Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista í Kaup- höllinni, OMX á Íslandi, lækkaði í gær um 0,3%, og er lokagildi hennar 6.751 stig. Mest lækkun varð á hlutabréfum Hf. Eimskipafélags Íslands, en gengi þeirra lækkaði um 2,7% í gær. Þá lækkuðu bréf 365 hf. um 2,3%. Mest hækkun varð hins vegar á hlutabréfum Icelandair Group, en gengi þeirra hækkaði um 0,8%. Næst mest hækkun varð á bréfum Alfesca, en þau hækkuðu um 0,4%. Lækkun í Kauphöll ● BRÆÐURNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa selt hlut sinn í Hanza-hópnum ehf., sem hefur verið umsvifamik- ill á fast- eignamarkaði. Nýr hluthafi í hópnum er Merla, félag í eigu Ró- berts Melax, forstjóra Open Hand í London. Aðrir eigendur Hanza eru „gömlu“ íþróttakapparnir úr Val, þeir Guðni Bergsson, Brynjar Harðarson og Jón Gretar Jónsson, auk Sigrúnar Þorgrímsdóttur, sem er fram- kvæmdastjóri félagsins. Meðal verkefna Hanza-hópsins hefur verið bygging fjögurra lyftuhúsa á Rafha-reitnum í Hafnarfirði, end- urbygging gamla DV-hússins í Þver- holti og nýbygging verslunar- og íbúð- arhúss í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá er félagið að reisa 335 íbúðir í Arn- arneshæð og þróa nýtt íbúðarhverfi á Kársnesinu í Kópavogi. Arnar og Bjarki ætla að snúa sér að eigin fjár- festingum. Arnar og Bjarki út úr Hanza-hópnum Fjárfestar Arnar og Bjarki. ● TÓLF mánaða hækkun húsnæð- isverðs er komin niður í 5%. Í janúar á síðasta ári var árshækkunin 31%. Þetta kemur fram mælingum Hag- stofu Íslands. Í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans segir að eftir langt tímabil hækkana á milli mánaða hafi hús- næðisverð nú lækkað í tvo mánuði í röð. Hratt hafi því dregið úr hækkun húsnæðisverðs, en mest hafi árs- hækkunin farið í 33% í september, október og nóvember 2005. Dregur úr hækkunum á húsnæðismarkaði FJÁRFESTINGABANKINN Mer- rill Lynch hefur gefið úr greiningu á Actavis. Bankinn verðleggur hlutabréf í Actavis á genginu 67 krónur á hlut, sem er í takt við gengi bréfa félagsins í Kauphöllinni, en lokaverð þeirra var 67,30 krónur í gær. Merrill Lynch er þriðji erlendi bankinn sem gefur út greiningu á Actavis frá því í september á síð- asta ári. Þá gaf alþjóðlegi bankinn Credit Suisse út greiningu á Actavis og skömmu síðar gaf ABN Amro- bankinn einnig út greiningu á félag- inu, en Credit Suisse er fyrsti er- lendi greiningaraðilinn til að greina nokkurt einstakt íslenskt félag. Gæti verið vanmetið um 20% Í greiningu Merrill Lynch segir að Actavis sé „næstum því fullkomið fyrirtæki“. Þá segir að bankinn telji að framtíð Actavis sé björt og við- skiptamódel fyrirtækisins sé skýrt. Það verðskuldi jafnvel hærra verð- mat og er tekið fram að ef allt geng- ur eftir þá geti verðmat bankans verið vanmetið um allt að 20%. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri innri og ytri sam- skipta Actavis, segir að líkt og í fyrri greiningum erlendu bankanna tveggja, Credit Suisse og ABN Amro, þá sé Merrill Lynch bjart- sýnn á framtíð Actavis. „Við erum þeirrar skoðunar að erlendar grein- ingar á íslensk félög í Kauphöllinni skipti bæði fjárfesta hér á landi og erlendis miklu máli og styðji við mat íslensku greiningardeildanna,“ segir Halldór. Þriðji erlendi bankinn verðmetur Actavis „Næstum því fullkomið fyrirtæki“ segir Merrill Lynch marki sínu í 8,6% í ágúst í fyrra. „Við reiknum með því að verð- bólgan haldi áfram að hjaðna á næstunni og mjög snarpt í mars þegar fram koma aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til lækkunar mat- vælaverðs. Við reiknum með því að verðbólgan verði þá um 4% og að hún verði komin undir 2,5% verð- bólgumarkmið Seðlabankans fyrir mitt þetta ár.“ Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum að verðbólg- an sé í hærri mörkum væntinga markaðarins. Deildin spáir því að 12 mánaða verðbólga í febrúar muni hækka í 7,1% en hún muni hins vegar lækka í 4,1% í mars, en þá muni gæta áhrifa af lækkun virðisaukaskatts og annarra gjalda á matvæli. Verðbólgan heldur áfram að hjaðna Greiningaraðilar spá um 4% verðbólgu í marsmánuði                                            Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VERÐBÓLGAN í fyrra var 6,9% að því er kemur fram tölum Hag- stofu Íslands. Vísitala neysluverðs í janúar hækkaði um 0,26% frá fyrra mánuði en án húsnæðis hækkaði vísitalan 0,12%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3%, sem jafngildir 1,1% verðbólgu á ári. Hins vegar hefur orðið 0,5% verð- hjöðnun ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með. Vetrarútsölur eru nú í fullum gangi að því er kemur fram í til- kynningu Hagstofunnar og lækk- aði verð á fötum og skóm t.d. um 12,1% en hins vegar vekur nokkra athygli að verð á mat- og drykkjarvöru hækkaði um 2%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 2,3% og þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3%. Undir markmið Seðlabanka Greiningaraðilar spáðu því að vísitala neysluverðs myndi hækka minna í janúar en raun varð á, eða um 0,0–0,2%. