Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sölvína HerdísJónsdóttir fæddist í Skagafirði 22. ágúst 1916. Hún lést á hjartadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson, bóndi í Lónkoti, f. 10. ágúst 1880, d. 10. júlí 1945, og eig- inkona hans, Ólöf Baldvina Sölvadótt- ir húsmóðir, f. 6. september 1885, d. 5. janúar 1966. Systur Sölvínu voru Sveinsína Jónsdóttir, sem var gift Þorvaldi Þorsteinssyni, og Jakobína Jóns- dóttir Walderhaug, sem var gift Andrési Walderhaug, en þau eru látin. Sölvína giftist 26. apríl 1938 Friðriki Ellerti Jónssyni sjó- syni, og eiga þau þrjú barnabörn. 6) J. Eygló, hún á fimm börn og fimm barnabörn. Á unglingsárunum vann Sölv- ína við bústörf með foreldrum sín- um í Lónkoti. Síðar vann hún við síldarsöltun á Siglufirði og í vist í Ólafsfirði þar til hún stofnaði eig- ið heimili. Eftir það var heimilið hennar starfsvettvangur. Í nokk- ur ár vann hún þó við fisk- vinnslustörf jafnhliða heim- ilisstörfum. Fyrstu búskaparár Sölvínu og Friðriks voru þau á heimili föður Friðriks í litlu timburhúsi sem stóð niðri við sjóinn. Síðar eign- uðust Sölvína og Friðrik húsið Lyngholt við Brimnesveg 18, þar sem þau bjuggu öll sín búskap- arár. Fyrstu árin eftir að Friðrik lést bjó Sölvína ein í Lyngholti. Hinn 18. júlí 1998 giftist Sölv- ína æskuvini sínum og trúbróður, Kristjáni Reykdal. Fyrstu búskap- arár þeirra voru í Njarðvík en síð- ar fluttu þau á hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði þar sem þau bjuggu þar til Sölvína lést. Útför Sölvínu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. manni, f. 5. sept- ember 1913, d. 30. október 1987. Síðari eiginmaður Sölvínu er Kristján Reykdal, f. 27. júlí 1918. Börn Sölvínu og Friðriks Ellerts eru: 1) Guð- finna, gift Gunnari Ágústssyni og eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. 2) J. Mar- grét, gift Einari Gestssyni og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 3) Hildur, gift Gylfa Ólafssyni og eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. 4) Jón Sveinn, kvæntur Jónu Guðrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn og sex barna- börn. 5) Auður Regína, gift Sæv- ari Antoni Hafsteinssyni. Auður á tvö börn með fyrri eiginmanni sínum, Jóni Þorgeiri Guðmunds- Þegar amma var um 11 ára gömul gerðist mesta undrið í hennar lífi. Það var þá sem hún hlýddi frels- iskalli Guðs. Hún bauð Jesú að koma inn í líf sitt fyrir heilagan anda sem Jesús úthellir til þeirra, er á hann trúa. Jesús fyrirgaf henni og hreinsaði af allri synd og upp frá þessari stundu varð aldrei aftur snúið. Hún umbreyttist og varð að nýrri sköpun í Kristi Jesú. Þetta gerðist á vakningartímum í Fljót- unum. Amma og aðrir sem frels- uðust á þessum tíma, þar á meðal Kristján Reykdal, eftirlifandi eig- inmaður hennar, hlýddu nýjum leið- toga lífsins með því að taka nið- urdýfingarskírn í Miklavatni í Fljótum. Allt var þetta verk heilags anda sem Jesús úthellir til allra þeirra er á hann trúa, allt fram að síðasta degi. Fyrir ömmu var þetta upphafið að ævintýri lífs hennar. Allt varð fallegra og hún naut þess að vera ein úti í náttúrunni með Drottni sín- um. Hún þreyttist aldrei á að segja frá því hve létt á fæti hún var á leið sinni um holt og hæðir, af einskærri gleði