Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ það var nánast ómögu- legt fyrir sjúklinga hér að fá að sjá sjúkra- skýrslur um þá sjálfa. Nú er það heimilt en þó fara læknar fyrst yfir skýrslurnar til þess að ganga úr skugga um, að þar sé ekkert, sem sjúklingarnir mega ekki sjá um sjálfa sig. En auðvitað er sú þjónusta, sem Danir hafa nú ákveðið að taka upp, til fyrirmyndar. Það á ekki að vera neitt leyndarmál, sem sagt er um sjúklinga í sjúkraskýrslum. Hins vegar vekur athygli að þar er ekki einungis verið að ræða um sjúkra- skýrslur vegna innlagnar á sjúkra- hús heldur einnig skýrslur, sem heimilislæknar kunna að taka saman um sjúklinga sína. Við eigum að feta í fótspor Dana og taka upp þá þjónustu, að sjúk- lingar geti lesið eigin sjúkraskýrslur á Netinu. Það á að eiga við um skýrslur, sem teknar eru saman á sjúkrahúsum, hjá heimilislæknum og hjá sérfræðingum. Þessar upp- lýsingar á hver einstaklingur að geta fundið um sjálfan sig á Netinu með hjálp aðgangsorðs fyrir hvern og einn. Í fyrradag birtist lítilfrétt á erlendri fréttasíðu Morg- unblaðsins, sem ástæða er til að veita eftirtekt. Þar sagði: „Danir munu innan skamms geta lesið sjúkraskýrslur sínar, jafnt þær, sem gerðar eru á sjúkrahúsum og af hálfu heimilislækna á Netinu, að því er seg- ir á heimasíðu danska útvarpsins. Er það haft eftir Bent Hansen, for- manni Landssamtaka héraðanna í Dan- mörku, að búið sé að gera samning þessa efnis við liðs- menn heilbrigðiskerfisins. Kaupmannahöfn og Borgund- arhólmur verða ekki með í kerfinu að svo komnu máli en ráðamenn á umræddum stöðum vilja bíða þar til búið verði að þróa betur tölvukerfin. Fyrst í stað verða það rúmlega 20.000 manns, sem búa í Viborgamti, sem áður var stjórnsýslueining, er fá að skoða skýrslurnar frá sjúkrahús- unum. Sama munu íbúar annarra svæða geta þegar líður á árið. Skýrslur lækna utan sjúkrahúsa munu bætast við netkerfið síðar.“ Þessi ákvörðun Dana er til mik- illar fyrirmyndar. Sú var tíðin, að        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.) Í dag er laugardagur 13. janúar, 13. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Réttindi foreldra gagnvart dagforeldrum UM áramótin var verið að hækka niðurgreiðslu Reykjavíkur til dag- foreldra með það að leiðarljósi að lækka kostnað foreldra vegna vist- unar barna sinna. Nú er ég einstæð móðir með barn mitt í 9 tíma vistun hjá dagmóður. Hækkun niðurgreiðslunnar hljóðaði upp á 17.900 kr. til dagmóðurinnar eða úr um 37.700 kr. í 55.600 kr. mið- að við einstætt foreldri og 9 tíma vistun. Samt sem áður var ég rukk- uð um sama gjald og áður hjá dag- mömmunni og niðurgreiðslan skilaði sér ekki til mín. (Ég er að borga 27.300 kr. á móti niðurgreiðslunni sem er óhemjumikið fyrir einstætt foreldri með frekar lág laun). Skýr- ingar dagmóðurinnar eru þær að hún hafi ekkert vitað af þessu þrátt fyrir að upplýsingar lægju fyrir á heimasíðu Reykjavíkur og fé- lagsfundi Barnavistunar í desember. Ég afla mér upplýsinga vegna þessa hjá menntasviði Reykjavíkur, og fæ þau svör að ekkert sé hægt að gera. Dagforeldrar eru verktakar og mega taka til sín niðurgreiðsluna hvort heldur sem er að hluta til eða alla ef þeim hentar. Dagforeldrum er líka heimilt að hækka gjaldskrá sína með engum fyrirvara ef þeim hentar, ekkert er hægt að gera, sam- kvæmt upplýsingum frá leik- skólasviði Reykjavíkur. Segjum sem svo að dagforeldrið ákveði að taka sér frí, þá getur það gert það og látið foreldra borga ef það vill. Ég lenti í því og fékk þau svör að það væri heldur ekkert við því að gera, dagforeldrar eru verk- takar og því mismunandi hvað er innifalið í launum þeirra, þeir geta því rukkað foreldra um þá þjónustu sem þeir veita ekki. Síðan er verið að tala um að gera dagforeldra að jafnraunhæfum kosti fyrir foreldra og leikskóla með því að hækka niðurgreiðsluna og þar með lækka kostnað foreldra við greiðslur til dagforeldra. Hvernig má það vera þegar staðan er eins og hún er í dag? Ég fékk þau svör frá leikskólasviði Reykjavíkur að til stæði að gera samning við dagfor- eldra vegna frídaga og fyrirhug- aðrar endurgreiðslu vegna veikinda o.þ.h. og er gert ráð fyrir að þeir samningar verði komnir í gagnið á vormánuðum, en þangað til stöndum við foreldrar algjörlega réttindalaus gagnvart dagforeldrum. Foreldri barns hjá dagforeldri. Hækkanir á matvörum ÉG hef tekið eftir því að Bónus- verslanir hafa hækkað verð á mat- vörum töluvert undanfarið og tel ég þetta svik gegn okkur landsmönnum þar sem lækkanir eru framundan en verða sáralitlar þegar upp er staðið. Nú stöndum við saman lands- menn og látum ekki bjóða okkur þetta lengur. Ég krefst þess að rannsókn fari fram strax. Svikin Reykjavíkurmær. Valdapot KARLAR tveir reyna nú að yfirtaka stjórnmálaflokk sem kvenmaður stofnaði og ýta henni til hliðar (þeir voru ekki stofnendur). Ég er kven- maður og líkar illa við svona karl- rembuframkomu. Að Magnús og Guðjón skuli dirfast að valta yfir kvenstofnanda flokksins lofar ekki góðu fyrir þá, ekki er þetta beint gáfuleg framkoma. Margrét Ásgeirsdóttir. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80 ára afmæli. Petrea Guðný Pálsdóttir frá Grundarfirði verður áttræð á morgun 14. jan- úar. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vin- um í Góðtempl- arahúsinu við Suðurgötu 7, Hafnarfirði, kl. 14–17 sunnudaginn 14. janúar. Hlutavelta | Þessir krakkar í Garðabæ gengu í hús í nágrenni við heimili sín og buðust til að syngja fyrir heim- ilisfólk „Stóð ég úti í tunglsljósi,“ við trommuslátt og klingjandi bjölluhljóm. Í staðinn báðu þau um frjáls framlög frá áheyrendum til styrktar Rauða krossi Íslands. Alls söfnuðust 41.503 krónur. Krakkarnir heita: Kristjana Ósk Kristinsdóttir, Gunnhildur Halla Ármannsdóttir, Ingunn Anna Krist- insdóttir, Tryggvi Pétur Ármannsson og Jökull Nökkvason. Hlutavelta | Þrjár ungar stúlkur söfn- uðu rúmlega sex þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið með því að ganga í hús í Kópavogi. Þetta voru þær Guðný Kristjánsdóttir, Þóranna Dís Bender og Árný Kristjánsdóttir, 8 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.