Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Ég hef alltaf haft áhuga
á leiklist og þetta er dásamlegt
áhugamál. Hér er hópur af fólki
sem er með sama brennandi áhuga-
málið og samkenndin sem myndast
og gleðin sem fylgir því að skapa
gefur manni mikið. Það fylgir þessu
starfi líka mikil gleði og fólk kemur
aftur og aftur inn í starfið með
hléum á milli,“ sagði Guðfinna
Gunnarsdóttir, formaður Leikfélags
Selfoss. Félagið frumsýnir næst-
komandi föstudag, 19. janúar, leik-
ritið Hnerrann eftir Anton Tsjekov
í leikgerð Michaels Frayn undir
leikstjórn Harðar Sigurðarsonar
sem þýddi verkið. Um frumflutning
verksins í þessari leikgerð verður
að ræða.
„Það eru sjö þættir eða sögur
sem mynda sýninguna og verkið er
með gamansömum tón og sýnir
óvenjulegar aðstæður sem koma
upp hjá fólki,“ sagði Guðfinna.
Stórafmæli framundan
Níu leikarar koma fram í verkinu
en alls koma um tuttugu manns að
uppsetningunni. Guðfinna segir að
það sé sama sagan nú og alltaf áð-
ur að fólk sé tilbúið að leggja starf-
inu lið og slíkt sé ómetanlegt. Það
sé eins og einhver baktería fari af
stað í bænum þegar kemur fram á
vetur og æfingatími fer í hönd hjá
félaginu. Það þurfi ekki annað en
veifa litlafingri þá sé kominn hópur
með uppbrettar ermar.
Leikfélag Selfoss er á sínu 49.
leikári og er formaðurinn og stjórn-
in þegar farin að huga að 50. af-
mælisárinu. „Í janúar 2008 verður
stórafmæli hjá okkur og við ætlum
að gera marga skemmtilega hluti,“
segir Guðfinna en fyrir liggur áætl-
un um næstu uppfærslu félagsins
sem verður framhald af verkinu
„Með vífið í lúkunum“ eftir Ray
Cooney. „Svo er auðvitað hin lands-
fræga árshátíð okkar, en allir eru
farnir að hlakka til hennar,“ segir
Guðfinna og ennfremur að félagið
vilji helst setja upp tvö verk á af-
mælisárinu. „Við ætlum að vera vel
áberandi á komandi afmælisári.“
Starfsvettvangur félagsins er í
Litla leikhúsinu við Sigtún sem iðar
af lífi hvert kvöld þegar félagarnir
koma saman til æfinga og und-
irbúnings. „Við vonum auðvitað að
fólk komi á sýningarnar hjá okkur
því án þess erum við ekkert, en við
eigum mjög dygga áhorfendur á
Selfossi og víðar,“ sagði Guðfinna
Gunnarsdóttir leikfélagsformaður.
„Það hefur alltaf verið mikil
seigla í félaginu og drift. Núna er
stigvaxandi kraftur í því og margir
nýir sem hafa komið inn í starfið.
Kambsránið er dæmi um þetta og
sýnir hvað það er mikið afl í sam-
félaginu hérna en við mætum mikl-
um skilningi í þessu starfi hjá
sveitarfélaginu Árborg. Það er
nefnilega þannig að menningin, hún
snýst alltaf um fólk og það sem það
gerir,“ segir Guðfinna og þegar
hún er spurð um það hvort að-
staðan sé góð þá dásamar hún
Gamla Iðnskólann við Sigtún þar
sem leikhús félagsins og fé-
lagsaðstaða er núna en segist eiga
sér sinn draum.
Fjölnota menningarhús
„Hér þyrfti að vera til fjölnota
menningarsalur, það er draumurinn
að þannig salur verði til hérna þar
sem hægt er að gera allt varðandi
leiklist, tónlist, samkomur og fundi.
Þetta þarf að vera salur sem er vel
búinn tækjum og búnaði. Það er
ekkert ómögulegt í þessum efnum
og þetta þarf ekki að kosta svo
mikið. Ég vil tala um fjölnota
menningarsal alveg eins og það er
talað um fjölnota íþróttahús. Kostn-
aðurinn felst í tækjunum og tækni-
búnaðinum sem þarf að vera til
staðar svo hægt sé að breyta saln-
um, færa til svið og áhorfendapalla
eftir aðstæðum og því sem verið er
að gera. Þetta er draumurinn.
Svartur kassi er allt sem þarf. Við
þurfum að fá svona fjölnota menn-
ingarsal hér á Selfossi og þetta er
raunhæfur kostur að skoða og ég
skora á fólk að hugsa um þetta
með mér,“ sagði Guðfinna Gunn-
arsdóttir.
Menningin snýst alltaf um fólk
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skapandi Guðfinna Gunnarsdóttir, formaður Leikfélags Selfoss, hefur ánægju af skapandi störfum í leikhúsinu.
Leikfélag Selfoss
frumsýnir nýja leik-
gerð af Hnerranum
Í HNOTSKURN»Fólk er viljugt að starfafyrir leikfélagið. Um tutt-
ugu manns koma að uppsetn-
ingu Hnerrans.
»Leikfélag Selfoss verðurfimmtugt í byrjun næsta
árs og verður tímamótanna
minnst með sýningum.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
ÁFRAM er unnið við niðurrif gömlu
Sambandsverksmiðjanna á Gler-
áreyrum vegna stækkunar versl-
unarmiðstöðvarinnar Glerártorgs.