og hamingju. Allt sitt líf gaf hún eins og hún gat og meira til. Og oft gaf hún án þess að vita af, því ilmur þekkingarinnar á Kristi fór á undan henni. Hún varð aldrei rík af auðæfum þessa heims en hún átti þeim mun meiri andlegan auð sem ryð fær aldrei grandað og svo átti hún miklu barnaláni að fagna. Þetta var hennar ríkdómur. Ég fæddist heima hjá ömmu í Lyngholti í Ólafsfirði þar sem hún bjó mestalla ævi ásamt Friðriki Ell- ert afa og þangað var ætíð skemmtilegt að koma. Yfirleitt hljóp ég þangað eins og fætur tog- uðu. Þar heyrði maður skemmti- legar sögur og þar fékk maður alla þá umhyggju sem hægt var að hugsa sér. Vinirnir og kunningj- arnir bjuggu margir í næsta ná- grenni við Lyngholt. Hvort sem maður var frosinn á höndum og fót- um á vetrum eða þurfti smá nær- ingu í sumarhita, þá leysti amma úr öllu. Það var eins og miðstöð lífsins hefði verið komið fyrir hjá ömmu. Titrandi með tóma hönd til þín, Guð ég vapa önd. Nakinn kem ég, klæddu mig, Krankur er ég, græddu mig. Óhreinn kem ég, vei, ó, vei, Væg mér, herra, deyð mig ei. Snemma tengdumst við amma sterkum andlegum böndum. Hún gaf mér það dýrmætasta sem hún átti og gat gefið – trúna á Jesú. Hún sýndi líka þá trú í verki fyrir mér á hverjum degi, hverjar sem kringumstæðurnar voru. Það sem einkenndi ömmu var að hún var alltaf eins, enda gegnheil og raun- veruleg. Hún gekk á móti eilífðinni vakandi, rétti úr sér og lyfti höfði því að lausn hennar var í nánd. Hvern hefði grunað að hún ætti eft- ir að giftast æskuvini sínum og trú- bróður á níræðisaldri? Sá Guð sem þekkti ömmu frá öndverðu hafði líka fyrirbúið henni lausn í þessum heimi. Hún naut sín þar til hún varð níræð. Hvílík blessun að fá að njóta hennar í öll þessi ár. Hennar sem þreyttist aldrei á spyrja mig hve- nær strákurinn kæmi. „Ég held áfram að biðja fyrir þér.“ Síðustu árin bjó amma með Kristjáni Reykdal í Hveragerði. Í hvert skipti sem maður kom í heim- sókn til þeirra, sama hvernig stóð á, gat ekkert verið betra. Fullkomlega sátt við Guð og menn. Þetta var amma mín í hnotskurn, full af kær- leika og þakklæti. Þín minning lifir um ókomin ár. Ég vil votta Kristjáni, öllum börnum ömmu og afkomendum þeirra mína dýpstu samúð. Drottinn veiti ykkur styrk og frið. Þinn dóttursonur, Róbert Grétar Gunnarsson. Esther C. Gunnarsson, Abigail Jean Róbertsdóttir og Naomi Ruth Róbertsdóttir. Ástarfaðir himinhæða, Heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga Í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Stgr. Thorst.) Þessi fallegi sálmur lýsir ömmu Sollu sérlega vel. Orð Guðs voru henni vissulega jafnmikilvæg og döggin blómunum. Hún lifði fyrir orðið og var óspör á að fara með bænir, tilvitnanir í guðsorð og minna okkur afkomendur sína á hverjum við ættum að treysta og fylgja. Hún var bænheit kona sem bað svo innilega fyrir okkur öllum. Við frænkurnar erum óendanlega þakklátar fyrir að hafa átt ömmu Sollu og afa Frigga að. Hjarta þeirra var stórt og var Lyngholt, litla húsið þeirra, öllum alltaf opið. Oft var þröng á þingi enda þurfti ekki marga til að fylla stofuna og eldhúsið. Í minningunni er eins og höllin þeirra hafi stækkað jafnt því sem fólki fjölgaði og alltaf var pláss. Amma var oftast með svuntuna að vinna í eldhúsinu, ýmist að baka