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis er bent á að þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað nokkuð umfram spár þá hafi verðbólgan þó lækkað úr 7,0% niður í 6,9%. Verðbólgan hafi því hjaðnað all- nokkuð frá því að hún náði há- Í HNOTSKURN »Verðbólgan náði hámarki íágúst í fyrra en þá mældist hún vera 8,6% á ársgrundvelli en mælist nú vera 6,9% og flestir reikna með að hún muni halda áfram að hjaðna. »Gert er ráð fyrir að verð-bólgan muni hjaðna snöggt seint á útmánuðum þegar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til lækkunar mat- arverðs koma til fram- kvæmda. ÍSLENSKT atvinnulíf bíður eftir því að heyra hvort halda eigi áfram eða aftur á bak í skattamálum. Fram- haldið mun ráða miklu um það hvort lífskjör á Íslandi verða áfram í fremstu röð eða hvort við sígum nið- ur úr hópi fremstu þjóða heims. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, í erindi á skattadegi Deloitte sem haldinn var í gær. Vilhjálmur sagði að samkeppnis- hæfni íslenska skattkerfisins væri einn af helstu áhrifaþáttum hagvaxt- ar og framfara í landinu. Íslendingar gætu ekki hugsað um skattkerfi sitt og skattamál sem einangrað fyrir- tæki fremur en aðrar þjóðir. Á tímum alþjóðavæðingar og stóraukinna samskipta fyrirtækja og einstaklinga yfir landamæri hefðu skattar og skattkerfi mikil og víðtæk áhrif á efnahagslegar ákvarðanir langt út yfir skattalögsögu hvers ríkis. Samkeppnishæft umhverfi? Vilhjálmur fjallaði í erindi sínu um nokkur atriði sem hann sagðist telja að þyrfti að endurbæta í skattkerfinu hér á landi. Hann sagði að atvinnu- lífið hefði um margt notið stöðugleika í efnahagslegu og pólitísku starfsum- hverfi á síðustu árum en spurningar vöknuðu um hvort þessi stöðugleiki myndi halda áfram á næstu árum í ljósi væntanlegra alþingiskosninga. „Málið snýst ekki um það hvort nú- verandi ríkisstjórn eða stjórnar- flokkar haldi völdum eða haldi áfram heldur hvort sú umbótastefna í skattamálum sem hér hefur að mestu verið fylgt fái að halda áfram. Ís- lenskt atvinnulíf þarf að fá skýr skila- boð frá öllum stjórnmálaflokkum um það hvert þeir ætla að stefna í skata- málum atvinnulífsins. Á að þróa áfram samkeppnishæft skattkerfi eða á að taka til baka það sem vel hef- ur tekist? Á að halda fjármagns- tekjuskattinum í 10% og lækka tekjuskatt fyrirtækja enn frekar eða á að hækka hvort tveggja?“ sagði Vil- hjálmur. Lífskjör ráðast af framhaldinu Framkvæmdastjóri SA vill svör frá stjórnmálaflokkunum varðandi skattamál Morgunblaðið/Ásdís Rétt átt Vilhjálmur Egilsson segir þróunina að mestu í rétta átt. NOVATOR, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 19% hlut í gríska fjar- skiptafyrirtækinu Forthnet. Eftir söluna á Novator þó enn fimmt- ungshlut í gríska félaginu. Hluturinn var seldur á genginu 10,2 evrur á hlut og nemur sölu- andvirðið um 70 milljónum evra eða jafngildi rúmra 6,4 milljarða ís- lenskra króna. Ætla má mjög gróflega að sölu- hagnaður Novator vegna þessara viðskipta geti numið um 2,5 millj- örðum íslenskra króna. Novator hóf að fjárfesta í Forth- net seint á árinu 2004 og áfram á árinu 2005 en giska má á að með- algengið í kaupunum hafi verið rétt undir sex evrum á hlut. Novator selur í Forthnet                          ! "!#$ % &%%' $(  ) % * +"%,-. / 01 -) % ( /) %. / 2 2 $  3 "4&56$76 )  8   ! "  +9  $- :  /*/ - :  /  ;<7 =2> & ?@" ?@-- -"5 '5  A  '5  # $ % &  '( 36 ,-35 / )*+,% & *& / *"57  - &  .       ! !        !      ! !  !    !    !                                                            */4 5%  /-  ?)5B%/-C 03                                               4      4 4   4 4 4 4 4                    4     4 4             4 4   4 4   A5% B%D " ?* E -   $7'/ 5%       4  4 4  4 4 4 4 4 3B5  5% 5 ;/F 3G!  !    "  " ! $?3+ H >     ! "  "  I I =2>3 %% !    "  "  =2>0' ;%%   ! "  "  :I+> HJK   !  !! #  "  GLITNIR gekk í gær frá samningi um skuldabréfaútgáfu að fjárhæð 1,25 milljarðar dala, eða um 89 millj- arðar íslenskra króna, til fimm ára. Kjörin eru 0,47 prósentum yfir þriggja mánaða millibankavöxtum. Fram kemur í tilkynningu að skuldabréfaútgáfan hafi verið seld til fjárfesta í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, og mikil umframeftirspurn hafi verið eftir bréfunum. Tómas Kristjánsson, framkvæma- stjóri fjármálasviðs Glitnis, segir að kjörin í útboðinu undirstriki mjög breytta stöðu frá fyrra ári. Þau séu í samræmi við þá jákvæðu þróun sem sést hafi á undanförnum mánuðum. Skuldabréf fyrir 89 milljarða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.