Breytingin er mikil frá því sem var
en uppbyggingin hefst væntanlega
á nýjan leik í mars. Hvert húsið af
öðru hefur horfið að undanförnu og
í gær var verið að rífa niður ljós-
brúna húsið fyrir miðri mynd, þar
sem verkstæði byggingarfyrirtæk-
isins Hyrnu var síðast til húsa.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Enn breytist ásýnd svæðisins á Gleráreyrum
SIGURÐUR Gestsson stefnir að því að heilsu-
ræktarmiðstöðin, sem hann hefur fengið leyfi til
þess að byggja á lóð Sundlaugar Akureyrar, verði
tekin í notkun fyrir lok þessa árs.
Breyting á deiliskipulagi var samþykkt í bæj-
arstjórn á þriðjudaginn og bæjarráð staðfesti á
fimmtudaginn rammasamning, sem bæjarstjóri og
Sigurður gerðu síðastliðið vor.
Meðal skilmála í samningnum sem Sigurður
gerði við bæinn á sínum tíma var að framkvæmdir
stæðu ekki yfir á lóðinni yfir sumartímann, til þess
að raska ekki starfsemi fjölskyldugarðsins sem þar
er starfræktur. Sigurður sagði við Morgunblaðið í
gær að vegna þess hve afgreiðsla málsins hefði taf-
ist gríðarlega myndi hann fara fram á að breytingu
hvað þetta varðar. Nú er unnið að endanlegri
hönnun hússins og því hvaða starfsemi verður þar
önnur, en stefnt er að því að þar verði hágreiðslu-,
snyrti- og ljósastofa auk veitingasölu.
Sigurður kveðst ósáttur við gagnrýni sem fram
hefur komið, m.a. í bæjarstjórn, að einkaaðila sé
færð svo dýrmæt lóð. „Ég er ekki hver sem er í
bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram
aðra. Ég hef verið með íþróttafélögin í bænum
meira og minna inni á gafli hjá mér í 20 ár – að
mestu leyti endurgjaldslaust – og mér finnst að
forráðamenn þeirra hefðu átt að styðja mig í þessu
máli. Þeir hafa þagað þunnu hljóði og ég er mjög
ósáttur við þá,“ sagði Sigurður í gær. „Ég get full-
yrt að ef íþróttafélög hér í bænum ætla að ala upp
afreksmenn þarf þessa stöð sem ég ætla að byggja
vegna þess að hinar stöðvarnar hafa aldrei lagt
áherslu á afreksíþróttaþjálfun. Ég verð auðvitað
áfram í almennri líkamsrækt en sinni afreksþjálf-
uninni áfram af miklum krafti.“
Stefnir að því að taka heilsu-
ræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Sigurður Gestsson óánægður með að fá ekki stuðning íþróttafélaga bæjarins
Í HNOTSKURN
»Sigurður Gestsson ætlar sér að opnanýju heilsuræktarmiðstöðina á lóð Sund-
laugar Akureyrar fyrir lok ársins.
»Sigurður er ósáttur við að forystumenníþróttafélaga bæjarins skuli ekki hafa
stutt sig í baráttunni fyrir húsinu.
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra hefur ákveðið að
opna útibú frá þýðingamiðstöð ut-
anríkisráðuneytisins á Akureyri.
Til að byrja með er gert er ráð
fyrir fjórum starfsmönnum þar,
sem starfa í fjarvinnslu frá þýð-
ingamiðstöðinni sem er í Reykjavík.
Áætlað er að starfsemin á Akureyri
geti hafist í byrjun apríl.
„Álag á þýðingamiðstöðina hefur
aukist mjög á síðastliðnum árum og
er opnun útibúsins liður í að styrkja
starfsemina svo standa megi meðal
annars við skuldbindingar Íslands
gagnvart EES-samningnum,“ segir
í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Útibú frá þýð-
ingamiðstöð
ÞJÓFNAÐIR á fatnaði í Brekku-
skóla hafa verið kærðir til lögreglu.
„Í vetur hefur borið mikið á því að
föt séu tekin ófrjálsri hendi hér í
skólanum. Það sem af er vetri hafa
horfið sjö flíkur. Þetta eru úlpur,
snjóbuxur og gallabuxur, allt af
bestu gerð og verðmikið. Þessi föt
eru öll í unglingastærðum. Skólinn
hefur nú kært þetta til lögreglu og
er hún að rannsaka málin. Fólk er
hvatt til að merkja allan fatnað og
brýna fyrir börnum sínum að skilja
ekki eftir verðmæti í vösum,“ segir
í bréfi skólastjórans til foreldra.
Fötum stolið
í Brekkuskóla
NOKKRAR myndlistarsýningar
verða opnaðar á Akureyri í dag; í
Listasafninu sýning á verkum Jóns
Óskars og innsetning eftir banda-
ríska listamanninn Adam Bateman
kl. 15; Anna-Katharina Mields og
Jóna Hlíf Halldórsdóttir á Café
Karólínu kl. 14; Alex Gross í Galleri
BOX kl. 14 og Þorsteinn Gíslason,
Steini, í DaLí gallery kl. 14.
Nokkrar sýn-
ingar að hefjast