Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 39
Janúarráðstefna
föstudaginn 19. janúar 2007,
Kiwanishúsinu við Engjateig, Reykjavík
Dagskrá:
9:00-10:15 Nýmæli við framtalsgerð 2007.
Jón H. Steingrímsson og Jón
Ásgeir Tryggvason hjá Þjónustu-
sviði RSK ásamt fulltrúa frá DK
hugbúnaði ehf.
10:15-10:30 Kaffi.
10:30-12:00 Einstaklingsrekstur, einkahluta-
félag, hlutafélag: yfirfærsla, skipt-
ingar sameiningar.
Skúli Jónsson forstöðumaður
Fyrirtækjaskrár RSK.
12:00-13:00 Matur.
13:00-14:00 Nýlegar breytingar á skattalögum.
Páll Jóhannesson lögfræðingur
hjá Deloitte hf.
14:00-16:00 Erlendir starfsmenn á Íslandi og
vinnuleigur. Skattaleg yfirferð.
(Staðgreiðsla og vsk).
Páll Jóhannesson lögfræðingur
hjá Deloitte hf.
14:30-15:00 Kaffi.
16:00-16:30 RSK: Leiðréttingarreitir á skatt-
framtali lögaðila.
Halldór Arnarson, endurskoðandi,
Fjárstoð ehf.
Verð er 10.000 krónur fyrir félagsmenn og
starfsmenn þeirra. Verð fyrir utanfélagsmenn
er 15.000 kr. Innifalið í verði er matur og kaffi á
meðan ráðstefnu stendur.
Skráning fer fram á sérstöku eyðublaði á
heimasíðu félagsins, www.fbo.is, hjá
Guðmundi Loga Lárussyni á logi@rvt.is eða
í síma 896 3246 og er síðasti skráningardagur
17. janúar.
Stjórn Félags bókhaldsstofa.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Sími: 534 5200
Bæjarlind 4, Kópavogi
www.draumarum.is
AÐRAR VÖRUR!
20-90%
AFSLÁTTUR!
20-70%
SÝNINGARRÚM!
ÚTSALAN ER BYRJUÐ!
FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR!
AFSLÁTTUR!
SKÁKÞING Reykjavíkur 2007
hófst með pompi og prakt sl. sunnu-
dag. Mótið er vel skipað að þessu
sinni og er einn stórmeistari meðal
þátttakenda, Henrik Danielssen.
Síðast var það árið 2000 að stór-
meistari var með er Þröstur Þór-
hallsson sigraði en síðan þarf að fara
aftur til ársins 1975 en þá mætti
Friðrik Ólafsson nokkuð óvænt til
leiks, vann öruggan sigur og hélt síð-
an til Tallinn þar sem hann háði æsi-
lega keppni um efsta sætið við Paul
Keres, Boris Spasskíj og fleiri góða
menn.
Eftir tvær umferðir er Henrik
með 2 vinninga ásamt Braga Þor-
finnssyni, Guðmundi Kjartanssyni,
Ingvari Þór Jóhannessyni, Kristjáni
Eðvarðssyni, Omar Salama, Jóhanni
Ingvasyni, Guðna Stefáni Péturs-
syni, Sverri Erni Björnssyni, Sigur-
birni Björnssyni, Sævari Bjarnasyni,
Þorvarði Ólafssyni og Birni Jóns-
syni.
Það bar til tíðinda við upphaf
mótsins sem borgarstjórinn í
Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, setti að tekin var í notkun lyfta í
húsakynnum TR sem bætir vita-
skuld aðgang fatlaðra til muna. For-
maður TR, Óttar Felix Hauksson,
hefur með miklum myndarskap náð
að breyta ásýnd Taflfélags Reykja-
víkur eftir nokkurra ára lægð. Nokk-
ur umræða spannst um lyftuna þeg-
ar fyrrum formaður
Öryrkjabandalagsins, Garðar Sverr-
isson, stakk niður penna og gagn-
rýndi aðstöðuleysi fatlaðra. Þá var
málið komið á rekspöl innan stjórnar
TR og borgarkerfisins og hefur nú
verið leitt til lykta með þeim hætti að
allir geta verið ánægðir.
ACP-mótaröðin í atskák
Ungverski stórmeistarinn Peter
Leko vann sigur á útsláttarmóti
ACP, samtaka atvinnuskákmanna,
sem fram fór í Odessa í Úkraínu um
síðustu helgi. Þetta var fyrsta mótið í
fyrirhugaðri mótaröð ACP en 16
skákmenn mættu til leiks í Odessa.
