofan á
og tína upp í sig langt fram eftir kvöldi.“
Ragnhildur hefur líka borið kökurnar
fram sem forrétt en þá með reyktum sil-
ungi, sýrðum rjóma og dilli.
Ragnhildur hefur gaman af að bjóða
gestum í mat og hefur sankað að sér
ótalmörgum uppskriftabókum. Þá safn-
ar hún uppskriftum frá ættingjum og
vinum í stílabók og er sú bók í mestri
notkun. „Yfirleitt hef ég smakkað þessa
rétti og veit að þeir virka.“ - ve