Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 12. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 12 ÁRA RITHÖFUNDUR HUGMYNDIR ARNDÍSAR LÓU MAGNÚSDÓTTUR HAFA SJÁLFSTÆÐA HUGSUN >> BARNABLAÐ LITUR SKUGGANS OG NÆTURINNAR GULLPENSLAR SÝNA INDÍGÓ >> 43 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HOLLENSKI bankinn Rabobank tilkynnti í gær stærstu svonefnda jöklabréfaútgáfu frá upphafi. Gaf bankinn út jöklabréf fyrir 40 millj- arða króna til eins árs. Stærsta einstaka útgáfa jökla- bréfa fyrir útgáfuna í gær var þeg- ar þýski fjárfestingarbankinn Kfw Bankengruppe gaf út bréf fyrir 10 milljarða króna í janúar í fyrra og aftur fyrir sömu fjárhæð í febrúar. Jöklabréf eru þau skuldabréf nefnd sem erlendir aðilar gefa út í íslenskum krónum. Sérfræðingar á fjármálamark- aði, sem blaðamaður hafði sam- band við, sögðu að ætla mætti að þessi útgáfa gæfi til kynna að er- lendir fjárfestar gerðu ekki ráð fyrir að krónunni yrði hent á næst- unni. Í öðru lagi teldu erlendu fjár- festarnir væntanlega að vaxtamun- urinn við útlönd yrði áfram hár. Bandarískir kaupendur Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að samkvæmt upplýsingum deildarinnar séu það fyrst og fremst bandarískir enda- fjárfestar sem hafi keypt þessi jöklabréf. Þeir hafi fram til þessa lítið sem ekkert tengst fjárfesting- um af þessu tagi. Í Hálffimmfréttum greiningar- deildar Kaupþings segir að heild- arútgáfa jöklabréfa losi nú um 370 milljarða króna en útistandandi bréf nemi alls 290 milljörðum. Krónan styrktist um 1,2% í gær, líklega að minnsta kosti að hluta til vegna jöklabréfaútgáfunnar. Stærsta jöklabréfaútgáfan Ætla má að 40 milljarða króna útgáfa í gær bendi til þess að erlendir fjár- festar hafi trú á krónunni og telji að vaxtamunur minnki ekki á næstunni Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur á hringveginum rétt norðan við Munaðarnes í gær. Hann var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar á LSH í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Fjölmörg óhöpp urðu í umferð- inni í gær vegna slæmrar færðar, flest minniháttar. Blindbylur var á Holtavörðuheiði og kalla varð út björgunarsveitir til aðstoðar við vegfarendur sem misst höfðu öku- tæki út af veginum. Slysið í Borgarfirði átti sér stað um tvöleytið í gær skammt frá bænum Grafarkoti norðan við Munaðarnes. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Borgar- nesi var maðurinn ökumaður jeppabifreiðar sem rakst á vinstra framhorn flutningabíls. Tveir voru í flutningabílnum og sluppu ómeiddir. Áreksturinn var sérlega harður og þurfti að beita klippum til að ná manninum út úr jeppanum. Að sögn lögreglu má rekja slysið til slæmrar færðar en afar hált var og slæmt skyggni. Hátt í 50 óhöpp Á höfuðborgarsvæðinu var til- kynnt um hátt í 50 umferðar- óhöpp í gær og má rekja flest þeirra til slæmrar færðar. Engin slys urðu á fólki en draga þurfti nokkrar bifreiðir af vettvangi. Vetrarófærð olli víða miklum usla  Alvarlegt umferðarslys varð við Munaðarnes í gær  Björgunarsveitir aðstoðuðu fólk á Holtavörðuheiði Morgunblaðið/Ásdís Snjómokstur Snjó hefur kyngt niður sunnan- og vestanlands síðustu daga og margir hafa þurft að taka upp skóflur til að moka við híbýli sín eða búa til snjóhús. Hann Jóhann Finnbogason í Kópavogi var einn þeirra. Slys Af vettvangi umferðarslyss- ins við Munaðarnes í gær. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „JÁ, FLENSAN er komin, það hefur greinst eitt tilfelli,“ segir Arthur Löve, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans. Í kjölfarið hafa fjöl- mörg sýni sem rannsökuð hafa verið greinst neikvæð. „Þannig að þetta er svona rétt að stinga sér niður, en ekki meira en það.