Mikil ánægja var með framkvæmd
þess og svo virðist sem atskákirnar
njóti æ meiri vinsælda. Meðal áhorf-
enda var ræðismaður Íslands í Úkra-
ínu, stórmeistarinn Margeir Péturs-
son. Útsláttarkeppnin var með
hefðbundnu sniði, 16 geysiöflugir
skákmenn hófu leikinn og tefldu
tvær skákir með tímafyrirkomulag-
inu 20 5. Leko vann Ivan Sokolov í
fyrstu umferð 1½:½, Rublevsky 2:0 í
2. umferð, Boris Gelfand 3:2 í undan-
úrslitum og loks Ivantsjúk 2½:1½ í
lokaeinvíginu. Þá voru tefldar fjórar
skákir. Í fjórðu skákinni beitti Ivant-
sjúk Aljékíns vörn en kom ekki að
tómum kofunum hjá Leko:
4. skák:
Peter Leko – Vasilij Ivantsjúk
Aljékín-vörn
Aljékíns-vörnin átti sitt blóma-
skeið upp úr 1967 þegar Bent Larsen
beitti henni, einnig Kortsnoj og síðar
Bobby Fischer m.a. í 13. og 19. skák
einvígisins mikla ’72. Sennilega gef-
ur svartur of mikið eftir á miðborð-
inu og riddarinn á b6 verður oft
vandræðagripur eins og í þessari
skák. Sterkir leikir Leko eru 17. h4,
20. Be3 og 21. Bxc5. Eftir 22. b4 get-
ur svartur ekki leikið 22. … Rxc4
vegna 23. Da2! Ivantsjúk gefur
skiptamun en menn hans vinna illa
saman og Leko knýr fram sigur með
nokkrum hnitmiðuðum leikjum.
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4
Rb6 5. exd6 cxd6 6. Rc3 g6 7. Be3
Bg7 8.
Hc1 0-0 9. b3 a5 10. Be2 Ra6 11.
Rf3 Bd7 12. 0-0 Hc8 13. Dd2 a4 14.
Hfe1
axb3 15. axb3 He8 16. Bh6 Bh8
17. h4 e5 18. dxe5 dxe5 19. Bg5 f6
20. Be3
Rc5 21. Bxc5 Hxc5
22. b4 Hxc4 23. Bxc4+ Rxc4 24.
Dd5+ Be6 25. Dxb7 Db8 26.
Dc6 Bf7 27. Rd5 Rd6 28. Rc7 Hd8
29. Hed1 Dxb4 30. Ra6 Da3 31. Dc7
Hc8 32.
Dxd6 Hxc1
– og svartur gafst upp um leið.
Wijk aan Zee
Eitt sterkasta mót ársins, hið ár-
vissa stórmót í Wijk aan Zee, var
sett í gær. Flestir bestu skákmenn
heims eru þarna saman komnir en
samkvæmt stigalistanum er styrk-
leikaröðin í A-flokki þessi:
Veselin Topalov, Viswanathan An-
and, Vladimir Kramnik, Peter Svid-
ler, David Navara, Levon Aronian,
Teymour Radjabov, Alexei Shirov,
Ruslan Ponomariov, Magnus Carl-
sen, Sergey Tiviakov, Loek van
Wely, Sergey Karjakin og Alexand-
er Motylev.
Þetta er í fyrsta sinn sem Topalov
og Kramnik mætast eftir hið sögu-
fræga einvígi þeirra í Elista á haust-
mánuðum 2006.
Skákdæmi
Í síðasta pistli var birt dæmi sem
spratt upp úr vangaveltum Friðriks
Ólafssonar. Dæmið leit svona út:
Hvítur mátar í 3. leik
Lausnin er 1. Ha6! Kxa6 2. Dd7
Kb6 3. Db7 mát. Friðrik bætti raun-
ar við að hvíti kóngurinn gæti einnig
verið á a8 eða c8.
helol@simnet.is
13 efstir á Skákþingi
Reykjavíkur
Helgi Ólafsson
Úrslitaeinvígi Vasilij Ivantsjúk t.v. og Peter Leko að tafli í Odessa. Skák-
dómarinn fylgist grannt með.
Skák
Hart barist
um Súgfirðingaskálina
Önnur lota í Súgfirðingaskálinni,
tvímenningsmóti Súgfirðingafélags-
ins, var spiluð í húsakynnum BSÍ á
fimmtudagskvöldið. Úti var snjó-
koma með tilheyrandi ófærð og
minnti menn á æskuslóðir. Fjórtán
pör mættu til leiks.
Úrslit urðu eftirfarandi en með-
alskor er 130
Guðbjörn Björns. - Steinþór Benedikts. 163
Gróa Guðnad. - Guðrún Kr. Jóhannesd. 155
Helgi Sigurðsson - Lilja Kristjánsd. 143
Eínar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinss. 137
Arnar Barðason - Hlynur Antonss. 133
Eftir tvær lotur er staðan eftirfar-
andi en búið að setja meðalskor 220.
Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktsson 272
Gróa Guðnad. - Guðrún Kr. Jóhannesd. 256
Helgi Sigurðss. - Lilja Kristjánsdóttir 244
Arnar Barðason - Hlynur Antonsson 239
Már Hinriksson - Eðvarð Sturluson 233
Björn Guðbjss. - Finnbogi Finnbogas. 218
Sveinbjörn Jónss. - Birgir Berndsen 217
Þriðja lota verður spiluð fimmtu-
daginn 15. febrúar í björtum sal
Bridssambands Íslands og hefst há-
tíðin kl. 18.15.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is