vöfflur og forma eða að skera lauk. Hún hafði mikla trú á lækningar- mætti lauksins og í allan mat setti hún ríflega af lauk. Afi Friggi var mikill bókaormur og lá venjulega, eftir erfiðan vinnudag, í litla sóf- anum inni í stofu og las. Á kvöldin sátu þau svo saman fyrir framan sjónvarpið og afi las textann af skjánum fyrir ömmu. Amma átti tvær systur, þær Jakobínu og tví- burasysturina Sveinsínu. Það var ætíð kært á milli þeirra systra og skondið að fylgjast með þeim er þær hittust. Þá var oft verið að metast um hver bakaði besta brauð- ið eða steikti bestu kleinurnar; Bína, Sína eða Solla? Amma var einstaklega jákvæð persóna. Sama hvernig veðrið var fann hún já- kvæðar hliðar þess. Ef úti var rok var það yndislegur þurrkur og um að gera að hengja út á snúru. Ef hann rigndi fengu blessuð blómin vætu. Hún sá alls staðar fegurð. Afi Friggi lést árið 1987, amma bjó áfram í Lyngholti en tæpum 10 árum síðar kom annar maður inn í líf hennar. Vinur hennar úr æsku, Kristján Reykdal, kom norður og sótti hana og flutti suður með sjó, fyrst til Njarðvíkur og síðan til Hveragerðis. Þau bjuggu saman á Ási í Hveragerði þar sem þeim leið mjög vel og vel var hugsað um þau. Amma var alsæl og fannst hún vera komin hálfa leið til himnaríkis. Hún átti yndislegt ævikvöld með Krist- jáni. Hann dansaði í kringum hana, söng og spilaði á gítarinn sinn og kallaði hana drottninguna sína. Þau voru samstíga í trú sinni á Guð. Við þökkum Kristjáni af öllu hjarta fyr- ir að vera svona góður við hana ömmu Sollu. Við geymum dýrmætar minning- ar um ömmuna okkar sem gaf okk- ur svo mikið og kenndi okkur að biðja bænirnar. Nú er hún farin til fundar við Drottin sinn og dansar um í rósagarði hans. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Herdís og Kristjana. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Lyng- holti þar sem tekið var vel á móti manni með miklum kræsingum. Hús þeirra var alltaf opið fyrir öll- um þeim sem þangað vildu koma. Amma var mjög trúuð kona og gekk ævinlega á guðs vegum. Í hvert sinn sem amma vissi að við værum að keyra til Ólafsfjarðar bað hún fyrir okkur. Eitt sinn vildi það til á leið norður að við vorum að keyra á nánast einbreiðum malar- vegi. Framundan var blindhæð og við á þónokkrum hraða, en svo gerðist svolítið skrítið. Fugl settist á miðjan veginn. Pabbi byrjaði að flauta, en fuglinn fór ekki fyrr en við vorum stöðvuð og við veltum því fyrir okkur hve gæfur fuglinn var. Þegar við erum rétt lögð af stað á ný kemur bíll á ofsahraða yfir blindhæðina og rétt nær að beygja framhjá okkur. Þegar komið var til Ólafsfjarðar sögðum við ömmu frá atvikinu og ekki var hún í vafa um það hver hefði komið fuglinum fyrir á veginum og verndað okkur. Amma var mjög jákvæð og ósér- hlífin. Hún vildi allt fyrir alla gera og það var aldrei neitt að hjá henni. Hún var ávallt með sól í hjarta og aldrei kvartaði hún. Amma sýndi öðrum mikinn kær- leika og vinsemd og skeytti ekki um auð eða veraldlega hluti. Í nýja testamentinu segir: „Guð er kær- leikur og sá sem dvelur hjá guði dvelur í kærleika og guð í honum.