“ Inflúensa er veirusýking sem kemur árlega upp hér á landi eins og í öðrum löndum. Arthur segir flensuna á hefð- bundnum tíma í ár, oft byrji hún að láta á sér kræla í kringum áramót. Hann segir enn lítið hægt að segja til um það hvort flensan verði sérlega slæm í ár. „Það er engin sérstök ástæða til þess að ætla að svo sé. Það hafa engar aðvaranir verið í gangi í nágrannalöndunum og svo eru mjög margir bólusettir hér á landi.“ Í sama streng tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir, en hann fylg- ist náið með þróun flensunnar í ná- grannalöndunum. Haraldur segir að flensan hafi verið sérlega slæm í byrj- un árs 2005 en í fyrra hafi hún aftur á móti verið væg. Tregir til að láta bólusetja sig „Það er okkar tilfinning að Íslend- ingar hafi verið nokkuð tregir til að láta bólusetja sig í haust,“ segir Har- aldur, en árlega eru um 50–55 þúsund manns bólusettir gegn inflúensu. Sóttvarnalæknir mælir með því að fólk yfir sextugu, þeir sem hafi und- irliggjandi sjúkdóma eða starfi á heil- brigðisstofnunum láti bólusetja sig. Það sem einkennir inflúensu um- fram aðrar veirusýkingar er að veir- an breytir sér reglulega þannig að mótefni sem myndast hjá ein- staklingum sem sýkjast duga ekki til fullrar verndar þegar veiran kemur aftur að ári. Í hvert sinn sem inflú- ensa geisar sýkist stór hluti þjóð- arinnar, einkum börn og unglingar. Venjulega tekur 2–3 mánuði fyrir sýkinguna að ganga yfir. Flensan er komin RÁÐAMENN dönsku verslanakeðjunnar Irmu vilja banna eða leggja sérstakan skatt á feita matvöru til að reyna að draga úr offitu- vanda þjóðarinnar, að sögn Berlingske Ti- dende sem vitnar í Ny- hedsavisen. Hefur keðj- an þegar fjarlægt hakk með meira en 12% af fitu úr hillunum í 73 búðum sínum. For- stjóri Irmu, Alfred Josefsen, segir að miða mætti fituskattinn við hitaeiningar í matn- um eða fitumagnið. Talsmenn nokkurra stjórnmálaflokka segja tillöguna athyglisverða en ráðherra neytendamála, Carina Christensen, hefur sagt að hún vilji ekki ákveða hvað Danir setji í innkaupakörfuna. Næringarfræðing- urinn Arne Astrup fagnar skatthugmynd Josefsens og segir hana mjög skynsamlega. „Við vitum að það sem fyrst og fremst gerir Dani feita er feitar mjólkurafurðir, kjöt, gos og sælgæti. Og verðið hefur mest áhrif á það hvað maður kaupir,“ segir Astrup. Verður fita skattlögð? Dönsk verslanakeðja vill álögur á fitandi vörur ÍSRAELI úr röðum ar- abískumælandi minni- hlutans í landinu hefur í fyrsta sinn tekið við ráð- herraembætti. Er það Raleb Majadele sem verður ráðherra vísinda og tækni, að sögn BBC. Hann er úr Verka- mannaflokknum og sagði formaður flokks- ins, Amir Peretz, að þessi umskipti myndu bæta sambúðina milli ólíkra fylkinga í landinu. Arabískumælandi Ísraelar eru nær 20% þjóðarinnar. Ekki eru allir sáttir. Estertina Tartman, formaður hægriflokksins Yisrael Beitenu, sagði að aðgerðin væri „banvæn atlaga“ gegn síonismanum, þ.e. hugmyndinni um þjóðarheimili gyðinga í Ísrael. Ísraelskur arabi ráðherra Raleb Majadele ♦♦♦ MENN standa ráðþrota gagnvart gátu í af- skekktri borg, Esperace, í vestanverðri Ástralíu, að sögn danska blaðsins Jyllands- posten. Þar hafa fundist hræ af 5.000 fugl- um af mörgum tegundum sem hafa fallið dauðir til jarðar og segja sérfræðingar að fuglaflensa eða aðrir smitsjúkdómar séu ekki skýringin. „Þetta eru einkum fuglar sem lifa á skordýrum og blómasafa en einn- ig talsvert af mávum,“ segir Nigel Higgs, talsmaður umhverfisyfirvalda. Nýlega fundust 63 dauðir fuglar í miðri Austin-borg í Texas og er enn verið að rannsaka hvað olli dauða þeirra. Dularfullur fugladauði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.