“ Amma var mikið fyrir að segja okkur sögur. Ein sagan var af henni og Sveinsínu tvíburasystur hennar. Maður er kallaður var Sím- on Dalaskáld kom í heimsókn að Lónkoti rétt eftir fæðingu tvíbura- systranna. Ólöf langamma segir þá við hann að nú sé hún aldeilis orðin rík því hún hafi eignast tvíbura. Símon beygir sig yfir vögguna, lítur yfir krílin og fer með eftirfarandi vísur: Ekki er það til ófögnuðs auðgast búið fremur bjargræði og blessan guðs með barneigninni kemur Ungar, blíðar, bjartar, fríðar, baugasólir sóma gæddar sorg uppríma saman fæddar voru á tíma. Síðustu skilaboð ömmu til okkar voru þessi: Gangið á guðs vegum, það er það besta sem hægt er að gera. Hún minntist oft á það að lífið væri aðeins stutt ferðalag, svo tæki eilífðin við. Þá er gott að hafa geng- ið á guðs vegum. Oft mátti heyra hana syngja: „Himinninn, himinninn, hann er dýrlegur bústaður minn.“ Nú er himinninn orðinn bústaður hennar og það má með sanni segja að amma hafi verið tilbúin fyrir kveðjustundina. Hún er nú hjá frelsara sínum og búin að hitta afa á ný. Í hjarta okkar vitum við að nú líður henni vel. Elsku Kristján, við þökkum þér kærlega fyrir allt það sem þú gerðir fyrir ömmu. Þið náðuð einstaklega vel saman og áttuð margt sameig- inlegt. Við viljum þakka þér fyrir öll hlýju orðin sem við fengum að heyra frá ykkur. Aldrei fór maður frá ykkur öðruvísi en að heyra að við værum á bænalistanum ykkar. Með nærveru sinni gerði amma okkur og alla í kringum sig að betri manneskjum. Aðeins eitt líf sem endar fljótt, en kærleiksverkin standa. Friðrik Ellert, Gunnar Örn og Herdís Sölvína Jónsbörn. Í dag verður til moldar borin okkar elskulega amma Solla. Við systkinin vorum svo lánsöm að eiga mikið samneyti við ömmu Sollu og Frigga afa á okkar æskuárum, enda stutt að trítla niður Lyngholtstúnið frá Hlíðarveginum í heimsókn til þeirra í Lyngholt. Þá lá afi gjarnan í sófanum inni í stofu lesandi bók og amma var inni í eldhúsi að baka eða elda, enda gestrisin með eindæmum og heimili þeirra afa ávallt opið öll- um. Afi var félagslyndur, þótti gaman að taka í spil og reykti filterslausan Camel í laumi niðri í kjallara þegar hann hélt að enginn sæi til. Hann var fróður maður og fangaði athygli allra með skemmtilegri frásagnar- gáfu sinni. Amma var hins vegar mikil bindindiskona, guðhrædd og heimakær. Hún elskaði Guð sinn af öllu hjarta og var dugleg að inn- ræta börnum sínum og barnabörn- um guðsorðið. Þegar síminn hringdi rétt fyrir hálfellefu á kvöldin gátum við verið viss um að það væri hún amma svona rétt að minna okkur á að hlusta á orð Guðs sem þá var lesið í útvarpinu. Hún kunni ógrynni af sálmum og versum úr Biblíunni sem hún hafði yfir við hvert tækifæri. Þegar lagt var af stað í ferðir, hvort heldur stuttar eða langar, þá sagði amma iðulega „mundu að hafa vin þinn með þér“ og átti þá við Jesú. Amma hugsaði vel um sitt fólk og var umhugað um að halda Lyng- holti hreinu og fínu. Við eigum ófá- ar minningar um hana bakandi vöfflur og forma, færandi súpukjöt upp á fat eða hrærandi í sæta, þykka grjónagrautnum sem okkur fannst svo góður. Vegna þess hve hreinskilin amma var gat hún oft verið fyndin í til- svörum. Hún var ófeimin við að láta í ljós skoðanir sínar ef henni fannst eitthvað athugarvert við klæðaburð eða hárgreiðslu sinna nánustu og notaði þá gjarna setninguna: „Hörmung er að sjá þig“. En miklu oftar voru lýsingarorðin á jákvæð- ari nótunum og ekki óalgengt að heyra hana dásama allt og alla. Síðustu tíu árin bjó amma með Kristjáni, seinni eiginmanni sínum. Kristján dekraði við Dísu sína, eins og hann kallaði hana, og þau sáu ekki sólina hvort fyrir öðru. Það var gaman að heimsækja þau þar sem þau bjuggu í Hveragerði. Þar var alltaf glatt á hjalla, Kristján spil- andi á gítarinn og syngjandi sálma og amma í essinu sínu syngjandi með. Það er margt sem við getum til- einkað okkur af eiginleikum ömmu. Aðdáunarverð jákvæðni hennar, auðmýkt og nægjusemi á lífshlaupi sem ekki var ríkt af veraldlegum gæðum. Það var alveg sama á hverju gekk, ef við spurðum ömmu um hvernig henni liði var svarið ávallt: „Mér gæti ekki liðið betur, alveg satt.“ Hún bjó yfir sterkri andlegri vissu um eilíft líf og við er- um ekki í nokkrum vafa um að nú er hún komin heim til besta vinar síns. Við vottum Kristjáni, börnum ömmu og afa, Gerði frænku og öðr- um aðstandendum samúð okkar. Elsku amma, við þökkum fyrir tímann sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Minn- ingin um þig mun ylja okkar hjört- um um ókomna tíð. Hvíldu í friði. Friðrik, Ólöf og Edda Ein- arsbörn. Elskuleg móðursystir mín, hún Sölvína í Lyngholti, eins og hún var alltaf kölluð, hefur nú kvatt þennan heim og er komin til Guðs. Þegar ég rifja upp kynni mín af Sölvínu held ég að minnisstæðust sé mér hennar sterka trú á Guð sinn, sem hún hafði alla tíð. Og það var engin tilviljun, því foreldrar hennar, Jón Sveinsson og Ólöf Sölvadóttir, voru mjög trúhneigð og lifðu samkvæmt trú sinni í bæn og von á Guð og frelsarann Jesúm Krist. Sölvína ólst upp ásamt systrum sínum, Jakobínu og tvíburasystur sinni Sveinsínu, í foreldrahúsum að Lónkoti í Sléttuhlíð í ást, umhyggju og Guðstrú. Síðan lá leið hennar til Ólafs- fjarðar. Þar kynntist Sölvína fyrri manni sínum, Friðriki Jónssyni, skipstjóra, harðduglegum sjómanni, sem er öllum þeim sem honum kynntust mjög eftirminnilegur. Hann lést árið 1987. Heimili þeirra Sölvínu og Frigga í Lyngholti er mér afar minnis- stætt, hvað allt var ævinlega fínt og pússað og allir hlutir á sínum stað í þessu litla og þrönga húsi, þar sem börnin voru mörg og ótrúlegt hvernig hægt var að halda öllu í röð og reglu. En þannig var Sölvína. Hún var mikil húsmóðir og fórnaði sér fyrir heimilið, börnin og mann sinn. Á þessum árum var ekki allt til alls eins og nú á dögum. Lífsbar- áttan var hörð og Friggi þurfti oft að vera langdvölum fjarri heimilinu vegna vinnu sinnar, eins og sjó- mannskonur þurfa oft að búa við. Sölvína stóð oft í þessum sporum við erfiðar aðstæður og leysti hún allar skyldur af kærleika og hjarta- hlýju. Það er ótrúlegt að bera saman þær aðstæður sem þá voru og eru nú á svo mörgum sviðum. Sem bet- ur fer hefur tekist að breyta mörgu og bæta okkar þjóðfélag til fram- fara í svo mörgu, þó ég efist um að nútímafólk öðlist þá innri ró og hamingju sem því ætti að fylgja. En ég veit að Sölvína var sátt við hlutskipti sitt í lífinu. Hún eignaðist myndarleg börn og barnabörn og hún þakkaði Guði sínum fyrir allar hans góðu gjafir. Síðari maður Sölvínu var Krist- ján Reykdal. Þau sameinuðust í sterkri trú á Guð og dvöldu saman síðustu árin á dvalarheimili í Hveragerði. Jón Þorvaldsson. Sölvína Herdís Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.